Lagasafn.  Íslensk lög 12. apríl 2024.  Útgáfa 154b.  Prenta í tveimur dálkum.


Lög um skilameðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja

2020 nr. 70 26. júní


Ferill málsins á Alþingi.   Frumvarp til laga.

Tóku gildi 1. september 2020; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 102. gr. Breytt með: L. 38/2021 (tóku gildi 21. maí 2021; EES-samningurinn: XXII. viðauki tilskipun 2014/59/ESB, IX. viðauki tilskipun 2017/2399). L. 116/2021 (tóku gildi 1. sept. 2021; um lagaskil sjá 136. gr.; EES-samningurinn: IX. viðauki tilskipun 2007/16/EB, 2009/65/EB, 2013/14/ESB, 2014/91/ESB, 2010/78/ESB). L. 38/2022 (tóku gildi 1. júlí 2022 nema 76. gr., a-liður 82. gr., d-liður 177. gr., d-liður 206. gr. og 65. gr. sem tóku gildi skv. fyrirmælum í 215. gr. EES-samningurinn: IX. viðauki reglugerð 575/2013, 2015/62, 2016/1014, 2017/2188, 2017/2395, 2019/630, 2019/876, 2020/873). L. 48/2022 (tóku gildi 8. júlí 2022 nema a-liður 6. gr. sem tók gildi 1. jan. 2023; EES-samningurinn: IX. viðauki reglugerð 2015/63, 2016/1434). L. 63/2023 (tóku gildi 8. júlí 2023; EES-samningurinn: IX. viðauki tilskipun 2019/879).

Ef í lögum þessum er getið um ráðherra eða ráðuneyti án þess að málefnasvið sé tilgreint sérstaklega eða til þess vísað, er átt við fjármála- og efnahagsráðherra eða fjármála- og efnahagsráðuneyti sem fer með lög þessi. Upplýsingar um málefnasvið ráðuneyta skv. forsetaúrskurði er að finna hér.

1. þáttur. Almenn ákvæði.
I. kafli. Markmið, gildissvið og skilgreiningar.
1. gr. [Markmið.
Markmið laga þessara er að varðveita fjármálastöðugleika, þ.m.t. að tryggja áframhald nauðsynlegrar starfsemi fyrirtækja og forðast veruleg neikvæð áhrif á fjármálakerfið. Jafnframt er það markmið laganna að lágmarka hættu á að veita þurfi sérstakan opinberan fjárstuðning til fyrirtækja, auk þess að vernda innstæðueigendur, fjárfesta og eignir viðskiptavina fyrirtækja.]1)
   1)L. 63/2023, 1. gr.
2. gr. Gildissvið.
Lög þessi gilda um:
   a. Lánastofnanir og verðbréfafyrirtæki.
   b. Fjármálastofnanir ef þær eru dótturfélög fyrirtækis skv. a-lið eða eignarhaldsfélaga skv. c- eða d-lið og lúta eftirliti móðurfélags á samstæðugrunni.
   c. Eignarhaldsfélög á fjármálasviði, blönduð eignarhaldsfélög og blönduð eignarhaldsfélög í fjármálastarfsemi.
   d. Blönduð móðureignarhaldsfélög í fjármálastarfsemi í aðildarríki, blönduð móðureignarhaldsfélög í fjármálastarfsemi á Evrópska efnahagssvæðinu, móðureignarhaldsfélög á fjármálasviði í aðildarríki og móðureignarhaldsfélög á fjármálasviði á Evrópska efnahagssvæðinu.
   e. Útibú sem lánastofnanir og verðbréfafyrirtæki með staðfestu í ríkjum utan Evrópska efnahagssvæðisins starfrækja hér á landi að uppfylltum skilyrðum laga þessara.
Lög þessi gilda ekki um Lánasjóð sveitarfélaga ohf. og Byggðastofnun.
[2. gr. a. Lögfesting.
Ákvæði framseldrar reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/63 frá 21. október 2014 um viðbætur við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2014/59/ESB að því er varðar framlög greidd fyrirfram til fjármögnunarfyrirkomulags vegna skilameðferðar, með breytingu samkvæmt framseldri reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/1434 frá 14. desember 2015 um leiðréttingu á framseldri reglugerð (ESB) 2015/63 um viðbætur við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2014/59/ESB að því er varðar framlög greidd fyrirfram til fjármögnunarfyrirkomulags vegna skilameðferðar, skulu hafa lagagildi hér á landi með þeim aðlögunum sem leiðir af ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 237/2019 frá 27. september 2019, sbr. einnig bókun 1 við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, sbr. lög um Evrópska efnahagssvæðið, nr. 2/1993, þar sem bókunin er lögfest.
Reglugerð (ESB) 2015/63 er birt á bls. 49–69 í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 8 frá 10. febrúar 2022. Reglugerð (ESB) 2016/1434 er birt á bls. 13–15 í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 8 frá 10. febrúar 2022.]1)
   1)L. 48/2022, 1. gr.
3. gr. Skilgreiningar.
Í lögum þessum er merking eftirtalinna orða og hugtaka sem hér segir:
   1. Aðildarríki: Ríki sem er aðili að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, aðili að stofnsamningi Fríverslunarsamtaka Evrópu eða Færeyjar.
   2. Á fallanda fæti: Fyrirtæki eða eining er á fallanda fæti ef:
   a. afturkalla má starfsleyfi þess eða ætla má að það megi í náinni framtíð,
   b. það er eða ætla má að það verði í náinni framtíð ógjaldfært, eða
   c. það þarfnast sérstaks opinbers fjárstuðnings, nema ef hann er nauðsynlegur til að varna eða ráða bót á efnahagslegu áfalli og felst í:
   1. ríkisábyrgð á lausafjárfyrirgreiðslu seðlabanka í samræmi við skilyrði hans eða nýútgefnum skuldbindingum, eða
   2. eiginfjárframlagi eða kaupum á fjármagnsgerningum á markaðskjörum sem eru nauðsynleg til að mæta eiginfjárþörf sem álagspróf, mat á gæðum eigna eða önnur hliðstæð skoðun af hálfu opinberra aðila leiðir í ljós enda séu ekki fyrir hendi aðstæður skv. a- eða b-lið þessa töluliðar eða 1. mgr. 27. gr.
   3. Blandað eignarhaldsfélag: Móðurfélag sem ekki er eignarhaldsfélag á fjármálasviði, lánastofnun, verðbréfafyrirtæki eða blandað eignarhaldsfélag í fjármálastarfsemi þar sem a.m.k. eitt dótturfélag er fjármálafyrirtæki.
   4. Blandað eignarhaldsfélag í fjármálastarfsemi: Móðurfélag sem ekki er eftirlitsskylt en það ásamt dótturfélögum sínum, þar sem a.m.k. eitt þeirra er eftirlitsskylt og er með höfuðstöðvar í aðildarríki, og öðrum aðilum myndar fjármálasamsteypu.
   5. Blandað móðureignarhaldsfélag í fjármálastarfsemi á Evrópska efnahagssvæðinu: Blandað eignarhaldsfélag í fjármálastarfsemi í aðildarríki sem er hvorki dótturfélag lánastofnunar eða verðbréfafyrirtækis með starfsleyfi í einhverju aðildarríki né dótturfélag eignarhaldsfélags á fjármálasviði eða blandaðs eignarhaldsfélags í fjármálastarfsemi í einhverju aðildarríki.
   6. Blandað móðureignarhaldsfélag í fjármálastarfsemi í aðildarríki: Blandað eignarhaldsfélag í fjármálastarfsemi sem hvorki er dótturfélag lánastofnunar eða verðbréfafyrirtækis með starfsleyfi í sama aðildarríki né dótturfélag eignarhaldsfélags á fjármálasviði eða annars blandaðs eignarhaldsfélags í fjármálastarfsemi í sama aðildarríki.
   7. Brúarstofnun: Lögaðili undir stjórn skilavalds sem er a.m.k. að hluta í eigu opinberra aðila eða skilasjóðs og er ætlað að viðhalda aðgangi að nauðsynlegri starfsemi sem er framseld skv. 46. gr. fram að sölu hennar.
   8. Eftirlitsaðili á samstæðugrunni: Eftirlitsstjórnvald á Evrópska efnahagssvæðinu sem ber ábyrgð á framkvæmd eftirlits á samstæðugrunni með einhverju eftirtalinna félaga:
   a. Móðurfélagi á Evrópska efnahagssvæðinu.
   b. Lánastofnun sem móðureignarhaldsfélag á fjármálasviði á Evrópska efnahagssvæðinu fer með yfirráð í.
   c. Lánastofnun sem blandað móðureignarhaldsfélag í fjármálastarfsemi á Evrópska efnahagssvæðinu fer með yfirráð í.
   d. Verðbréfafyrirtæki sem móðureignarhaldsfélag á fjármálasviði á Evrópska efnahagssvæðinu fer með yfirráð í.
   e. Verðbréfafyrirtæki sem blandað móðureignarhaldsfélag í fjármálastarfsemi á Evrópska efnahagssvæðinu fer með yfirráð í.
   9. Eftirlitsstjórnvald: Sú stofnun eða stjórnvald sem falið er að landsrétti að annast eftirlit með lánastofnunum og verðbréfafyrirtækjum og er slíkt eftirlit hluti af eftirlitsstarfsemi í viðkomandi aðildarríki.
   10. Eignarhaldsfélag á fjármálasviði: Fjármálastofnun sem ekki er blandað eignarhaldsfélag í fjármálastarfsemi þar sem dótturfélögin eru annaðhvort eingöngu eða aðallega lánastofnanir, verðbréfafyrirtæki eða fjármálastofnanir og a.m.k. eitt dótturfélagið er lánastofnun eða verðbréfafyrirtæki.
   11. Eignarhluti: Hlutabréf eða hlutir, aðrir gerningar sem eru ávísun á eignarhald, gerningar sem hægt er að umbreyta í eða veita rétt til hlutabréfa eða eignarhluta og gerningar sem veita rétt til arðs af hlutabréfum eða eignarhlutum.
   12. Eignaumsýslufélag: Lögaðili undir stjórn skilavalds sem er a.m.k. að hluta í eigu opinberra aðila eða skilasjóðs og er ætlað að koma eignum, réttindum og skuldbindingum sem eru framseldar skv. 51. gr. í verð.
   13. Eining: Fjármálastofnun skv. b-lið 1. mgr. 2. gr. eða eignarhaldsfélag skv. c- eða d-lið 1. mgr. 2. gr.
   14. Félagsaðili: Eigandi eignarhluta í fyrirtæki eða einingu.
   15. Fjárhagslegur samningur: Samningur eða samkomulag sem hefur fjárhagslegt gildi fyrir aðila, þ.m.t. samningar sem tengjast verðbréfum, hrávöruafleiður, framtíðarsamningar, framvirkir samningar, skiptasamningar, millibankalánssamningar þar sem lánstími er styttri en þrír mánuðir og rammasamningar fyrir allar framangreindar samningstegundir.
   16. Fjármálastofnun: Fyrirtæki, annað en fjármálafyrirtæki, sem hefur að meginstarfsemi að afla eignarhluta eða sinna einni eða fleiri tegundum starfsemi sem um getur í 2.–12. og 15. tölul. 1. mgr. 20. gr. laga um fjármálafyrirtæki, þ.m.t. eignarhaldsfélög á fjármálasviði, blönduð eignarhaldsfélög, rekstraraðilar sérhæfðra sjóða, [rekstrarfélög verðbréfasjóða]1) og greiðslustofnanir í skilningi laga um greiðsluþjónustu, en að undanskildum eignarhaldsfélögum á vátryggingasviði og blönduðum eignarhaldsfélögum á vátryggingasviði eins og þau eru skilgreind í lögum um vátryggingastarfsemi.
   17. Fyrirtæki: Lánastofnun eða verðbréfafyrirtæki.
   18. [Eftirgefanleg]2) skuldbinding: Fjármagnsgerningur eða skuldbinding sem telst ekki almennt eigið fé þáttar 1, viðbótar eigið fé þáttar 1 eða þáttar 2 samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki og er ekki undanskilin eftirgjöf skv. 1. mgr. 56. gr.
   [19. Hæf skuldbinding: Eftirgefanleg skuldbinding sem uppfyllir skilyrði 2. mgr. 17. gr. og gerningur sem telst til eiginfjárþáttar 2 samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki og uppfyllir skilyrði b-liðar 1. mgr. 72. gr. a reglugerðar (ESB) nr. 575/2013.]2)
   [20.]2) [Kjarnastarfssvið: Sú starfsemi lánastofnunar, verðbréfafyrirtækis eða samstæðu sem stendur undir verulegum hluta rekstrartekna, hagnaðar eða virði rekstrar.]3)
   [21.]2) [Lánastofnun: Fyrirtæki sem starfar við að taka á móti innlánum eða öðrum endurgreiðanlegum fjármunum frá almenningi og veita lán fyrir eigin reikning.]2)
   [22.]2) Mikilvægt útibú: Útibú eins og það er skilgreint í lögum um fjármálafyrirtæki auk þess sem það uppfyllir a.m.k. eitt eftirtalinna skilyrða:
   a. Er með meira en 2% markaðshlutdeild innlána í gistiríkinu.
   b. Lokun útibúsins hefði veruleg áhrif á laust fé í umferð, greiðslukerfi og verðbréfauppgjörskerfi í gistiríkinu.
   c. Fjöldi viðskiptavina, stærð og mikilvægi útibúsins skiptir máli fyrir fjármálakerfi gistiríkisins.
   [23.]2) Móðureignarhaldsfélag á fjármálasviði á Evrópska efnahagssvæðinu: Eignarhaldsfélag á fjármálasviði í aðildarríki sem er hvorki dótturfélag lánastofnunar eða verðbréfafyrirtækis með starfsleyfi í einhverju aðildarríki né dótturfélag eignarhaldsfélags á fjármálasviði eða blandaðs eignarhaldsfélags í fjármálastarfsemi í einhverju aðildarríki.
   [24.]2) Móðureignarhaldsfélag á fjármálasviði í aðildarríki: Eignarhaldsfélag á fjármálasviði sem hvorki er dótturfélag lánastofnunar eða verðbréfafyrirtækis sem hefur starfsleyfi í sama aðildarríki né dótturfélag eignarhaldsfélags á fjármálasviði eða annars blandaðs eignarhaldsfélags í fjármálastarfsemi í sama aðildarríki.
   [25.]2) Móðurfélag á Evrópska efnahagssvæðinu: Lánastofnun eða verðbréfafyrirtæki sem staðsett er í aðildarríki og er hvorki dótturfélag lánastofnunar eða verðbréfafyrirtækis með starfsleyfi í einhverju aðildarríki né dótturfélag eignarhaldsfélags á fjármálasviði eða blandaðs eignarhaldsfélags í fjármálastarfsemi í einhverju aðildarríki.
   [26.]2) Móðurfélag í aðildarríki: Lánastofnun eða verðbréfafyrirtæki í aðildarríki sem uppfyllir öll eftirtalin skilyrði:
   a. Á dótturfélag sem er lánastofnun, verðbréfafyrirtæki eða fjármálastofnun.
   b. Á hlutdeild í lánastofnun, verðbréfafyrirtæki eða fjármálastofnun, þannig að eitthvert framantalinna fyrirtækja teljist hlutdeildarfélag í eigu lánastofnunarinnar eða verðbréfafyrirtækisins.
   c. Er ekki dótturfélag lánastofnunar eða verðbréfafyrirtækis sem fengið hefur starfsleyfi í sama aðildarríki.
   d. Er ekki dótturfélag eignarhaldsfélags á fjármálasviði eða blandaðs eignarhaldsfélags í fjármálastarfsemi sem staðsett er í sama aðildarríki.
   [27.]2) Móðurfélag í efsta þrepi samstæðu á Evrópska efnahagssvæðinu: Móðurfélag sem er móðurfélag á Evrópska efnahagssvæðinu, móðureignarhaldsfélag á fjármálasviði á Evrópska efnahagssvæðinu eða blandað móðureignarhaldsfélag í fjármálastarfsemi á Evrópska efnahagssvæðinu.
   [28.]2) Nauðsynleg starfsemi: Starfsemi, þjónusta eða rekstur sem er svo mikilvæg fyrir raunhagkerfið eða fjármálastöðugleika að veruleg hætta yrði á röskun efnahagsstarfsemi eða stöðugleika ef henni yrði hætt vegna þess hversu umfangsmikil hún er, vegna markaðshlutdeildar hennar, [innri og ytri víxltengsla],3) flækjustigs eða starfsemi yfir landamæri enda sé sambærileg starfsemi, þjónusta eða rekstur ekki í boði.
   [29.]2) Samstæðuskilavald: Stjórnvald sem fer með undirbúning og framkvæmd skilameðferðar í aðildarríki þar sem eftirlitsaðili á samstæðugrunni er staðsettur.
   [30.]2) Sérstakur opinber fjárstuðningur: Hvers kyns aðstoð skv. 2. kafla IV. hluta laga um Evrópska efnahagssvæðið eða annar fjárstuðningur sem jafna mætti til ríkisaðstoðar ef veittur yrði í þeim tilgangi að varðveita eða endurbyggja rekstrarhæfi, laust fé eða gjaldfærni viðkomandi fyrirtækis, einingu eða samstæðu sem slíkt fyrirtæki eða eining er hluti af.
   [31.]2) Skilaaðgerð: Ákvörðun um að setja fyrirtæki eða einingu í skilameðferð, beita einu eða fleiri skilaúrræðum skv. X. kafla eða skilaheimildum skv. IX., XI. eða XII. kafla.
   [32. Skilaaðili: Eftirtaldir aðilar teljast til skilaaðila:
   a. Fyrirtæki sem skilaáætlun skv. 9. gr. hefur verið útbúin fyrir enda er það ekki hluti af samstæðu sem fellur undir samstæðueftirlit samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki, eða
   b. lögaðili með staðfestu á Evrópska efnahagssvæðinu enda hafi hann verið tilgreindur af skilavaldinu sem skilaaðili í skilaáætlun samstæðu skv. 10. gr.]3)
   [33.]3) Skilaheimild: Sérhver heimild skv. IX., XI. eða XII. kafla.
   [34. Skilasamstæða: Eftirfarandi aðilar teljast til skilasamstæðu:
   a. Skilaaðili og dótturfélög hans enda séu þau ekki skilaaðilar sjálf, dótturfélög annarra skilaaðila og aðilar með staðfestu í ríkjum utan Evrópska efnahagssvæðisins sem eru ekki hluti af skilasamstæðu samkvæmt skilaáætlun og dótturfélög þeirra, eða
   b. lánastofnanir og dótturfélög þeirra sem eru varanlega tengd miðlægri stofnun og miðlæga stofnunin sjálf og dótturfélög hennar enda telst a.m.k. ein þessara lánastofnana eða miðlæga stofnunin skilaaðili.]3)
   [35.]3) Skilastjórnvald: Stjórnvald sem fer með undirbúning og framkvæmd skilameðferðar.
   [36.]3) Skilaúrræði: Úrræði skilavalds skv. X. kafla. Skilaúrræðin eru eftirfarandi:
   a. Eftirgjöf: Niðurfærsla eða umbreyting skuldbindinga fyrirtækis eða einingar í skilameðferð, sbr. E-hluta X. kafla.
   b. Sala rekstrar: Sala eignarhluta sem útgefnir eru af fyrirtæki eða einingu í skilameðferð eða eigna, réttinda og skuldbindinga fyrirtækis eða einingar í skilameðferð til kaupanda sem ekki er brúarstofnun, sbr. B-hluta X. kafla.
   c. Framsal til brúarstofnunar: Framsal eignarhluta sem útgefnir eru af fyrirtæki eða einingu í skilameðferð, eða eigna, réttinda eða skuldbindinga fyrirtækis eða einingar í skilameðferð til brúarstofnunar, sbr. C-hluta X. kafla.
   d. Uppskipting eigna: Framsal á eignum, réttindum eða skuldbindingum fyrirtækis eða einingar í skilameðferð til eignaumsýslufélags, sbr. D-hluta X. kafla.
   [[37.]3) Skuldagerningar: Skuldabréf og aðrar framseljanlegar skuldir, gerningar sem stofna til skuldar eða viðurkenna skuld og gerningar sem veita rétt til að eignast skuldagerninga.]4)
   [38.]3) Tryggð innstæða: Tryggð innstæða í skilningi laga um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta.
   [39.]3) Tryggingarhæf innstæða: Tryggingarhæf innstæða í skilningi laga um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta.
   [40.]3) Verðbréfafyrirtæki: Verðbréfafyrirtæki í skilningi laga um fjármálafyrirtæki með stofnframlag skv. 2. mgr. 14. gr. a sömu laga.
   [41.]3) Viðeigandi fjármagnsgerningur: Fjármagnsgerningur sem telst til viðbótar eigin fé þáttar 1 eða þáttar 2 samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki.
   [42. Víkjandi hæfur gerningur: Gerningur sem uppfyllir skilyrði 72. gr. a reglugerðar (ESB) nr. 575/2013, þó ekki skilyrði 3.–5. mgr. 72. gr. b sömu reglugerðar.]3)
   [43.]3) Örfélög, lítil og meðalstór félög: Félög þar sem árleg velta fer ekki umfram jafnvirði 50 milljóna evra (EUR) í íslenskum krónum.
Ráðherra er heimilt í reglugerð5) að setja nánari ákvæði um skilgreiningu hugtakanna nauðsynleg starfsemi og [kjarnastarfssvið].3)
   1)L. 116/2021, 137. gr. 2)L. 38/2022, 183. gr. 3)L. 63/2023, 2. gr. 4)L. 38/2021, 1. gr. 5)Rg. 95/2021, sbr. 867/2022.

II. kafli. Stjórnsýsla, starfsemi, málshöfðun o.fl.
4. gr. Hlutverk og verkefni Seðlabanka Íslands.
Skilavald, sem er hluti af Seðlabanka Íslands, fer með framkvæmd laga þessara, sbr. þó 2. mgr. og 5. gr. Skilavald skal vera aðgreint frá annarri starfsemi í skipulagi bankans.
Ákvarðanir um hvort fyrirtæki, eining eða samstæða telst rekstrarhæf skv. 27. gr. og hvort fyrirtæki eða eining sé á fallanda fæti skv. 34. gr. skulu teknar af Fjármálaeftirlitinu.
Ákvarðanir um skilaáætlun og skilabærni skv. III. kafla, um lágmarkskröfu um eiginfjárgrunn og hæfar skuldbindingar skv. IV. kafla og um mat á áætlun um endurskipulagningu rekstrar skv. 60. gr. skulu ekki teknar nema að undangengnu samráði við Fjármálaeftirlitið.
Seðlabanki Íslands skal setja reglur1) um framkvæmd þessarar greinar, þ.m.t. um þagnarskyldu og upplýsingaskipti innan bankans.
   1)Rgl. 1733/2021.
5. gr. Hlutverk og verkefni ráðherra.
Ákvarðanir sem geta haft bein áhrif á ríkissjóð eða kerfislæg áhrif, þ.m.t. um niðurfærslu og umbreytingu fjármagnsgerninga skv. VI. kafla og skilameðferð fyrirtækis eða einingar skv. 35. gr., verða ekki teknar nema að undangengnu samþykki ráðherra.
Ráðherra tekur ákvörðun um opinber fjármálastöðgunarúrræði skv. XIII. kafla.
Ráðherra skal reglulega upplýstur um ákvarðanir samkvæmt lögum þessum. Ráðherra getur krafið Seðlabanka Íslands um upplýsingar sem ráðherra telur nauðsynlegar vegna ákvarðana samkvæmt lögum þessum.
6. gr. Ákvarðanir. Málshöfðun.
Ákvarðanir samkvæmt lögum þessum eru endanlegar á stjórnsýslustigi.
Nú vill aðili ekki una ákvörðun sem tekin er samkvæmt lögum þessum og getur hann þá höfðað mál fyrir dómstólum. Mál skal höfðað innan þriggja mánaða frá tilkynningu ákvörðunar. Málshöfðun frestar ekki réttaráhrifum ákvörðunarinnar.
Ákvörðun um mat á eignum og skuldbindingum skv. VII. kafla og um skilameðferð og beitingu skilaaðgerða skv. 3. þætti skal taka gildi og koma til framkvæmda þegar í stað. Ákvæði IV.–VII. kafla stjórnsýslulaga gilda ekki um málsmeðferð og ákvarðanatöku skilavaldsins vegna ákvörðunar skv. 1. málsl.
Heimilt er að ákveða að aðrar ákvarðanir samkvæmt lögum þessum, þ.m.t. aðgerðir vegna annmarka á skilabærni skv. 15. gr. og niðurfærsla og umbreyting fjármagnsgerninga skv. VI. kafla, taki gildi og komi til framkvæmda þegar í stað. Ákvæði IV.–VII. kafla stjórnsýslulaga gilda ekki um málsmeðferð og ákvarðanatöku skilavaldsins skv. 1. málsl.
Ef ágreiningur í dómsmáli varðar skilaaðgerðir skv. 3. þætti skal hraða meðferð slíks máls hjá dómstólum.
Ef aðili hefur í góðri trú keypt eignarhluti, eignir, réttindi eða skuldbindingar fyrirtækis eða einingar í skilameðferð á grundvelli ákvarðana skv. 3. mgr. skal ógilding ákvörðunar með dómi ekki hafa áhrif á síðari aðgerðir eða ráðstafanir sem byggðust á ógiltu ákvörðuninni. Í því tilviki getur sá sem varð fyrir tjóni vegna hinnar ógiltu ákvörðunar einungis krafist skaðabóta fyrir það tap sem af ákvörðuninni hlaust.
7. gr. Skylda til að veita upplýsingar.
Einstaklingum og lögaðilum er skylt að láta skilavaldinu í té allar upplýsingar og gögn sem það telur nauðsynleg í tengslum við framkvæmd laga þessara. Skiptir ekki máli í því sambandi hvort upplýsingarnar varða þann aðila sem beiðninni er beint til eða annan aðila sem hann getur veitt upplýsingar um.
Lagaákvæði um þagnarskyldu takmarka ekki skyldu til þess að veita upplýsingar og aðgang að gögnum. Þetta gildir þó ekki um upplýsingar sem lögmaður öðlast við athugun á lagalegri stöðu skjólstæðings í tengslum við dómsmál, þ.m.t. þegar hann veitir ráðgjöf um hvort höfða eigi mál eða komast hjá máli, eða upplýsingar sem hann öðlast fyrir, á meðan eða eftir lok dómsmáls, ef upplýsingarnar hafa bein tengsl við málið.
8. gr. Þagnarskylda.
Stjórnvöld, skilastjórn, brúarstofnun og eignaumsýslufélag og aðrir sem koma að framkvæmd laga þessara eru bundnir þagnarskyldu um allt það sem varðar framkvæmd laganna, svo og um önnur atriði sem þeir fá vitneskju um í starfi sínu og leynt skulu fara samkvæmt lögum eða eðli máls, nema dómari úrskurði að upplýsingar sé skylt að veita fyrir dómi eða til lögreglu eða skylt sé að veita upplýsingar lögum samkvæmt. Sama gildir um sérfræðinga, verktaka, mögulega kaupendur eignarhluta eða eigna fyrirtækis eða einingar sem skilavaldið hefur samband við og aðra sem starfa fyrir eða á vegum þess. Þagnarskyldan helst þótt látið sé af starfi.
Öllum þeim er falla undir þagnarskyldu skv. 1. mgr. er óheimilt að nýta sér trúnaðarupplýsingar sem þeir komast yfir vegna framkvæmdar laga þessara, þar á meðal í þeim tilgangi að hagnast eða forðast fjárhagslegt tjón í viðskiptum.
Seðlabanka Íslands er heimilt að miðla upplýsingum sem eru háðar þagnarskyldu skv. 1. mgr. til aðila sem lúta þagnarskyldu skv. 1. mgr., skilastjórnvalda og eftirlitsstjórnvalda annarra aðildarríkja, Eftirlitsstofnunar EFTA og Evrópsku bankaeftirlitsstofnunarinnar, enda samræmist slíkt lögmæltu hlutverki bankans eða móttakanda.
Stjórnvöld sem koma að framkvæmd laga þessara, Tryggingarsjóður [vegna fjármálafyrirtækja],1) brúarstofnun og eignaumsýslufélag skulu setja sér verklagsreglur um meðferð upplýsinga sem háðar eru þagnarskyldu skv. 1. mgr.
   1)L. 48/2022, 2. gr.

