Lagasafn. Íslensk lög 12. apríl 2024. Útgáfa 154b. Prenta í tveimur dálkum.
Lög um markaði fyrir fjármálagerninga
2021 nr. 115 25. júní
Ferill málsins á Alþingi. Frumvarp til laga.
Tóku gildi 1. september 2021 nema 39. gr. sem tók gildi 1. nóvember 2021 og 5. mgr. 48. gr. sem tók gildi 28. febrúar 2023; um lagaskil sjá 147. gr. EES-samningurinn: IX. viðauki tilskipun 2014/65/ESB, 2016/1034, reglugerð 600/2014, 2016/1033, 2017/565, 2017/567. Breytt með:
L. 50/2022 (tóku gildi 8. júlí 2022; EES-samningurinn: IX. viðauki reglugerð 2017/2294, 2019/1011, 2021/527, 2019/2115, 2018/1717, tilskipun 2014/51/ESB, XXII. viðauki tilskipun 2004/25/EB).
L. 25/2023 (tóku gildi 1. júní 2023; EES-samningurinn: IX. viðauki reglugerð 2019/2088, 2020/852).
Ef í lögum þessum er getið um ráðherra eða ráðuneyti án þess að málefnasvið sé tilgreint sérstaklega eða til þess vísað, er átt við fjármála- og efnahagsráðherra eða fjármála- og efnahagsráðuneyti sem fer með lög þessi. Upplýsingar um málefnasvið ráðuneyta skv. forsetaúrskurði er að finna hér.
1. þáttur. Gildissvið og skilgreiningar.
1. gr. Gildissvið.
Lög þessi gilda um verðbréfafyrirtæki, rekstraraðila markaða, veitendur gagnaskýrsluþjónustu og fyrirtæki í þriðja landi sem veita fjárfestingarþjónustu eða stunda fjárfestingarstarfsemi hér á landi. Lög þessi gilda einnig um verðbréfafyrirtæki þegar þau veita viðbótarþjónustu í nánum tengslum við fjárfestingarþjónustu eða fjárfestingarstarfsemi. Um gildissvið reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 600/2014 um markaði fyrir fjármálagerninga og um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 648/2012 (MiFIR), sbr. 3. gr., fer skv. 1. gr. reglugerðarinnar.
Eftirfarandi ákvæði laganna gilda um lánastofnanir þegar þær veita fjárfestingarþjónustu og/eða stunda fjárfestingarstarfsemi auk viðbótarþjónustu þegar hún er veitt í nánum tengslum við fjárfestingarþjónustu eða fjárfestingarstarfsemi:
1. 2. mgr. 2. gr., 4.–6. mgr. 10. gr., 19. gr. og 21.–30. gr.
2. II.–III. kafli 2. þáttar.
3. 8. og 9. þáttur.
4. 134., 139. og 140. gr.
5. 11. þáttur.
Eftirfarandi ákvæði laganna gilda um verðbréfafyrirtæki og lánastofnanir þegar þau selja viðskiptavinum samsettar innstæður eða ráðleggja þeim um þær: 4.–6. mgr. 10. gr., 19. gr., 1. og 2. mgr. 21. gr., 22. gr., 1. mgr. 23. gr., 32.–41. gr., 44.–47. gr., 49. gr., 52. gr. og 8. og 9. þáttur auk I. kafla VII. hluta MiFIR.
Eftirfarandi ákvæði laganna gilda um rekstrarfélög verðbréfasjóða þegar þau stunda starfsemi skv. 3. mgr. 5. gr. laga um verðbréfasjóði og rekstraraðila sérhæfðra sjóða þegar þeir sinna verkefnum skv. 3. mgr. 9. gr. laga um rekstraraðila sérhæfðra sjóða, nr. 45/2020: 20.–24. og 33.–46. gr.
Ákvæði 34. gr. gilda um markaðsefni rekstrarfélaga verðbréfasjóða og rekstraraðila sérhæfðra sjóða.
Ákvæði 25.–27. gr. gilda um aðila að skipulegum mörkuðum og markaðstorgum fjármálagerninga sem þurfa ekki starfsleyfi samkvæmt lögum þessum skv. 1., 5., 9. og 10. tölul. 1. mgr. 2. gr.
Ákvæði 4. þáttar gilda um aðila sem eru undanþegnir frá gildissviði laganna skv. 2. gr.
Marghliða kerfi skulu starfrækt annaðhvort í samræmi við ákvæði 2. þáttar um markaðstorg fjármálagerninga og skipuleg markaðstorg eða ákvæði 3. þáttar um skipulega markaði.
Verðbréfafyrirtæki sem stundar viðskipti fyrir eigin reikning þegar það framkvæmir fyrirmæli viðskiptavina utan viðskiptavettvangs á skipulegan, tíðan og kerfisbundinn hátt skal starfa í samræmi við III. bálk MiFIR.
Viðskipti með fjármálagerninga skv. 6. eða 7. mgr. sem ekki eru framkvæmd innan marghliða kerfa eða af innmiðlurum skulu vera í samræmi við viðeigandi ákvæði III. bálks MiFIR.
Ákvæði 6. þáttar gilda um skuldajöfnuð og tryggingarréttindi í tengslum við afleiður.
2. gr. Takmarkanir á gildissviði.
Lög þessi gilda ekki um:
1. Vátryggingafélög eða félög sem stunda endurtryggingastarfsemi samkvæmt lögum um vátryggingastarfsemi.
2. Aðila sem veita aðeins móðurfélögum sínum, dótturfélögum eða öðrum dótturfélögum móðurfélaga sinna fjárfestingarþjónustu.
3. Lögmenn og löggilta endurskoðendur, enda sé um tilfallandi þjónustu að ræða og hún veitt sem hluti af eðlilegri starfsemi á starfssviði þeirra.
4. Aðila sem stunda viðskipti fyrir eigin reikning með aðra fjármálagerninga en hrávöruafleiður, losunarheimildir eða afleiður með losunarheimildir og veita aðeins fjárfestingarþjónustu eða stunda aðeins fjárfestingarstarfsemi hvað varðar hrávöruafleiður, losunarheimildir eða afleiður með losunarheimildir, nema þeir séu:
a. viðskiptavakar,
b. aðilar að skipulegum markaði eða markaðstorgi fjármálagerninga eða hafi beinan rafrænan aðgang að viðskiptavettvangi, nema um sé að ræða ófjárhagslegar einingar sem framkvæma viðskipti á viðskiptavettvangi sem á hlutlægt mælanlegan hátt draga úr áhættu sem tengist beint viðskiptastarfsemi eða lausafjármögnun þeirra eða samstæðu sem þær tilheyra,
c. að beita hátíðniviðskiptatækni með notkun algríms, eða
d. að framkvæma fyrirmæli viðskiptavina.
5. Rekstraraðila með losunarleyfi samkvæmt lögum um loftslagsmál sem framkvæma ekki fyrirmæli viðskiptavina í viðskiptum með losunarheimildir og veita ekki fjárfestingarþjónustu eða stunda ekki fjárfestingarstarfsemi aðra en fyrir eigin reikning, að því tilskildu að þessir aðilar beiti ekki hátíðniviðskiptatækni með notkun algríms.
6. Aðila sem veita fjárfestingarþjónustu einungis í tengslum við stjórnun á fjárfestingarsjóðum starfsmanna.
7. Aðila sem veita aðeins móðurfélögum sínum, dótturfélögum eða öðrum dótturfélögum móðurfélaga sinna fjárfestingarþjónustu sem felst einungis í að stjórna bæði fjárfestingarsjóðum starfsmanna og að veita fjárfestingarþjónustu.
8. Aðila að seðlabankakerfi Evrópu og aðrar stofnanir aðildarríkja sem gegna sambærilegum hlutverkum innan EES, opinbera aðila sem sjá um eða hafa afskipti af stjórnun opinberra skulda innan EES eða í Bretlandi, og alþjóðlegar fjármálastofnanir sem tvö eða fleiri aðildarríki hafa komið á fót og hafa það markmið að virkja fjármagn og veita fjárhagsaðstoð þeim aðilum sínum sem eiga í alvarlegum fjármögnunarerfiðleikum eða sjá fram á slíka erfiðleika.
9. Sjóði um sameiginlega fjárfestingu og vörsluaðila þeirra. Sama á við um rekstraraðila og vörsluaðila þeirra.
10. Aðila sem:
a. stunda viðskipti fyrir eigin reikning, þ.m.t. viðskiptavaka, með hrávöruafleiður, losunarheimildir eða afleiður þeirra, þó ekki aðila sem stunda viðskipti fyrir eigin reikning þegar þeir framkvæma fyrirmæli viðskiptavina eða
b. veita viðskiptavinum eða þjónustuveitendum meginstarfsemi sinnar fjárfestingarþjónustu, þó ekki fyrir eigin reikning, með hrávöruafleiður eða losunarheimildir eða afleiður þeirra.
Aðilar skv. 1. mgr. eru þó aðeins undanþegnir frá gildissviði laganna að því tilskildu að:
a. hvert þessara tilvika eitt og sér og þau sem heild teljist til viðbótarstarfsemi við aðalstarfsemi þeirra þegar hún er metin á grundvelli samstæðu fyrirtækja,
b. þeir tilheyri ekki samstæðu fyrirtækja sem hafa að aðalstarfsemi að veita fjárfestingarþjónustu í skilningi þessara laga eða leyfisskylda starfsemi samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki eða þeir starfi sem viðskiptavakt í tengslum við hrávöruafleiður,
c. þeir beiti ekki hátíðniviðskiptatækni með notkun algríms, og
d. þeir gefi Fjármálaeftirlitinu skýrslu, að fenginni beiðni þar um, á hvaða forsendum starfsemi þeirra skv. a- og b-lið 1. mgr. sé viðbót við aðalstarfsemi þeirra.
11. Aðila sem veita fjárfestingarráðgjöf, án þess að endurgjald komi sérstaklega til fyrir hana, meðfram því að veita aðra þjónustu í atvinnuskyni sem ekki fellur undir lög þessi.
12. Flutningsfyrirtæki í skilningi raforkulaga þegar það veitir fjárfestingarþjónustu eða stundar fjárfestingarstarfsemi í tengslum við hrávöruafleiður við að rækja skyldur sínar samkvæmt þeim lögum. Undanþágan nær þó ekki til reksturs eftirmarkaðar svo sem með fjárhagsleg flutningsréttindi.
13. Verðbréfamiðstöðvar nema í þeim tilvikum sem greinir í 73. gr. reglugerðar (ESB) nr. 909/2014, sbr. lög um verðbréfamiðstöðvar, uppgjör og rafræna eignarskráningu fjármálagerninga, nr. 7/2020.
Þau réttindi sem lög þessi veita taka ekki til þess að veita þjónustu í hlutverki mótaðila í viðskiptum sem opinberir aðilar, sem fást við opinberar skuldir, annast.
Seðlabanki Íslands setur reglur1) þar sem nánar er skýrt hvenær um viðbótarstarfsemi í skilningi a-liðar 2. mgr. 10. tölul. 1. mgr. er að ræða.
1)Rgl. 982/2023.
3. gr. Lögfesting.
Ákvæði eftirfarandi reglugerða, eins og þær voru teknar upp í EES-samninginn, skulu hafa lagagildi hér á landi með þeim aðlögunum sem leiðir af ákvörðunum sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 78/2019 frá 29. mars 2019, sem er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 88 frá 31. október 2019, bls. 1–6, sbr. einnig bókun 1 um altæka aðlögun við EES-samninginn, sbr. lög um Evrópska efnahagssvæðið, nr. 2/1993, þar sem bókunin er lögfest:
1. Reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 600/2014 um markaði fyrir fjármálagerninga og um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 648/2012 (MiFIR), sem er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 20 frá 26. mars 2020, bls. 1–65, eins og henni var breytt með reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/1033 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 600/2014 um markaði fyrir fjármálagerninga, reglugerð (ESB) nr. 596/2014 um markaðssvik og reglugerð (ESB) nr. 909/2014 um bætt verðbréfauppgjör í Evrópusambandinu og um verðbréfamiðstöðvar, sem er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 20 frá 26. mars 2020, bls. 66–72.
2. Framseldrar reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/565 um viðbætur við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2014/65/ESB að því er varðar skipulagskröfur og rekstrarskilyrði verðbréfafyrirtækja og hugtök sem skilgreind eru að því er varðar þá tilskipun, sem er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 20 frá 26. mars 2020, bls. 221–303, [sbr. leiðréttingu í EES-viðbæti nr. 28 frá 15. apríl 2021, bls. 176, með breytingum samkvæmt:
a. framseldri reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/2294 frá 28. ágúst 2017 um breytingu á framseldri reglugerð (ESB) 2017/565 að því er varðar nánari útlistun á skilgreiningunni á innmiðlurum með tilliti til tilskipunar 2014/65/ESB, sem er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 7 frá 28. janúar 2021, bls. 450–451,
b. framseldri reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/1011 frá 13. desember 2018 um breytingu á framseldri reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/565 að því er varðar tiltekin skráningarskilyrði til að stuðla að notkun vaxtarmarkaða lítilla og meðalstórra fyrirtækja með tilliti til tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2014/65/ESB, sem er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 7 frá 28. janúar 2021, bls. 452–454,
c. framseldri reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/527 frá 15. desember 2020 um breytingu á framseldri reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/565 að því er varðar viðmiðunarmörk fyrir vikulegar stöðutilkynningar, sem er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 16 frá 10. mars 2022, bls. 12–13],1)
[d. framseldri reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/1253 um breytingu á framseldri reglugerð (ESB) 2017/565 að því er varðar samþættingu sjálfbærniþátta, -áhættu og -óska í tilteknar skipulagskröfur og rekstrarskilyrði fyrir verðbréfafyrirtæki, sem er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 72 frá 3. nóvember 2022, bls. 333–337,
e. framseldri reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/1254 um leiðréttingu á framseldri reglugerð (ESB) 2017/565 um viðbætur við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2014/65/ESB að því er varðar skipulagskröfur og rekstrarskilyrði verðbréfafyrirtækja og hugtök sem skilgreind eru að því er varðar þá tilskipun, sem er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 63 frá 29. september 2022, bls. 158–162.]2)
3. Framseldrar reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/567 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 600/2014 að því er varðar skilgreiningar, gagnsæi, samþjöppun eignasafns og eftirlitsráðstafanir hvað varðar afurðaíhlutun og stöður, sem er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 20 frá 26. mars 2020, bls. 304–330.
Þegar vísað er til laga þessara í lögunum er átt við lögin og reglugerðir ESB samkvæmt þessari grein.
Með vísun í lánastofnanir með starfsleyfi samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2013/36/ESB í 2. mgr. 1. gr. MiFIR er átt við lánastofnun með starfsleyfi samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki.
Með vísun til fjármálastofnunar í þriðja landi í 41. tölul. 1. mgr. 2. gr. MiFIR er átt við fyrirtæki í þriðja landi sem hefur heimild til að stunda starfsemi eða veita þjónustu þar sem er starfsleyfisskyld hér á landi samkvæmt þessum lögum, lögum um fjármálafyrirtæki, lögum um vátryggingastarfsemi, lögum um rekstraraðila sérhæfðra sjóða og lögum um starfstengda eftirlaunasjóði.
Með vísun í 1. mgr. 1. gr. reglugerðar (ESB) 2017/565 til rekstrarfélaga samkvæmt tilskipun 2009/65/EB og tilskipun 2011/61/ESB er átt við rekstrarfélög í skilningi laga um verðbréfasjóði og rekstraraðila í skilningi laga um rekstraraðila sérhæfðra sjóða.
Með vísun í 2. mgr. 5. gr. reglugerðar (ESB) 2017/565 til flutningskerfisstjóra samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2009/72/EB er átt við flutningsfyrirtæki í skilningi raforkulaga.
Með vísun í 3. mgr. 7. gr. reglugerðar (ESB) 2017/565 til afleiðusamnings skv. I. viðauka við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2004/39/EB er átt við afleiðu skv. g-lið 2. tölul. 1. mgr. 4. gr. þessara laga og aðrar sambærilegar afleiður sem byggjast á losunarheimildum.
Með vísun í 4. mgr. 41. gr. reglugerðar (ESB) 2017/565 til varfærniskrafna samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2013/36/ESB eða tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2014/59/ESB er átt við varfærniskröfur samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki. Með vísun í sömu málsgrein til þeirrar verndar sem veitt er í samræmi við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2014/49/ESB er átt við vernd sem innstæðueigendum er veitt samkvæmt lögum um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta.
Með vísun í 3. mgr. 48. gr. og c- og h-lið 2. mgr. 78. gr. reglugerðar (ESB) 2017/565 til tilskipunar 2003/71/EB er átt við lög um lýsingu verðbréfa sem boðin eru í almennu útboði eða tekin til viðskipta á skipulegum markaði.
Með vísun í b-lið 2. mgr. 20. gr. og b-lið 2. mgr. 21. gr. reglugerðar (ESB) 2017/567 til tryggingaverndar samkvæmt tilskipun 2014/49/ESB fyrir samsettar innstæður er átt við vernd sem innstæðueigendum er veitt samkvæmt lögum um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta.
1)L. 50/2022, 1. gr. 2)L. 25/2023, 11. gr.
4. gr. Orðskýringar.
Í lögum þessum er merking eftirfarandi hugtaka sem hér segir:
1. Aðildarríki: Ríki sem er aðili að EES-samningnum, aðili að stofnsamningi Fríverslunarsamtaka Evrópu eða Færeyjar.
2. Afleiður:
a. Valréttarsamningar, framtíðarsamningar, skiptasamningar, framvirkir vaxtasamningar og aðrar afleiður sem byggjast á verðbréfum, gjaldmiðlum, vöxtum, ávöxtunarkröfu, losunarheimildum, öðrum afleiðum, fjárhagslegum vísitölum eða fjárhagslegum viðmiðum sem gera má upp efnislega eða með reiðufé.
b. Valréttarsamningar, framtíðarsamningar, skiptasamningar, framvirkir samningar og aðrar afleiður sem byggjast á hrávörum sem gera verður upp með reiðufé eða má gera upp með reiðufé ef einn aðilanna kýs svo, að því gefnu að það sé ekki vegna vanefnda eða annarra ástæðna sem heimila uppsögn samnings.
c. Valréttarsamningar, framtíðarsamningar, skiptasamningar og aðrar afleiður sem byggjast á hrávörum sem viðskipti eru með á viðskiptavettvangi og gera má upp við afhendingu, aðrar en heildsöluorkuafurðir sem viðskipti eru með á skipulegu markaðstorgi og gera verður upp með afhendingu.
d. Valréttarsamningar, framtíðarsamningar, skiptasamningar, framvirkir samningar og aðrar afleiður sem byggjast á hrávörum og má gera upp við afhendingu, aðrar en þær sem fram koma í c-lið, sem ekki eru gerðar í viðskiptalegum tilgangi og hafa sömu eiginleika og aðrir afleiðufjármálagerningar.
e. Afleiður til yfirfærslu lánaáhættu.
f. Samningar um fjárhagslegan mismun.
g. [Valréttarsamningar, framtíðarsamningar, skiptasamningar, framvirkir vaxtasamningar og aðrar afleiður sem byggjast á loftslagsviðmiðum, farmgjöldum eða verðbólgu eða öðrum opinberum hagtölum sem verður að gera upp í reiðufé eða má gera upp í reiðufé ef einn aðilanna kýs svo, án þess að það sé vegna vanefnda eða annarra ástæðna sem heimila uppsögn samnings, auk annarra afleiðusamninga sem byggjast á eignum, réttindum, skyldum, vísitölum eða ráðstöfunum sem ekki eru taldar upp í þessum tölulið og hafa eiginleika annarra afleiðugerninga, m.a. með tilliti til þess hvort þeir eru í viðskiptum á skipulegum markaði, skipulegu markaðstorgi eða markaðstorgi fjármálagerninga.]1)
h. Losunarheimildir í formi eininga í skilningi laga um loftslagsmál.
3. Algrímsviðskipti: Viðskipti með fjármálagerninga þar sem tölvualgrím ákvarðar sjálfkrafa einstakar breytur fyrirmæla, svo sem hvort setja eigi fyrirmæli af stað, tímasetningar, verð eða magn eða hvernig eigi að stýra fyrirmælunum þegar þau hafa verið lögð fram, án eða með takmörkuðum mannlegum afskiptum, en tekur ekki til kerfis sem er einungis notað til að beina fyrirmælum til eins viðskiptavettvangs eða fleiri eða vinnslu fyrirmæla sem taka ekki til ákvörðunar á neins konar viðskiptabreytum eða til að staðfesta fyrirmæli eða eftirávinnslu framkvæmdra viðskipta.
[4. Almenn viðskiptasamstæða: Samstæða sem hefur ekki að meginstarfsemi veitingu fjárfestingarþjónustu, starfsemi viðskiptabanka skv. 1. mgr. 20. gr. laga um fjármálafyrirtæki eða viðskiptavakt með hrávöruafleiður.]1)
[5.]1) Almennur fjárfestir: Viðskiptavinur sem er ekki fagfjárfestir.
[6.]1) Beinn rafrænn aðgangur: Fyrirkomulag þar sem þátttakandi eða viðskiptavinur viðskiptavettvangs heimilar aðila að nota viðskiptaauðkenni sitt til að senda rafrænt fyrirmæli tengd fjármálagerningi beint til viðskiptavettvangsins og felur í sér fyrirkomulag þar sem aðili notar innviði þátttakanda eða viðskiptavinar eða hvers konar tengt kerfi, sem þátttakandinn eða viðskiptavinurinn leggur til, til að senda fyrirmæli (beinn markaðsaðgangur) og fyrirkomulag þar sem aðili notar ekki slíka innviði (aðgangur í gegnum annan).