2. þáttur. Fyrirbyggjandi aðgerðir og undirbúningur skilameðferðar.
III. kafli. Skilaáætlun og skilabærni.
9. gr. Skilaáætlun lánastofnunar og verðbréfafyrirtækis.
Skilavaldið skal gera skilaáætlun fyrir fyrirtæki þar sem eftirfarandi atriði skulu m.a. koma fram:
   1. Þær skilaaðgerðir sem hægt er að grípa til gagnvart fyrirtæki ef skilyrði skilameðferðar skv. 1. mgr. 35. gr. eru uppfyllt.
   2. Sviðsmyndir sem gera m.a. ráð fyrir að rekstrarerfiðleikar fyrirtækis stafi af atvikum sem eiga aðeins við um viðkomandi fyrirtæki, eru afleiðing óstöðugleika á fjármálamörkuðum eða kerfislegs ójafnvægis.
   3. Greining á því hvenær og með hvaða hætti fyrirtæki getur sótt um lausafjárfyrirgreiðslu seðlabanka, …1) sem fellur undir regluleg viðskipti, og hvaða eignir það geti lagt fram sem tryggingu. Ekki skal gera ráð fyrir nokkurs konar sérstakri lausafjárfyrirgreiðslu eða annars konar opinberum fjárstuðningi í skilaáætlun.
   4. Mismunandi leiðir við beitingu á skilaúrræðum og skilaheimildum gagnvart fyrirtæki.
[Í skilaáætlun skal tilgreina þá lágmarkskröfu um eiginfjárgrunn og hæfar skuldbindingar sem gerð er til fyrirtækis skv. IV. kafla og þann lokafrest sem veittur er til að uppfylla kröfuna. Inntak skilaáætlunar ræðst að öðru leyti af stjórnvaldsfyrirmælum settum á grundvelli lokamálsgreinar 10. gr.]2)
Við gerð skilaáætlunar skal skilavaldið, ef við á, hafa samráð við skilastjórnvöld í aðildarríkjum þar sem viðkomandi fyrirtæki er með mikilvæg útibú. Fjármálaeftirlitið skal hafa aðgang að samþykktum skilaáætlunum fyrirtækja.
Skilaáætlun skal yfirfarin að lágmarki árlega og uppfærð ef tilefni er til, þ.m.t. ef breytingar verða á rekstri fyrirtækjanna eða ef annað í starfsemi þeirra veldur verulegum breytingum á áætluninni. [Skilaáætlun skal þó uppfærð þegar í stað ef skilaaðgerðum eða niðurfærslu og umbreytingu fjármagnsgerninga skv. VI. kafla hefur verið beitt.]2) Fyrirtæki skulu tilkynna skilavaldinu tímanlega um allar breytingar sem gefa tilefni til uppfærslu.
Seðlabanki Íslands skal setja reglur3) sem kveða nánar á um efni skilaáætlana skv. 1. mgr.
   1)L. 48/2022, 3. gr. 2)L. 63/2023, 3. gr. 3)Rgl. 666/2021.
10. gr. Skilaáætlun samstæðu.
Ef skilavaldið fer með samstæðuskilavald skal það útbúa og uppfæra skilaáætlun fyrir samstæðu á grundvelli upplýsinga skv. 12. gr. [Skilaáætlunin skal tilgreina skilaaðila og, ef við á, skilasamstæður innan sérhverrar samstæðu.]1) Samþykkt skilaáætlunar samstæðu skal eiga sér stað að undangengnu samstarfi við skilastjórnvöld dótturfélaga og ef við á í samráði við skilastjórnvöld þar sem mikilvæg útibú eru með starfsemi. Skilaáætlun samstæðu, þ.m.t. allar breytingar sem verða á áætluninni, skal senda til viðeigandi eftirlitsstjórnvalda.
Þegar skilavaldið fer ekki með samstæðuskilavald skv. 1. mgr. getur það þó ákveðið að gera sjálfstæða skilaáætlun skv. 9. gr. fyrir dótturfélög sem eru lánastofnanir eða verðbréfafyrirtæki. [Skilavaldið getur tilgreint skilaaðila og útbúið og uppfært skilaáætlun fyrir skilasamstæðu sem samsett er af aðilum innan lögsögu þess.]1) Um málsmeðferð vegna skilaáætlunar dótturfélags fer skv. 6. og 7. mgr.
[Í skilaáætlun samstæðu skal tilgreina þær skilaaðgerðir sem ætlunin er að grípa til gagnvart skilaaðilum og þau áhrif sem aðgerðirnar geta haft á aðrar einingar innan samstæðu, móðurfélag og dótturfélög.]1) Skilaáætlun samstæðu skal taka mið af þeim efnisatriðum sem fram koma í 9. gr., þ.m.t. uppfærslu skilaáætlunar.
Skilaáætlun samstæðu skal, eftir því sem við á, tilgreina aðgerðir fyrir alla eftirfarandi aðila:
   1. Móðurfélag í efsta þrepi samstæðu á Evrópska efnahagssvæðinu.
   2. Hvert einstakt dótturfélag í aðildarríki.
   3. Eignarhaldsfélög skv. c- og d-lið 1. mgr. 2. gr.
Móðurfélag í efsta þrepi samstæðu á Evrópska efnahagssvæðinu skal taka saman og afhenda skilavaldinu nauðsynlegar upplýsingar fyrir gerð skilaáætlunar, sem sendir mótteknar upplýsingar til eftirfarandi aðila:
   1. Evrópsku bankaeftirlitsstofnunarinnar.
   2. Skilastjórnvalda dótturfélaga.
   3. Skilastjórnvalda þar sem mikilvæg útibú eru staðsett.
   4. Viðeigandi eftirlitsstjórnvalda.
   5. Skilastjórnvalda í aðildarríkjum þar sem eignarhaldsfélög skv. c- og d-lið 1. mgr. 2. gr. eru staðsett.
Skilavaldið skal leitast við að taka sameiginlega ákvörðun um skilaáætlun samstæðu með aðilum skv. 5. mgr. Ef sameiginleg ákvörðun liggur ekki fyrir innan fjögurra mánaða frá því að skilavaldið, sem fer með samstæðuskilavald, sendi upplýsingar skv. 5. mgr. skal það taka sjálfstæða ákvörðun um áætlunina. Tilkynna skal móðurfélagi og lögbærum stjórnvöldum um ákvörðunina.
Fresta skal ákvörðun skv. 6. mgr. hafi eitthvert þeirra lögbæru stjórnvalda skv. 2.–5. tölul. 5. mgr. vísað ákvörðun bankans til Evrópsku bankaeftirlitsstofnunarinnar eða Eftirlitsstofnunar EFTA í samræmi við lög um evrópskt eftirlitskerfi á fjármálamarkaði, fyrir lok tímafrests skv. 6. mgr., og skal skilavaldið í þeim tilvikum bíða ákvörðunar sem Eftirlitsstofnun EFTA kann að taka. Ákvörðun skal vera í samræmi við niðurstöðu Eftirlitsstofnunar EFTA.
Seðlabanki Íslands skal setja reglur2) sem kveða nánar á um efni skilaáætlunar samstæðu skv. 3. mgr.
   1)L. 63/2023, 4. gr. 2)Rgl. 666/2021.
11. gr. Einföld skilaáætlun.
Skilavaldið ákveður hvort gera skuli einfalda skilaáætlun fyrir fyrirtæki eða samstæðu. Skilyrði fyrir einfaldri skilaáætlun eru að rekstrarerfiðleikar fyrirtækis eða samstæðu og eftir atvikum slitameðferð hafi ekki í för með sér verulega neikvæð áhrif á fjármálakerfið, önnur fyrirtæki, [aðstæður til fjármögnunar]1) eða hagkerfið.
Heimilt er að falla frá ákvörðun um einfalda skilaáætlun skv. 1. mgr. hvenær sem er.
Seðlabanki Íslands skal setja reglur2) um viðmið vegna ákvarðana um einfaldar skilaáætlanir skv. 1. mgr.
   1)L. 63/2023, 5. gr. 2)Rgl. 666/2021.
12. gr. Upplýsingagjöf og aðstoð við gerð skilaáætlunar.
Skilavaldið getur krafist þess að fyrirtæki, eining eða móðurfélag veiti því upplýsingar sem eru viðeigandi að mati þess og varða undirbúning og gerð skilaáætlunar. Fyrirtæki, einingu eða móðurfélagi ber að veita aðstoð við gerð og uppfærslu skilaáætlunar skv. 9. eða 10. gr. að beiðni skilavaldsins.
Ráðherra skal setja reglugerð1) um þær upplýsingar sem heimilt er að krefja fyrirtæki eða móðurfélag um samkvæmt þessari grein í þeim tilgangi að útbúa eða uppfæra skilaáætlanir.
Seðlabanki Íslands skal setja reglur um verklag og form fyrir veitingu upplýsinga samkvæmt þessari grein.
   1)Rg. 780/2021.
13. gr. Mat á skilabærni lánastofnunar og verðbréfafyrirtækis.
Skilavaldið skal, ef við á að undangengnu samráði við skilastjórnvöld í aðildarríkjum þar sem viðkomandi fyrirtæki er með mikilvægt útibú, leggja mat á hvort fyrirtækið sé skilabært. Mat á skilabærni skal fara fram samhliða gerð skilaáætlunar skv. 9. gr.
Mat á því hvort fyrirtæki telst skilabært skv. 1. mgr. grundvallast á því að hægt sé að beita einhverjum skilaaðgerðum gagnvart því eða að fyrirtækið fari í slitameðferð, án þess þó að aðgerðirnar hafi verulega neikvæð áhrif á fjármálakerfi í aðildarríkjum og að tryggt sé áframhald nauðsynlegrar starfsemi fyrirtækis.
Seðlabanki Íslands skal setja reglur1) um viðfangsefni og viðmið við mat á skilabærni fyrirtækis skv. 1. mgr.
Ráðherra skal setja reglugerð2) um viðfangsefni við mat á skilabærni fyrirtækis skv. 1. mgr.
   1)Rgl. 666/2021. 2)Rg. 780/2021.
14. gr. Mat á skilabærni samstæðu.
Ef skilavaldið fer með samstæðuskilavald skal það leggja mat á skilabærni samstæðu. [Mat á skilabærni skal fara fram samhliða gerð skilaáætlunar samstæðu skv. 10. gr. Matið skal byggjast á því hvort raunhæft og hagkvæmt sé að taka einstaka aðila innan samstæðu til slitameðferðar eða leysa samstæðuna upp í heild með skilaaðgerðum gagnvart einstökum skilaaðilum innan samstæðunnar. Að öðru leyti tekur mat á skilabærni mið af þeim efnisatriðum sem fram koma í 13. gr.]1)
Mat á skilabærni samstæðu skal framkvæmt í samstarfi við skilastjórnvöld dótturfélaga og að höfðu samráði við eftirlitsstjórnvöld dótturfélaga og skilastjórnvöld þar sem mikilvæg útibú eru með starfsemi. Fjalla skal um mat á skilabærni samstæðu innan skilaráðs skv. 89. gr.
Seðlabanki Íslands skal setja reglur2) um viðfangsefni og viðmið við mat á skilabærni samstæðu skv. 1. mgr.
Ráðherra skal setja reglugerð3) um viðfangsefni við mat á skilabærni samstæðu skv. 1. mgr.
   1)L. 63/2023, 6. gr. 2)Rgl. 666/2021. 3)Rg. 780/2021.
15. gr. Annmarkar á skilabærni.
Komi í ljós verulegir annmarkar á skilabærni fyrirtækis við mat skv. [13. og 14. gr.]1) skal tilkynna það skriflega til fyrirtækisins og skilastjórnvalda þar sem mikilvæg útibú eru með starfsemi. Tilkynning skv. 1. málsl. skal fresta gerð skilaáætlunar uns skilavaldið samþykkir aðgerðir sem ætlað er að ráða bót á þeim annmörkum sem um ræðir.
Fyrirtæki skal innan fjögurra mánaða frá móttöku tilkynningar skv. 1. mgr. senda skilavaldinu tillögur um aðgerðir til að ráða bót á þeim annmörkum sem taldir eru vera fyrir hendi. [Ef annmarkar á skilabærni varða það að skilaaðili uppfyllir ekki samanlagða kröfu um eiginfjárauka auk lágmarkskröfu um eiginfjárgrunn og hæfar skuldbindingar skal skilaaðili innan tveggja vikna frá móttöku tilkynningar skv. 1. mgr. leggja til við skilavaldið mögulegar aðgerðir og tímafrest til að uppfylla kröfurnar.]1) Skilavaldið leggur mat á aðgerðir fyrirtækisins og hvort úrbætur séu mögulegar.
Teljist aðgerðir fyrirtækisins ekki nægjanlegar til þess að ráða bót á annmörkum á skilabærni skal þess krafist með skriflegri tilkynningu að gripið verði til einhverra eftirfarandi aðgerða:
   1. Að fyrirtækið endurskoði samninga um fjárstuðning innan samstæðu samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki eða fari yfir hvort gera skuli slíka samninga.
   2. Að fyrirtækið geri þjónustusamninga við aðila innan eða utan samstæðunnar til að tryggja áframhaldandi nauðsynlega starfsemi.
   3. Að fyrirtækið takmarki safn áhættuskuldbindinga, bæði gagnvart einstökum aðilum og eins að samtölu.
   4. Að fyrirtækið veiti tíðari eða reglulegar viðbótarupplýsingar um atriði sem varða skilameðferð.
   5. Að fyrirtækið selji tilteknar eignir.
   6. Að fyrirtækið dragi úr eða hætti tiltekinni starfsemi eða hætti við fyrirhugaða starfsemi.
   7. Að dregið verði úr eða hætt sölu eða þróun á tilteknum fjármálaafurðum.
   8. Að skipulag fyrirtækisins eða lögaðila undir beinum eða óbeinum yfirráðum þess verði einfaldað þannig að hægt sé að aðskilja nauðsynlega starfsemi frá öðrum starfsþáttum við beitingu skilaúrræða.
   9. Að fyrirtækið eða móðurfélag þess stofni eignarhaldsfélag á fjármálasviði annaðhvort hér á landi eða í öðru aðildarríki.
   10. Að fyrirtækið eða eining gefi út hæfar skuldbindingar til þess að mæta lágmarkskröfum [um eiginfjárgrunn]1) og hæfar skuldbindingar skv. IV. kafla.
   11. Að fyrirtækið eða eining grípi til annarra aðgerða til þess að mæta lágmarkskröfum [um eiginfjárgrunn]1) og hæfar skuldbindingar skv. IV. kafla, svo sem endursemji um skilmála hæfra skuldbindinga, viðbótar eigið fé þáttar 1 eða þáttar 2 sem það hefur gefið út, til þess að ákvörðun um niðurfærslu eða umbreytingu slíkra skuldbindinga eða fjármagnsgerninga nái fram að ganga.
   12. Að blandað eignarhaldsfélag, sé það móðurfélag fyrirtækisins, stofni aðskilið eignarhaldsfélag á fjármálasviði sem taki við stjórn fyrirtækisins til að auðvelda skilameðferð og koma í veg fyrir að skilaaðgerðir hafi neikvæð áhrif á [þann hluta samstæðu sem ekki tengist fjármálaþjónustu].1)
   [13. Að fyrirtækið eða eining leggi fram áætlun um hvernig það hyggst uppfylla aftur samanlagða kröfu um eiginfjárauka auk lágmarkskröfu um eiginfjárgrunn og hæfar skuldbindingar.]1)
Fyrirtæki skal innan mánaðar frá móttöku tilkynningar skv. 3. mgr. senda skilavaldinu áætlun um hvernig það hyggst framfylgja þeim aðgerðum sem [skilavaldið]1) krefst.
Ákvæði þessarar greinar gilda einnig við mat á skilabærni samstæðu skv. 14. gr. og, ef við á, fer um málsmeðferð skv. 16. gr.
   1)L. 63/2023, 7. gr.
16. gr. Málsmeðferð vegna annmarka á skilabærni samstæðu.
Komi í ljós við mat á skilabærni samstæðu skv. 14. gr. að verulegir annmarkar eru á því að samstæða sé skilabær skal skilavaldið hafa samráð við lögbær stjórnvöld og afhenda eftirtöldum aðilum skýrslu sem unnin er í samstarfi við Evrópsku bankaeftirlitsstofnunina:
   1. Móðurfélagi í efsta þrepi samstæðu á Evrópska efnahagssvæðinu.
   2. Skilastjórnvöldum dótturfélaga.
   3. Skilastjórnvöldum þar sem mikilvæg útibú eru staðsett.
Í skýrslu skv. 1. mgr. skal eftirfarandi koma fram:
   1. Greining á þeim verulegu annmörkum sem koma í veg fyrir skilvirkni skilaúrræða og skilaheimilda [hjá samstæðu í heild og, ef við á, skilasamstæðum innan sérhverrar samstæðu].1)
   2. Umfjöllun og mat á áhrifum annmarkanna á viðskiptaáætlun viðkomandi fyrirtækis eða einingar.
   3. Nauðsynlegar og æskilegar leiðir til að ráða bót á þeim annmörkum sem um ræðir.
Móðurfélag í efsta þrepi samstæðu á Evrópska efnahagssvæðinu skal innan fjögurra mánaða frá móttöku skýrslu skv. 1. mgr. gera athugasemdir og koma með tillögur um aðrar aðgerðir til að ráða bót á þeim annmörkum sem koma fram í skýrslunni. Skilavaldið tilkynnir athugasemdir og tillögur móðurfélagsins til Evrópsku bankaeftirlitsstofnunarinnar og skilastjórnvalda skv. 2. og 3. tölul. 1. mgr.
[Ef annmarkar á skilabærni samstæðu varða samanlagða kröfu um eiginfjárauka auk lágmarkskröfu um eiginfjárgrunn og hæfar skuldbindingar, sbr. 2. málsl. 2. mgr. 15. gr., skal skilavaldið, að undangengnu samráði við skilastjórnvöld skilaaðila og dótturfélaga, tilkynna móðurfélagi í efsta þrepi samstæðu um mat sitt á annmörkunum. Ef annmarkar í skýrslu skv. 1. mgr. eru vegna sama efnisatriðis skal móðurfélagið, innan tveggja vikna frá móttöku tilkynningar skv. 1. málsl., koma með tillögur um tímasettar aðgerðir til að uppfylla kröfurnar skv. 2. málsl. 2. mgr. 15. gr.]1)
Skilavaldið skal innan fjögurra mánaða frá tilkynningu skv. 2. málsl. 3. mgr. leitast við að taka sameiginlega ákvörðun með skilastjórnvöldum skv. 2. og 3. tölul. 1. mgr. um aðgerðir á grundvelli 3. mgr. og 3. mgr. 15. gr. til að ráða bót á annmörkum á skilabærni samstæðu. Ef engar athugasemdir eða tillögur berast frá móðurfélagi í efsta þrepi samstæðu skv. 1. málsl. 3. mgr. skal skilavaldið leitast við að taka sameiginlega ákvörðun með skilastjórnvöldum skv. 2. og 3. tölul. 1. mgr. innan [eins mánaðar]1) frá því að frestur til athugasemda skv. 1. málsl. 3. mgr. er liðinn. [Ef annmarkar varða efnisatriði skv. 2. málsl. 2. mgr. 15. gr. skal sameiginleg ákvörðun tekin innan tveggja vikna frá móttöku skilavaldsins á tillögum móðurfélagsins um aðgerðir skv. 2. málsl. 4. mgr.]1)
Ef sameiginleg ákvörðun liggur ekki fyrir innan [viðeigandi tímamarka skv. 5. mgr.]1) skal skilavaldið taka sjálfstæða ákvörðun um aðgerðir skv. 3. mgr. 15. gr. og tilkynna ákvörðunina til móðurfélags og skilastjórnvalda skv. 2. og 3. tölul. 1. mgr. Ákvörðunin skal rökstudd og skal tekið tillit til mats skilastjórnvalda að því marki sem unnt er. Ákvörðuninni skal frestað hafi skilastjórnvald skv. 2. eða 3. tölul. 1. mgr. vísað málinu til Eftirlitsstofnunar EFTA eða Evrópsku bankaeftirlitsstofnunarinnar í samræmi við lög um evrópskt eftirlitskerfi á fjármálamarkaði fyrir lok [viðeigandi tímafrests skv. 5. mgr.]1) og skal skilavaldið bíða ákvörðunar sem Eftirlitsstofnun EFTA kann að taka. Ákvörðun skilavaldsins skal vera í samræmi við niðurstöðu Eftirlitsstofnunar EFTA.
Ef skilavaldið fer ekki með samstæðuskilavald getur það, þrátt fyrir [6. mgr.],1) krafist þess að dótturfélag grípi til aðgerða skv. 2. og 3. mgr. 15. gr.
Móðurfélag skal innan mánaðar frá móttöku ákvörðunar skv. [5. eða 6. mgr.]1) senda skilavaldinu áætlun um hvernig það hyggst framfylgja þeim aðgerðum sem það krefst.
   1)L. 63/2023, 8. gr.