[7.]1) C6 orkuafleiðusamningar (afleiðusamningar skv. 6. tölul. C-þáttar I. viðauka MiFID2): Afleiður skv. 2. tölul. sem byggjast á kolum eða olíu, gera verður upp við afhendingu og viðskipti eru höfð með á skipulegu markaðstorgi.
[8.]1) Dótturfélag: Dótturfélag í skilningi laga um fjármálafyrirtæki.
[9.]1) EES: Evrópska efnahagssvæðið.
[10.]1) Efndaákvæði: Ákvæði sem ætlað er að vernda fjárfesti með því að tryggja, við uppgreiðslu eða innlausn skuldabréfs fyrir lokagjalddaga, að útgefandi sé skyldugur til að greiða eiganda þess fjárhæð sem nemur núvirði eftirstandandi vaxtagreiðslna fram að lokagjalddaga skuldabréfsins auk höfuðstóls.
[11.]1) Eignastýring: Stjórnun eignasafns í samræmi við fjárfestingarstefnu sem er fyrir fram ákveðin af viðskiptavini.
[12.]1) Einkaumboðsmaður: Aðili sem kemur fram fyrir hönd og á ábyrgð eins verðbréfafyrirtækis og kynnir fyrir viðskiptavinum eða líklegum viðskiptavinum fjárfestingar- og/eða viðbótarþjónustu, tekur á móti og miðlar fyrirmælum eða pöntunum frá þeim varðandi fjárfestingarþjónustu eða fjármálagerninga, selur fjármálagerninga eða veitir ráðgjöf varðandi fjármálagerninga eða fjármálaþjónustu.
[13.]1) ESMA: Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin.
[14.]1) Fagfjárfestir: Viðskiptavinur sem býr yfir reynslu, þekkingu og sérfræðikunnáttu til að taka sjálfur ákvarðanir um fjárfestingar og meta áhættuna sem þeim fylgir. Eftirfarandi aðilar teljast fagfjárfestar:
a. Aðilar, hér á landi eða erlendis, sem hafa starfsleyfi eða sinna lögbundinni starfsemi á fjármálamörkuðum, þ.m.t. lánastofnanir, verðbréfafyrirtæki, fjármálastofnanir, vátryggingafélög, sjóðir um sameiginlega fjárfestingu og rekstrarfélög þeirra, lífeyrissjóðir og rekstrarfélög þeirra eftir því sem við á, seljendur hrávöru og hrávöruafleiðna, staðbundnir aðilar og aðrir stofnanafjárfestar.
b. Stór fyrirtæki sem uppfylla a.m.k. tvö eftirfarandi skilyrða hvað varðar fjárhæðir, sem miða skal við opinbert viðmiðunargengi eins og það er skráð hverju sinni:
1. Heildartala efnahagsreiknings er jafnvirði 20 millj. evra í íslenskum krónum eða hærri.
2. Hrein ársvelta er jafnvirði 40 millj. evra í íslenskum krónum eða meiri.
3. Eigið fé er jafnvirði 2 millj. evra í íslenskum krónum eða meira.
c. Ríkisstjórnir, héraðsstjórnir, seðlabankar og alþjóðastofnanir, svo sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, Seðlabanki Evrópu, Fjárfestingarbanki Evrópu og aðrar sambærilegar alþjóðastofnanir.
d. Aðrir stofnanafjárfestar sem hafa það að aðalstarfi að fjárfesta í fjármálagerningum, þ.m.t. aðilar sem fást við verðbréfun eigna eða önnur fjármögnunarviðskipti.
e. Aðilar sem samþykktir hafa verið sem fagfjárfestar skv. 54. gr.
[15.]1) Fjárfestingarráðgjöf: Persónulegar ráðleggingar til viðskiptavinar í tengslum við fjármálagerninga, hvort sem er að frumkvæði viðskiptavinarins eða þess sem þjónustuna veitir.
[16.]1) Fjárfestingarþjónusta og fjárfestingarstarfsemi:
a. Móttaka og miðlun fyrirmæla frá viðskiptavinum um einn eða fleiri fjármálagerninga.
b. Framkvæmd fyrirmæla fyrir hönd viðskiptavina.
c. Viðskipti fyrir eigin reikning.
d. Eignastýring.
e. Fjárfestingarráðgjöf.
f. Sölutrygging í tengslum við útgáfu fjármálagerninga og/eða útboð fjármálagerninga.
g. Umsjón með útboði fjármálagerninga án sölutryggingar.
h. Rekstur markaðstorgs fjármálagerninga.
i. Rekstur skipulegs markaðstorgs.
[17.]1) Fjármálagerningur:
a. Verðbréf.
b. Peningamarkaðsgerningar.
c. Hlutdeildarskírteini.
d. Afleiður.
e. Losunarheimildir í formi eininga í skilningi laga um loftslagsmál.
[18.]1) Framkvæmd fyrirmæla fyrir hönd viðskiptavina: Að ganga frá samningum um kaup eða sölu eins eða fleiri fjármálagerninga fyrir hönd viðskiptavina.
[19.]1) Framkvæmdastjórn: Einstaklingur, einn eða fleiri, sem stjórn fyrirtækis ræður til að standa fyrir rekstri þess í samræmi við ákvæði laga um hlutafélög eða laga þessara, óháð starfsheiti.
[20.]1) Fyrirtæki í þriðja landi: Fyrirtæki sem teldist vera lánastofnun, með heimild til að veita fjárfestingarþjónustu eða sinna fjárfestingarstarfsemi, eða verðbréfafyrirtæki væri aðalskrifstofa þess eða skráð skrifstofa staðsett innan EES.
[21.]1) Gistiaðildarríki: Aðildarríki annað en heimaaðildarríki þar sem verðbréfafyrirtæki er með útibú eða veitir fjárfestingarþjónustu eða sinnir fjárfestingarstarfsemi eða ríkið þar sem skipulegur markaður býður fjaraðilum eða -þátttakendum, sem hafa staðfestu í því aðildarríki, aðgang til að eiga viðskipti í kerfi markaðarins.
[22.]1) Hátíðniviðskiptatækni með notkun algríms: Viðskiptatækni með notkun algríms sem einkennist af:
a. innviðum sem er ætlað að draga eins og kostur er úr biðtíma á netkerfi og annars konar biðtíma, þ.m.t. í það minnsta einni tegund eftirfarandi búnaðar til innfærslu algrímsfyrirmæla: samhýsingu, nándarhýsingu eða beinum, rafrænum háhraðaaðgangi,
b. kerfisákvörðun um að setja af stað, búa til, beina eða framkvæma fyrirmæli án mannlegrar íhlutunar fyrir stök viðskipti eða fyrirmæli og
c. miklum fjölda skilaboða innan dags sem samanstanda af fyrirmælum, tilboðum eða afturköllunum.
[23.]1) Heildsöluorkuafurð: Eftirtaldir samningar og afleiður óháð því hvar og hvernig viðskipti með þau fara fram:
a. samningar um afhendingu raforku eða gass þar sem afhending fer fram innan EES,
b. afleiður sem tengjast raforku eða gasi sem er framleitt, viðskipti eru höfð með eða er afhent innan EES,
c. samningar sem tengjast flutningi á raforku eða gasi innan EES og
d. afleiður sem tengjast flutningi á raforku eða gasi innan EES.
Samningar um afhendingu og dreifingu á raforku eða gasi til notenda teljast ekki heildsöluorkuafurðir. Líta skal þó á samninga um afhendingu og dreifingu raforku eða gass til notenda með meiri notkunargetu en 600 gígavattstundir á ári sem heildsöluorkuafurð.
[24.]1) Heimaaðildarríki:
a. Þegar um er að ræða verðbréfafyrirtæki sem:
1. Er einstaklingur, aðildarríkið þar sem aðalskrifstofa hans er.
2. Er lögaðili, aðildarríkið þar sem það er með skráða skrifstofu.
3. Hefur enga skráða skrifstofu í samræmi við landslög, aðildarríkið þar sem það er með aðalskrifstofu.
b. Þegar um er að ræða skipulegan markað, aðildarríkið þar sem skipulegi markaðurinn er skráður, eða ef hann hefur enga skráða skrifstofu í samræmi við lög þess aðildarríkis, aðildarríkið þar sem aðalskrifstofa skipulega markaðarins er.
c. Þegar um er að ræða viðurkennda birtingarþjónustu, þjónustu fyrir sameinaðar viðskiptaupplýsingar eða viðurkennt skýrslugjafarkerfi sem:
1. Er einstaklingur, aðildarríkið þar sem aðalskrifstofa hans er.
2. Er lögaðili, aðildarríkið þar sem hann er með skráða skrifstofu.
3. Hefur enga skráða skrifstofu samkvæmt landslögum, aðildarríkið þar sem það er með aðalskrifstofu.
[25.]1) Heimildarskírteini: Verðbréf sem unnt er að eiga viðskipti með á fjármagnsmarkaði og fela í sér eignarhald á verðbréfum útgefanda, sem á lögheimili erlendis, og hægt er að taka til viðskipta á skipulegum markaði og eiga viðskipti með óháð verðbréfum hins erlenda útgefanda.
[26.]1) Hrávöruafleiður: Hrávöruafleiður skv. 30. tölul. 1. mgr. 2. gr. MiFIR.
[27.]1) Innmiðlari: Verðbréfafyrirtæki sem á skipulega, títt og kerfisbundið í umfangsmiklum viðskiptum fyrir eigin reikning með því að framkvæma fyrirmæli viðskiptavina utan við viðskiptavettvang án þess að starfrækja marghliða kerfi. Mæla skal hvort viðskipti séu regluleg og kerfisbundin út frá fjölda OTC-viðskipta með fjármálagerninga fyrir eigin reikning, sem framkvæmd eru á grundvelli fyrirmæla viðskiptavina. Mæla skal umfang viðskipta annaðhvort út frá stærð OTC-viðskipta á vegum verðbréfafyrirtækis í tengslum við heildarviðskipti þess með tiltekinn fjármálagerning eða stærð OTC-viðskipta á vegum verðbréfafyrirtækis í tengslum við heildarviðskipti innan EES með tiltekinn fjármálagerning. Aðili telst aðeins innmiðlari þegar hann fer bæði yfir fyrir fram ákveðin mörk hvað varðar tíð og kerfisbundin viðskipti og umfang viðskipta eða þegar verðbréfafyrirtæki ákveður að gerast innmiðlari.
[28.]1) Jöfnuð eigin viðskipti: Viðskipti þar sem milligönguaðili staðsetur sig á milli kaupanda og seljanda í viðskiptum án þess að milligönguaðilinn taki á sig markaðsáhættu við framkvæmd þeirra, þar sem báðar hliðar viðskiptanna eru framkvæmdar á sama tíma og þau fara fram á verði sem milligönguaðilinn hvorki hagnast né tapar á, að undanskildum fyrir fram uppgefnum umboðslaunum, þóknun eða gjöldum fyrir viðskiptin.
[29.]1) Kauphallarsjóður: Sjóður þar sem a.m.k. eitt hlutdeildarskírteini eða einn flokkur hlutabréfa er í viðskiptum yfir daginn á a.m.k. einum viðskiptavettvangi og með a.m.k. einn viðskiptavaka sem gerir ráðstafanir til að tryggja að verð hlutdeildarskírteina eða hlutabréfa hans á viðskiptavettvangnum víki ekki verulega frá verðmæti hreinnar eignar hans og, þegar við á, frá ætluðu verðmæti hreinnar eignar hans.
[30.]1) Krosssala: Boð um fjárfestingarþjónustu ásamt annarri þjónustu eða vöru sem hluta af pakka eða sem skilyrði fyrir samningnum eða pakkanum.
[31.]1) Landbúnaðarhrávöruafleiður: Afleiðusamningar sem tengjast afurðum sem eru taldar upp í 1. gr. og I.–XX. hluta og hluta XXIV/1 í I. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1308/2013, sbr. reglugerð nr. 327/2016 um gildistöku reglugerða Evrópusambandsins um afnám tæknilegra hindrana í viðskiptum með vín (VI) [og sem tengjast afurðum sem koma fram í reglum sem Seðlabanki Íslands setur].1)
[32.]1) Lánastofnun: Lánastofnun í skilningi laga um fjármálafyrirtæki.
[33.]1) Lítil og meðalstór fyrirtæki: Fyrirtæki sem höfðu meðalmarkaðsverðmæti undir að jafnvirði 200 millj. evra í íslenskum krónum á grundvelli uppgefinna tilboða í lok árs síðustu þrjú almanaksár miðað við opinbert viðmiðunargengi í lok árs.
[34.]1) Lögbært yfirvald: Yfirvald í aðildarríki sem sinnir eftirliti með MiFID2 og MiFIR. Seðlabanki Íslands er lögbært yfirvald hér á landi.
[35.]1) Marghliða kerfi: Kerfi eða torg þar sem kaup- og söluáhugi fjölda þriðju aðila á fjármálagerningum getur mæst innan kerfisins.
[36.]1) MAR: Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 596/2014 um markaðssvik, sbr. lög um aðgerðir gegn markaðssvikum.
[37.]1) Markaðssvik: Markaðssvik í skilningi MAR.
[38.]1) Markaðstorg fjármálagerninga: Marghliða kerfi sem starfrækt er af verðbréfafyrirtæki eða rekstraraðila markaðar sem leiðir saman fjölda kaupenda og seljenda fjármálagerninga, í samræmi við ófrávíkjanlegar reglur þess, þannig að til samninga stofnast.
[39.]1) Miðlægur mótaðili: Miðlægur mótaðili í skilningi 1. mgr. 2. gr. reglugerðar (ESB) nr. 648/2012, sbr. lög um afleiðuviðskipti, miðlæga mótaðila og afleiðuviðskiptaskrár.
[40.]1) MiFID2: Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2014/65/ESB frá 15. maí 2014 um markaði fyrir fjármálagerninga og um breytingu á tilskipun 2002/92/EB og tilskipun 2011/61/ESB.
[41.]1) MiFIR: Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 600/2014 um markaði fyrir fjármálagerninga og um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 648/2012, með síðari breytingum, sbr. 3. gr.
[42.]1) Móðurfélag: Móðurfélag í skilningi laga um fjármálafyrirtæki.
[43.]1) Náin tengsl: Þegar einstaklingar og/eða félög tengjast með:
a. hlutdeild í formi beins eignarréttar eða yfirráðum sem nemur 20% eða meira af hlutafé, stofnfé eða atkvæðavægi félags,
b. yfirráðum, þ.e. tengslum milli móðurfélags og dótturfélags, eins og þau eru skilgreind í lögum um ársreikninga, eða sambærilegu sambandi milli einstaklings eða lögaðila og félags eða
c. með varanlegum tengslum þeirra við sama þriðja aðila í gegnum yfirráðatengsl.
[44.]1) OTC-samningur: Samningur um fjármálagerninga sem ekki eru viðskipti með á viðskiptavettvangi.
[45.]1) Peningamarkaðsgerningar: Þeir flokkar gerninga sem viðskipti fara venjulega fram með á peningamarkaði, svo sem ríkisvíxlar, innlánsskírteini og viðskiptabréf, að undanskildum greiðsluskjölum.
[46.]1) Rafrænt form: Hvers konar varanlegur miðill að pappír undanskildum.
[47.]1) Rekstraraðili markaðar: Aðili eða aðilar sem stýra og/eða reka skipulegan markað sem kann að vera skipulegi markaðurinn sjálfur.
[48.]1) Rekstrarfélag verðbréfasjóðs: Rekstrarfélag í skilningi í laga um verðbréfasjóði.
[49.]1) Ríkisskuld: Skuldagerningur sem ríkisútgefandi gefur út.
[50.]1) Ríkisútgefandi: Eftirfarandi aðilar sem gefa út skuldagerninga:
a. Evrópusambandið.
b. Aðildarríki, þ.m.t. ráðuneyti, stofnun eða félag aðildarríkis með sérstakan tilgang.
c. Þegar um er að ræða sambandsríki, aðili að sambandsríkinu.
d. Félag nokkurra aðildarríkja með sérstakan tilgang.
e. Alþjóðleg fjármálastofnun sem tvö eða fleiri aðildarríki hafa komið á fót og hefur það markmið að virkja fjármagn og veita aðilum fjárhagsaðstoð sem eiga í alvarlegum fjármögnunarerfiðleikum eða sjá fram á slíka erfiðleika.
f. Fjárfestingarbanki Evrópu.
[51.]1) Samsettar fjármálaafurðir: Samsettar fjármálaafurðir skv. 28. tölul. 1. mgr. 2. gr. MiFIR.
[52.]1) Samsettar innstæður: Innlán, í skilningi laga um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta, sem eru endurgreiðanleg að fullu á gjalddaga samkvæmt skilmálum um að vextir eða álag verði greitt eða geti tapast, á grundvelli reiknireglu sem tekur til þátta á borð við:
a. vísitölu eða samblands vísitalna, þó ekki innlána með breytilegum vöxtum þar sem ávöxtun er beint tengd vaxtavísitölum eins og Euribor-vöxtum eða Libor-vöxtum,
b. fjármálagerninga eða samblands fjármálagerninga,
c. hrávöru eða samblands hrávara eða annarra efnislegra eða óefnislegra óútskiptanlegra eigna eða
d. gengi erlends gjaldmiðils eða samblands af gengi erlendra gjaldmiðla.
[53.]1) Samstæða: Samstæða í skilningi laga um fjármálafyrirtæki.
[54.]1) Skilyrt fyrirmæli: Fyrirmæli um kaup eða sölu á fjármálagerningum í tilgreindu magni og á tilgreindu verði eða betra verði.
[55.]1) Skipti á fjármálagerningum: Sala á fjármálagerningi og kaup á öðrum fjármálagerningi eða nýting á rétti til að gera breytingu á fjármálagerningi.
[56.]1) Skipulegt markaðstorg (OTF): Marghliða kerfi sem er ekki skipulegur markaður eða markaðstorg fjármálagerninga og þar sem kaup- og söluáhugi þriðju aðila á skuldabréfum, samsettum fjármálaafurðum, losunarheimildum eða afleiðum getur mæst innan kerfisins þannig að það leiði til samnings.
[57.]1) Skipulegur markaður: Marghliða kerfi innan EES sem leiðir saman kaupendur og seljendur fjármálagerninga, í samræmi við ófrávíkjanlegar reglur þess, þannig að til samninga stofnast um fjármálagerninga sem teknir hafa verið til viðskipta í kerfinu.
[58.]1) Skírteini: Skírteini skv. 27. tölul. 1. mgr. 2. gr. MiFIR.
[59.]1) Stjórn: Stjórn í skilningi laga um hlutafélög.
[60.]1) Útibú: Starfsstöð sem lögum samkvæmt er háð verðbréfafyrirtæki, sem hún er hluti af, og annast beint öll eða hluta þeirra viðskipta sem verðbréfafyrirtæki stundar.
[61.]1) Varanlegur miðill: Tæki sem gerir viðskiptavini, eða mögulegum viðskiptavini, kleift að geyma upplýsingar, sem beint er til hans, óbreyttar þannig að hann geti afritað þær og flett upp í þeim í hæfilegan tíma.
[62.]1) Vaxtarmarkaður fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki: Markaðstorg fjármálagerninga sem er skráð sem vaxtarmarkaður fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki í samræmi við 58. gr.
[63.]1) Veitendur gagnaskýrsluþjónustu: Viðurkennd birtingarþjónusta, þjónusta fyrir sameinaðar viðskiptaupplýsingar eða viðurkennt skýrslugjafarkerfi.
[64.]1) Verðbréf: Framseljanleg verðbréf, þ.e. þeir flokkar verðbréfa sem unnt er að eiga viðskipti með á fjármagnsmarkaði, að undanskildum greiðsluskjölum, sem eru t.d.:
a. hlutabréf í fyrirtækjum og önnur verðbréf sem eru ígildi hlutabréfa í fyrirtækjum, sameignarfélögum eða öðrum einingum og innlánsskírteini vegna hlutabréfa,
b. skuldabréf eða önnur tryggð skuldaskjöl, þ.m.t. innlánsskírteini vegna slíkra verðbréfa, og
c. önnur verðbréf sem veita rétt til að kaupa eða selja framseljanleg verðbréf eða leiða til uppgjörs í reiðufé sem ákvarðast með tilliti til framseljanlegra verðbréfa, gjaldmiðla, vaxta eða ávöxtunarkrafna, hrávara eða annarra vísitalna eða mælikvarða.
[65.]1) Verðbréfafyrirtæki: Aðili sem í atvinnuskyni og sem hluti af reglulegri starfsemi veitir þriðja aðila fjárfestingarþjónustu eða stundar fjárfestingarstarfsemi.
[66.]1) Verðbréfamiðstöð: Verðbréfamiðstöð í skilningi 1. mgr. 2. gr. reglugerðar (ESB) nr. 909/2014, sbr. lög nr. 7/2020, um verðbréfamiðstöðvar, uppgjör og rafræna eignarskráningu fjármálagerninga.
[67.]1) Viðbótarþjónusta:
a. Varsla og umsýsla í tengslum við einn eða fleiri fjármálagerning fyrir reikning viðskiptavinar, þ.m.t. varsla fjármálagerninga og tengd þjónusta, svo sem vegna fjármuna eða trygginga og að undanskilinni veitingu og vörslu verðbréfareikninga á efsta stigi skv. 2. lið A-þáttar viðauka við reglugerð (ESB) nr. 909/2014, sbr. lög um verðbréfamiðstöðvar, uppgjör og rafræna eignarskráningu fjármálagerninga, nr. 7/2020.
b. Veiting lánsheimilda, ábyrgða eða lána til fjárfestis þannig að hann geti átt viðskipti með einn eða fleiri fjármálagerninga ef verðbréfafyrirtæki sem veitir lánsheimildina eða lánið annast viðskiptin.
c. Ráðgjöf til fyrirtækja um uppbyggingu eigin fjár, stefnumótun og skyld mál og ráðgjöf og þjónusta varðandi samruna fyrirtækja og kaup á þeim.
d. Þjónusta í tengslum við sölutryggingu.
e. Gjaldeyrisþjónusta ef umrædd viðskipti eru liður í fjárfestingarþjónustu.
f. Fjárfestingar- og fjármálagreiningar eða önnur form af almennum ráðleggingum í tengslum við viðskipti með fjármálagerninga.
g. Þjónusta í tengslum við undirliggjandi eignir afleiðusamninga skv. b-, c-, d- og g-lið 2. tölul. þegar þær tengjast fjárfestingar- eða viðbótarþjónustu.