IV. kafli. Lágmarkskrafa um eiginfjárgrunn og hæfar skuldbindingar.
17. gr. Lágmarkskrafa um eiginfjárgrunn og hæfar skuldbindingar.
Fyrirtæki skulu ávallt uppfylla lágmarkskröfu um eiginfjárgrunn og hæfar skuldbindingar. Lágmarkskröfuna skal reikna sem fjárhæð eiginfjárgrunns og hæfra skuldbindinga í hlutfalli af [áhættugrunni og heildarmælistærð áhættuskuldbindinga].1) Skuldbindingar vegna afleiðusamninga skulu teljast með heildarskuldbindingum að því gefnu að tekið sé fullt tillit til greiðslujöfnunarréttar mótaðila.
[Skuldbindingar skulu teljast til fjárhæðar lágmarkskröfu eiginfjárgrunns og hæfra skuldbindinga ef þær uppfylla öll skilyrði í eftirfarandi greinum reglugerðar (ESB) nr. 575/2013:
   1. 72. gr. a.
   2. 72. gr. b, að undanskildum d-lið 2. mgr.
   3. 72. gr. c.]2)
Skilavaldið ákveður lágmarkskröfu skv. 1. mgr. og skal ákvörðunin að lágmarki grundvallast á eftirfarandi atriðum:
   1. Að ljúka megi skilameðferð fyrirtækis með viðeigandi skilaúrræðum, þ.m.t. eftirgjöf ef við á, á þann hátt að markmiðum skilameðferðar skv. 1. gr. verði náð.
   2. Að hæfar skuldbindingar fyrirtækis séu nægar til að tryggja að við eftirgjöf búi fyrirtækið við fullnægjandi tapþol og hægt sé að endurreisa hlutfall almenns eigin fjár þáttar 1 þannig að skilyrði fyrir veitingu starfsleyfis verði uppfyllt og fyrirtækið viðhaldi trausti markaðarins.
   3. Að aðrar hæfar skuldbindingar fyrirtækis en þær sem gert er ráð fyrir að geti fallið utan eftirgjafar skv. 2. mgr. 56. gr. eða verið framseldar í heild samkvæmt skilaáætlun fyrirtækis séu nægar til að tryggja að tapþol þess sé fullnægjandi og mögulegt að endurreisa hlutfall almenns eigin fjár þáttar 1 þannig að skilyrði fyrir veitingu starfsleyfis verði uppfyllt.
   4. Stærð, viðskiptalíkani, fjármögnunarlíkani og áhættusniði fyrirtækisins.
   5.2)
   6. Áhrifum ógjaldfærs fyrirtækis á fjármálastöðugleika, þ.m.t. vegna innbyrðis tengsla þess við aðrar lánastofnanir eða verðbréfafyrirtæki eða aðra hluta fjármálakerfisins.
[Skilavaldið ákveður þann hluta af lágmarkskröfu um eiginfjárgrunn og hæfar skuldbindingar sem er undirskipaður skuldbindingum sem óheimilt er að beita eftirgjöf gagnvart skv. 56. gr. Skilavaldið skal jafnframt ákveða að hve miklu leyti undirskipuðum hluta af lágmarkskröfunni skal mæta með víkjandi hæfum gerningum.]1)
Þrátt fyrir 1. mgr. skal undanskilja lánastofnanir sem eingöngu veita lán með veði í fasteign og fjármögnuð eru með útgáfu sértryggðra skuldabréfa frá lágmarkskröfu skv. 1. mgr., enda fari slík fyrirtæki í slitameðferð eða skilaúrræðum skv. B-, C- eða D-hluta X. kafla verði beitt.
1)
   1)L. 63/2023, 9. gr. 2)L. 38/2022, 184. gr.
18. gr. Lágmarkskrafa um eiginfjárgrunn og hæfar skuldbindingar á samstæðugrunni.
Móðurfélag í efsta þrepi samstæðu á Evrópska efnahagssvæðinu skal uppfylla lágmarkskröfu um eiginfjárgrunn og hæfar skuldbindingar á samstæðugrunni.
Skilavaldinu er heimilt að krefjast þess að fjármálastofnun skv. b-lið 1. mgr. 2. gr. og eignarhaldsfélög skv. c- og d-lið 1. mgr. 2. gr. uppfylli lágmarkskröfu um eiginfjárgrunn og hæfar skuldbindingar á einingargrunni.
Ef skilavald fer með samstæðuskilavald ákveður það lágmarkskröfu um eiginfjárgrunn og hæfar skuldbindingar á samstæðugrunni skv. 1. mgr. Ákvörðunin skal tekin með hliðsjón af atriðum 3. mgr. 17. gr. og samræmast 1.–4. mgr. 19. gr. Ákvörðunin skal einnig, ef við á samkvæmt skilaáætlun, taka tillit til þess hvort dótturfélag samstæðu utan Evrópska efnahagssvæðisins lúti sérstakri skilameðferð.
19. gr. Málsmeðferð á samstæðugrunni.
Í þeim tilfellum þegar samstæða skv. 18. gr. veitir þjónustu í öðru aðildarríki eða á dótturfélag sem starfar í öðru aðildarríki skal leitast við að taka sameiginlega ákvörðun með öðrum skilastjórnvöldum um eiginfjárgrunn og hæfar skuldbindingar á samstæðugrunni skv. 3. mgr. 18. gr. Sameiginlega ákvörðun skal rökstyðja að fullu og skal skilavaldið tilkynna hana móðurfélagi skv. 1. mgr. 18. gr.
Skilavaldið skal taka sjálfstæða ákvörðun um lágmarkskröfu á samstæðugrunni, að teknu tilliti til mats skilastjórnvalda einstakra dótturfélaga, að fjórum mánuðum liðnum, ef ekki næst sameiginleg ákvörðun skv. 1. mgr.
Hafi, fyrir lok tímafrests skv. 2. mgr., eitthvert þeirra skilastjórnvalda sem aðild eiga að málinu vísað ákvörðun skilavaldsins til Evrópsku bankaeftirlitsstofnunarinnar eða Eftirlitsstofnunar EFTA í samræmi við 19. gr. reglugerðar (ESB) nr. 1093/2010, sbr. lög um evrópskt eftirlitskerfi á fjármálamarkaði, skal skilavaldið fresta ákvörðun sinni og bíða ákvörðunar sem Eftirlitsstofnun EFTA kann að taka. Ákvörðun skilavaldsins skal vera í samræmi við niðurstöðu Eftirlitsstofnunar EFTA.
Skilavaldið skal ákveða lágmarkskröfu um eiginfjárgrunn og hæfar skuldbindingar á einingargrunni fyrir fyrirtæki sem hefur staðfestu hér á landi en er dótturfélag fyrirtækis með staðfestu erlendis. Í slíkum tilfellum skal ákvörðun taka mið af 3. mgr. 17. gr. og lágmarkskröfu um eiginfjárgrunn og hæfar skuldbindingar á samstæðugrunni samkvæmt ákvörðun skilastjórnvalds móðurfélagsins. Jafnframt skal leitast við að taka sameiginlega ákvörðun um eiginfjárgrunn og hæfar skuldbindingar með skilastjórnvaldi móðurfélagsins, eða eftir atvikum öðrum skilastjórnvöldum, að því er varðar viðkomandi fyrirtæki með staðfestu hér á landi, systurfélög þess og móðurfélag. Sameiginleg ákvörðun skal vera rökstudd og skal skilavaldið tilkynna hana því fyrirtæki sem hefur staðfestu hér á landi. Líði fjórir mánuðir án þess að til sameiginlegrar ákvörðunar komi skal skilavaldið ákveða lágmarkskröfu um eiginfjárgrunn og hæfar skuldbindingar viðkomandi fyrirtækis með staðfestu hér á landi að teknu tilliti til mats skilastjórnvalds móðurfélagsins. Hafi skilastjórnvald móðurfélagsins, fyrir lok tímafrestsins, vísað ákvörðun skilavaldsins til Evrópsku bankaeftirlitsstofnunarinnar eða Eftirlitsstofnunar EFTA í samræmi við 19. gr. reglugerðar (ESB) nr. 1093/2010, sbr. lög um evrópskt eftirlitskerfi á fjármálamarkaði, skal skilavaldið fresta ákvörðun sinni og bíða ákvörðunar sem Eftirlitsstofnun EFTA kann að taka í samræmi við 3. mgr. 19. gr. reglugerðarinnar. Ákvörðun skilavaldsins skal vera í samræmi við niðurstöðu Eftirlitsstofnunar EFTA.
Ef ekki næst sameiginleg ákvörðun varðandi lágmarkskröfu um eiginfjárgrunn og hæfar skuldbindingar, sbr. 1. og 4. mgr., er skilavaldinu heimilt að vísa máli til Eftirlitsstofnunar EFTA í samræmi við 19. gr. reglugerðar (ESB) nr. 1093/2010, sbr. lög um evrópskt eftirlitskerfi á fjármálamarkaði, til að ná fram endanlegri ákvörðun varðandi lágmarkskröfu um eiginfjárgrunn og hæfar skuldbindingar. Slíku máli skal vísað til Eftirlitsstofnunar EFTA innan fjögurra mánaða frá því að sameiginleg ákvörðun átti að liggja fyrir. Þó er ekki hægt að vísa máli til Eftirlitsstofnunar EFTA ef munur á ákvörðun þess og ákvörðun annarra skilastjórnvalda er innan við eitt prósentustig.
Skilavaldið skal reglulega endurskoða ákvarðanir samkvæmt þessari grein og uppfæra þær þegar við á.
20. gr. Undanþágur á einingargrunni vegna samstæðu.
Þrátt fyrir 1. mgr. 17. gr. getur skilavaldið ákveðið að gera ekki lágmarkskröfu um eiginfjárgrunn og hæfar skuldbindingar á einingargrunni vegna móðurfélags á Evrópska efnahagssvæðinu. Í slíkum tilfellum þurfa bæði eftirtalin skilyrði að vera uppfyllt:
   1. Viðkomandi fyrirtæki uppfyllir lágmarkskröfu á samstæðugrunni skv. 18. gr.
   2. Fjármálaeftirlitið hefur undanþegið fyrirtækið frá því að uppfylla eiginfjárkröfur á einingargrunni eða eftirlitsstjórnvöld aðildarríkis hafa nýtt sér sambærilega undanþágu í viðkomandi aðildarríki.
Heimilt er að veita dótturfélagi undanþágu frá því að uppfylla lágmarkskröfu um eiginfjárgrunn og hæfar skuldbindingar á einingargrunni skv. 1. mgr. 17. gr., að uppfylltum öllum eftirfarandi skilyrðum:
   1. Viðkomandi dótturfélag og móðurfélag þess hafa starfsleyfi frá Fjármálaeftirlitinu og lúta eftirliti þess.
   2. Dótturfélagið heyrir undir samstæðueftirlit með móðurfélaginu.
   3. Móðurfélagið uppfyllir lágmarkskröfu um eiginfjárgrunn og hæfar skuldbindingar á samstæðugrunni skv. 18. gr.
   4. Hvorki eru kunnar né fyrirséðar verulegar hömlur, lagalegar eða aðrar, á tilfærslu eiginfjárgrunns eða endurgreiðslu skuldbindinga frá móðurfélagi til dótturfélags.
   5. Móðurfélag uppfyllir annaðhvort kröfur og skilyrði Fjármálaeftirlitsins um varfærna stjórnun dótturfélags og hefur gefið yfirlýsingu, með samþykki Fjármálaeftirlitsins, um að það ábyrgist skuldbindingar fyrirtækisins, eða áhættuþættir í starfsemi dótturfélagsins teljast óverulegir.
   6. Aðferðir móðurfélagsins við að meta, mæla og stjórna áhættu ná til dótturfélags.
   7. Móðurfélag ræður yfir meira en 50% atkvæðisréttar sem fylgir hlutum í hlutafé dótturfélags eða hefur rétt til að tilnefna eða leysa frá störfum meiri hluta aðila í stjórn dótturfélagsins.
   8. Fjármálaeftirlitið hefur undanþegið dótturfélagið frá því að uppfylla eiginfjárkröfur á einingargrunni.
21. gr. [Takmarkanir á úthlutun.
Fyrirtæki eða eining skv. b–d-lið 1. mgr. 2. gr. sem uppfyllir samanlagða kröfu um eiginfjárauka samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki en ekki samanlagða kröfu um eiginfjárauka til viðbótar við lágmarkskröfu um eiginfjárgrunn og hæfar skuldbindingar skv. 17. gr. skal tilkynna það til skilavaldsins án tafar. Fyrirtæki eða einingu er óheimilt, áður en hámarksúthlutunarfjárhæð hefur verið reiknuð út, að grípa til eftirfarandi ráðstafana:
   1. Framkvæma úthlutun skv. 1. mgr. 86. gr. m laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002.
   2. Stofna til skuldbindingar um að greiða kaupauka eða greiða kaupauka ef stofnað var til skuldbindingar til greiðslu á þeim tíma þegar fyrirtækið eða einingin uppfyllti ekki samanlagða kröfu um eiginfjárauka.
   3. Greiða af gerningi sem telst til viðbótar eigin fjár þáttar 1.
Fyrirtæki eða eining sem uppfyllir ekki samanlagða kröfu um eiginfjárauka samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki auk lágmarkskröfu um eiginfjárgrunn og hæfar skuldbindingar skv. 17. gr. er óheimilt að grípa til ráðstöfunar skv. 1–3. tölul. 1. mgr. ef slík ráðstöfun nemur fjárhæð umfram hámarksúthlutunarfjárhæð.]1)
   1)L. 63/2023, 10. gr.
22. gr. Eftirlit skilavalds.
Skilavaldið skal krefjast þess og sannreyna að fyrirtæki og einingar skv. b–d-lið 1. mgr. 2. gr. uppfylli skyldur skv. 17., 18. [og 20. gr.]1) Ákvarðanir skilavaldsins skulu teknar samhliða þróun og viðhaldi skilaáætlana. [Fyrirtæki og einingar skulu afhenda skilavaldinu nauðsynlegar upplýsingar og gögn sem varða lágmarkskröfu um eiginfjárgrunn og hæfar skuldbindingar. Þá skulu þau að lágmarki árlega gera viðeigandi upplýsingar opinberar.]2)
[Skilavaldinu er heimilt að veita fyrirtæki og einingu hæfilegan tímafrest til að aðlaga sig að ákvörðunum skv. 17.–20. gr. Ákvörðun um tímafrest vegna kröfu skv. 17. gr. skal tekin að teknu tilliti til eftirfarandi hjá fyrirtæki eða einingu:
   1. Hlutfalls innlána og skorts á skuldagerningum í fjármögnunarlíkani.
   2. Aðgengis að fjármagnsmarkaði fyrir hæfar skuldbindingar.
   3. Að hvaða marki skilaaðili reiðir sig á almennt eigið fé þáttar 1 til að uppfylla lágmarkskröfuna.]2)
Evrópska bankaeftirlitsstofnunin skal upplýst um lágmarkskröfu eiginfjárgrunns og hæfra skuldbindinga vegna fyrirtækja eða eininga sem falla undir eftirlit samkvæmt þessari grein.
[Seðlabanki Íslands skal setja reglur3) um form og tíðni gagnaskila og upplýsingagjafar skv. 1. mgr. og form og skilgreiningar vegna upplýsingaskipta skv. 3. mgr.]2)
   1)L. 38/2022, 186. gr. 2)L. 63/2023, 11. gr. 3)Rgl. 1262/2021.
[22. gr. a. Reglugerð.
Ráðherra setur reglugerð um lágmarkskröfu um eiginfjárgrunn og hæfar skuldbindingar samkvæmt þessum kafla, þar á meðal um aðferðafræði og viðmið við útreikning á lágmarkskröfunni og hámarksúthlutunarfjárhæð.]1)
   1)L. 63/2023, 12. gr.

V. kafli. Ýmsar aðgerðir til að undirbúa skilameðferð og forðast fall fyrirtækis.
23. gr. Samningsskilmálar vegna niðurfærslu eða umbreytingar, þ.m.t. við eftirgjöf.
Fyrirtæki eða eining skv. b–d-lið 1. mgr. 2. gr. skal tryggja að samningar þess innihaldi samningsskilmála, sem gagnaðili viðurkennir, um að skuldbindingin sem samninginn varðar geti verið háð heimildum til niðurfærslu og umbreytingar fjármagnsgerninga skv. VI. kafla og eftirgjöf skv. 54. og 55. gr., sbr. E-hluta X. kafla. Einnig skulu samningarnir innihalda samningsskilmála þar sem gagnaðili viðurkennir að hann sé bundinn af hvers konar lækkun á höfuðstól eða útistandandi fjárhæð, umbreytingu eða niðurfærslu vegna áhrifa af framkvæmd þessara heimilda.
[Ákvæði 1. mgr. gildir um skuldbindingu sem uppfyllir öll eftirfarandi skilyrði:
   1. Er ekki undanþegin eftirgjöf skv. 2. mgr. 56. gr.
   2. Er ekki innstæða sem fellur undir a-lið 1. tölul. 1. mgr. 85. gr. a.
   3. Er útgefin á grundvelli löggjafar utan Evrópska efnahagssvæðisins.]1)
[Ákvæði 1. mgr. gildir ekki um skuldbindingu sem getur verið háð niðurfærslu eða umbreytingu á grundvelli heimildar samkvæmt lögum í ríki utan Evrópska efnahagssvæðisins eða á grundvelli heimildar samkvæmt bindandi samningi sem gerður hefur verið við viðkomandi ríki utan Evrópska efnahagssvæðisins.
Fyrirtæki eða eining skal tilkynna skilavaldinu ef það telur óframkvæmanlegt að hafa skilmála skv. 1. mgr. í samningum þess. Í tilkynningunni skal tilgreina flokk þeirrar skuldbindingar sem skilmáli samningsins varðar og rökstuðning fyrir afstöðu fyrirtækisins eða einingarinnar. Móttaka skilavaldsins á tilkynningu frestar skyldu skv. 1. mgr. Skilavaldið getur, í því skyni að meta áhrif tilkynningarinnar á skilabærni, aflað allra nauðsynlegra upplýsinga frá fyrirtæki eða einingu, sbr. 7. gr.
Skilavaldið leggur mat á tilkynningu skv. 4. mgr. Það skal, innan hæfilegs tímafrests, krefjast þess að fyrirtæki eða eining framfylgi skyldu skv. 1. mgr. ef það fellst ekki á afstöðu fyrirtækis eða einingar um að skilmáli í samningi sé óframkvæmanlegur. Skilavaldið getur jafnframt krafist þess að fyrirtæki eða eining breyti starfsvenjum sínum varðandi samningsbundna viðurkenningu á eftirgjöf.
Ákvæði 4. mgr. gildir ekki um skuldbindingar sem teljast til gerninga viðbótar eigin fjár þáttar 1 og þáttar 2 og skuldagerninga enda teljist gerningarnir til ótryggðra skuldbindinga. Jafnframt skulu skuldbindingarnar vera rétthærri en kröfur skv. 3. tölul. 1. mgr. 85. gr. a.
Ef skilavaldið ákvarðar, við mat á skilabærni eða á öðrum tíma, að meira en 10% af flokki skuldbindinga sem inniheldur hæfar skuldbindingar innihaldi ekki skilmála skv. 1. mgr. skal það þegar í stað meta áhrif þess á skilabærni fyrirtækis eða einingar. Við mat á 10% viðmiðunarmarkinu skal taka tillit til skuldbindinga sem eru undanskildar eða heimilt er að undanskilja eftirgjöf skv. 1. og 2. mgr. 56. gr. Ef mat skilavaldsins samkvæmt þessari málsgrein leiðir til þess að annmarkar teljist á skilabærni fyrirtækis eða einingar skal það beita heimildum skv. 15. gr. til að bæta úr annmörkunum.]1)
Skilavaldið getur krafið viðkomandi fyrirtæki eða einingu um lögfræðiálit á skuldbindingargildi samningsskilmála skv. 1. mgr. fyrir gagnaðila.
Þrátt fyrir að fyrirtæki eða eining vanræki að setja samningsskilmála skv. 1. mgr. um skuldbindingu getur skilavaldið beitt heimildum sínum og niðurfært eða umbreytt viðkomandi skuldbindingu. [Skuldbindingar sem fyrirtæki eða eining vanrækir að tilgreina í samningsskilmálum skv. 1. mgr. geta ekki nýst til að uppfylla kröfur um eiginfjárgrunn og hæfar skuldbindingar.]1)
[Seðlabanki Íslands setur nánari reglur2) um framkvæmd þessarar greinar, þar á meðal um eftirfarandi:
   a. efni samningsskilmála skv. 1. mgr.,
   b. skrá yfir undanþegnar skuldbindingar skv. 2. og 3. mgr.,
   c. skilyrði þess að óframkvæmanlegt geti talist að hafa skilmála í samningum, sbr. 4. mgr.,
   d. skilyrði og hæfilegan tímafrest fyrir kröfu skilavalds um að skuldbinding innihaldi viðeigandi skilmála, sbr. 5. mgr.,
   e. verklag og form fyrir veitingu upplýsinga til skilavaldsins skv. 4. mgr.]1)
   1)L. 63/2023, 13. gr. 2)Rgl. 666/2021.
24. gr. Samskipti við hugsanlega kaupendur.
Skilavaldið getur krafist þess að fyrirtæki hafi samband við hugsanlega kaupendur til þess að undirbúa skilameðferð á því þegar aðstæður vegna tímanlegra inngripa samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki eru fyrir hendi.
25. gr. Skrá yfir fjárhagslega samninga.
1)
Skilavaldið getur ákveðið að [fyrirtæki eða eining]1) haldi skrá yfir fjárhagslega samninga. [Skilavaldið getur krafist þess að slíkri skrá sé komið á fót innan hæfilegs tímafrests.]1)
[Skilavaldið getur krafist þess að fyrirtæki eða eining afhendi upplýsingar úr skrá yfir fjárhagslega samninga innan skamms tímafrests, allt að 24 klukkustunda, gerist þess þörf. Skilavaldið getur ákveðið að mislangir tímafrestir eigi við um afhendingu upplýsinga vegna ólíkra tegunda af fjárhagslegum samningum.]1) Fjármálaeftirlitið skal hafa aðgang að upplýsingum sem afhentar eru samkvæmt þessari grein.
[Ráðherra skal setja reglugerð]2) um skrá yfir fjárhagslega samninga, þ.m.t. um hvaða lágmarksupplýsingar skuli koma fram í slíkri skrá og hvaða samningar teljist fjárhagslegir samningar.
   1)L. 38/2021, 4. gr. 2)L. 63/2023, 14. gr.
26. gr. Undirbúningur niðurfærslu og umbreytingar, þ.m.t. við eftirgjöf.
Í tengslum við gerð og uppfærslu skilaáætlunar skal leggja mat á samþykktir fyrirtækis eða einingar að teknu tilliti til þess hvort samþykktirnar heimili skilaaðgerðir sem krefjast lækkunar eða hækkunar hlutafjár. Skilavaldið getur krafist þess að fyrirtæki eða eining breyti samþykktum sínum ef nauðsyn krefur til að auðvelda framkvæmd skilaaðgerða.
Skilavaldið getur krafist þess að fyrirtæki eða eining hafi ávallt heimild til útgáfu viðeigandi fjölda gerninga sem teljast til almenns eigin fjár þáttar 1, sem eru fullnægjandi til að framfylgja ákvörðun um niðurfærslu og umbreytingu skv. VI. kafla og eftirgjöf skv. 54. og 55. gr., sbr. E-hluta X. kafla. Útgáfa eignarhluta skal vera möguleg án samþykkis félagsaðila og annarra krafna samkvæmt lögum um hlutafélög.