[68.]1) Viðskiptavaki: Aðili sem starfar á fjármálamörkuðum og gefur sig jafnan út fyrir að vilja eiga viðskipti fyrir eigin reikning með því að kaupa og selja fjármálagerninga með eiginfjármagni sínu á verði sem hann ákveður.
[69.]1) Viðskiptavettvangur: Skipulegur markaður, markaðstorg fjármálagerninga eða skipulegt markaðstorg.
[70.]1) Viðskiptavinur: Aðili sem verðbréfafyrirtæki lætur í té fjárfestingar- eða viðbótarþjónustu.
[71.]1) Viðskipti fyrir eigin reikning: Viðskipti verðbréfafyrirtækis með einn eða fleiri fjármálagerning þar sem eigið fé þess er undirliggjandi.
[72.]1) Viðurkennd birtingarþjónusta (APA): Aðili sem hefur heimild samkvæmt lögum þessum til að veita þá þjónustu að birta viðskiptaskýrslur fyrir hönd verðbréfafyrirtækja skv. 20. og 21. gr. MiFIR.
[73.]1) Viðurkenndur gagnaðili: Aðilar skv. a–c-lið [14. tölul.]1)
[74.]1) Viðurkennt skýrslugjafarkerfi (ARM): Aðili sem hefur heimild samkvæmt lögum þessum til að veita þá þjónustu að gefa lögbærum yfirvöldum eða ESMA upplýsingar um viðskipti fyrir hönd verðbréfafyrirtækja.
[75.]1) Virkur eignarhlutur: Bein eða óbein hlutdeild í félagi sem nemur 10% eða meira af hlutafé eða atkvæðisrétti, eða sem gerir kleift að hafa veruleg áhrif á stjórnun viðkomandi félags.
[76.]1) Virkur markaður: Markaður fyrir fjármálagerning eða flokk fjármálagerninga þar sem fyrir hendi eru ætíð reiðubúnir og viljugir kaupendur og seljendur, metinn í samræmi við eftirfarandi viðmiðanir, með hliðsjón af sérstökum markaðsumgjörðum fyrir tiltekinn fjármálagerning eða tiltekinn flokk fjármálagerninga:
a. meðaltíðni og -stærð viðskipta við ýmis markaðsskilyrði með hliðsjón af eðli og líftíma vara í þeim flokki fjármálagerninga,
b. fjölda og tegund markaðsaðila, þ.m.t. hlutfallið milli markaðsaðila og fjölda gerninga sem viðskipti eru stunduð með í tengslum við tiltekna afurð og
c. meðalstærð verðbils, ef það liggur fyrir.
[77.]1) Þjónusta fyrir sameinaðar viðskiptaupplýsingar (CTP): Aðili sem hefur heimild samkvæmt lögum þessum til að safna saman viðskiptaskýrslum um fjármálagerninga skv. 6., 7., 10., 12., 13., 20. og 21. gr. MiFIR frá skipulegum mörkuðum, markaðstorgum fjármálagerninga, skipulegum markaðstorgum og viðurkenndum birtingarþjónustum og sameina í einn samfelldan rafrænan rauntímagagnastraum sem sýnir upplýsingar um verð og magn fyrir hvern fjármálagerning.
Nánari skýringar hugtaka er að finna í reglugerð (ESB) 2017/565, sbr. 2. tölul. 1. mgr. 3. gr.
1)L. 50/2022, 2. gr.
2. þáttur. Starfsleyfi og skilyrði fyrir starfsemi verðbréfafyrirtækja.
I. kafli. Starfsleyfi.
5. gr. Starfsleyfi.
Fjárfestingarþjónusta og fjárfestingarstarfsemi er starfsleyfisskyld.
Verðbréfafyrirtæki er heimilt að veita fjárfestingarþjónustu og stunda fjárfestingarstarfsemi að fengnu starfsleyfi Fjármálaeftirlitsins. Fyrirtækið skal vera hlutafélag og hafa höfuðstöðvar sínar hér á landi.
Einungis ríkisborgarar aðildarríkja og lögaðilar með staðfestu í aðildarríki geta verið stofnendur verðbréfafyrirtækja hér á landi nema að fengnu samþykki ráðherra.
Verðbréfafyrirtæki er einu heimilt að nota í firma sínu eða til nánari skýringar á starfsemi sinni orðið „verðbréfafyrirtæki“, eitt sér eða samtengt öðrum orðum. Sé hætta á að villst verði á nöfnum verðbréfafyrirtækja sem starfa hér á landi getur Fjármálaeftirlitið krafist þess að fyrirtæki verði auðkennt sérstaklega.
6. gr. Gildissvið starfsleyfis og skrá yfir verðbréfafyrirtæki.
Í starfsleyfi skal koma fram hvaða fjárfestingarþjónustu verðbréfafyrirtæki er heimilt að veita og hvaða fjárfestingarstarfsemi því er heimilt að stunda. Starfsleyfi getur náð til einnar eða fleiri tegunda viðbótarþjónustu. Ekki er heimilt að veita starfsleyfi sem tekur eingöngu til viðbótarþjónustu.
Verðbréfafyrirtæki sem hyggst auka við starfsemi sína með því að bjóða fjárfestingar- eða viðbótarþjónustu eða sinna fjárfestingarstarfsemi sem fellur ekki undir starfsleyfi þess ber að sækja um aukið starfsleyfi til Fjármálaeftirlitsins.
Fjármálaeftirlitið heldur uppfærða skrá yfir öll verðbréfafyrirtæki, sem skal vera aðgengileg almenningi. Skráin skal innihalda upplýsingar um þá fjárfestingarþjónustu sem verðbréfafyrirtækjum er heimilt að veita og þá fjárfestingarstarfsemi sem þeim er heimilt að stunda. Fjármálaeftirlitið skal tilkynna ESMA um breytingar á skránni. Hafi Fjármálaeftirlitið afturkallað starfsleyfi af ástæðum sem tilgreindar eru í 1., 2. eða 4. tölul. 8. gr. skal sú afturköllun birt á listanum næstu fimm árin.
7. gr. Umsókn um starfsleyfi.
Fjármálaeftirlitið veitir ekki starfsleyfi fyrr en umsækjandi hefur uppfyllt skilyrði laga þessara. Umsókn um starfsleyfi skal vera skrifleg og í henni skulu koma fram allar nauðsynlegar upplýsingar til að gera Fjármálaeftirlitinu kleift að fullvissa sig um að verðbréfafyrirtæki uppfylli skyldur samkvæmt þessum kafla, þ.m.t. starfsáætlun þar sem fram kemur m.a. hvers konar starfsemi er fyrirhuguð og skipurit fyrirtækisins. Fjármálaeftirlitið skal tilkynna umsækjanda um það þegar umsókn telst fullnægjandi.
Ákvörðun Fjármálaeftirlitsins vegna umsóknar um starfsleyfi skal tilkynnt umsækjanda skriflega eigi síðar en sex mánuðum eftir að fullnægjandi umsókn barst.
Um samráð Fjármálaeftirlitsins við lögbær yfirvöld í öðrum aðildarríkjum vegna starfsleyfisveitinga fer skv. 140. gr.
[Seðlabanki Íslands setur reglur1) um efni og form umsóknar.]2)
1)Rgl. 982/2023. 2)L. 50/2022, 3. gr.
8. gr. Afturköllun starfsleyfis.
Fjármálaeftirlitið getur afturkallað starfsleyfi verðbréfafyrirtækis eða einstakar starfsheimildir:
1. Óski fyrirtækið sjálft eftir því.
2. Hafi fyrirtækið fengið starfsleyfið á grundvelli rangra upplýsinga eða á annan óeðlilegan hátt.
3. Fyrirtækið uppfyllir ekki lengur skilyrði sem lágu til grundvallar veitingu starfsleyfis, svo sem um stofnframlag skv. 20. gr.
4. Nýti fyrirtækið ekki starfsleyfið innan tólf mánaða frá því að það var veitt, afsali sér ótvírætt leyfinu eða hætti að veita fjárfestingarþjónustu eða sinna fjárfestingarstarfsemi í meira en sex mánuði samfellt.
5. Brjóti fyrirtækið að öðru leyti gróflega eða ítrekað gegn lögum þessum eða lögum um fjármálafyrirtæki eða reglum, samþykktum eða reglugerðum sem settar eru samkvæmt fyrrgreindum lögum.
6. Brjóti fyrirtækið gegn ákvæðum annarra laga sem varðað getur afturköllun starfsleyfis.
Fjármálaeftirlitið skal tilkynna ESMA um afturköllun starfsleyfis.
Þegar um er að ræða brot gegn 5. eða 6. tölul. 1. mgr. getur niðurfelling starfsleyfis verið tímabundin.
9. gr. Tilkynning um afturköllun starfsleyfis verðbréfafyrirtækis eða einstakra starfsheimilda.
Afturköllun starfsleyfis verðbréfafyrirtækis eða einstakra starfsheimilda þess skal tilkynnt stjórn þess og rökstudd skriflega. Fjármálaeftirlitið skal birta tilkynninguna á vef sínum og í Lögbirtingablaði. Starfræki fyrirtækið útibú eða þjónustustarfsemi í öðru ríki skal tilkynningin send lögbærum yfirvöldum í því ríki.
10. gr. Stjórn og framkvæmdastjóri.
Um hæfi stjórnarmanna og framkvæmdastjóra verðbréfafyrirtækis fer eftir ákvæðum 52. gr. og 52. gr. a laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, og í tilviki kerfislega mikilvægs verðbréfafyrirtækis, 52. gr. e sömu laga.
Fjármálaeftirlitið getur heimilað stjórnarmanni í kerfislega mikilvægu verðbréfafyrirtæki að sitja í stjórn eins annars eftirlitsskylds aðila þrátt fyrir ákvæði 52. gr. e laga um fjármálafyrirtæki. Fjármálaeftirlitið skal upplýsa ESMA reglulega um slíkar heimildir.
Um framkvæmd starfa stjórnar, ábyrgð hennar og verkaskiptingu stjórnar og framkvæmdastjóra fer eftir ákvæði 54. gr. laga um fjármálafyrirtæki.
Stjórn verðbréfafyrirtækis skal skilgreina, hafa eftirlit með og bera ábyrgð á innleiðingu á stjórnarháttum og innra eftirliti sem tryggir skilvirka og varfærna stjórnun verðbréfafyrirtækisins, þ.m.t. aðskilnaði starfa í verðbréfafyrirtækinu og að komið sé í veg fyrir hagsmunaárekstra, þannig að það stuðli að heilindum markaðarins og hagsmunum viðskiptavina. Þessar ráðstafanir skulu einnig tryggja að stjórn skilgreini, samþykki og hafi eftirlit með:
1. skipulagi fyrirtækisins með hliðsjón af þeirri fjárfestingarstarfsemi sem það sinnir og þeirri fjárfestingar- og viðbótarþjónustu sem það veitir, þ.m.t. færni, þekkingu og sérfræðikunnáttu starfsfólks og úrræðum, ferlum og fyrirkomulagi við veitingu þjónustu með tilliti til eðlis, umfangs og þess hversu flókin starfsemi þess er og öllum þeim kröfum sem fyrirtækið þarf að uppfylla,
2. stefnu um þá þjónustu, starfsemi, vörur og viðskipti sem fyrirtækið býður eða annast í samræmi við áhættuþol fyrirtækisins og sérkenni og þarfir viðskiptavina þess sem er boðin eða veitt slík þjónusta, þ.m.t. framkvæmd álagsprófa, þar sem við á, og
3. starfskjarastefnu aðila sem koma að veitingu þjónustu til viðskiptavina sem miðar að því að hvetja til ábyrgra viðskiptahátta, sanngjarnrar meðferðar viðskiptavina og að forðast hagsmunaárekstra gagnvart viðskiptavinum.
Stjórn skal hafa eftirlit með og meta reglulega hvort stefnumótun og innleiðing markmiða fyrirtækisins vegna fjárfestingar- og viðbótarþjónustu og fjárfestingarstarfsemi sé fullnægjandi og hvort unnið sé í samræmi við þær. Þá skal stjórn hafa eftirlit með og meta reglulega skilvirkni stjórnarhátta og innra eftirlits verðbréfafyrirtækisins og hvort stefnur og reglur er varða veitingu þjónustu til viðskiptavina séu fullnægjandi. Stjórn skal gera viðeigandi ráðstafanir til að bregðast við hvers konar annmörkum sem koma í ljós.
Stjórnarmenn skulu hafa fullnægjandi aðgang að upplýsingum og skjölum sem eru nauðsynleg til að hafa umsjón og eftirlit með ákvarðanatöku framkvæmdastjóra og annarra stjórnenda sem heyra beint undir framkvæmdastjóra.
Fjármálaeftirlitið skal synja um starfsleyfi ef stjórnarmenn og framkvæmdastjóri uppfylla ekki hæfisskilyrði 1. mgr. eða ef sýna má fram á að stjórn eða framkvæmdastjóri fyrirtækisins kunni að vera ógn við skilvirka, trausta og varfærna stjórnun þess og að fullnægjandi tillit verði ekki tekið til hagsmuna viðskiptavina þess og heilleika markaðarins.
Verðbréfafyrirtæki skal tilkynna Fjármálaeftirlitinu um skipan og síðari breytingar á stjórn og framkvæmdastjóra. Tilkynningunni skulu fylgja fullnægjandi upplýsingar til að hægt sé að meta hvort skilyrðum greinar þessarar sé fullnægt.
Í 25. gr. reglugerðar (ESB) 2017/565, sbr. 2. tölul. 1. mgr. 3. gr., er nánar kveðið á um ábyrgð stjórnar.
Seðlabanki Íslands setur nánari reglur um hæfi stjórnarmanna og framkvæmdastjóra, þar á meðal um hvað felist í fullnægjandi þekkingu og reynslu, góðu orðspori og fjárhagslegu sjálfstæði, og um hvernig staðið skuli að hæfismati.
11. gr. Aðilar sem fara með virka eignarhluti.
Fjármálaeftirlitið skal ekki veita verðbréfafyrirtæki starfsleyfi:
1. nema fyrirtækið upplýsi um nöfn allra aðila sem fara með virkan eignarhlut og stærð hluta,
2. telji það aðila sem fara með virka eignarhluti ekki hæfa með hliðsjón af nauðsyn þess að tryggja trausta og varfærna stjórnun fyrirtækisins,
3. ef náin tengsl á milli fyrirtækisins og annarra aðila koma í veg fyrir að það geti sinnt eftirlitshlutverki sínu, eða
4. ef reglur lands utan EES, sem gilda um einn eða fleiri aðila sem fyrirtækið hefur náin tengsl við, koma í veg fyrir virkt eftirlit; hið sama á við ef vandkvæði eru við framfylgni reglnanna.
Komist Fjármálaeftirlitið að þeirri niðurstöðu að aðilar sem fara með virkan eignarhlut hafi slæm áhrif á trausta og varfærna stjórnun verðbréfafyrirtækis fer um slíkt skv. 18. gr.
12. gr. Tilkynningar vegna virks eignarhlutar.
Aðili eða aðilar í samstarfi sem hafa tekið ákvörðun um að annaðhvort afla sér virks eignarhlutar í verðbréfafyrirtæki eða auka virkan eignarhlut sinn í verðbréfafyrirtæki, sem leiða mundi til þess að hlutfall atkvæðisréttar eða hlutafjár næmi eða færi yfir 20%, [30%]1) eða 50% eða til þess að verðbréfafyrirtækið yrði dótturfélag þeirra, skulu tilkynna Fjármálaeftirlitinu það skriflega fyrir fram, þar sem tilgreind er stærð þess hlutar í félaginu sem þeir hyggjast ráða yfir ásamt viðeigandi upplýsingum skv. 3. mgr. 14. gr.
Aðili sem hefur tekið ákvörðun um að draga svo úr eignarhlut sínum í verðbréfafyrirtæki að hann eigi ekki virkan eignarhlut eftir það skal tilkynna Fjármálaeftirlitinu það skriflega fyrir fram og tilgreina hversu stórum hlut í félaginu hann hyggst halda eftir. Hann skal einnig tilkynna Fjármálaeftirlitinu ef hann hefur tekið ákvörðun um að minnka virkan eignarhlut sinn svo mikið að hlutfall atkvæðisréttar eða hlutafjár hans fari niður fyrir 20%, [30%]1) eða 50% eða að verðbréfafyrirtækið hætti að vera dótturfélag hans.
Við mat á því hvort skilyrði þessarar greinar og 11. gr. séu uppfyllt skal ekki taka tillit til atkvæðisréttar eða hlutabréfa sem verðbréfafyrirtæki eða lánastofnanir kunna að eiga vegna fjárfestingarþjónustu sem þeir hafa veitt skv. f-lið [16. tölul.]1) 1. mgr. 4. gr., að því tilskildu að þessi réttindi séu ekki nýtt eða notuð á annan hátt til að hlutast til um stjórn útgefandans og þeim sé ráðstafað innan eins árs frá kaupunum.
Verðbréfafyrirtæki sem fær vitneskju um öflun og ráðstöfun á eignarhlutum í því, sem leiðir til þess að farið er yfir eða undir viðmiðunarmörk skv. 2. mgr. skal þegar í stað tilkynna það Fjármálaeftirlitinu.
Verðbréfafyrirtæki skal einnig, að lágmarki einu sinni á ári, tilkynna Fjármálaeftirlitinu um nöfn þeirra hluthafa sem eiga virkan eignarhlut og um hlutafjáreign hvers þeirra.
Um heimildir Fjármálaeftirlitsins til að krefjast upplýsinga og gagna við mat á því hvort aðilar falli undir tilkynningarskyldu 1. mgr. fer skv. 49. gr. laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002.
Seðlabanki Íslands setur reglur2) um form og efni tilkynninga samkvæmt þessari grein.
1)L. 50/2022, 4. gr. 2)Rgl. 855/2022. Rgl. 982/2023.
13. gr. Matstímabil.
Eigi síðar en tveimur virkum dögum eftir móttöku tilkynningar skv. 12. gr. og ítarlegri upplýsinga skv. 2. mgr. skal Fjármálaeftirlitið staðfesta móttöku hennar. Í staðfestingu skal koma fram fyrir hvaða dag megi vænta niðurstöðu Fjármálaeftirlitsins.
Telji Fjármálaeftirlitið að nauðsynlegt sé að afla ítarlegri upplýsinga en þeirra sem upp eru taldar í 1. mgr. 12. gr. frá þeim sem hyggst eignast eða auka við virkan eignarhlut getur það krafið viðkomandi um þær. Beiðni um ítarlegri upplýsingar skal vera skrifleg og tilgreina þær upplýsingar sem óskað er eftir. Slík krafa skal sett fram eigi síðar en 50 virkum dögum eftir staðfestingu tilkynningar.
Fjármálaeftirlitið hefur 60 virka daga frá staðfestingu tilkynningar skv. 1. mgr. til að meta hvort það telji þann sem hyggst eignast eða auka við virkan eignarhlut hæfan til að fara með eignarhlutinn. Sé óskað eftir viðbótarupplýsingum frá viðkomandi skv. 2. mgr. bætist bið eftir upplýsingum við dagafjölda skv. 1. málsl. en þó ekki meira en 20 virkir dagar. Fjármálaeftirlitinu er heimilt að óska aftur eftir frekari upplýsingum. Slík beiðni lengir ekki framangreinda tímafresti.
Ef sá sem hyggst eignast eða auka við virkan eignarhlut er staðsettur í ríki utan EES, eða hann lýtur ekki opinberu fjármálaeftirliti innan EES sem verðbréfafyrirtæki, lánastofnun eða verðbréfasjóður, bætist bið eftir upplýsingum við dagafjölda skv. 1. málsl. 3. mgr. en þó ekki meira en 30 virkir dagar.
14. gr. Mat á hæfi aðila.
Fjármálaeftirlitið skal leggja mat á hvort aðili sem hyggst eignast eða auka við virkan eignarhlut sinn samkvæmt tilkynningu skv. 12. gr. sé hæfur til að eiga eignarhlutinn með tilliti til varfærins og trausts rekstrar verðbréfafyrirtækis að teknu tilliti til hugsanlegra áhrifa aðilans á verðbréfafyrirtækið. Skal mat Fjármálaeftirlitsins grundvallast á öllum eftirfarandi atriðum:
1. Orðspori aðilans.
2. Orðspori og reynslu þess sem mun veita verðbréfafyrirtækinu forstöðu komi til þess að aðili eignist eða auki við eignarhlut.
3. Fjárhagslegu heilbrigði aðilans, einkum með tilliti til þess rekstrar sem verðbréfafyrirtækið hefur eða mun hafa með höndum.
4. Hvort verðbréfafyrirtækið uppfylli og geti haldið áfram að uppfylla varfærniskröfur þessara laga og eftir atvikum annarra laga, einkum laga um viðbótareftirlit með fjármálasamsteypum og laga um fjármálafyrirtæki, sérstaklega hvort uppbygging samstæðunnar sem það verður hluti af sé þannig að hægt sé að hafa skilvirkt eftirlit með henni, þ.m.t. að lögbærum yfirvöldum sé mögulegt að skiptast á skilvirkan hátt á upplýsingum um samstæðuna og ákvarða skiptingu ábyrgðar sín á milli hvað varðar eftirlit með henni.