VI. kafli. [Niðurfærsla og umbreyting fjármagnsgerninga og hæfra skuldbindinga.]1)
   1)L. 63/2023, 18. gr.
27. gr. Skilyrði fyrir niðurfærslu og umbreytingu.
Skilavaldið skal án tafar, í samræmi við 28. gr., niðurfæra eða umbreyta fjármagnsgerningum [og hæfum skuldbindingum skv. 2. mgr. hjá fyrirtæki eða einingu]1) skv. b–d-lið 1. mgr. 2. gr. í eignarhluti ef einhver af eftirtöldum tilvikum eiga við:
   1. Ákvörðun liggur fyrir um að skilyrði skilameðferðar skv. [35. gr.]1) séu uppfyllt, án þess þó að gripið hafi verið til skilaaðgerða.
   2. Fjármálaeftirlitið hefur tekið ákvörðun um að fyrirtækið eða einingin sé ekki lengur rekstrarhæf nema gripið verði til niðurfærslu eða umbreytingar fjármagnsgerninga [og hæfra skuldbindinga skv. 2. mgr.]1)
   3. Fjármálaeftirlitið og lögbært stjórnvald dótturfélags eða samstæðu hafa tekið sameiginlega ákvörðun um að samstæða sé ekki lengur rekstrarhæf nema með niðurfærslu eða umbreytingu fjármagnsgerninga [og hæfra skuldbindinga skv. 2. mgr.],1) enda sé um að ræða fjármagnsgerninga sem útgefnir eru af dótturfélagi í þeim tilgangi að uppfylla kröfur um eiginfjárgrunn þess og samstæðu.
   4. Fjármálaeftirlitið, sem eftirlitsaðili á samstæðugrunni, hefur tekið ákvörðun um að samstæða sé ekki lengur rekstrarhæf nema með niðurfærslu eða umbreytingu fjármagnsgerninga [og hæfra skuldbindinga skv. 2. mgr.],1) enda sé um að ræða fjármagnsgerninga sem útgefnir eru af móðurfélagi í þeim tilgangi að uppfylla kröfur um eiginfjárgrunn þess eða samstæðu.
   5. Fyrirtæki eða eining hefur óskað eftir sérstökum opinberum fjárstuðningi nema um sé að ræða aðstæður sem kveðið er á um í 2. tölul. c-liðar 2. tölul. 1. mgr. 3. gr.
Niðurfærslu eða umbreytingu fjármagnsgerninga [og hæfra skuldbindinga]1) skv. 1. mgr. má ýmist beita án skilaaðgerða eða samhliða þeim enda séu þá skilyrði skilameðferðar skv. [35. gr.]1) uppfyllt. [Heimilt er að niðurfæra eða umbreyta hæfum skuldbindingum án skilaaðgerða þrátt fyrir að þær uppfylli ekki skilyrði um eftirstöðvatíma skv. 1. mgr. 72. gr. c reglugerðar (ESB) nr. 575/2013. Þær skuldbindingar sem um ræðir í ákvæðinu skal tilgreina í reglugerð settri á grundvelli 22. gr. a.]1)
Fyrirtæki, eining eða samstæða telst ekki rekstrarhæf skv. 2.–4. tölul. 1. mgr. ef bæði eftirfarandi skilyrði eru fyrir hendi:
   1. Fyrirtæki, eining eða samstæða er á fallanda fæti.
   2. Ólíklegt er að aðrar aðgerðir en niðurfærsla eða umbreyting skv. 1. mgr. geti komið í veg fyrir ógjaldfærni fyrirtækis, einingar eða samstæðu innan nauðsynlegra tímamarka. Með öðrum aðgerðum er m.a. átt við aðkomu einkaaðila eða aðgerðir eftirlitsstjórnvalds, þ.m.t. tímanleg inngrip.
Niðurfærsla eða umbreyting skv. 1. mgr. skal grundvallast á mati á eignum og skuldbindingum skv. VII. kafla.
Viðeigandi fjármagnsgerning dótturfélags skv. 3. tölul. 1. mgr. má ekki niðurfæra meira eða umbreyta á verri kjörum en fjármagnsgerninga móðurfélags sem hafa verið niðurfærðir eða umbreytt og hafa sömu forgangsröð [skv. 85. gr. a].2)
Ákvörðun skv. 1. mgr. skal þegar í stað tilkynnt viðeigandi skilastjórnvöldum.
   1)L. 63/2023, 15. gr. 2)L. 38/2021, 5. gr.
28. gr. Framkvæmd niðurfærslu og umbreytingar.
Niðurfærsla eða umbreyting fjármagnsgerninga skv. 27. gr. skal [vera í samræmi við forgangsröð krafna við skila- og slitameðferð skv. 85. gr. a og fara fram á eftirfarandi hátt]:1)
   1. Almennt eigið fé þáttar 1 er fyrst niðurfært sem nemur tapi fyrirtækis eða einingar og að því marki sem geta þess leyfir. Gripið er til annarrar eða beggja aðgerða skv. 1. mgr. 63. gr. gagnvart eigendum gerninga sem teljast til almenns eigin fjár þáttar 1.
   2. Höfuðstóll viðbótar eigin fjár þáttar 1 er því næst niðurfærður eða honum umbreytt í almennt eigið fé þáttar 1, eða hvort tveggja, að því marki sem nauðsynlegt er til að ná markmiðum skilameðferðar skv. 1. gr. eða að því marki sem unnt er miðað við umfang viðeigandi fjármagnsgerninga, hvort sem er lægra.
   3. Höfuðstóll gerninga sem teljast til þáttar 2 er að lokum niðurfærður eða honum umbreytt í almennt eigið fé þáttar 1, eða hvort tveggja, að því marki sem nauðsynlegt er til að ná markmiðum skilameðferðar skv. 1. gr. eða að því marki sem unnt er miðað við umfang viðeigandi fjármagnsgerninga, hvort sem er lægra.
   [4. Höfuðstóll hæfra skuldbindinga skv. 2. mgr. 27. gr. er niðurfærður eða honum umbreytt í almennt eigið fé þáttar 1, eða hvort tveggja, að því marki sem nauðsynlegt er til að ná markmiðum skilameðferðar skv. 1. gr. eða að því marki sem unnt er miðað við umfang viðeigandi skuldbindinga, hvort sem er lægra.]2)
Þegar höfuðstóll viðeigandi fjármagnsgernings [eða hæfrar skuldbindingar skv. 2. mgr. 27. gr.]2) er niðurfærður:
   1. Skal niðurfærslan vera endanleg en þó með fyrirvara um mögulega uppfærslu skv. 3. mgr. 55. gr.
   2. Er hvorki til staðar skuldbinding gagnvart eiganda viðeigandi fjármagnsgernings [eða hæfrar skuldbindingar skv. 2. mgr. 27. gr.]2) vegna niðurfærðrar fjárhæðar gerningsins nema um sé að ræða skuldbindingu sem þegar var áfallin né skuldbinding vegna skaðabótakröfu sem kann að koma fram vegna ágreinings um lögmæti niðurfærslunnar.
   3. Á eigandi viðeigandi fjármagnsgernings [eða hæfrar skuldbindingar skv. 2. mgr. 27. gr.]2) ekki rétt á öðrum skaðabótum en skv. 3. mgr.
Skilavaldið getur krafist þess að fyrirtæki eða eining gefi út fjármagnsgerninga sem teljast til almenns eigin fjár þáttar 1 til eigenda viðeigandi fjármagnsgerninga [og hæfra skuldbindinga skv. 2. mgr. 27. gr.]2) til að koma umbreytingu á viðeigandi fjármagnsgerningum [og hæfum skuldbindingum]2) í framkvæmd skv. 2. tölul. 1. mgr. Slík umbreyting er einungis heimil þegar eftirfarandi skilyrði eru fyrir hendi:
   1. Fjármagnsgerningarnir eru gefnir út af fyrirtækinu eða móðurfélagi þess með samþykki skilavaldsins eða, ef við á, skilastjórnvaldi móðurfélagsins.
   2. Fjármagnsgerningarnir eru gefnir út á undan sérhverjum gerningum vegna fjárframlags úr ríkissjóði skv. XIII. kafla.
   3. Fjármagnsgerningarnir eru gefnir út og framseldir án tafar eftir umbreytingu.
   4. [Umreikningsgengi, sem ákvarðar fjölda útgefinna fjármagnsgerninga sem teljast til almenns eigin fjár þáttar 1, eða hæfra skuldbindinga skv. 2. mgr. 27. gr., er í samræmi við 64. gr.]2)
Skilavaldið getur krafist þess að í samþykktum fyrirtækis eða einingar sé ávallt heimild til útgáfu viðeigandi fjölda gerninga sem teljast til almenns eigin fjár þáttar 1 í þeim tilgangi að unnt sé að framfylgja ákvæði 3. mgr.
   1)L. 38/2021, 6. gr. 2)L. 63/2023, 16. gr.
29. gr. Málsmeðferð við niðurfærslu og umbreytingu á samstæðugrunni.
[Áður en ákvörðun er tekin um niðurfærslu eða umbreytingu fjármagnsgerninga eða hæfra skuldbindinga skv. 2.–5. tölul. 1. mgr. 27. gr., sem gefin eru út af dótturfélagi til að uppfylla kröfur um eiginfjárgrunn þess og samstæðu, skal skilavaldið]:1)
   1. tilkynna [innan 24 klukkustunda]1) viðeigandi lögbærum stjórnvöldum þegar til greina kemur að taka ákvörðun um niðurfærslu eða umbreytingu fjármagnsgerninga [eða hæfra skuldbindinga],1)
   2. tilkynna það án tafar lögbærum stjórnvöldum fyrirtækis eða einingar sem gaf út þá fjármagnsgerninga sem til greina kemur að taka ákvörðun um að niðurfæra eða umbreyta skv. 3. tölul. 1. mgr. 27. gr.
Tilkynningu skv. 1. mgr. skal fylgja rökstuðningur fyrir því hvers vegna niðurfærsla eða umbreyting fjármagnsgerninga kemur til greina. Skilavaldið skal í kjölfar tilkynningar, að undangengnu samráði við viðkomandi lögbær stjórnvöld, leggja mat á eftirfarandi atriði:
   1. Hvort tímanleg inngrip, aðgerðir sem kveðið er á um í [3. mgr. 107. gr. a]2) laga um fjármálafyrirtæki, eða yfirfærsla á fjármunum eða eigin fé frá móðurfélagi komi til greina.
   2. Ef aðgerðir skv. 1. tölul. koma til greina skal meta hvort raunhæfar líkur eru á því að þær geti innan hæfilegs tíma komið í stað niðurfærslu eða umbreytingar fjármagnsgerninga skv. 1. mgr. 27. gr.
Komi aðrar aðgerðir skv. 1. tölul. 2. mgr. til greina skal tryggja að þeim verði beitt. Leiði mat á grundvelli 2. tölul. 2. mgr. til þess að engin önnur aðgerð telst viðeigandi skal ákveða hvort niðurfærsla eða umbreyting fjármagnsgerninga skv. 1. mgr. 27. gr. er viðeigandi aðgerð.
Ákvörðun um niðurfærslu eða umbreytingu fjármagnsgerninga skv. 3. tölul. 1. mgr. 27. gr. skal þegar í stað tilkynnt viðeigandi lögbærum stjórnvöldum í þeim aðildarríkjum þar sem þau dótturfélög sem í hlut eiga eru staðsett og skal ákvörðunin vera sameiginleg með stjórnvöldunum í samræmi við 3. mgr. 91. gr. Ef ekki næst sameiginleg ákvörðun skal skilavaldið ekki taka ákvörðun skv. 3. tölul. 1. mgr. 27. gr.
   1)L. 63/2023, 17. gr. 2)L. 38/2022, 187. gr.

VII. kafli. Mat á eignum og skuldbindingum.
30. gr. Virðismat.
Skilavaldið skal láta óháðan aðila framkvæma sanngjarnt, varfærið og raunhæft mat á virði eigna og skuldbindinga fyrirtækis eða einingar skv. b–d-lið 1. mgr. 2. gr. áður en gripið er til skilaaðgerða eða niðurfærslu og umbreytingar fjármagnsgerninga [og hæfra skuldbindinga]1) skv. 27. gr.
Virðismat skal upplýsa um hvort skilyrði skilameðferðar skv. 1. mgr. 35. gr. eða niðurfærslu og umbreytingar fjármagnsgerninga [og hæfra skuldbindinga]1) skv. 27. gr. eru fyrir hendi. Þá skal virðismatið leggja grunn að ákvörðun um eftirfarandi:
   1. hvaða skilaaðgerðir eru viðeigandi gagnvart fyrirtæki eða einingu,
   2. umfang niðurfærslu á hlutafé eða öðrum eignarhlutum og umfang niðurfærslu eða umbreytingar fjármagnsgerninga [og hæfra skuldbindinga],1)
   3. umfang niðurfærslu eða umbreytingar á [eftirgefanlegum]2) skuldbindingum þegar skilaúrræðinu eftirgjöf er beitt,
   4. hvaða eignir, réttindi, skuldbindingar eða eignarhluti skuli framselja þegar skilaúrræðum um framsal til brúarstofnunar eða uppskiptingar eigna er beitt og hvaða endurgjald skuli greiða til fyrirtækis eða einingar í skilameðferð eða ef við á félagsaðila,
   5. hvaða eignir, réttindi, skuldbindingar eða eignarhluti skuli selja þegar úrræði um sölu rekstrar er beitt og hvað telst til viðskiptalegra forsendna skv. B-hluta X. kafla,
   6. hvernig tryggja megi að tekið sé fullt tillit til rýrnunar eigna á þeim tíma þegar skilaúrræðum eða niðurfærslu og umbreytingu fjármagnsgerninga [og hæfra skuldbindinga]1) er beitt.
Virðismat skal innihalda mat á væntanlegri stöðu krafna í forgangsröð við [skila- og slitameðferð skv. 85. gr. a]3) sem og líklegri meðferð fjármuna félagsaðila og krafna lánardrottna ef fyrirtæki eða einingu verður slitið samkvæmt reglum um slitameðferð eða gjaldþrotaskipti.
Við virðismat skal ekki gera ráð fyrir hugsanlegri framtíðarlausafjárfyrirgreiðslu Seðlabanka Íslands, umfram þá sem fellur undir regluleg viðskipti, eða annars konar opinberum fjárstuðningi.
Við virðismat skal taka tillit til eftirfarandi atriða ef skilaúrræði verður beitt:
   1. Skilavaldið og skilasjóður eiga rétt á að fá kostnað endurgreiddan frá fyrirtæki eða einingu í skilameðferð í samræmi við 81. gr.
   2. Skilasjóður á rétt á að krefjast vaxta eða þóknunar vegna láns eða ábyrgðar sem veitt hefur verið til fyrirtækis eða einingar í skilameðferð í samræmi við 87. gr.
Eftirfarandi upplýsingar eins og þær koma fram í reikningum eða öðrum skrám fyrirtækisins skulu fylgja með virðismati:
   1. Uppfærður efnahags- og rekstrarreikningur og skýrsla um fjárhagsstöðu fyrirtækisins eða einingarinnar.
   2. Greining og mat á bókfærðu virði eigna.
   3. Skrá um útistandandi skuldbindingar innan sem utan efnahagsreiknings fyrirtækisins eða einingarinnar ásamt upplýsingum um forgangsröð þeirra við [skila- og slitameðferð skv. 85. gr. a].3)
Þegar kröfur þessarar greinar eru uppfylltar telst virðismati lokið. Ef í ljós kemur við gerð virðismats að ekki verði unnt að uppfylla kröfur þessarar greinar skal það þá meðhöndlað sem bráðabirgðavirðismat skv. 31. gr. þar til virðismat sem uppfyllir kröfur þessarar greinar hefur farið fram, sbr. 3. mgr. 31. gr. Hraða skal vinnslu leiðrétts virðismats og er þá heimilt að sami aðilinn vinni það samhliða endanlegu virðismati skv. 32. gr., enda sé hvort um sig aðgreint frá öðru.
[Ráðherra skal setja reglugerð]4) um nánari framkvæmd þessarar greinar, þ.m.t. um aðferðafræði við mat á eignum og skuldbindingum fyrirtækis eða einingar, óhæði matsmanns gagnvart bæði skilavaldi og fyrirtæki eða einingu og aðgreiningu á virðismati, sbr. einnig 32. gr.
   1)L. 63/2023, 19. gr. 2)L. 38/2022, 188. gr. 3)L. 38/2021, 7. gr. 4)L. 63/2023, 14. gr.
31. gr. Bráðabirgðavirðismat.
Skilavald getur framkvæmt bráðabirgðavirðismat á eignum og skuldbindingum fyrirtækis eða einingar ef ekki er hægt að afla óháðs virðismats skv. 30. gr. Bráðabirgðavirðismat telst fullnægjandi grundvöllur ákvörðunar um beitingu skilaaðgerða.
Bráðabirgðavirðismat skal uppfylla kröfur skv. 30. gr. að því marki sem mögulegt er. Þá skal það fela í sér varúðarfrádrag vegna óvissu um frekara tap.
Þegar bráðabirgðavirðismat skv. 1. mgr. hefur farið fram skal, eins fljótt og auðið er, láta fara fram óháð virðismat skv. 30. gr.
Ef hrein eign fyrirtækisins eða einingarinnar er meira virði á grunni virðismats skv. 30. gr. en á grunni bráðabirgðavirðismats skv. 1. mgr. er heimilt að:
   1. hækka virði á kröfum lánardrottna eða eigenda viðeigandi fjármagnsgerninga sem voru niðurfærðar skv. 27. gr. eða við beitingu eftirgjafar skv. 54. og 55. gr.,
   2. gefa brúarstofnun eða eignaumsýslufélagi fyrirmæli um að greiða frekara endurgjald fyrir eignir, réttindi eða skuldbindingar til fyrirtækis eða einingar í skilameðferð, eða ef við á til félagsaðila.
[Ráðherra skal setja reglugerð]1) um aðferðafræði fyrir útreikning á varúðarfrádragi til að mæta viðbótartapi skv. 2. mgr.
   1)L. 63/2023, 14. gr.
32. gr. Endanlegt virðismat.
Skilavaldið skal eins fljótt og auðið er, eftir að skilaaðgerð hefst, láta óháðan aðila framkvæma endanlegt virðismat sem felst m.a. í því að meta hvort félagsaðilar og lánardrottnar fyrirtækis eða einingar í skilameðferð hefðu fengið betri meðferð ef fyrirtækið eða einingin hefði verið tekin til slitameðferðar eða gjaldþrotaskipta.
Endanlegt virðismat skal ákvarða eftirfarandi:
   1. þá meðferð sem fjármunir félagsaðila og kröfur lánardrottna og ef við á Tryggingarsjóður [vegna fjármálafyrirtækja]1) hefðu fengið ef fyrirtækið eða einingin hefði verið tekin til slitameðferðar eða gjaldþrotaskipta á þeim tíma þegar ákvörðun um skilameðferð skv. 35. gr. var tekin,
   2. þá meðferð sem fjármunir félagsaðila og kröfur lánardrottna fengu við skilameðferð fyrirtækisins eða einingarinnar,
   3. hvort einhver munur var á meðferð fjármuna félagsaðila og krafna lánardrottna skv. 1. og 2. tölul.
Í endanlegu virðismati skal:
   1. gengið út frá því að fyrirtæki eða eining hefði farið í slitameðferð eða gjaldþrotaskipti á þeim tíma þegar ákvörðun um skilameðferð skv. 35. gr. var tekin,
   2. gengið út frá því að skilaaðgerð hefði ekki verið beitt,
   3. ekki taka tillit til sérstaks opinbers fjárstuðnings hafi hann verið veittur til fyrirtækis eða einingar í skilameðferð.
[Ráðherra skal setja reglugerð]2) um nánari framkvæmd þessarar greinar, svo sem um aðferðafræði við mat á eignum og skuldbindingum fyrirtækis eða einingar og um óhæði matsmanns gagnvart skilavaldinu og fyrirtæki eða einingu.
   1)L. 48/2022, 2. gr. 2)L. 63/2023, 14. gr.
33. gr. Endurskoðunarvald dómstóla vegna virðismats.
Virðismat sem fer fram skv. 30. og 31. gr. verður einungis borið undir dómstóla samhliða ákvörðun um beitingu skilaaðgerða, sbr. 6. gr.

3. þáttur. Skilameðferð.
VIII. kafli. Ákvörðun um skilameðferð.
34. gr. Ákvörðun um hvort fyrirtæki sé á fallanda fæti.
Fjármálaeftirlitið ákvarðar að höfðu samráði við skilavaldið hvort fyrirtæki eða eining skv. b–d-lið 1. mgr. 2. gr. sé á fallanda fæti og skal tilkynna viðeigandi aðilum um niðurstöðu þess án tafar.
35. gr. Ákvörðun um skilameðferð.
[Skilavaldið ákveður hvort grípa skuli til skilaaðgerðar gagnvart fyrirtæki eða einingu að eftirfarandi skilyrðum uppfylltum:
   1. Það hefur móttekið tilkynningu um að fyrirtæki eða eining sé á fallanda fæti skv. 34. gr.
   2. Ekki er unnt að koma í veg fyrir fall fyrirtækis eða einingar með öðru og vægara móti.
   3. Skilaaðgerð er nauðsynleg vegna almannahagsmuna þannig að markmiðum laga þessara verði náð.]1)
Áður en ákvörðun um skilaaðgerð skv. 1. mgr. er tekin, sem varðar starfsmenn fyrirtækis eða einingar, skal leitast við að upplýsa og hafa samráð við fulltrúa fyrirtækisins eða einingarinnar.
Þrátt fyrir 1. mgr. skal ekki grípa til skilaaðgerðar gagnvart eftirfarandi einingum:
   1. Fjármálastofnun skv. b-lið 1. mgr. 2. gr. nema móðurfélag hennar sé einnig á fallanda fæti.
   2.1)
   3. Blönduðu eignarhaldsfélagi ef dótturfélag þess, sem er lánastofnun eða verðbréfafyrirtæki, er beint eða óbeint í eigu eignarhaldsfélags á fjármálasviði, sem er milliliður, heldur gagnvart eignarhaldsfélaginu á fjármálasviði. [Skilavaldið skal þá tilgreina eignarhaldsfélagið á fjármálasviði sem skilaaðila í skilaáætlun samstæðu.]1)
[Þrátt fyrir að skilyrði 1. mgr. séu ekki uppfyllt er skilavaldinu heimilt að grípa til skilaaðgerðar gagnvart eignarhaldsfélagi skv. c- eða d-lið 1. mgr. 2. gr. ef eftirtalin skilyrði eru uppfyllt:
   1. Eignarhaldsfélagið er skilaaðili.
   2. Dótturfélag eignarhaldsfélagsins, eitt eða fleiri, sem er lánastofnun eða verðbréfafyrirtæki, en ekki skilaaðili, uppfyllir skilyrði skv. 1. mgr.
   3. Eignir og skuldir dótturfélagsins eru slíkar að fall þess stefni annarri lánastofnun eða verðbréfafyrirtæki í samstæðunni, eða samstæðunni í heild, í hættu.]1)
Viðeigandi aðilum skal send tímasett og rökstudd ákvörðun um skilaaðgerð sem gripið er til svo fljótt sem auðið er. Skilavaldið skal jafnframt tryggja að ákvörðunin eða samantekt á áhrifum hennar, einkum á almenna viðskiptavini fyrirtækisins eða einingarinnar, og skilmálar og tímafrestir takmarkana sem vísað er til í 70.–72. gr., ef við á, séu birtir svo fljótt sem auðið er á vefsíðu fyrirtækisins eða einingarinnar, Seðlabankans og Evrópsku bankaeftirlitsstofnunarinnar. Sama efni skal birt með sömu aðferð og notuð er við opinberar birtingar samkvæmt lögum um verðbréfaviðskipti hafi [eignarhlutar eða skuldagerningar]2) fyrirtækisins eða einingarinnar verið teknir til viðskipta á skipulögðum verðbréfamarkaði, en ella skal senda sama efni til félagsaðila og lánardrottna og skilavaldið hefur upplýsingar um í skrám fyrirtækisins.
   1)L. 63/2023, 20. gr. 2)L. 38/2021, 8. gr.
[35. gr. a. Heimild til að fresta tilteknum skuldbindingum við ákvörðun um skilameðferð.
Skilavaldinu er heimilt að fresta greiðslu eða afhendingu samkvæmt samningum sem fyrirtæki eða eining hefur stofnað til að uppfylltum öllum eftirtöldum skilyrðum:
   1. Ákvörðun um að fyrirtæki eða eining sé á fallanda fæti hefur verið móttekin skv. 1. tölul. 1. mgr. 35. gr.
   2. Ekki er unnt að koma í veg fyrir fall fyrirtækis eða einingar með aðgerðum einkaaðila, sbr. 2. tölul. 1. mgr. 35. gr.
   3. Frestun á greiðslu eða afhendingu er talin nauðsynleg til að koma í veg fyrir hratt versnandi fjárhagsstöðu fyrirtækis eða einingar.
   4. Beiting heimildarinnar er nauðsynleg til að:
   a. taka ákvörðun skv. 3. tölul. 1. mgr. 35. gr., eða
   b. taka ákvörðun um viðeigandi skilaaðgerð eða tryggja skilvirka beitingu skilaúrræða.
Ákvæði 2.–5. mgr. 70. gr. gilda ef heimild til frestunar skv. 1. mgr. er beitt.
Frestun á greiðslu eða afhendingu skv. 1. mgr. skal að hámarki gilda frá birtingu tilkynningar um frestun skv. 4. mgr. til miðnættis næsta virka dag.
Skilavaldið skal, án tafar, tilkynna fyrirtæki og einingu ásamt öðrum viðeigandi aðilum um beitingu heimildar skv. 1. mgr. Þá skal skilavaldið tryggja birtingu í samræmi við 5. mgr. 35. gr. á ákvörðun um frestun ásamt skilmálum og tímalengd frestunarinnar.
Þegar skilavaldið frestar greiðslu eða afhendingu skv. 1. mgr. er því heimilt á tímabili frestunar að beita ákvæðum 71. og 72. gr.
Hafi skilavaldið beitt heimildum þessarar greinar gegn fyrirtæki eða einingu og í framhaldi gripið til skilaaðgerðar gagnvart fyrirtækinu eða einingunni skal það ekki beita ákvæðum 70.–72. gr. gagnvart þeim.]1)
   1)L. 63/2023, 21. gr.
36. gr. Reglur Seðlabanka Íslands.
Seðlabanki Íslands getur sett reglur1) um framkvæmd þessa kafla, þar á meðal tilkynningar skv. 34. og 35. gr.
   1)Rgl. 666/2021.

IX. kafli. Upphafsaðgerðir skilameðferðar.
37. gr. Yfirráð við skilameðferð.
Skilavaldið getur, í því skyni að grípa til og beita skilaaðgerðum, tekið yfir vald hluthafafundar og ákvörðunarvald stjórnar fyrirtækis eða einingar skv. b–d-lið 1. mgr. 2. gr. í skilameðferð og stýrt starfsemi þess og þjónustu ásamt því að hlutast til um og selja eignir fyrirtækisins eða einingarinnar.
Skilavaldinu er heimilt að fara sjálft með yfirráð skv. 1. mgr. eða fela það skilastjórn skv. 38. gr.
38. gr. Skilastjórn.
Skilavaldið getur skipað fyrirtæki eða einingu í skilameðferð skilastjórn til allt að árs í senn. Sérfræðingar í skilastjórn mega vera einn eða fleiri. Þeir skulu uppfylla þær hæfiskröfur sem gerðar eru til stjórnarmanna í fjármálafyrirtækjum og ekki vera í slíkum tengslum við fyrirtæki eða einingu, einstaka félagsaðila eða lánardrottna eða aðra haghafa að draga megi í efa óhlutdrægni þeirra. Skilavaldið semur við skilastjórn um þóknun og greiðir kostnað af störfum hennar. Heimilt er að draga skipun skilastjórnar til baka hvenær sem er.
Skilastjórn fer með heimildir félagsaðila og stjórnar fyrirtækis eða einingar. Hún vinnur að markmiðum laga þessara og framfylgir ákvörðunum skilavaldsins og gefur því reglubundnar skýrslur um störf sín og stöðu fyrirtækisins eða einingarinnar, þar á meðal við upphaf og lok skipunartíma síns.
Ef skilastjórnvald í öðru aðildarríki hyggst skipa skilastjórn yfir fyrirtæki eða einingu sem tilheyrir sömu samstæðu og fyrirtæki eða eining skv. 1. mgr. skal kanna hvort tilefni sé til að skipa sameiginlega skilastjórn yfir bæði fyrirtæki eða einingar.