5. Hvort ætla megi að fyrirhugað eignarhald tengist peningaþvætti eða fjármögnun hryðjuverka, eða tilraun til slíks athæfis, eða geti aukið líkur á slíku athæfi innan hlutaðeigandi verðbréfafyrirtækis.
Fjármálaeftirlitinu er aðeins heimilt að hafna fyrirhuguðum kaupum þegar til þess liggja haldbær rök á grundvelli viðmiðanna sem sett eru fram í 1. mgr. eða þegar upplýsingarnar sem aðilinn veitir reynast ófullnægjandi. Fjármálaeftirlitið skal hvorki setja nein fyrir fram skilyrði um hlutfall eignarhlutdeildar né meta fyrirhugaða yfirtöku með tilliti til efnahagslegra eða samkeppnislegra forsendna.
Fjármálaeftirlitið skal birta opinberlega lista yfir þær upplýsingar sem nauðsynlegar eru til að framkvæma matið og skal aðilinn senda þær með tilkynningunni sem um getur í 1. mgr. 12. gr. Upplýsingarnar sem krafist er skulu vera í réttu hlutfalli við og lagaðar að eðli aðilans. Ekki má krefjast annarra upplýsinga en þeirra sem skipta máli fyrir varfærnismat.
Hafi Fjármálaeftirlitinu verið tilkynnt um tvenn eða fleiri fyrirhuguð kaup eða aukningu við virkan eignarhlut í sama verðbréfafyrirtæki skal meðferð tilkynninganna fara fram á jafnréttisgrundvelli þrátt fyrir ákvæði 13. gr.
Fjármálaeftirlitið skal hafa samráð við eftirlitsstjórnvöld annarra aðildarríkja við framkvæmd mats skv. 1. mgr. ef fyrirhugaður yfirtökuaðili er lánastofnun, líftryggingafélag, vátryggingafélag, endurtryggingafélag, verðbréfafyrirtæki eða rekstrarfélag verðbréfasjóðs með starfsleyfi í öðru aðildarríki eða öðrum geira en þeim þar sem kaupin eru fyrirhuguð eða móðurfélag slíks aðila eða einstaklingur eða lögaðili sem hefur yfirráð yfir slíkum aðila.
Fjármálaeftirlitið skal veita eftirlitsstjórnvöldum annarra aðildarríkja, án ástæðulauss dráttar, allar upplýsingar sem nauðsynlegar eru eða skipta máli fyrir mat skv. 1. mgr. Fjármálaeftirlitið skal láta eftirlitsstjórnvöldum annarra aðildarríkja í té allar upplýsingar sem málið varðar ef óskað er eftir því, og allar nauðsynlegar upplýsingar að eigin frumkvæði.
Fjármálaeftirlitið skal í ákvörðun samkvæmt þessari grein tilgreina sjónarmið eða fyrirvara sem það eftirlitsstjórnvald, sem hefur eftirlit með fyrirhuguðum kaupanda, hefur látið í ljós eða gert.
15. gr. Niðurstaða mats.
Telji Fjármálaeftirlitið þann sem hyggst eignast eða auka við virkan eignarhlut ekki hæfan til að fara með eignarhlutinn skal það tilkynna viðkomandi þar um eigi síðar en tveimur virkum dögum frá því að niðurstaða lá fyrir. Ákvörðun Fjármálaeftirlitsins skal vera skrifleg og rökstudd. Jafnframt er Fjármálaeftirlitinu heimilt að birta tilkynningu á vef sínum að beiðni aðila eða að eigin frumkvæði.
Liggi niðurstaða Fjármálaeftirlitsins ekki fyrir innan þess tíma sem kveðið er á um í 13. gr. skal litið svo á að Fjármálaeftirlitið geri ekki athugasemdir við fyrirætlanir þess sem hyggst eignast eða auka við virkan eignarhlut í hlutaðeigandi verðbréfafyrirtæki.
16. gr. Frestur í kjölfar heimildar Fjármálaeftirlitsins og endurnýjun tilkynningar.
Seðlabanka Íslands er heimilt að ákvarða í reglum hámarksfrest sem aðili hefur til að eignast eða auka við virkan eignarhlut í kjölfar þess að heimild Fjármálaeftirlitsins þar um liggur fyrir eða tímamörk skv. 2. mgr. 15. gr. eru liðin. Að þeim tíma liðnum skal aðili senda tilkynningu skv. 12. gr. að nýju. Í reglunum getur Seðlabankinn tilgreint í hvaða tilvikum heimilt er að veita lengri frest en almennt.
17. gr. Tilkynning ekki send.
Nú tilkynnir aðili sem hyggst eignast eða auka við virkan eignarhlut sinn í verðbréfafyrirtæki Fjármálaeftirlitinu ekki um fyrirhuguð kaup sín eða aukningu á virkum eignarhlut, þrátt fyrir að honum sé það skylt skv. 12. gr., og fellur þá niður atkvæðisréttur sem fylgir þeim hlutum sem eru umfram það sem hann átti áður. Fjármálaeftirlitið tilkynnir viðkomandi verðbréfafyrirtæki um brottfall atkvæðisréttarins fái stofnunin vitneskju um kaupin eða aukninguna. Skal Fjármálaeftirlitið krefjast þess að hlutaðeigandi sendi inn tilkynningu í samræmi við ákvæði 12. gr. Geri Fjármálaeftirlitið ekki athugasemdir við að viðkomandi aðili eignist eða auki við virkan eignarhlut öðlast hann atkvæðisrétt í samræmi við eignarhlut sinn.
Berist tilkynning hlutaðeigandi ekki innan fjögurra vikna frá því að Fjármálaeftirlitið krafðist tilkynningar getur það krafist þess að hann selji þann hluta eignarhlutarins sem er umfram það sem hann átti áður. Fjármálaeftirlitið setur tímamörk í því skyni og skal fresturinn ekki vera skemmri en tveir mánuðir.
18. gr. Óhæfur aðili eignast hlut.
Eignist aðili eða auki við virkan eignarhlut sinn í verðbréfafyrirtæki þrátt fyrir að Fjármálaeftirlitið hafi komist að þeirri niðurstöðu að hann sé ekki hæfur til að eignast eða auka við hlut sinn fellur niður atkvæðisréttur aðila umfram lágmark þess hlutar sem telst virkur eignarhlutur. Viðkomandi aðila er skylt að selja þann hluta eignarhlutarins sem er umfram það sem hann átti áður og niðurstaða Fjármálaeftirlitsins tók til. Fjármálaeftirlitið setur tímamörk í því skyni og skal fresturinn ekki vera skemmri en tveir mánuðir. Aðili öðlast fyrri atkvæðisrétt að sölu lokinni.
19. gr. Aðild að viðurkenndu bótakerfi fyrir fjárfesta.
Fjármálaeftirlitið skal sannreyna áður en það veitir starfsleyfi að verðbréfafyrirtæki uppfylli skyldur sínar samkvæmt lögum um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta.
20. gr. Stofnframlag.
Fjármálaeftirlitið skal ekki veita starfsleyfi nema verðbréfafyrirtæki hafi nægilegt stofnframlag skv. 14. gr. og 14. gr. a laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, að teknu tilliti til þeirrar fjárfestingarþjónustu og fjárfestingarstarfsemi sem starfsleyfið tekur til.
21. gr. Almennt um skipulagskröfur.
Verðbréfafyrirtæki skal setja reglur og verkferla sem tryggja að fyrirtækið, stjórn þess, starfsmenn og einkaumboðsmenn fari að lögum og reglum sem um starfsemina gilda. Jafnframt skal verðbréfafyrirtæki setja reglur um einkaviðskipti þessara aðila með fjármálagerninga.
Verðbréfafyrirtæki skal koma á skilvirku skipulags- og stjórnunarfyrirkomulagi til að gera því kleift að grípa til allra tiltækra ráðstafana til að koma í veg fyrir að hagsmunaárekstrar skv. 32. gr. hafi neikvæð áhrif á hagsmuni viðskiptavina þess.
Skipulagi verðbréfafyrirtækis skal vera þannig háttað að tryggð sé samfelld og regluleg starfsemi og þjónusta við viðskiptavini. Í því skyni skal verðbréfafyrirtæki m.a. nota viðeigandi kerfi og verkferla og hafa yfir að ráða nauðsynlegri þekkingu.
Verðbréfafyrirtæki skal tryggja að útvistun verkefna sem hafa mikilvæga þýðingu fyrir starfsemi þess auki ekki rekstraráhættu fyrirtækisins. Útvistun slíkra verkefna er óheimil ef hún hefur skaðleg áhrif á innra eftirlit eða eftirlit Fjármálaeftirlitsins. Verðbréfafyrirtæki ber fulla ábyrgð á útvistuðum verkefnum.
Verðbréfafyrirtæki skal hafa trausta verkferla fyrir stjórnun, reikningsskil, innra eftirlit og áhættumat fyrirtækisins og skilvirka stýringu og öryggisráðstafanir fyrir upplýsingavinnslukerfi.
Verðbréfafyrirtæki skal hafa öryggisferla til að:
1. tryggja öryggi og áreiðanleika aðferða við að senda upplýsingar,
2. draga eins og kostur er úr hættu á spillingu gagna og aðgangi óviðkomandi aðila,
3. koma í veg fyrir leka upplýsinga, og
4. tryggja trúnað um gögn.
Í 21.–27., 29.–34. og 38.–43. gr. reglugerðar (ESB) 2017/565, sbr. 2. tölul. 1. mgr. 3. gr., er nánar kveðið á um skipulagskröfur verðbréfafyrirtækja.
22. gr. Vöruþróun og dreifing fjármálagerninga og samsettra innstæðna.
Verðbréfafyrirtæki sem framleiðir fjármálagerninga sem ætlaðir eru til sölu til viðskiptavina skal koma á, og endurskoða reglulega, vöruþróunarferli vegna sérhvers fjármálagernings áður en þeir eru settir á markað eða þeim er dreift til viðskiptavina. Ferlið skal einnig taka til verulegra breytinga á fjármálagerningum.
Í vöruþróunarferli skal skilgreina tiltekinn markhóp endanlegra viðskiptavina innan viðkomandi flokks viðskiptavina fyrir hvern fjármálagerning og tryggja að áhættur sem skipta máli séu metnar og að fyrirhuguð dreifing samrýmist markhópnum.
Verðbréfafyrirtæki skal reglulega meta hvort fjármálagerningar, sem það býður til sölu eða markaðssetur, henti viðkomandi markhóp, m.a. að teknu tilliti til áhættu og dreifingar.
Verðbréfafyrirtæki sem framleiðir fjármálagerninga skal veita dreifingaraðilum allar viðeigandi upplýsingar um fjármálagerninginn og vöruþróunarferlið, þ.m.t. um markhóp fjármálagerningsins.
Verðbréfafyrirtæki sem býður til sölu eða mælir með fjármálagerningi sem það framleiðir ekki sjálft skal hafa til staðar fullnægjandi fyrirkomulag til að afla upplýsinga skv. 4. mgr. og skilja einkenni fjármálagerningsins og hver sé markhópur hans.