X. kafli. Skilaúrræði.
A. Sameiginleg ákvæði.
39. gr. Áskilnaður um niðurfærslu eða umbreytingu.
Skilaúrræði sem veldur lánardrottnum fyrirtækis eða einingar skv. b–d-lið 1. mgr. 2. gr. tapi eða umbreytir kröfum þeirra skal ekki beita nema rétt áður eða samhliða hafi viðeigandi fjármagnsgerningar [og hæfar skuldbindingar fyrirtækisins eða einingarinnar verið niðurfærð]1) eða þeim umbreytt skv. 27. gr.
   1)L. 63/2023, 22. gr.
40. gr. Undanþágur frá takmörkunum á framsali.
Sala rekstrar, framsal til brúarstofnunar og uppskipting eigna krefst ekki samþykkis fyrirtækis eða einingar í skilameðferð, félagsaðila eða lánardrottna þess eða annarra þriðju aðila. Eigendur eigna, réttinda eða skuldbindinga sem eru ekki framseldar hafa engin réttindi gagnvart framseldum eignum, réttindum og skuldbindingum, sbr. þó 80. gr.
Kröfur um málsmeðferð á sviði félaga- eða verðbréfamarkaðsréttar skulu ekki standa í vegi fyrir sölu rekstrar, framsali til brúarstofnunar eða uppskiptingu eigna.
Ákvæði 1. og 2. mgr. 3. gr. og 4. gr. laga um réttarstöðu starfsmanna við aðilaskipti að fyrirtækjum gilda ekki um aðilaskipti við sölu rekstrar, framsal til brúarstofnunar eða uppskiptingu eigna.
B. Sala rekstrar.
41. gr. Sala rekstrar.
Skilavaldið getur selt eignarhluti í fyrirtæki eða einingu skv. b–d-lið 1. mgr. 2. gr. og eignir, réttindi og skuldbindingar þess til lögaðila sem er ekki brúarstofnun eða eignaumsýslufélag.
Sala rekstrar skal vera eins opin og gagnsæ og aðstæður leyfa, leitast skal við að hámarka söluverðið, án þess þó að sala dragist óhæfilega, og ekki skal mismuna mögulegum kaupendum. Víkja má frá 1. málsl. ef markmið laga þessara krefjast þess.
42. gr. Hæfi til að fara með virkan eignarhlut.
Sala rekstrar getur komið til framkvæmda þótt Fjármálaeftirlitið hafi ekki lokið mati á hæfi kaupanda til að fara með virkan eignarhlut samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki. Meðan á því stendur fer skilavaldið með atkvæðisrétt sem fylgir hinum selda eignarhlut.
Ef Fjármálaeftirlitið kemst að þeirri niðurstöðu að kaupandi sé ekki hæfur til að fara með virka eignarhlutinn fer skilavaldið áfram með atkvæðisrétt sem fylgir eignarhlutnum fram að sölu hans en það getur sett kaupanda frest til að selja hann.
Skilavaldið ber enga ábyrgð gagnvart kaupanda á því hvort eða hvernig það nýtir atkvæðisrétt samkvæmt grein þessari.
43. gr. Réttarstaða kaupanda.
Kaupandi tekur við réttindum og skyldum og gengur inn í samninga sem tengjast seldum eignum, réttindum og skuldbindingum.
Kaupandi er undanþeginn skilyrðum um lánshæfismat fyrir þátttöku í greiðslu-, greiðslujöfnunar- og verðbréfauppgjörskerfum, kauphöll, bótakerfi fyrir fjárfesta og innstæðutryggingakerfi. Heimilt er að skylda aðila skv. 1. málsl. til að veita kaupanda aðgang að kerfunum til allt að 24 mánaða í senn þótt hann fullnægi ekki öðrum skilyrðum fyrir þátttöku.
44. gr. Framsal til fyrri eigenda.
Skilavaldið getur, með samþykki kaupanda, framselt eignarhluti eða eignir, réttindi og skuldbindingar sem seldar hafa verið við sölu rekstrar aftur til fyrri eigenda og er þeim skylt að taka við þeim og endurgreiða það endurgjald sem þeir fengu.
C. Framsal til brúarstofnunar.
45. gr. Stofnsetning brúarstofnunar.
Skilavaldið getur stofnað brúarstofnun í þeim tilgangi að taka við og viðhalda nauðsynlegri starfsemi sem framselja á til hennar.
Skilavaldið samþykkir stofnskjöl, viðskiptaáætlun og áhættusnið brúarstofnunar. Það skipar eða samþykkir stjórn og framkvæmdastjóra brúarstofnunar, ákvarðar ábyrgðarsvið og samþykkir starfskjör þeirra.
Fjármálaeftirlitið getur, að ósk skilavaldsins, veitt brúarstofnun tímabundið starfsleyfi til að starfrækja starfsemi sem framselja á til hennar þótt hún fullnægi ekki skilyrðum starfsleyfis ef það er nauðsynlegt til að ná markmiðum laga þessara.
46. gr. Framsal til brúarstofnunar.
Skilavaldið getur framselt eignarhluti í fyrirtæki eða einingu skv. b–d-lið 1. mgr. 2. gr. og eignir, réttindi og skuldbindingar til brúarstofnunar ef það er nauðsynlegt til að viðhalda nauðsynlegri starfsemi.
Endurgjald fyrir framseldar eignir, réttindi og skuldbindingar skal miðast við virðismat skv. VII. kafla. Heildarvirði skuldbindinga sem framseldar eru til brúarstofnunar má ekki vera meira en heildarvirði eigna sem framseldar eru til hennar eða henni lagðar til með öðrum hætti.
47. gr. Réttarstaða brúarstofnunar.
Brúarstofnun tekur við réttindum og skyldum og gengur inn í samninga sem tengjast framseldum eignum, réttindum og skuldbindingum.
Brúarstofnun er undanþegin skilyrðum um lánshæfismat fyrir þátttöku í greiðslu- og verðbréfauppgjörskerfum, kauphöll, bótakerfi fyrir fjárfesta og innstæðutryggingakerfi. Heimilt er að skylda aðila skv. 1. málsl. til að veita brúarstofnun aðgang að kerfunum til allt að 24 mánaða í senn þótt hún fullnægi ekki öðrum skilyrðum fyrir þátttöku.
Brúarstofnun, stjórn hennar og framkvæmdastjóri eru einungis ábyrg fyrir tjóni sem þau valda félagsaðilum eða lánardrottnum fyrirtækis eða einingar í skilameðferð í störfum sínum ef tjónið stafar af ásetningi eða stórkostlegu gáleysi.
48. gr. Sala brúarstofnunar.
Brúarstofnun eða eignir, réttindi og skuldbindingar hennar skulu seldar einkaaðilum þegar aðstæður leyfa og eigi síðar en tveimur árum frá framsali til brúarstofnunar. Skilavaldið má með rökstuddri ákvörðun framlengja frestinn um ár í senn ef það er nauðsynlegt til að viðhalda nauðsynlegri starfsemi eða greiða fyrir sölu.
Sala skv. 1. mgr. skal vera eins opin og gagnsæ og aðstæður leyfa, leitast skal við að hámarka söluverðið, án þess þó að sala dragist óhæfilega, og ekki skal mismuna mögulegum kaupendum.
Skilavaldið getur framselt eignarhluti eða eignir, réttindi og skuldbindingar sem framseldar hafa verið til brúarstofnunar aftur til fyrri eigenda og er þeim skylt að taka við þeim og endurgreiða það endurgjald sem þeir fengu ef:
   1. fyrirvari var gerður um slíkt í ákvörðun um framsal til brúarstofnunarinnar, eða
   2. skilyrðum fyrir framsali til brúarstofnunarinnar samkvæmt ákvörðuninni var ekki fullnægt.
49. gr. Slit á brúarstofnun.
Brúarstofnun skal tekin til slita að kröfu skilavaldsins þegar öllum eignum, réttindum og skuldbindingum hennar sem nokkru varða hefur verið ráðstafað eða að liðnum fresti skv. 1. mgr. 48. gr.
Hafi eignarhlutir eða eignir, réttindi og skuldbindingar frá fleiri en einu fyrirtæki eða einingu verið framseldar til brúarstofnunar og eignarhlutir eða eignir, réttindi og skuldbindingar frá stöku fyrirtæki eða einingu ekki verið seldar innan frests skv. 1. mgr. 48. gr. skal þeim komið fyrir í sérstöku félagi sem skal tekið til slita eða bú þess til gjaldþrotaskipta.
D. Uppskipting eigna.
50. gr. Stofnsetning eignaumsýslufélags.
Skilavaldið getur stofnað eignaumsýslufélag í þeim tilgangi að hafa umsjón með eignum, réttindum og skuldbindingum sem framselja á til þess.
Skilavaldið samþykkir stofnskjöl, viðskiptaáætlun og áhættusnið eignaumsýslufélags. Það skipar eða samþykkir stjórn og framkvæmdastjóra eignaumsýslufélags, ákvarðar ábyrgðarsvið og samþykkir starfskjör þeirra.
51. gr. Uppskipting eigna.
Skilavaldið getur framselt eignir, réttindi og skuldbindingar fyrirtækis, einingar skv. b–d-lið 1. mgr. 2. gr. eða brúarstofnunar til eignaumsýslufélags ef ráðstöfun þeirra við slitameðferð eða gjaldþrotaskipti gæti haft neikvæð áhrif á fjármálamarkað eða ef framsalið er nauðsynlegt til að tryggja eðlilega starfsemi fyrirtækisins, einingarinnar eða brúarstofnunarinnar eða til þess að hámarka söluandvirði eigna. Uppskiptingu eigna verður einungis beitt ásamt öðru skilaúrræði.
Endurgjald fyrir framseldar eignir, réttindi og skuldbindingar skal miðast við virðismat skv. VII. kafla.
52. gr. Takmörkun á bótaábyrgð.
Eignaumsýslufélag, stjórn þess og framkvæmdastjóri eru einungis ábyrg fyrir tjóni sem þau valda félagsaðilum eða lánardrottnum fyrirtækis eða einingar í skilameðferð í störfum sínum ef tjónið stafar af ásetningi eða stórfelldu gáleysi.
53. gr. Sala eignaumsýslufélags.
Eignaumsýslufélag eða eignir, réttindi og skuldbindingar þess skulu seldar þegar aðstæður leyfa.
Sala skv. 1. mgr. skal vera eins opin og gagnsæ og aðstæður leyfa, leitast skal við að hámarka söluverðið, án þess þó að sala dragist óhæfilega, og ekki skal mismuna mögulegum kaupendum.
Skilavaldið getur framselt eignir, réttindi og skuldbindingar sem framseldar hafa verið til eignaumsýslufélags aftur til fyrirtækisins eða einingarinnar og er því skylt að taka við þeim og endurgreiða það endurgjald sem það fékk ef:
   1. fyrirvari var gerður um slíkt í ákvörðun um framsal til eignaumsýslufélagsins, eða
   2. skilyrðum fyrir framsali til eignaumsýslufélagsins samkvæmt ákvörðuninni var ekki fullnægt.
E. Eftirgjöf.
54. gr. Eftirgjöf.
Skilavaldið getur beitt eftirgjöf í eftirfarandi tilgangi:
   1. Til að endurfjármagna fyrirtæki eða einingu skv. b–d-lið 1. mgr. 2. gr. í skilameðferð svo að það fullnægi skilyrðum starfsleyfis, haldi áfram starfsemi í samræmi við starfsleyfið og viðhaldi fullnægjandi trausti á fjármálamarkaði.
   2. Til að umbreyta í eigið fé eða lækka höfuðstól krafna eða [skuldagerninga sem framseldir]1) eru, til brúarstofnunar, með sölu rekstrar eða við uppskiptingu eigna skv. B-, C- eða D-hluta þessa kafla.
Einungis er heimilt að beita eftirgjöf skv. 1. tölul. 1. mgr. ef verulegar líkur eru á því að eftirgjöf og aðrar viðeigandi ráðstafanir um endurskipulagningu rekstrar skv. 60. gr. séu fullnægjandi til þess að endurreisa fjárhag fyrirtækisins eða einingarinnar og tryggja rekstrargrundvöll til framtíðar. Þrátt fyrir að skilyrði skv. 1. málsl. séu ekki uppfyllt er heimilt að beita eftirgjöf skv. 2. tölul. 1. mgr. og öðrum skilaúrræðum.
Heimilt er að beita eftirgjöf án tillits til félagaforms fyrirtækisins eða einingarinnar og breyta félagaformi þess ef nauðsyn krefur.
   1)L. 38/2021, 9. gr.
55. gr. Umfang eftirgjafar.
Við beitingu eftirgjafar skal meta í samræmi við VII. kafla, eftir því sem við á:
   1. hversu mikið þarf að lækka [eftirgefanlegar]1) skuldbindingar til þess að verðmæti hreinnar eignar fyrirtækisins eða einingarinnar verði núll, og
   2. hversu mikið þarf að umbreyta [eftirgefanlegum]1) skuldbindingum í hlutafé eða aðra fjármagnsgerninga til þess að endurreisa almennt eigið fé þáttar 1 hjá fyrirtækinu, einingunni eða brúarstofnuninni.
Eftirgjöf má ekki valda félagsaðila eða lánardrottni meira tapi en hann hefði orðið fyrir hefði fyrirtækið eða einingin verið tekin til slitameðferðar eða gjaldþrotaskipta.
Ef fjármagnsgerningar hafa verið niðurfærðir skv. VI. kafla og eftirgjöf skv. 54. gr. beitt er heimilt að beita uppfærslu til hagsbóta fyrir lánardrottna og síðan ef við á félagsaðila, ef niðurfærsla sem grundvallast hefur á bráðabirgðavirðismati skv. 31. gr. var meiri en ástæða var til miðað við endanlegt virðismat skv. 32. gr.
Skilavaldið skal á hverjum tíma hafa aðgang að upplýsingum og [búa yfir ráðstöfunum]2) til þess að geta lagt mat á virði eigna og skuldbindinga fyrirtækis eða einingar í skilameðferð.
   1)L. 38/2022, 189. gr. 2)L. 63/2023, 23. gr.
56. gr. Takmarkanir eftirgjafar.
Eftirgjöf má beita á skuldbindingar fyrirtækis eða einingar. Óheimilt er þó að beita eftirgjöf gagnvart eftirfarandi skuldbindingum:
   1. Tryggðum innstæðum, sbr. lög um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta.
   2. Tryggðum skuldbindingum, þ.m.t. sértryggðum skuldabréfum, sbr. lög um sértryggð skuldabréf, og fjármálagerningum sem ætlaðir eru til áhættuvarna og teljast hluti tryggingasafns og njóta sambærilegrar verndar að lögum og sértryggð skuldabréf. [Ákvæði 1. málsl. kemur ekki í veg fyrir að eftirgjöf verði beitt á sérhvern hluta tryggðra skuldbindinga sem nemur hærri fjárhæð en uppreiknuðu virði trygginganna.]1)
   3. Skuldbindingum vegna eigna sem fyrirtæki eða eining heldur utan um fyrir hönd viðskiptavina sinna, þ.m.t. eigna verðbréfasjóða og sérhæfðra sjóða, sbr. lög um verðbréfasjóði og lög um rekstraraðila sérhæfðra sjóða, og njóta verndar skv. 109. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl.
   4. Skuldbindingum vegna fjárvörslusambands milli fyrirtækis eða einingar og rétthafa enda njóti slíkur rétthafi verndar skv. 109. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl. eða öðrum lögum.
   5. Skuldbindingum gagnvart fyrirtækjum, öðrum en þeim sem eru innan sömu samstæðu, sem falla til greiðslu innan sjö daga.
   6. Skuldbindingum sem gjaldfalla innan sjö daga gagnvart greiðslu- og verðbréfauppgjörskerfum, sbr. lög um öryggi fyrirmæla í greiðslukerfum og verðbréfauppgjörskerfum, eða þátttakendum í slíkum kerfum sem stafa af þátttöku þeirra í kerfunum.
   7. Skuldbindingum gagnvart starfsmönnum, þ.m.t. ógreiddum áunnum launum, iðgjaldi í lífeyrissjóð, áunnu orlofi og öðrum starfskjörum, en þó ekki kaupaukum nema þeir séu ákveðnir með almennum kjarasamningum.
   8. Viðskiptaskuldum vegna kaupa á vöru og þjónustu sem nauðsynleg er til daglegrar starfsemi fyrirtækisins eða einingarinnar.
   9. Skuldum við skattyfirvöld og almannatryggingar ef þær njóta forgangs við gjaldþrotaskipti.
   10. Ógreiddum iðgjöldum til Tryggingarsjóðs [vegna fjármálafyrirtækja],2) sbr. lög um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta.
   [11. Skuldbindingum gagnvart miðlægum mótaðilum sem hlotið hafa starfsleyfi samkvæmt lögum um afleiðuviðskipti, miðlæga mótaðila og afleiðuviðskiptaskrár eða miðlægum mótaðilum með staðfestu í þriðja ríki enda séu þeir viðurkenndir af Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnuninni samkvæmt sömu lögum.
   12. Skuldbindingum, gagnvart fyrirtæki eða einingu enda séu aðilarnir hluti af sömu skilasamstæðu án þess að vera sjálfir skilaaðilar, óháð gjalddaga skuldbindinganna nema þær séu neðar í forgangsröð skv. 85. gr. a en almennar ótryggðar kröfur.]3)
Við sérstakar aðstæður er skilavaldinu heimilt við eftirgjöf að undanskilja í heild eða að hluta tilteknar skuldbindingar þegar:
   1. ekki er unnt að beita eftirgjöf gagnvart skuldbindingu innan hæfilegra tímamarka,
   2. skuldbindingin er nauðsynleg til að [halda uppi nauðsynlegri starfsemi og kjarnastarfssviðum]3) og viðheldur getu fyrirtækis í skilameðferð til að stunda viðskipti og veita þjónustu,
   3. skuldbindingin er nauðsynleg til að komast hjá smitáhrifum, sérstaklega hvað varðar tryggingarhæfar innstæður einstaklinga, örfélaga, lítilla og meðalstórra félaga, og henni er ætlað að stemma stigu við óstöðugleika á fjármálamörkuðum og innviðum þeirra sem gæti leitt til alvarlegra truflana í efnahagsstarfsemi hér á landi eða á Evrópska efnahagssvæðinu, eða
   4. beiting eftirgjafar á skuldbindinguna leiðir til fjártjóns annarra lánardrottna umfram það sem yrði væri skuldbindingin undanskilin eftirgjöf.
Áður en tekin er endanleg ákvörðun um að undanþiggja skuldbindingu eftirgjöf skv. 2. mgr. skal fyrirhuguð ákvörðun tilkynnt Eftirlitsstofnun EFTA. Ef kröfur samkvæmt þessari grein og 57. gr. eru ekki uppfylltar og gert er ráð fyrir fjárframlagi úr skilasjóði fyrir undanþágunni eða annarri opinberri fjármögnun skv. 57. gr. getur Eftirlitsstofnun EFTA innan 24 klukkustunda frá slíkri tilkynningu bannað eða takmarkað slíka undanþágu. Frestinn má lengja í samráði við skilavaldið.
Ráðherra skal setja reglugerð4) um aðstæður sem heimila undanþágu skv. 2. mgr.
   1)L. 38/2021, 10. gr. 2)L. 48/2022, 2. gr. 3)L. 63/2023, 24. gr. 4)Rg. 95/2021.
57. gr. [Heimild til að undanskilja eftirgefanlegar skuldbindingar.]1)
Þegar fyrir liggur ákvörðun um að undanskilja í heild eða að hluta [eftirgefanlegar]1) skuldbindingar eða flokka þeirra skv. 2. mgr. 56. gr. er heimilt að auka hlutfallslega eftirgjöf annarra [eftirgefanlegra]1) skuldbindinga til að mæta áhrifum undanþágunnar. Engin [eftirgefanleg]1) skuldbinding skal þó sæta meiri niðurfærslu en orðið hefði ef fyrirtækið eða einingin hefði verið tekin til slitameðferðar eða gjaldþrotaskipta.
Þegar ákveðið er að undanskilja í heild eða að hluta [eftirgefanlegar]1) skuldbindingar eða flokka þeirra eftirgjöf skv. 2. mgr. 56. gr. og fjárhæð eftirgjafar sem þessar skuldbindingar hefðu annars sætt er ekki jafnað yfir á aðrar [eftirgefanlegar]1) skuldbindingar í samræmi við 1. mgr. er heimilt að leggja til fjárframlag til fyrirtækis eða einingar í skilameðferð úr skilasjóði til að ná öðru hvoru eða báðum eftirfarandi markmiðum:
   1. Bæta þá fjárhæð sem ekki er jafnað yfir á aðrar [eftirgefanlegar]1) skuldbindingar að því marki að eiginfjárstaða viðkomandi fyrirtækis eða einingar í skilameðferð standi á núlli, sbr. 1. tölul. 1. mgr. 55. gr.
   2. Kaupa eignarhluti eða fjármagnsgerninga útgefna af fyrirtæki eða einingu í skilameðferð í þeim tilgangi að endurfjármagna það, sbr. 2. tölul. 1. mgr. 55. gr.
Einungis er heimilt að leggja til fjárframlag skv. 2. mgr. úr skilasjóði þegar:
   1. félagsaðilar, eigendur fjármagnsgerninga og eigendur [eftirgefanlegra]2) skuldbindinga hafa með eftirgjöf eða öðrum hætti lagt fyrirtæki eða einingu í skilameðferð til a.m.k. 8% af heildarskuldbindingum þess, þ.m.t. eigið fé, eins og þær eru metnar skv. VII. kafla við beitingu skilaaðgerða, og
   2. fjárframlag skilasjóðs fer ekki umfram 5% af heildarskuldbindingum fyrirtækis eða einingar í skilameðferð, þ.m.t. eigið fé, eins og þær eru metnar skv. VII. kafla við beitingu skilaaðgerða.
Skilavaldið getur við sérstakar aðstæður leitað frekari fjárframlaga þegar viðmiðunarmarkinu skv. 2. tölul. 3. mgr. er náð og allar ótryggðar og forgangslausar skuldbindingar, aðrar en tryggingarhæfar innstæður, hafa verið niðurfærðar eða þeim umbreytt að fullu.
Þegar allar skuldbindingar fyrirtækis eða einingar sem heimilt er að beita eftirgjöf skv. 56. gr. hafa verið niðurfærðar eða þeim umbreytt, og Tryggingarsjóður [vegna fjármálafyrirtækja]3) hefur lagt til fjárframlag í samræmi við 82. gr., getur skilasjóður lagt til fjárframlag skv. 2. og 3. mgr.
   1)L. 63/2023, 25. gr. 2)L. 38/2022, 190. gr. 3)L. 48/2022, 2. gr.
[57. gr. a. Sala á víkjandi hæfum skuldbindingum til almennra fjárfesta.
Seljanda hæfra skuldbindinga er heimilt að selja almennum fjárfesti skuldbindingar sem uppfylla skilyrði 72. gr. a að undanskildum b-lið 1. mgr. og skilyrði 3.–5. mgr. 72. gr. b reglugerðar (ESB) nr. 575/2013, ef eftirfarandi skilyrði eru öll uppfyllt:
   1. Seljandi hefur framkvæmt mat á hæfi almenns fjárfestis skv. 44. gr. laga um markaði fyrir fjármálagerninga, nr. 115/2021.
   2. Seljandi telur á grundvelli mats skv. 1. tölul. að slíkar hæfar skuldbindingar henti viðkomandi almennum fjárfesti.
   3. Seljandi uppfyllir skyldur skv. 46. gr. laga um markaði fyrir fjármálagerninga, nr. 115/2021.
Ef verðgildi fjármálagerninga nemur samanlagt ekki meira en jafnvirði 500.000 evra í íslenskum krónum þegar kaupin fara fram, á grundvelli upplýsinga sem fjárfestir veitir skv. 3. mgr., skal seljandi tryggja að eftirfarandi skilyrði séu bæði uppfyllt:
   1. Heildarfjárhæð fjárfestingar almenns fjárfestis í skuldbindingum skv. 1. mgr. fer ekki umfram 10% af verðgildi fjármálagerninga þess fjárfestis.
   2. Upphafleg fjárhæð fjárfestingar í einni eða fleiri skuldbindingum skv. 1. mgr. nemur að lágmarki jafnvirði 10.000 evra í íslenskum krónum.
Almennur fjárfestir skal veita seljanda nákvæmar upplýsingar um verðgildi fjármálagerninga hans, þ.m.t. allar fjárfestingar í skuldbindingum skv. 1. mgr.
Verðgildi fjármálagerninga skv. 2. og 3. mgr. skal innihalda innstæður og fjármálagerninga, þó ekki fjármálagerninga sem trygging hefur verið sett fyrir.]1)
   1)L. 63/2023, 26. gr.
58. gr. Röð niðurfærslu og umbreytingar við eftirgjöf.
Þegar eftirgjöf er beitt skal niðurfærsla eða umbreyting fylgja eftirfarandi röð:
   1. Almennt eigið fé þáttar 1 er niðurfært samkvæmt skilyrðum 1. tölul. 1. mgr. 27. gr.
   2. Ef niðurfærsla skv. 1. tölul. nær ekki samtölu fjárhæða sem leiðir af 2. og 3. tölul. 3. mgr. 63. gr. skal færa niður höfuðstól fjármagnsgerninga sem teljast til viðbótar eigin fjár þáttar 1 að því marki sem nauðsynlegt er miðað við umfang þeirra.
   3. Ef niðurfærsla skv. 1. og 2. tölul. nær ekki samtölu fjárhæða sem leiðir af 2. og 3. tölul. 3. mgr. 63. gr. skal færa niður höfuðstól fjármagnsgerninga sem teljast til þáttar 2 að því marki sem nauðsynlegt er miðað við umfang þeirra.
   4. Ef niðurfærsla skv. 1.–3. tölul. nær ekki samtölu fjárhæða sem leiðir af 2. og 3. tölul. 3. mgr. 63. gr. skal færa niður höfuðstól víkjandi lána sem hvorki teljast til viðbótar eigin fjár þáttar 1 né þáttar 2 í samræmi við forgangsröð krafna við [skila- og slitameðferð skv. 85. gr. a]1) að því marki sem nauðsynlegt er til þess að ná þeim fjárhæðum sem leiðir af 2. og 3. tölul. 3. mgr. 63. gr.
   5. Ef niðurfærsla skv. 1.–4. tölul. nær ekki samtölu fjárhæða sem leiðir af 2. og 3. tölul. 3. mgr. 63. gr. skal færa niður höfuðstól annarra [eftirgefanlegra skuldbindinga, þ.m.t. skuldagerninga skv. 3. tölul. 1. mgr. 85. gr. a, sem eftir standa],2) í samræmi við forgangsröð krafna við [skila- og slitameðferð skv. 85. gr. a]1) að því marki sem nauðsynlegt er til þess að ná þeim fjárhæðum sem leiðir af 2. og 3. tölul. 3. mgr. 63. gr.
Þegar eftirgjöf er beitt skal fjárhæð taps skv. 2. og 3. tölul. 3. mgr. 63. gr. vera hlutfallslega sú sama á milli annars vegar eignarhluta og hins vegar jafnrétthárra [eftirgefanlegra]2) skuldbindinga, nema ákvæði 2. mgr. 56. gr., sbr. 1. mgr. 57. gr., eigi við. Ákvæði 1. málsl. kemur ekki í veg fyrir að skuldbindingar sem eru undanskildar eftirgjöf skv. 1. og 2. mgr. 56. gr. hljóti hagstæðari meðferð en jafnréttháar skuldbindingar við slit eða gjaldþrot.
Áður en höfuðstóll skuldbindinga skv. 5. tölul. 1. mgr. er niðurfærður skal umbreyta eða niðurfæra höfuðstól gerninga sem vísað er til í 2.–4. tölul. 1. mgr., ef þeim hefur ekki þegar verið umbreytt eða þeir niðurfærðir, enda hafi þeir að geyma ákvæði sem gera ráð fyrir lækkun höfuðstóls þeirra við tilteknar aðstæður sem tengjast fjárhagsstöðu, gjaldfærni eða stöðu eigin fjár fyrirtækis eða einingar eða umbreytingar í eignarhluta við hliðstæðar aðstæður.
Ef gerningar sem vísað er til í 2.–4. tölul. 1. mgr. hafa einungis verið niðurfærðir að hluta vegna aðstæðna skv. 3. mgr. skal beita eftirstandandi fjárhæð eftirgjöf í samræmi við 1. mgr.
   1)L. 38/2021, 11. gr. 2)L. 38/2022, 191. gr.
59. gr. Afleiðusamningar.
Við upphaf skilameðferðar er skilavaldinu heimilt að segja upp eða gera upp afleiðusamninga. Þá er heimilt að beita eftirgjöf gagnvart þeim skuldbindingum sem myndast vegna afleiðusamninga, við eða eftir uppgjör þeirra, nema þeir séu undanþegnir eftirgjöf skv. 2. mgr. 56. gr. Ekki skal gripið til niðurfærslu eða umbreytingar á afleiðusamningi nema honum hafi áður verið sagt upp og hann gerður upp.
Ef afleiðuviðskipti eru hluti af greiðslujöfnunarsamningi skal virðismat skv. VII. kafla ná til skuldbindingarinnar sem myndast vegna viðskiptanna á hreinum grunni í samræmi við skilmála samningsins.
Skuldbindingar sem myndast vegna afleiðusamninga skal meta í samræmi við eftirfarandi:
   1. Hver flokkur afleiðusamninga, þ.m.t. viðskipti vegna greiðslujöfnunarsamninga, skal metinn samkvæmt viðeigandi aðferðafræði.
   2. Meginreglur um viðeigandi tímamörk á virði einstakra afleiðusamninga.
   3. Viðeigandi aðferðafræði til að bera saman virðisrýrnun sem mundi annars vegar leiða af uppgjöri og eftirgjöf afleiðusamnings og hins vegar tapi á afleiðusamningi vegna eftirgjafar.
Seðlabanki Íslands gefur út reglur1) sem tilgreina nánar aðferðafræði og meginreglur við mat skv. 3. mgr.
   1)Rgl. 666/2021.
60. gr. Endurskipulagning rekstrar í kjölfar eftirgjafar.
Þegar eftirgjöf skv. 54. gr. er beitt til að endurfjármagna fyrirtæki eða einingu skal fela stjórn fyrirtækisins eða einingarinnar, eða skilastjórn sem skipuð er skv. 2. mgr. 37. gr., sbr. 38. gr., að endurskipuleggja rekstur og vinna eftir áætlun þar um.
Áætlun um endurskipulagningu rekstrar skal tilgreina aðgerðir sem grípa þarf til í þeim tilgangi að tryggja rekstrarhæfi fyrirtækis eða einingar og skal hún byggjast á raunhæfu mati á efnahags- og fjárhagslegum skilyrðum á þeim markaði sem fyrirtækið eða einingin starfar á. Áætlunin skal taka mið af núverandi aðstæðum á fjármálamarkaði og framtíðarhorfum með tilliti til sviðsmynda um bestu og verstu skilyrði þar sem horft er til helstu veikleika í rekstri fyrirtækisins eða einingarinnar og skal hún a.m.k. innihalda eftirfarandi:
   1. Ítarlega greiningu á þeim þáttum og vandamálum hjá fyrirtæki eða einingu sem urðu til þess að fyrirtækið eða einingin var á fallanda fæti og þeim aðstæðum sem leiddu til erfiðleikanna.
   2. Lýsingu á aðgerðum sem fyrirhugað er að ráðast í til þess að tryggja rekstrarhæfi fyrirtækisins eða einingarinnar til framtíðar.
   3. Tímasetta áætlun um framkvæmd aðgerða.
Innan mánaðar frá beitingu eftirgjafar skal stjórn fyrirtækisins eða einingarinnar, eða skilastjórn sem tekið hefur yfir stjórn skv. 2. mgr. 37. gr., sbr. 38. gr., afhenda skilavaldinu áætlun um endurskipulagningu rekstrar. Við sérstakar aðstæður er heimilt að framlengja frestinn um einn mánuð.
Skilavaldið skal innan mánaðar frá móttöku áætlunar um endurskipulagningu rekstrar meta hvort sennilegt sé að hún nái að tryggja rekstrarhæfi fyrirtækisins eða einingarinnar til framtíðar. Áætlunin skal samþykkt ef talið er að markmið hennar gangi eftir.
Ef ekki er talið að markmið áætlunarinnar gangi eftir, sbr. 4. mgr., skal tilkynna það stjórn fyrirtækisins, einingarinnar eða skilastjórn. Í tilkynningunni skal tilgreina hvaða þættir eru ófullnægjandi og krefjast úrbóta. Stjórn fyrirtækis eða einingar eða skilastjórn hefur að hámarki tvær vikur til þess að afhenda uppfærða áætlun til samþykktar. Innan viku frá móttöku uppfærðrar áætlunar skal samþykkja hana eða koma frekari athugasemdum á framfæri.
Stjórn fyrirtækis, einingar eða skilastjórn skal hrinda áætluninni í framkvæmd þegar samþykki liggur fyrir og senda skýrslu um framvindu vinnunnar á sex mánaða fresti.
Stjórn fyrirtækis, einingar eða skilastjórn skal endurskoða áætlun um endurskipulagningu rekstrar eftir að framkvæmd hennar er hafin ef skilavaldið telur það nauðsynlegt til að markmið hennar gangi eftir skv. 2. mgr. Senda skal skilavaldinu allar breytingar á áætluninni til samþykktar.
Ef eftirgjöf er beitt gagnvart fleiri en einu fyrirtæki eða einingu innan samstæðu skal móðurfélag á Evrópska efnahagssvæðinu gera áætlun um endurskipulagningu rekstrar sem nær til allra fyrirtækja eða eininga samstæðunnar. Móðurfélagið skal senda áætlunina til samstæðuskilavalds sem skal miðla henni áfram til annarra skilastjórnvalda þar sem samstæðan er með starfsemi og Evrópsku bankaeftirlitsstofnunarinnar.
Seðlabanki Íslands gefur út reglur1) sem kveða nánar á um efni áætlunar skv. 2. mgr. og skýrslna skv. 6. mgr.
   1)Rgl. 666/2021.

XI. kafli. Almennar skilaheimildir o.fl.
61. gr. Almennar heimildir.
Skilavaldið skal hafa nauðsynlegar skilaheimildir, sem heimilt er að beita hverri fyrir sig eða í sameiningu, til að grípa til skilaúrræða gagnvart fyrirtæki eða einingu skv. b–d-lið 1. mgr. 2. gr. sem uppfyllir skilyrði skilameðferðar. Almennar skilaheimildir felast í að:
   1. krefjast upplýsinga frá einstaklingum og lögaðilum vegna framkvæmdar laganna, sbr. 7. og 12. gr.,
   2. öðlast yfirráð yfir fyrirtæki eða einingu í skilameðferð og beita öllum þeim valdheimildum sem félagsaðilar og stjórn fyrirtækisins eða einingarinnar hafa, sbr. IX. kafla,
   3. framselja eignarhluti sem eru útgefnir af fyrirtæki eða einingu í skilameðferð, sbr. t.d. B- og C-hluta X. kafla,
   4. framselja réttindi, eignir eða skuldbindingar fyrirtækis eða einingar í skilameðferð til framsalshafa með samþykki hans, sbr. B-, C- og D-hluta X. kafla,
   5. niðurfæra höfuðstól eða útistandandi gjaldfallna fjárhæð skuldbindinga fyrirtækis eða einingar í skilameðferð, sbr. VI. kafla og E-hluta X. kafla,
   6. umbreyta skuldbindingum fyrirtækis eða einingar í skilameðferð í eignarhluti í því fyrirtæki, einingu, móðurfélagi eða brúarstofnun sem eignirnar, réttindin eða skuldbindingarnar eru framseldar til, sbr. VI. kafla og E-hluta X. kafla,
   7. ógilda [skuldagerninga útgefna]1) af fyrirtæki eða einingu í skilameðferð, sbr. VI. kafla, E-hluta X. kafla og 63. gr., þó ekki skuldbindingar sem eru undanþegnar eftirgjöf skv. 1. mgr. 56. gr.,
   8. lækka nafnverð eignarhluta fyrirtækis eða einingar í skilameðferð eða afskrifa slíka eignarhluti, sbr. VI. kafla og 39. gr.,
   9. krefjast þess að fyrirtæki eða eining í skilameðferð gefi út nýja eignarhluti eða fjármagnsgerninga, þ.m.t. forgangshluti og skilyrta breytanlega gerninga,
   10. segja upp eða gera upp fjárhagslega samninga eða afleiðusamninga í þeim tilgangi að beita 59. gr.,
   11. beina því til Fjármálaeftirlitsins að það meti tímanlega hæfi kaupanda til að fara með virkan eignarhlut með því að víkja frá tímafresti skv. VI. kafla laga um fjármálafyrirtæki, sbr. 42. gr.,
   12. víkja stjórnarmönnum og framkvæmdastjóra fyrirtækis eða einingar í skilameðferð frá störfum. Stjórn og framkvæmdastjóra fyrirtækis eða einingar skal skipt út nema annað sé nauðsynlegt til að ná markmiðum skilameðferðar skv. 1. gr.,
   13. krefjast þess að stjórn og framkvæmdastjóri fyrirtækis eða einingar í skilameðferð veiti skilavaldinu, og ef við á skilastjórn skv. 38. gr., alla nauðsynlega aðstoð, hafi þeim ekki verið vikið frá störfum,
   14. krefjast þess að fyrirtæki eða eining í skilameðferð eða brúarstofnun verði tekin til slita.
Þegar skilavaldið beitir heimildum skv. 1. mgr. er það ekki bundið af eftirfarandi:
   1. Heimild eða samþykki frá ákveðnum einstaklingum eða lögaðilum, hvort sem þeir eru opinberir aðilar eða einkaaðilar, þ.m.t. félagsaðilar eða lánardrottnar fyrirtækis eða einingar í skilameðferð, nema annað leiði af lögum þessum.
   2. Fyrirframtilkynningu til ákveðinna aðila, m.a. um að birta tilkynningar eða lýsingar eða skjalfesta eða skrá gögn hjá öðrum aðila, sbr. þó 5. mgr. 35. gr.
Beiting heimilda skv. 1. mgr. er án tillits til takmarkana eða kröfu um samþykki fyrir framsali viðeigandi fjárhagslegra samninga, réttinda, eigna eða skuldbindinga sem annars kunna að eiga við.
   1)L. 38/2021, 12. gr.
62. gr. Viðbótarheimildir.
Við beitingu skilaheimilda er skilavaldinu heimilt að:
   1. ákveða að framsal taki gildi án þess að skuldbinding eða ábyrgð hafi áhrif á fjármálagerninginn, réttindin, eignirnar eða skuldbindingarnar sem framseldar eru, sbr. þó 75. gr.,
   2. afturkalla réttindi til að kaupa frekari eignarhluti,
   3. beina því til Fjármálaeftirlitsins að það stöðvi viðskipti með fjármálagerninga eða taki þá úr viðskiptum, og
   4. krefjast þess að fyrirtæki eða eining í skilameðferð og mótaðili þess skiptist á upplýsingum og veiti hvort öðru aðstoð.
Einungis er heimilt að beita heimildum skv. 1. mgr. ef það er nauðsynlegt til að tryggja skilvirka beitingu skilaaðgerða eða til að ná einu eða fleiri af markmiðum skilameðferðar skv. 1. gr.
Skilavaldið skal hafa nauðsynlegan aðgang að allri þjónustu eða aðstöðu hjá fyrirtæki eða einingu í skilameðferð eða fyrirtækjum eða einingum innan samstæðu til að gera viðtakanda kleift að starfrækja með skilvirkum hætti þann rekstur sem framseldur er.
Við beitingu skilaheimilda skal tryggja áframhaldandi fyrirkomulag þannig að viðtakandi geti starfrækt framseldan rekstur fyrirtækis eða einingar í skilameðferð. Slíkt fyrirkomulag skal einkum fela í sér eftirfarandi:
   1. Áframhald þeirra samninga sem fyrirtæki eða eining í skilameðferð er aðili að þannig að viðtakandinn taki við öllum réttindum og skuldbindingum af fyrirtæki eða einingu í skilameðferð í tengslum við alla fjármálagerninga, réttindi, eignir eða skuldbindingar sem hafa verið framseldar og skal hann taka skýrt og fortakslaust við öllum viðeigandi samningsbundnum skjölum fyrirtækisins eða einingarinnar sem er í skilameðferð.
   2. Aðilaskipti við hvers konar málarekstur í tengslum við fjármálagerning, réttindi, eign eða skuldbindingu sem hefur verið framseld.
Heimildir ákvæðisins skulu ekki hafa áhrif á rétt starfsmanns fyrirtækis eða einingar í skilameðferð til að segja upp ráðningarsamningi. Þá skulu heimildirnar ekki hafa áhrif á rétt samningsaðila til að beita þeim réttindum sem leiðir af samningi, þ.m.t. uppsagnarrétti, í samræmi við samningsskilmála vegna athafna eða athafnaleysis fyrirtækis eða einingar í skilameðferð fyrir viðkomandi framsal, eða af viðtakanda eftir framsal, sbr. þó 70.–73. gr.
63. gr. Staða félagsaðila við niðurfærslu eða umbreytingu, þ.m.t. við eftirgjöf.
Þegar fjármagnsgerningar eru niðurfærðir eða þeim umbreytt skv. 27. gr. eða þegar eftirgjöf er beitt skv. 54. gr. skal fara eftir annarri eða báðum eftirfarandi aðferðum:
   1. Afskrifa hlutafé eða aðra eignarhluta í fyrirtækinu eða einingunni eða framselja þá til lánardrottna sem sætt hafa eftirgjöf.
   2. Þynna út eignarhluti félagsaðila enda verði hrein eign fyrirtækisins eða einingarinnar jákvæð samkvæmt virðismati, sbr. VII. kafla.
Ákvæði 1. mgr. á einnig við um eignarhluti sem orðið hafa til:
   1. vegna umbreytingar skuldagerninga í eignarhluti í samræmi við samningsákvæði gerninganna, áður eða á sama tíma og metið er hvort skilyrði skilameðferðar gagnvart fyrirtæki eða einingu eru uppfyllt,
   2. vegna umbreytingar fjármagnsgerninga í almennt eigið fé þáttar 1 skv. 28. gr.
Við mat á aðferð skv. 1. mgr. skal skilavaldið taka mið af:
   1. virðismati skv. VII. kafla,
   2. fjárhæð sem þarf að lækka almennt eigið fé þáttar 1 og fjárhæð sem færa þarf niður eða umbreyta viðeigandi fjármagnsgerningum skv. 1. mgr. 28. gr., og
   3. umfangi eftirgjafar skv. 55. gr.
Ákvæði 42. gr. gildir ef eftirgjöf eða umbreyting leiðir til þess að talið er að viðtakandi hafi eignast eða aukið við virkan eignarhlut sinn í fyrirtækinu eða einingunni.
64. gr. Umreikningsgengi.
Þegar fjármagnsgerningar eru niðurfærðir eða þeim umbreytt skv. 27. gr. eða þegar eftirgjöf er beitt skv. 54. gr. er heimilt að notast við mismunandi umreikningsgengi fyrir mismunandi flokka fjármagnsgerninga og skuldbindinga í samræmi við aðra eða báðar eftirfarandi aðferðir:
   1. Umreikningsgengið skal endurspegla hæfilegt endurgjald til lánardrottins vegna taps sem hann varð fyrir.
   2. Ef notast er við mismunandi umreikningsgengi skal umreikningsgengið vera hærra eftir því sem skuldbindingarnar standa framar í forgangsröð við [skila- og slitameðferð skv. 85. gr. a].1)
   1)L. 38/2021, 13. gr.
65. gr. Réttaráhrif eftirgjafar.
Niðurfærsla eða umbreyting fjármagnsgerninga skv. 27. gr., sbr. þó 4. mgr. 6. gr., eða eftirgjöf skv. 54. gr. skal taka gildi þegar í stað og binda fyrirtæki eða einingu í skilameðferð, lánardrottna og félagsaðila.
Heimilt er að taka allar nauðsynlegar ákvarðanir til þess að fram fari niðurfærsla, umbreyting eða eftirgjöf. Öðrum stjórnvöldum og viðeigandi aðilum er skylt að veita nauðsynlega aðstoð við framkvæmdina, þar á meðal við:
   1. breytingu á viðeigandi skráningu,
   2. afskráningu eignarhluta eða skuldagerninga,
   3. skráningu nýrra eignarhluta eða töku þeirra til viðskipta, og
   4. endurskráningu áður afskráðra og niðurfærðra skuldagerninga án þess að gefa út útboðslýsingu eða sambærileg skjöl samkvæmt lögum um verðbréfaviðskipti.
Ef höfuðstóll skuldbindingar er niðurfærður að fullu eða gjaldfallin fjárhæð skuldbindingar telst skuldbindingin ásamt öðrum skyldum og kröfum sem af henni leiðir endanlega fallnar niður. Ef skuldbinding er niðurfærð að hluta telst sú niðurfærsla endanleg en eftirstandandi gerningur eða samningur sem stofnaði skuldbindinguna skal áfram gilda.
66. gr. Gildissvið gagnvart öðrum lögum.
Ákvæði 1., 6., 7., 9., 13., 19., 20., 33., 34., 36.–38., 40., 41., 43., 45., 47., 51., 53., 54., 81., 84., 86., 88. gr. a – 88. gr. e, 93., 94., 119.–131., 133., 133. gr. a – 133. gr. f, 134., 148.–151. og 160. gr. í lögum um hlutafélög og 100. gr. laga um verðbréfaviðskipti gilda ekki ef skilaaðgerðum hefur verið beitt gagnvart fyrirtæki eða einingu í skilameðferð.
Ákvæði 5., 7. og 8. gr. laga um fjárhagslegar tryggingarráðstafanir gilda ekki ef takmarkanir verða á fullnustu fjárhagslegra tryggingarráðstafana á áhrifum samninga um veðsetningu á fjárhagslegri tryggingarráðstöfun, greiðslujöfnun til uppgjörs eða skuldajöfnun við beitingu heimilda skv. VI., IX., þessum kafla eða XII. kafla.
[Ákvæði B-hluta XII. kafla laga um fjármálafyrirtæki gilda einnig um einingar skv. b–d-lið 1. mgr. 2. gr. ef skilyrði 1.–2. tölul. 1. mgr. 35. gr. eru uppfyllt gagnvart einingunum.]1)
   1)L. 63/2023, 27. gr.
67. gr. Frestun málsmeðferðar.
Skilavaldið getur farið fram á að dómstóll fresti málsmeðferð á dómsmáli sem fyrirtæki eða eining í skilameðferð á aðild að ef það er nauðsynlegt til að skilaaðgerð nái fram að ganga.

XII. kafli. Heimildir til ráðstafana vegna samninga.
68. gr. Heimild til að fella úr gildi eða breyta samningsskilmálum.
Skilavaldinu er heimilt að fella úr gildi eða breyta skilmálum samninga sem stofnað var til af fyrirtæki eða einingu skv. b–d-lið 1. mgr. 2. gr. í skilameðferð þegar það er nauðsynlegt til að tryggja framkvæmd skilaaðgerða. Við beitingu á ákvæði 1. málsl. skal taka mið af þeirri meginreglu að samningsaðilar og lánardrottnar verði ekki fyrir meira tjóni vegna skilaaðgerða en þeir hefðu orðið fyrir við slit eða gjaldþrotaskipti á búi fyrirtækis eða einingar, sbr. 80. gr.
69. gr. Samningsskilmálum vikið til hliðar.
Ef gripið er til aðgerða skv. 15., 16., 27. gr., [35. gr. a]1) eða skilaaðgerða gagnvart fyrirtæki eða einingu skulu aðgerðirnar, þ.m.t. atburðir sem leiðir af þeim, hvorki samsvara vanefnd samkvæmt samningi um fjárhagslegar tryggingarráðstafanir né jafngilda úrskurði um heimild til greiðslustöðvunar, nauðasamningsumleitana eða gjaldþrotaskipta samkvæmt lögum um gjaldþrotaskipti o.fl. Ákvæði 1. málsl. er háð því skilyrði að fyrirtæki eða eining haldi áfram að efna meginskyldur samningssambands, m.a. um greiðslur, afhendingu og veitingu tryggingarréttinda.
Efni fyrirtæki eða eining áfram meginskyldur samningssambands skv. 2. málsl. 1. mgr. veita aðgerðir skv. 1. málsl. 1. mgr. samningsaðilum fyrirtækisins eða einingarinnar ekki sjálfkrafa rétt til að:
   1. beita rétti til uppsagnar, gjaldfellingar, frestunar eða breytingar samningsskuldbindinga eða greiðslu- eða skuldajöfnunar á grundvelli samnings,
   2. öðlast eignarhald, fá yfirráð eða ganga að tryggingarréttindum í eigu fyrirtækisins eða einingarinnar,
   3. hafa áhrif á samningsbundin réttindi fyrirtækisins eða einingarinnar.
Ákvæði 1. og 2. mgr. gilda um samninga sem dótturfélag hefur gert og móðurfélag eða annað fyrirtæki eða eining innan samstæðu ábyrgist eða styður á annan hátt. Ákvæði 1. og 2. mgr. gilda einnig um samninga á milli fyrirtækja eða eininga innan samstæðu sem fela í sér víxlvanefndarákvæði.
Takmarkanir á samningsbundnum réttindum og skyldum sem leiðir af [35. gr. a, 70. og 71. gr.]1) teljast ekki til vanefndar eða brots á samningsskyldum skv. 1. og 3. mgr. [og 1. mgr. 72. gr.]1)
Ákvæði þessarar greinar takmarkar á engan hátt heimildir skv. [107. gr. f]2) laga um fjármálafyrirtæki.
   1)L. 63/2023, 28. gr. 2)L. 38/2022, 192. gr.
70. gr. Heimild til að fresta tilteknum skuldbindingum.
Skilavaldinu er heimilt að fresta greiðslu eða afhendingu samkvæmt samningum sem fyrirtæki eða eining í skilameðferð hefur stofnað til, sbr. þó 4. mgr. Frestunin gildir frá birtingu tilkynningar um frestun skv. 5. mgr. 35. gr. til miðnættis næsta virka dag.
Greiðsla eða afhending samkvæmt samningi sem koma átti til framkvæmda á tímabili frestunar skal innt af hendi þegar í stað eftir að tímabili frestunar er lokið.
Ef greiðsla eða afhending samkvæmt samningi frestast skv. 1. mgr. skal greiðslu- eða afhendingarskylda samningsaðila fyrirtækisins eða einingarinnar einnig frestast á sama tímabili.
Frestun á greiðslu eða afhendingu skv. 1. mgr. gildir ekki um eftirfarandi:
   1. Tryggðar innstæður, sbr. lög um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta.
   2. Skuldbindingar við greiðslu- og verðbréfauppgjörskerfi og þátttakendur slíkra kerfa, sbr. lög um öryggi fyrirmæla í greiðslukerfum og verðbréfauppgjörskerfum, miðlæga mótaðila og seðlabanka.
   3.1)
[Ef skilavaldið ákveður að fresta greiðslu eða afhendingu skv. 1. mgr. á tryggingarhæfum innstæðum umfram fjárhæðarmörk tryggðra innstæðna skal það tryggja að þeir innstæðueigendur hafi aðgang að viðeigandi daglegri fjárhæð innstæðnanna.]1)
   1)L. 63/2023, 29. gr.
71. gr. Heimild til að fresta rétti lánardrottna til að ganga að tryggingum.
Skilavaldinu er heimilt að fresta rétti lánardrottna til að ganga að tryggingum hjá fyrirtæki eða einingu í skilameðferð. Frestunin gildir frá birtingu tilkynningar um frestun skv. 5. mgr. 35. gr. til miðnættis næsta virka dag.
Frestun skv. 1. mgr. gildir ekki um tryggingar greiðslukerfa og verðbréfauppgjörskerfa og þátttakendur slíkra kerfa, sbr. lög um öryggi fyrirmæla í greiðslukerfum og verðbréfauppgjörskerfum, miðlæga mótaðila og seðlabanka.
Ef ákvæði 78. gr. á við skal tryggt að frestun skv. 1. mgr. fari fram á samræmdan hátt gagnvart öllum fyrirtækjum eða einingum innan samstæðu sem skilaaðgerðum er beitt gegn.
72. gr. Heimild til að fresta uppsagnarrétti.
Skilavaldinu er heimilt að fresta uppsagnarrétti samningsaðila samkvæmt samningi við fyrirtæki eða einingu í skilameðferð, sbr. þó 73. gr. Frestunin gildir frá birtingu tilkynningar um frestun skv. 5. mgr. 35. gr. til miðnættis næsta virka dag.
Skilavaldinu er heimilt að fresta uppsagnarrétti samningsaðila vegna samnings við dótturfélag fyrirtækis eða einingar í skilameðferð ef:
   1. fyrirtæki eða eining í skilameðferð ábyrgist eða styður á annan hátt skuldbindingar samkvæmt samningnum,
   2. uppsagnarréttur samningsins grundvallast á fjárhagsstöðu eða ógjaldfærni fyrirtækis eða einingar í skilameðferð, og
   3. eignir, réttindi eða skuldbindingar hafa verið framseldar eða slíkt er fyrirhugað frá fyrirtæki eða einingu í skilameðferð til annars lögaðila og allar eignir og skuldbindingar dótturfélaga fyrirtækisins eða einingarinnar, sem tengjast viðkomandi samningi, hafa verið eða verða framseldar til lögaðilans eða skilavaldið tryggir á annan hátt efndir á slíkri skyldu.
Frestun á uppsagnarrétti skv. 2. mgr. gildir frá birtingu tilkynningar um frestun skv. 5. mgr. 35. gr. til miðnættis næsta virka dag í því aðildarríki þar sem dótturfélag er skráð.
Heimild til frestunar skv. 1. og 2. mgr. gildir ekki um greiðslukerfi og verðbréfauppgjörskerfi og þátttakendur slíkra kerfa, sbr. lög um öryggi fyrirmæla í greiðslukerfum og verðbréfauppgjörskerfum, miðlæga mótaðila og seðlabanka.
73. gr. Takmarkanir á heimild til að fresta uppsagnarrétti.
Þrátt fyrir ákvæði 1. og 2. mgr. 72. gr. er samningsaðila heimilt að beita uppsagnarrétti samkvæmt samningi áður en tímafrestur skv. 2. málsl. 1. mgr. eða 3. mgr. 72. gr. er liðinn, ef samningsaðilinn hefur móttekið tilkynningu frá skilavaldinu um að réttindin og skuldbindingarnar samkvæmt samningnum muni ekki verða framseldar til annars lögaðila eða niðurfærðar eða þeim umbreytt við beitingu eftirgjafar skv. 54. gr.
Samningsaðila er heimilt að beita uppsagnarrétti samnings í samræmi við samningsákvæði að liðnum tímafresti skv. 2. málsl. 1. mgr. eða 3. mgr. 72. gr., sbr. þó 2. mgr. 69. gr., ef eftirfarandi á við:
   1. Skilavaldið hefur framselt réttindi og skuldbindingar samkvæmt samningi til annars lögaðila og hann uppfyllir ekki samningsákvæði sem veita samningsaðilanum rétt til uppsagnar.
   2. Réttindi og skuldbindingar samkvæmt samningnum eru ekki framseldar til annars lögaðila og eftirgjöf skv. 54. gr. hefur ekki verið beitt.
74. gr. Samningar um fjárhagslegar tryggingarráðstafanir, skulda- og greiðslujöfnun.
Skilavaldið skal tryggja áframhald samninga um framsal eignarréttinda yfir fjárhagslegri tryggingu, sbr. lög um fjárhagslegar tryggingarráðstafanir, samninga um skuldajöfnun og greiðslujöfnunarsamninga til að koma í veg fyrir að framseldur verði hluti réttinda og skuldbindinga sem falla undir slíka samninga milli fyrirtækis eða einingar í skilameðferð og samningsaðila. Hið sama gildir um breytingu eða uppsögn réttinda og skuldbindinga sem falla undir slíka samninga, sbr. þó 77. gr.
Áframhald samnings skv. 1. mgr. telst tryggt ef samningsaðilar eiga rétt á að skuldajafna og greiðslujafna öllum réttindum og skuldbindingum sem heyra undir viðkomandi samning.
Ráðherra skal setja reglugerð1) sem kveður nánar á um flokka samninga sem falla undir þessa grein.
   1)Rg. 95/2021.
75. gr. Samningar um tryggingar.
Skilavaldið skal tryggja áframhald samninga um tryggingar vegna skuldbindinga sem heyra undir samningana, sbr. þó 77. gr., til að koma í veg fyrir eftirfarandi:
   1. framsal eigna sem settar hafa verið sem tryggingar fyrir skuldbindingu, nema skuldbindingin og veðtryggingin sem henni tengist verði einnig framseld,
   2. framsal skuldbindingar sem trygging hefur verið sett fyrir, nema tryggingarréttindi skuldbindingarinnar verði einnig framseld,
   3. framsal tryggingarréttinda, nema skuldbindingin sem tengist réttindunum verði einnig framseld, eða
   4. breytingu eða uppsögn samnings um tryggingu á skuldbindingu sem stafar af beitingu annarra skilaheimilda, ef sú breyting eða uppsögn samnings veldur því að ekki er lengur trygging fyrir þeirri skuldbindingu sem samningurinn tekur til.
Ráðherra skal setja reglugerð1) sem kveður nánar á um flokka samninga sem falla undir þessa grein.
   1)Rg. 95/2021.
76. gr. Samsettir fjárhagslegir samningar.
Skilavaldið skal tryggja áframhald samsettra fjárhagslegra samninga, svo sem sértryggðra skuldabréfa, sem fyrirtæki eða eining í skilameðferð er aðili að, sbr. þó 77. gr., til að koma í veg fyrir eftirfarandi:
   1. framsal hluta eigna, réttinda eða skuldbindinga sem leiðir af slíkum samsettum fjárhagslegum samningi, eða
   2. uppsögn eða breytingu á réttindum og skuldbindingum sem leiðir af slíkum samsettum fjárhagslegum samningi eða breytingu á stöðu eignar.
Ráðherra skal setja reglugerð1) sem kveður nánar á um flokka samninga sem falla undir þessa grein.
   1)Rg. 95/2021.
77. gr. Takmarkanir vegna tryggðra innstæðna.
Þrátt fyrir 74.–76. gr. er skilavaldinu heimilt að framselja tryggðar innstæður til að tryggja aðgengi að innstæðum, sbr. lög um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta, sem eru hluti af samningum skv. 74.–76. gr. án þess að framselja aðrar eignir, réttindi eða skuldbindingar sem falla undir sama samning. Jafnframt er heimilt að framselja eignir eða framselja, breyta eða segja upp réttindum og skuldbindingum án þess að framselja tryggðar innstæður.
78. gr. Áhrif á greiðslu- og verðbréfauppgjörskerfi.
Beiting skilaaðgerða skal ekki hafa áhrif á starfsemi greiðslu- og verðbréfauppgjörskerfa samkvæmt lögum um öryggi fyrirmæla í greiðslukerfum og verðbréfauppgjörskerfum þegar skilavaldið:
   1. framselur hluta eigna, réttinda eða skuldbindinga fyrirtækis eða einingar í skilameðferð til annars lögaðila, eða
   2. beitir skilaheimildum til að fella niður eða breyta skilmálum samnings, sem fyrirtæki eða eining í skilameðferð er aðili að, eða skiptir um samningsaðila.
Framsal, niðurfelling eða breyting á samningsskilmálum skv. 1. mgr. skal hvorki afturkalla greiðslufyrirmæli skv. II. kafla laga um öryggi fyrirmæla í greiðslukerfum og verðbréfauppgjörskerfum né breyta eða ógilda framkvæmd greiðslufyrirmæla eða greiðslujöfnunar skv. II. og IV. kafla sömu laga.
[78. gr. a. Skilmáli í fjárhagslegum samningum um heimildir skilavalds.
Fyrirtæki og eining skulu hafa skilmála um heimild skilavaldsins til að grípa til ráðstafana skv. 35. gr. a og 70.–73. gr. í öllum fjárhagslegum samningum sínum sem löggjöf utan Evrópska efnahagssvæðisins gildir um. Í sömu samningum skal einnig kveðið á um viðurkenningu á skuldbindingargildi ákvæðis 69. gr. þessara laga og 107. gr. f laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002.
Ákvæði 1. mgr. gildir um fjárhagslega samninga sem uppfylla bæði eftirfarandi skilyrði:
   1. Þeir stofna til nýrrar skuldbindingar eða breyta verulega gildandi skuldbindingu eftir gildistöku laga þessara.
   2. Þeir innihalda ákvæði um réttindi sem sæta takmörkunum skv. 35. gr. a og 69.–73. gr.
Brot gegn skyldu skv. 1. mgr. takmarkar ekki rétt skilavaldsins til að beita heimildum skv. 35. gr. a og 70.–73. gr.
Seðlabanki Íslands skal setja reglur sem kveða nánar á um efni skilmála skv. 1. mgr.]1)
   1)L. 63/2023, 30. gr.

XIII. kafli. Opinber fjármálastöðgunarúrræði.
79. gr. Opinber fjármálastöðgunarúrræði.
Við sérstakar og óvenjulegar aðstæður á fjármálamarkaði getur ráðherra sem fer með opinber fjármál, að höfðu samráði við þá fastanefnd Alþingis sem fjallar um fjármál ríkisins, fyrir hönd ríkissjóðs lagt fyrirtæki eða einingu skv. b–d-lið 1. mgr. 2. gr. til fjármagn í formi eigin fjár þáttar 1 eða þáttar 2 samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki eða framselt eignarhluti í fyrirtækinu eða einingunni til ríkisins að öllum eftirtöldum skilyrðum fullnægðum:
   1. Fyrirtækið eða einingin er í skilameðferð eða skilyrðum fyrir því að taka það til skilameðferðar er fullnægt.
   2. Ráðherra telur, að fengnu áliti skilavaldsins, beitingu skilaúrræða ekki nægja til að tryggja eitt af eftirfarandi:
   a. að fjármálastöðugleika sé viðhaldið,
   b. hagsmuni almennings enda hafi Seðlabanki Íslands áður veitt fyrirtækinu lán til þrautavara,
   c. hagsmuni almennings, enda sé um að ræða framsal á eignarhlutum í fyrirtækinu eða einingunni til ríkisins, og fyrirtækið eða einingin áður fengið eiginfjárframlag samkvæmt þessari grein.
   3. Félagsaðilar fyrirtækisins eða einingarinnar og eigendur viðeigandi fjármagnsgerninga og [eftirgefanlegra]1) skuldbindinga hafa lagt af mörkum til endurfjármögnunar fyrirtækisins eða einingarinnar fjárhæð sem samsvarar a.m.k. 8% af heildarskuldbindingum þess, að meðtöldum eiginfjárgrunni, eins og þær eru metnar skv. VII. kafla.
Skilavaldið framfylgir ákvörðunum ráðherra samkvæmt þessari grein og getur beitt skilaheimildum í því skyni.
Ráðherra skal stuðla að því að fyrirtæki eða eining sem fær eiginfjárframlag eða er tekin yfir samkvæmt grein þessari viðhafi góða viðskiptahætti að því marki sem eignaraðild ríkisins leyfir. Ráðherra skal selja eignarhlut ríkisins til einkaaðila þegar aðstæður leyfa.
   1)L. 38/2022, 193. gr.

XIV. kafli. Önnur ákvæði um skilameðferð.
80. gr. Takmörkun á tapi félagsaðila og lánardrottna.
Skilavaldið skal tryggja að félagsaðili og lánardrottinn, þ.m.t. Tryggingarsjóður [vegna fjármálafyrirtækja],1) tapi ekki meira á skilameðferð fyrirtækis eða einingar skv. b–d-lið 1. mgr. 2. gr. en hann hefði gert við slit á fyrirtækinu eða gjaldþrotaskipti á búi þess. Heimilt er að greiða honum bætur úr skilasjóði ef tap verður meira en það hefði orðið við slit eða gjaldþrotaskipti.
   1)L. 48/2022, 2. gr.
[80. gr. a. Samspil skilameðferðar og markmiða laganna.
Skilaaðgerðum skal beita að teknu tilliti til markmiða laga þessara. Velja skal þau skilaúrræði og skilaheimildir sem eru best til þess fallin að ná þeim markmiðum sem mestu skipta hverju sinni.
Skilavaldið skal leitast við að lágmarka kostnað af skilameðferð og forðast virðistap nema slíkt sé nauðsynlegt til að ná markmiðum laganna.]1)
   1)L. 63/2023, 31. gr.
81. gr. Endurheimt kostnaðar við skilaaðgerðir.
Skilavaldið og skilasjóður geta endurheimt réttmætan kostnað í tengslum við skilaaðgerðir eða opinber fjármálastöðgunarúrræði á einn eða fleiri hátt með því að:
   1. draga kostnaðinn frá endurgjaldi sem er greitt félagsaðilum fyrirtækis eða einingar í skilameðferð, eða fyrirtækinu eða einingunni,
   2. krefja fyrirtæki eða einingu í skilameðferð um kostnaðinn, eða
   3. gera kröfu um kostnaðinn við slit eða gjaldþrotaskipti á brúarstofnun eða eignaumsýslufélagi.
Krafa skv. 2. eða 3. tölul. 1. mgr. nýtur rétthæðar skv. 2. tölul. 110. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl., nr. 21/1991, við slit á skuldaranum.
82. gr. Notkun fjármuna innstæðutryggingakerfis við skilameðferð.
Ef lánastofnun er tekin til skilameðferðar með því að beita einu eða fleiri skilaúrræðum skal Tryggingarsjóður [vegna fjármálafyrirtækja greiða skilavaldinu úr innstæðudeild sjóðsins]1) í samræmi við 2. og 3. mgr.
Ef eftirgjöf skv. E-hluta X. kafla er beitt skal Tryggingarsjóður [vegna fjármálafyrirtækja]1) greiða fjárhæð sem samsvarar niðurfærslu á tryggðum innstæðum sem hefði átt sér stað skv. 1. tölul. 1. mgr. 55. gr. ef tryggðar innstæður hefðu fallið undir eftirgjöf.
Ef einu eða fleiri skilaúrræðum, öðrum en eftirgjöf skv. E-hluta X. kafla, er beitt skal Tryggingarsjóður [vegna fjármálafyrirtækja]1) greiða upphæð sem svarar til þeirrar fjárhæðar sem innstæðueigendur tryggðra innstæðna hefðu tapað við slit á lánastofnuninni.
Skilavaldið ákveður þá fjárhæð sem Tryggingarsjóður [vegna fjármálafyrirtækja]1) skal greiða til skilameðferðar lánastofnunar skv. 1. mgr. og skal ákvörðunin tekin í samræmi við 30. eða 31. gr.
Sú fjárhæð sem Tryggingarsjóður [vegna fjármálafyrirtækja]1) greiðir skv. 1. mgr. skal ekki vera hærri en það tap sem sjóðurinn hefði orðið fyrir við slit lánastofnunarinnar. Þá skal fjárhæðin ekki vera hærri en sem nemur 175% af viðmiðunarmarki skv. [1. mgr.]1) 5. gr. b laga um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta.
Endurgreiða skal úr skilasjóði skv. 80. gr. til [innstæðudeildar Tryggingarsjóðs vegna fjármálafyrirtækja]1) ef greiðsla sjóðsins skv. 2. eða 3. mgr. hefur verið hærri en tapið sem sjóðurinn hefði orðið fyrir við slit lánastofnunarinnar samkvæmt endanlegu virðismati skv. 32. gr.
Þegar eftirgjöf skv. E-hluta X. kafla er beitt verður Tryggingarsjóður [vegna fjármálafyrirtækja ekki krafinn um eiginfjárframlag úr innstæðudeild sjóðsins]1) til lánastofnunar eða brúarstofnunar skv. 2. tölul. 1. mgr. 55. gr.
Ef tryggingarhæfar innstæður lánastofnunar í skilameðferð eru framseldar skv. B- eða C-hluta X. kafla á innstæðueigandi enga kröfu á hendur Tryggingarsjóði [vegna fjármálafyrirtækja]1) fyrir þann hluta innstæðu sem ekki er framseld, ef fjárhæð framseldra innstæðna er jöfn eða hærri en tryggingaverndin skv. 2. mgr. 9. gr. laga um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta.
   1)L. 48/2022, 4. gr.
83. gr. Takmörkun á riftun.
Framsali eigna, réttinda eða skuldbindinga fyrirtækis eða einingar í skilameðferð, brúarstofnunar eða eignaumsýslufélags samkvæmt lögum þessum verður ekki rift á grundvelli laga um gjaldþrotaskipti o.fl.
84. gr. Krafa um slit á fyrirtæki.
Héraðsdómur skal þegar í stað tilkynna skilavaldinu um fram komna beiðni um heimild til greiðslustöðvunar eða til að leita nauðasamnings, eða um kröfu um slit eða gjaldþrotaskipti á fyrirtæki eða einingu. Héraðsdómur skal hafna beiðninni eða kröfunni hafi skilavaldið þegar ákveðið að grípa til skilaaðgerðar gagnvart fyrirtækinu eða einingunni eða tilkynni héraðsdómi innan sjö daga að það hyggist gera það. Grein þessi á ekki við um kröfu skilavaldsins um slit á fyrirtæki eða einingu, sbr. 14. tölul. 1. mgr. 61. gr.
85. gr. Lok skilameðferðar.
Skilavaldið skal ljúka skilameðferð þegar frekari skilaaðgerða er ekki þörf.
Fyrirtæki eða eining skal að skilameðferð lokinni tekið til slita að kröfu skilavaldsins svo skjótt sem samræmist markmiðum laga þessara nema skilameðferð hafi miðað að áframhaldandi starfsemi fyrirtækisins eða einingarinnar.
[85. gr. a. Forgangsröð krafna við skila- og slitameðferð.
Næstar kröfum skv. 109.–112. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl., nr. 21/1991, sbr. þó a-lið 1. tölul., ganga eftirfarandi kröfur á hendur fyrirtæki eða einingu í þeirri röð sem hér segir:
   1. Kröfur vegna innstæðna í eftirfarandi röð:
   a. kröfur vegna tryggðra innstæðna og kröfur sem Tryggingarsjóður [vegna fjármálafyrirtækja]1) hefur tekið yfir vegna tryggðra innstæðna njóta rétthæðar skv. 112. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl., nr. 21/1991,
   b. kröfur vegna tryggingarhæfra innstæðna einstaklinga, örfélaga og lítilla og meðalstórra félaga sem eru umfram fjárhæðarmörk tryggðra innstæðna,
   c. kröfur vegna tryggingarhæfra innstæðna stórra félaga sem eru umfram fjárhæðarmörk tryggðra innstæðna,
   d. kröfur vegna annarra innstæðna.
   2. Almennar ótryggðar kröfur.
   3. Kröfur vegna skuldagerninga sem uppfylla eftirfarandi skilyrði:
   a. upphaflegur samningsbundinn lánstími er a.m.k. eitt ár,
   b. gerningarnir eru ekki afleiður og hafa ekki að geyma innbyggðar afleiður, og
   c. forgangsröð samkvæmt þessum tölulið er tilgreind í samningsskilmálum og, ef við á, í útboðs- og skráningarlýsingu sem unnin er í tengslum við útgáfuna.
   4. Kröfur skv. 1.–3. tölul. 114. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl., nr. 21/1991, í þeirri röð sem þar segir.
   5. Kröfur vegna annarra víkjandi lána en viðeigandi fjármagnsgerninga.
   6. Kröfur vegna fjármagnsgerninga og víkjandi lána sem teljast til eigin fjár þáttar 2 samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki.
   7. Kröfur vegna fjármagnsgerninga sem teljast til viðbótar eigin fjár þáttar 1 samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki.
   8. Kröfur vegna almenns eigin fjár þáttar 1 samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki.
Með skuldagerningum samkvæmt þessari grein er átt við skuldabréf og aðrar framseljanlegar skuldir ásamt gerningum sem stofna til skuldar eða viðurkenna skuld.]2)
   1)L. 48/2022, 2. gr. 2)L. 38/2021, 14. gr.

XV. kafli. Skilasjóður.
86. gr. Skilasjóður.
[Starfrækja skal sérstakt fjármögnunarfyrirkomulag sem nefnist skilasjóður. Sjóðurinn skal varðveittur sem afmörkuð deild í Tryggingarsjóði vegna fjármálafyrirtækja.]1) Skilavaldið tekur ákvarðanir um greiðslur úr skilasjóði.
Stærð skilasjóðs skal að lágmarki vera 1% af tryggðum innstæðum [allra lánastofnana sem hafa starfsleyfi hér á landi].1)
[Stjórn Tryggingarsjóðs vegna fjármálafyrirtækja fer með umsýslu skilasjóðs.]1)
   1)L. 48/2022, 5. gr.
87. gr. Ráðstöfun fjár úr skilasjóði.
Skilavaldið getur notað fjármuni úr skilasjóði ef nauðsyn krefur til að tryggja skilvirka beitingu skilaúrræða í samræmi við lög þessi. Ráðstafa má fé úr skilasjóði til að:
   1. ábyrgjast eignir og skuldbindingar fyrirtækis eða einingar í skilameðferð, dótturfélags, brúarstofnunar eða eignaumsýslufélags,
   2. veita lán til fyrirtækis eða einingar í skilameðferð, dótturfélags, brúarstofnunar eða eignaumsýslufélags,
   3. kaupa eignir fyrirtækis eða einingar í skilameðferð,
   4. greiða fjárframlag til brúarstofnunar eða eignaumsýslufélags,
   5. greiða félagsaðilum eða lánardrottnum bætur í samræmi við 80. gr.,
   6. greiða fyrirtæki eða einingu í skilameðferð fjárframlag í stað þess að fram fari niðurfærsla eða umbreyting á tilteknum skuldbindingum lánardrottna við eftirgjöf, þ.e. þegar eftirgjöf er beitt sem skilaúrræði og tilteknir lánardrottnar eru að hluta eða öllu leyti undanskildir eftirgjöf í samræmi við 56. og 57. gr.
   7. greiða fyrirtæki eða einingu í skilameðferð fjárframlag í samræmi við 5. mgr. 57. gr., eða
   8. framfylgja ráðstöfunum skv. 1.–7. tölul.
Við skilameðferð samstæðu skv. 90. og 91. gr. skulu skilavaldið og viðeigandi skilastjórnvöld semja í sameiningu fjármögnunaráætlun þar sem ákvörðuð er skipting fjárframlaga úr skilasjóði og hliðstæðu fjármögnunarfyrirkomulagi í hverju einstöku aðildarríki.
[87. gr. a. Framlag í skilasjóð.
Fyrirtæki ber að greiða framlag í skilasjóð ef stærð sjóðsins fer undir viðmiðunarmark skv. 2. mgr. 86. gr.
Skilavaldið ákvarðar framlag í skilasjóð.
Framlag fyrirtækis skal ákvarðað árlega og skal það vera hlutfall af fjárhæð heildarskuldbindinga fyrirtækisins að frádregnum tryggðum innstæðum og eiginfjárgrunni [eins og hann er skilgreindur samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki].1) Framlagið ber að ákvarða með tilliti til áhættusniðs fyrir sérhvert fyrirtæki í samræmi við reglugerðir (ESB) 2015/63 og (ESB) 2016/1434 sem hafa lagagildi hér á landi, sbr. 2. gr. a.
Þrátt fyrir 3. mgr. skal fyrirtæki greiða fast framlag í skilasjóð skv. 10. gr. reglugerðar (ESB) 2015/63 ef heildareignir þess eru minni en jafnvirði eins milljarðs evra í íslenskum krónum og heildarskuldbindingar að frádregnum eiginfjárgrunni og tryggðum innstæðum eru jafnar eða lægri en jafnvirði 300 milljóna evra í íslenskum krónum.
Ákvæði þessarar greinar gilda einnig, ef við á, um útibú skv. e-lið 1. mgr. 2. gr.]2)
   1)L. 38/2022, 194. gr. 2)L. 48/2022, 6. gr.
[87. gr. b. Sérstakt eftiráframlag.
Ef fjármunir skilasjóðs eru ekki nægjanlegir til að mæta tapi, kostnaði eða öðrum útgjöldum skilasjóðs skv. 1. mgr. 87. gr. er skilavaldinu heimilt að krefja fyrirtæki og útibú skv. e-lið 1. mgr. 2. gr. um sérstakt eftiráframlag.
Sérstaks eftiráframlags skal aflað í samræmi við 87. gr. a og getur það numið allt að þreföldu árlegu framlagi eins og það er ákvarðað samkvæmt þeirri grein.
Skilavaldið getur ákveðið að sérstöku eftiráframlagi verði frestað að hluta eða í heild í allt að sex mánuði ef framlagið getur haft verulega neikvæð áhrif á lausafjárstöðu eða gjaldfærni fyrirtækis. Heimilt er að framlengja tímabil frestunar að beiðni fyrirtækis. Fyrirtæki skal greiða frestað framlag þegar greiðsla þess stofnar ekki lengur lausafjárstöðu eða gjaldfærni fyrirtækisins í hættu.
Ráðherra setur reglugerð1) sem tilgreinir aðstæður og skilyrði til frestunar sérstaks eftiráframlags skv. 3. mgr.]2)
   1)Rg. 95/2021, sbr. 867/2022. 2)L. 48/2022, 6. gr.
[87. gr. c. Lántaka og önnur fjármögnun skilasjóðs.
Skilavaldinu er heimilt að ákveða að skilasjóður taki lán eða afli fjár með öðrum hætti ef þeir fjármunir sem eru til ráðstöfunar í sjóðnum og fjármunir sem hægt er að afla í hann með sérstöku eftiráframlagi skv. 87. gr. b duga ekki til að mæta tapi, kostnaði eða öðrum útgjöldum sjóðsins skv. 1. mgr. 87. gr.
Skilavaldinu er heimilt, að undangengnu samþykki ráðherra, að ákveða að skilasjóður taki lán hjá hliðstæðu fjármögnunarfyrirkomulagi, einu eða fleiri, í öðru aðildarríki ef fjármunir skv. 1. mgr. duga ekki til að mæta tapi, kostnaði eða öðrum útgjöldum sjóðsins. Við sömu aðstæður er skilasjóði heimilt, að undangengnu samþykki ráðherra, að lána hliðstæðu fjármögnunarfyrirkomulagi í öðru aðildarríki.]1)
   1)L. 48/2022, 6. gr.

4. þáttur. Samskipti við önnur ríki.
XVI. kafli. Skilameðferð samstæðu með starfsemi í öðru aðildarríki.
88. gr. Ákvarðanir og aðgerðir sem hafa áhrif í öðru aðildarríki.
Skilavaldið skal við skilameðferð fyrirtækis eða einingar skv. b–d-lið 1. mgr. 2. gr., sem er hluti af samstæðu þar sem dótturfélag er staðsett í öðru aðildarríki, taka tilhlýðilegt tillit til þeirra áhrifa sem ákvarðanir og aðgerðir samkvæmt lögunum geta haft í aðildarríkinu, m.a. á fjármálastöðugleika, ríkisfjármál, fjármögnunarfyrirkomulag hliðstætt skilasjóði og á innstæðutryggingakerfi eða bótakerfi fyrir fjárfesta. Skilavaldið skal við skilameðferð fyrirtækis sem starfrækir mikilvægt útibú í öðru aðildarríki taka tilhlýðilegt tillit til áhrifa á fjármálastöðugleika í gistiríkinu.
Ákvæði 1. mgr. gildir við ákvarðanir og aðgerðir sem varða mikilvægt útibú eða dótturfélag hér á landi sem tilheyrir eða er í eigu fyrirtækis með staðfestu í öðru aðildarríki.
Ráðstafanir skv. 1. eða 2. mgr. skulu teknar eins fljótt og unnt er í kjölfar tilkynningar, upplýsingagjafar og samráðs við skilastjórnvald í viðeigandi aðildarríki.
89. gr. Skilaráð.
Ef skilavaldið fer með samstæðuskilavald skal það koma á fót samstarfsvettvangi sem nefnist skilaráð með öðrum skilastjórnvöldum, eftirlitsstjórnvöldum og Evrópsku bankaeftirlitsstofnuninni. Ef við á skal viðeigandi ráðuneytum og aðila sem ber ábyrgð á innstæðutryggingakerfi einnig boðin þátttaka í skilaráði.
Hlutverk skilaráðs er að skiptast á upplýsingum og skapa vettvang fyrir samstarf um þau verkefni sem kveðið er á um í lögum þessum.
[Skilavaldið skal taka þátt í samstarfsvettvangi sem nefnist evrópskt skilaráð ef eitt af eftirtöldu á við:
   1. Fyrirtæki eða móðurfélag í efsta þrepi samstæðu með staðfestu utan Evrópska efnahagssvæðisins á dótturfélag með starfsemi hér á landi.
   2. Móðurfélög í efsta þrepi samstæðu, tvö eða fleiri, eru með staðfestu í fleiri en einu aðildarríki og eitt móðurfélaganna er með staðfestu hér á landi.
   3. Tvö eða fleiri útibú fyrirtækis með staðfestu utan Evrópska efnahagssvæðisins teljast mikilvæg og eitt þeirra er starfrækt hér á landi.
Evrópskt skilaráð hefur sama hlutverk og skilaráð skv. 2. mgr.]1)
Seðlabanki Íslands skal setja reglur2) um starfsemi skilaráða samkvæmt þessari grein.
   1)L. 63/2023, 32. gr. 2)Rgl. 666/2021.
90. gr. Skilameðferð dótturfélags með móðurfélag í öðru aðildarríki.
Ef skilavaldið ákvarðar að fyrirtæki eða eining, sem er dótturfélag móðurfélags sem staðsett er í öðru aðildarríki, uppfylli skilyrði skilameðferðar skv. 35. gr. skal það tilkynna það til samstæðuskilavalds og aðila skilaráðs samstæðu skv. 89. gr.
Í tilkynningu skv. 1. mgr. skulu koma fram upplýsingar um ákvörðun skv. 35. gr. og útlistun á þeim skilaaðgerðum sem fyrirhugað er að fram fari gagnvart dótturfélaginu. Skilavaldinu er heimilt að hrinda skilaaðgerðum í framkvæmd ef samstæðuskilavald gerir ráð fyrir að fyrirhugaðar aðgerðir muni ekki hafa þau áhrif á samstæðuna að líklegt sé að skilyrði skilameðferðar verði uppfyllt gagnvart fyrirtæki eða einingu í öðru aðildarríki.
Skilavaldinu er óheimilt að hefja skilaaðgerð ef samstæðuskilavald hefur innan 24 klukkustunda frá móttöku tilkynningar skv. 1. mgr. sent upplýsingar um fyrirkomulag skilameðferðar samstæðu til skilaráðsins, sem tilgreinir skilaaðgerðir fyrir einstök fyrirtæki eða einingar innan samstæðu og samræmingu aðgerða.
Skilavaldið skal leitast við að taka sameiginlega ákvörðun um fyrirkomulag skilameðferðar samstæðu skv. 3. mgr. með samstæðuskilavaldi og ef við á öðrum skilastjórnvöldum dótturfélaga sem falla undir fyrirkomulagið.
Þrátt fyrir 4. mgr. er skilavaldinu heimilt að grípa til þeirra skilaaðgerða gagnvart dótturfélagi sem það telur viðeigandi. Skal þá tilgreina ástæður ágreinings um fyrirkomulag skilameðferðar samstæðu og tilkynna þær til samstæðuskilavalds og annarra skilastjórnvalda sem falla undir fyrirkomulagið.
Ef eitthvert skilastjórnvald fellur frá fyrirkomulagi um skilameðferð samstæðu er skilavaldinu heimilt að taka sameiginlega ákvörðun með öðrum skilastjórnvöldum um fyrirkomulagið sem gildir þá um fyrirtæki eða einingar innan samstæðu í viðkomandi aðildarríkjum.
91. gr. Skilameðferð móðurfélags samstæðu með dótturfélag í öðru aðildarríki.
Ef skilavaldið fer með samstæðuskilavald og það ákvarðar að móðurfélag í efsta þrepi samstæðu á Evrópska efnahagssvæðinu, sem á dótturfélag í öðru aðildarríki, uppfylli skilyrði skilameðferðar skv. 35. gr. skal það tilkynna það aðilum í skilaráði skv. 89. gr.
Í tilkynningu skv. 1. mgr. skulu koma fram upplýsingar um ákvörðun skv. 35. gr. og útlistun á þeim skilaaðgerðum sem fyrirhugaðar eru. Tilkynningin getur falið í sér upplýsingar um fyrirkomulag skilameðferðar samstæðu þar sem tilgreindar eru skilaaðgerðir fyrir einstök fyrirtæki eða einingar innan samstæðu, auk samræmingar aðgerða, ef eitthvað af eftirfarandi á við:
   1. Búast má við að skilaaðgerðir gagnvart móðurfélagi muni leiða til þess að skilyrði skilameðferðar verði einnig uppfyllt gagnvart fyrirtæki eða einingu innan samstæðu í öðru aðildarríki.
   2. Búast má við að skilaaðgerðir gagnvart móðurfélagi einu og sér muni ekki nægja til að stöðga aðstæður eða skila ákjósanlegri niðurstöðu.
   3. Skilastjórnvald í öðru aðildarríki hefur ákvarðað að skilyrði skilameðferðar séu uppfyllt gagnvart dótturfélagi þar í landi.
   4. Dótturfélag í öðru aðildarríki mun njóta sérstaks ávinnings af skilaaðgerðum á samstæðugrunni.
Ef tilkynning skv. 1. mgr. felur ekki í sér upplýsingar um fyrirkomulag skilameðferðar samstæðu skv. 2. mgr. getur skilavaldið, að undangengnu samráði við aðila í skilaráði, tekið ákvörðun á grundvelli þessa kafla fyrir samstæðuna. Ef tilkynningin inniheldur upplýsingar um fyrirkomulag skilameðferðar samstæðu skal ákvörðunin vera sameiginleg með þeim skilastjórnvöldum dótturfélaga sem falla undir fyrirkomulagið.
Ef eitthvert skilastjórnvald fellur frá fyrirkomulagi skilameðferðar samstæðu er skilavaldinu heimilt að taka sameiginlega ákvörðun með öðrum skilastjórnvöldum um áætlunina sem gildir þá um fyrirtæki eða einingar innan samstæðu í viðkomandi aðildarríkjum.

XVII. kafli. Starfsemi utan Evrópska efnahagssvæðisins.
92. gr. Skilameðferð útibús stofnsetts hér á landi af fjármálafyrirtæki með staðfestu í ríki utan Evrópska efnahagssvæðisins.
Skilavaldið getur ákveðið að útibú fyrirtækis með staðfestu í ríki utan Evrópska efnahagssvæðisins skuli tekið til skilameðferðar hér á landi ef almannahagsmunir krefjast þess og eitt eða fleiri eftirfarandi skilyrði eru uppfyllt:
   1. Útibúið uppfyllir ekki eða líkur eru á því að það uppfylli ekki lengur skilyrði fyrir leyfi sínu og ekki eru líkur á því að aðkoma einkaaðila, aðgerðir Fjármálaeftirlitsins eða stjórnvalds heimaríkis muni innan hæfilegs tímafrests tryggja að kröfur leyfisins verði virtar.
   2. Fyrirtækið getur ekki eða mun ekki geta, að mati skilavaldsins, staðið við skuldbindingar sínar hér á landi eða þær skuldbindingar sem stafa af starfsemi útibúsins hér á landi þegar þær falla í gjalddaga.
   3. Skilameðferð er hafin í heimaríkinu eða tilkynnt hefur verið um að slíkt sé fyrirhugað.
Ákvörðun um skilameðferð útibús skv. 1. mgr. skal taka á grundvelli 35. gr., að teknu tilliti til markmiða skilameðferðar, sbr. 1. gr. Ákvæði 69. gr. gildir við skilameðferð útibús og skal skilameðferðin eftir því sem við á fylgja meginreglum skv. 12. og 13. tölul. 1. mgr. 61. gr. og 80. gr. ásamt þeim kröfum sem gerðar eru fyrir beitingu skilaúrræða skv. X. kafla.

5. þáttur. Ýmis ákvæði.
XVIII. kafli. Þvingunarúrræði og viðurlög.
93. gr. Úrbætur og dagsektir.
Komi í ljós að fyrirtæki eða eining skv. b–d-lið 1. mgr. 2. gr. fylgi ekki lögum þessum, reglugerðum eða reglum sem settar eru á grundvelli þeirra getur skilavaldið krafist þess að úr verði bætt innan hæfilegs frests.
Seðlabanki Íslands getur lagt dagsektir á aðila sinni viðkomandi ekki kröfum um úrbætur innan frests skv. 1. mgr. Dagsektir leggjast á uns farið hefur verið að kröfum skilavaldsins. Dagsektirnar geta numið frá 10.000 kr. til 1 millj. kr. á dag. Við ákvörðun um fjárhæð dagsekta er heimilt að taka tillit til eðlis vanrækslu eða brots og fjárhagslegs styrkleika viðkomandi aðila.
Óinnheimtar dagsektir falla ekki niður þótt aðilar verði síðar við kröfum skilavaldsins nema Seðlabankinn samþykki lækkun eða niðurfellingu þeirra.
Ákvarðanir um dagsektir samkvæmt þessari grein eru aðfararhæfar.
Innheimtar dagsektir renna til ríkissjóðs að frádregnum kostnaði við innheimtuna.
94. gr. Stjórnvaldssektir.
Seðlabanki Íslands getur lagt stjórnvaldssektir á hvern þann sem brýtur gegn eftirtöldum ákvæðum laga þessara og reglugerðum og reglum settum á grundvelli þeirra:
   1. 12. gr. um veitingu upplýsinga við gerð skilaáætlunar.
   [2. 3. mgr. 15. gr. um kröfu skilavalds um aðgerðir til að ráða bót á annmörkum á skilabærni.
   3. 1. mgr. 17. gr. um að uppfylla lágmarkskröfu um eiginfjárgrunn og hæfar skuldbindingar.
   4. 21. gr. um takmarkanir á úthlutun.
   5. 1. mgr. 22. gr. um afhendingu upplýsinga og gagna til skilavaldsins og opinbera birtingu viðeigandi upplýsinga um lágmarkskröfu um eiginfjárgrunn og hæfar skuldbindingar.]1)
   [6.]1) 25. gr. um að halda skrá yfir fjárhagslega samninga.
   [[7.]1) 14. gr. reglugerðar (ESB) 2015/63, með breytingu skv. 2. gr. a, um upplýsingaskyldu vegna greiðslu framlaga í skilasjóð.]2)
Sektir sem lagðar eru á einstaklinga geta numið frá 100.000 kr. til allt að 771 millj. kr. Sektir sem lagðar eru á lögaðila geta numið frá 500.000 kr. til allt að 10% af heildarveltu samkvæmt síðasta samþykkta ársreikningi lögaðilans eða 10% af síðasta samþykkta samstæðureikningi ef lögaðili er hluti af samstæðu.
Við ákvörðun sekta samkvæmt ákvæði þessu skal m.a. tekið tillit til allra atvika sem máli skipta, þ.m.t. eftirfarandi:
   a. alvarleika brots,
   b. hvað brotið hefur staðið lengi,
   c. ábyrgðar hjá lögaðila,
   d. fjárhagsstöðu hins brotlega,
   e. ávinnings af broti eða taps sem forðað er með broti,
   f. hvort brot hafi leitt til taps þriðja aðila,
   g. hvers konar mögulegra kerfislegra áhrifa brotsins,
   h. samstarfsvilja hins brotlega,
   i. fyrri brota og hvort um ítrekað brot er að ræða.
Ákvarðanir um stjórnvaldssektir eru aðfararhæfar. Sektir renna í ríkissjóð að frádregnum kostnaði við innheimtu. Séu stjórnvaldssektir ekki greiddar innan mánaðar frá ákvörðun Seðlabankans skal greiða dráttarvexti af fjárhæð sektarinnar. Um ákvörðun og útreikning dráttarvaxta fer eftir lögum um vexti og verðtryggingu.
Stjórnvaldssektum verður beitt óháð því hvort lögbrot eru framin af ásetningi eða gáleysi.
Ef einstaklingur eða lögaðili brýtur gegn lögum þessum og reglugerðum og reglum settum á grundvelli þeirra, og fyrir liggur fjárhagslegur ávinningur af broti, er heimilt að ákvarða hinum brotlega sektarfjárhæð sem getur, þrátt fyrir 2. mgr., orðið allt að tvöfaldri þeirri fjárhæð sem fjárhagslegur ávinningur af brotinu nemur.
   1)L. 63/2023, 33. gr. 2)L. 48/2022, 7. gr.
95. gr. Brot á þagnarskyldu.
Fyrir brot á þagnarskyldu skv. 8. gr. skal refsað með sektum eða fangelsi allt að einu ári liggi ekki þyngri refsing við broti samkvæmt öðrum lögum.
96. gr. Sátt.
Hafi aðili gerst brotlegur við ákvæði laga þessara, reglugerða og reglna settra á grundvelli þeirra eða ákvarðanir skilavaldsins á grundvelli þeirra er Seðlabanka Íslands heimilt að ljúka málinu með sátt með samþykki málsaðila. Sátt er bindandi fyrir málsaðila þegar hann hefur samþykkt og staðfest efni hennar með undirskrift sinni. Seðlabankinn setur nánari reglur um framkvæmd ákvæðisins.
97. gr. Réttur til að fella ekki á sig sök.
Í máli sem beinist að einstaklingi og lokið getur með álagningu stjórnvaldssekta hefur maður, sem rökstuddur grunur leikur á að hafi gerst sekur um lögbrot, rétt til að neita að svara spurningum eða afhenda gögn eða muni nema hægt sé að útiloka að það geti haft þýðingu fyrir ákvörðun um brot hans. Seðlabanki Íslands skal leiðbeina hinum grunaða um þennan rétt.
98. gr. Frestur til að leggja á stjórnvaldssektir.
Heimild Seðlabanka Íslands til að leggja á stjórnvaldssektir samkvæmt lögum þessum fellur niður þegar fimm ár eru liðin frá því að háttsemi lauk.
Frestur skv. 1. mgr. rofnar þegar Seðlabankinn tilkynnir aðila um upphaf rannsóknar á meintu broti. Rof frests hefur réttaráhrif gagnvart öllum sem staðið hafa að broti.
99. gr. Tímabundið bann vegna brottvikningar stjórnar og framkvæmdastjóra.
Ef skilavaldið víkur stjórn fyrirtækis eða einingar frá í heild eða að hluta eða framkvæmdastjóra skv. 12. tölul. 1. mgr. 61. gr. er Seðlabanka Íslands heimilt að banna hlutaðeigandi að taka tímabundið sæti í stjórn eða verða framkvæmdastjóri fyrirtækis eða einingar, enda hafi fyrirtækið eða einingin brotið alvarlega gegn ákvæðum laga, stjórnvaldsfyrirmæla eða samþykkta fyrirtækis eða einingar eða alvarlegar athugasemdir verið gerðar við stjórnun hlutaðeigandi.
100. gr. Birting viðurlaga.
Seðlabanki Íslands skal birta ákvarðanir um viðurlög sem beitt er vegna brota á lögum þessum og reglugerðum og reglum settum á grundvelli þeirra. Ákvarðanir skulu birtar eins fljótt og unnt er eftir að brotlegum aðila hefur verið tilkynnt ákvörðunin. Í tilkynningunni skal að lágmarki upplýsa um tegund og eðli brots og hver ber ábyrgð á brotinu. Ekki er skylt að birta upplýsingar um viðurlög ef brotið sætir enn rannsókn.
Ef birting skv. 1. mgr. veldur hlutaðeigandi aðila tjóni sem er ekki í eðlilegu samræmi við það brot sem um ræðir eða birtingin verður talin stefna hagsmunum fjármálamarkaðarins eða rannsóknarhagsmunum í hættu skal Seðlabankinn:
   a. fresta birtingu þar til slíkar aðstæður eru ekki lengur fyrir hendi,
   b. birta upplýsingar um beitingu viðurlaga en fresta nafngreiningu þar til slíkar aðstæður eru ekki lengur fyrir hendi,
   c. ekki birta upplýsingar ef birting skv. a- eða b-lið stefnir hagsmunum fjármálamarkaðarins í hættu eða ef réttmæti fyrir birtingu ákvörðunarinnar, samanborið við þá hagsmuni sem um ræðir, er minni háttar.
Seðlabankinn skal upplýsa með sama hætti og greinir í 1. mgr. ef mál hefur verið höfðað til ógildingar á ákvörðun um viðurlög og niðurstöður málsins.
Upplýsingar sem birtar eru samkvæmt þessari grein skulu vera aðgengilegar á vefsíðu Seðlabankans að lágmarki í fimm ár. Persónuupplýsingar skulu þó ekki vera aðgengilegar lengur en málefnalegar ástæður krefjast samkvæmt lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.
101. gr. Upplýsingar um viðurlög til Evrópsku bankaeftirlitsstofnunarinnar.
Seðlabanki Íslands skal tilkynna Evrópsku bankaeftirlitsstofnuninni um viðurlög sem lögð eru á samkvæmt lögum þessum, þar á meðal hvort mál hafi verið höfðuð til ógildingar á viðurlagaákvörðunum og niðurstöðu þeirra mála.

XIX. kafli. Önnur ákvæði.
[102. gr. Innleiðing.
Með lögum þessum eru ákvæði eftirfarandi tilskipana innleidd:
   1. Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2014/59/ESB frá 15. maí 2014 sem kemur á ramma um endurreisn og skilameðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja og breytingu á tilskipun ráðsins 82/891/EBE og tilskipunum 2001/24/EB, 2002/47/EB, 2004/25/EB, 2005/56/EB, 2007/36/EB, 2011/35/ESB, 2012/30/ESB og 2013/36/ESB og reglugerðum Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1093/2010 og (ESB) nr. 648/2012, að undanskildum ákvæðum 4. gr. að því er varðar einfaldar endurbótaáætlanir, [5.–9. gr. og 19.–30. gr.]1) Tilskipunin var birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 25. frá 19. apríl 2018, bls. 4–162.
   2. Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/2399 frá 12. desember 2017 um breytingu á tilskipun 2014/59/ESB að því er varðar rétthæð ótryggðra skuldagerninga í réttindaröð við ógjaldfærnimeðferð sem birt var í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 87. frá 17. desember 2020, bls. 341–346.
   [3. Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/879 frá 20. maí 2019 um breytingu á tilskipun 2014/59/ESB að því er varðar tapþol og endurfjármögnunargetu lánastofnana og verðbréfafyrirtækja og tilskipun 98/26/EB, að undanskildum hluta ákvæða 6. og 17. tölul. 1. gr. tilskipunarinnar.]2)]3)
   1)L. 48/2022, 8. gr. 2)L. 63/2023, 34. gr. 3)L. 38/2021, 15. gr.
[103. gr.]1) Gildistaka.
Lög þessi öðlast gildi 1. september 2020.
Lögin koma til framkvæmda við greiðslu iðgjalds til A-deildar Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta á gjalddaga frá og með 1. september 2020.
   1)L. 38/2021, 15. gr.
[104. gr.]1) Breyting á öðrum lögum.
   1)L. 38/2021, 15. gr.
Ákvæði til bráðabirgða.
[Stjórn Tryggingarsjóðs vegna fjármálafyrirtækja skal eigi síðar en fyrir árslok 2022 færa 26,3 milljarða kr. úr innstæðudeild sjóðsins í skilasjóð.]1)
   1)L. 48/2022, 9. gr.