Ákvæði þessarar greinar og 2.–3. mgr. 33. gr. eiga ekki við um verðbréfafyrirtæki þegar fjárfestingarþjónusta er veitt í tengslum við skuldabréf sem ekki er með neina aðra innbyggða afleiðu en efndaákvæði eða þegar fjármálagerningar eru markaðssettir eða þeim er dreift eingöngu til viðurkenndra gagnaðila.
Ráðherra setur reglugerð1) með nánari reglum um vöruþróun og dreifingu fjármálagerninga og samsettra innstæðna.
1)Rg. 976/2021, sbr. 1357/2022.
23. gr. Skráning og varðveisla gagna.
Verðbréfafyrirtæki skal halda skrár yfir alla fjárfestingarþjónustu sem það veitir og alla fjárfestingarstarfsemi sem það stundar. Skrárnar skulu vera fullnægjandi til að gera Fjármálaeftirlitinu kleift að sinna eftirlitshlutverki sínu og ganga úr skugga um að verðbréfafyrirtæki hafi farið að lögum í starfsemi sinni og uppfyllt allar skyldur, þ.m.t. þær sem varða viðskiptavini eða mögulega viðskiptavini og heilindi markaðarins.
Verðbréfafyrirtæki skal varðveita símtalsupptökur og önnur rafræn samskipti, a.m.k. þau sem leiða eða kunna að leiða til viðskipta fyrir eigin reikning eða móttöku, miðlunar og framkvæmdar fyrirmæla viðskiptavina. Verðbréfafyrirtæki skal gera allar tiltækar ráðstafanir til að tryggja að starfsmenn og verktakar eigi aðeins í slíkum samskiptum með búnaði sem:
1. verðbréfafyrirtækið lætur þeim í té, eða hefur heimilað þeim að nota, og
2. sem verðbréfafyrirtækið getur varðveitt og afritað.
Verðbréfafyrirtæki skal tilkynna viðskiptavinum um að símtöl og samskipti milli fyrirtækisins og viðskiptavina þess sem leiða eða kunna að leiða til viðskipta verði skráð. Nægilegt er að slíkt sé gert einu sinni, áður en fjárfestingarþjónusta er veitt nýjum eða núverandi viðskiptavini.
Verðbréfafyrirtæki er óheimilt að móttaka, miðla og framkvæma fyrirmæli viðskiptavina í gegnum síma ef viðskiptavini hefur ekki verið tilkynnt fyrir fram um upptöku símtals eða annarra boðskipta. Verðbréfafyrirtæki skal tryggja, þegar viðskiptavinir koma fyrirmælum á framfæri á annan hátt, að samskiptin fari fram á varanlegum miðli, svo sem pósti, símbréfi, tölvupósti eða með ritun fundargerðar. Í samskiptum augliti til auglitis skal rita fundargerð eða minnispunkta. Fyrirmæli viðskiptavina sem berast þannig skulu jafngild fyrirmælum sem berast um síma.
Verðbréfafyrirtæki skal varðveita skrár samkvæmt þessari grein í a.m.k. fimm ár og afhenda þær viðkomandi viðskiptavini, óski hann þess. Fjármálaeftirlitinu er þó heimilt að krefjast þess að verðbréfafyrirtæki varðveiti skrár í sjö ár telji það þörf á því.
Í 35., 72. og 74.–76. gr. reglugerðar (ESB) 2017/565, sbr. 2. tölul. 1. mgr. 3. gr., er nánar kveðið á um frekari reglur um skráningu og varðveislu gagna.
24. gr. Vernd eigna viðskiptavina.
Verðbréfafyrirtæki skal halda fjármálagerningum viðskiptavina tryggilega aðgreindum frá eignum fyrirtækisins. Verðbréfafyrirtæki getur aðeins nýtt fjármálagerninga viðskiptavinar fyrir eigin reikning með sérstöku samþykki hans.
Verðbréfafyrirtæki skal jafnframt halda fjármunum viðskiptavina tryggilega aðgreindum frá eignum fyrirtækisins. Fjármunir viðskiptavinar skulu varðveittir á sérstökum nafnskráðum reikningi. Verðbréfafyrirtæki sem ekki teljast lánastofnanir geta ekki nýtt fjármuni viðskiptavina fyrir eigin reikning.
Verðbréfafyrirtæki skal ekki gera samninga við almenna fjárfesta um framsal eignarréttar yfir fjárhagslegri tryggingu í þeim tilgangi að tryggja eða vernda skuldir og skuldbindingar viðskiptavina.
Ráðherra setur reglugerð1) með nánari reglum um verndun eigna viðskiptavina.
1)Rg. 976/2021, sbr. 1357/2022.
25. gr. Almennar kröfur vegna algrímsviðskipta.
Verðbréfafyrirtæki sem hefur með höndum algrímsviðskipti skal ráða yfir viðeigandi og skilvirkum kerfum og stjórntækjum vegna eftirlits með áhættu. Tryggja skal að viðskiptakerfi séu álagsþolin og búi yfir nægilegri getu til að eiga viðskipti, lúti viðeigandi viðskiptamörkum og viðskiptatakmörkunum og komi í veg fyrir sendingu rangra fyrirmæla eða að þau að öðru leyti stuðli að óróleika á markaði. Verðbréfafyrirtæki skal einnig ráða yfir skilvirkum kerfum og áhættuvörnum til að tryggja að ekki sé unnt að nota viðskiptakerfin í tilgangi sem gengur gegn ákvæðum MAR eða reglum þess viðskiptavettvangs sem þau tengjast. Verðbréfafyrirtækið skal hafa til staðar skilvirkt fyrirkomulag til að halda samfellu í rekstri við bilun í viðskiptakerfum þess og skal sjá til þess að kerfin séu að fullu prófuð og undir viðeigandi eftirliti til að tryggja að þau uppfylli skilyrði þessarar málsgreinar.
Verðbréfafyrirtæki sem stundar algrímsviðskipti skal tilkynna um þá starfsemi til Fjármálaeftirlitsins og lögbærra yfirvalda þess viðskiptavettvangs þar sem það stundar viðskiptin.
Fjármálaeftirlitið getur farið fram á að verðbréfafyrirtæki láti því í té, reglubundið eða eftir þörfum, lýsingu á þeim aðferðum sem það notar við algrímsviðskipti, upplýsingar um þær viðskiptabreytur og viðskiptatakmarkanir sem gilda um kerfið, verklag við reglufylgni og áhættustjórnun sem tryggja á að skilyrði 1. mgr. séu uppfyllt auk nákvæmra upplýsinga um framkvæmd prófana á kerfum þess. Fjármálaeftirlitið getur hvenær sem er farið fram á frekari upplýsingar frá verðbréfafyrirtæki um þau algrímsviðskipti sem það stundar og þau kerfi sem notuð eru til viðskipta.
Komi fram beiðni af hálfu lögbærs yfirvalds þess viðskiptavettvangs þar sem algrímsviðskiptin eru stunduð um afhendingu Fjármálaeftirlitsins á upplýsingum skv. 3. mgr. skal verða við þeirri beiðni án ástæðulausrar tafar.
Verðbréfafyrirtæki skal halda skrár í tengslum við atriði skv. 2.–3. mgr. sem skulu vera fullnægjandi til að Fjármálaeftirlitið geti sinnt eftirliti með því hvort farið sé að viðeigandi ákvæðum þessara laga.
Verðbréfafyrirtæki sem stundar hátíðniviðskipti með notkun algríms skal geyma á viðurkenndu sniði nákvæmar skrár í réttri tímaröð yfir öll fyrirmæli, þ.m.t. afturkölluð fyrirmæli, framkvæmd fyrirmæli og tilboð á viðskiptavettvangi, og hafa þær til reiðu fyrir Fjármálaeftirlitið að beiðni þess.
Verðbréfafyrirtæki sem starfar sem almennur færsluvísir fyrir aðra skal ráða yfir skilvirkum kerfum og stjórntækjum til að tryggja að stöðustofnunarþjónusta sé einungis boðin aðilum sem eru hæfir og uppfylla skýr viðmið og að viðeigandi kröfur séu gerðar til þessara aðila til að draga úr áhættu verðbréfafyrirtækisins og markaðarins. Verðbréfafyrirtæki skal tryggja að fyrir liggi bindandi skriflegur samningur milli þess og aðilans varðandi helstu réttindi og skyldur sem leiða af veitingu þjónustunnar.
Seðlabanki Íslands setur reglur1) um nánari framkvæmd greinarinnar, þ.m.t. um skipulagskröfur til verðbréfafyrirtækja sem stunda algrímsviðskipti.
1)Rgl. 982/2023.
26. gr. Viðskiptavakt með notkun algríms.
Verðbréfafyrirtæki sem stundar algrímsviðskipti í þeim tilgangi að fylgja áætlun um viðskiptavakt skal, að teknu tilliti til seljanleika, umfangs og eðlis markaðarins og einkenna fjármálagerningsins sem viðskipti eru höfð með:
1. annast viðskiptavakt samfellt yfir tiltekinn hluta af opnunartíma viðskiptavettvangs, nema við sérstakar aðstæður, þannig að það stuðli að seljanleika á viðskiptavettvanginum á reglulegan og fyrirsjáanlegan hátt,
2. gera bindandi samning við viðskiptavettvang þar sem a.m.k. skyldur verðbréfafyrirtækisins skv. 1. tölul. eru tilgreindar og
3. hafa á öllum tímum yfir að ráða skilvirkum kerfum og eftirliti til að tryggja að það uppfylli skyldur sínar samkvæmt samningnum.
Verðbréfafyrirtæki sem stundar algrímsviðskipti telst fylgja áætlun um viðskiptavakt þegar fyrirtækið, sem aðili að eða þátttakandi á einum eða fleiri viðskiptavettvangi, stundar viðskipti fyrir eigin reikning og fylgir áætlun sem byggist á því að setja fram samtímis bindandi sölu- og kauptilboð af sambærilegri stærð og á samkeppnishæfu verði á einum eða fleiri viðskiptavettvangi er varða einn eða fleiri fjármálagerning þannig að seljanleiki myndist ört og reglubundið á heildarmarkaðinum.
Seðlabanki Íslands setur reglur1) um nánari framkvæmd greinarinnar, þ.m.t. um skipulagskröfur til verðbréfafyrirtækja sem stunda algrímsviðskipti í þeim tilgangi að fylgja áætlun um viðskiptavakt.
1)Rgl. 545/2023.
27. gr. Beinn rafrænn aðgangur.
Verðbréfafyrirtæki er óheimilt að bjóða beinan rafrænan aðgang að viðskiptavettvangi nema það ráði yfir skilvirkum kerfum og stjórntækjum sem tryggja:
1. fullnægjandi mat á hæfi viðskiptavina sem nota þjónustuna,
2. að komið sé í veg fyrir að viðskiptavinir sem nota þjónustuna fari yfir viðeigandi fyrir fram ákveðin viðskipta- og lánamörk,
3. að viðeigandi eftirlit sé haft með viðskiptum viðskiptavina sem nota þjónustuna, og
4. að viðeigandi áhættueftirlit komi í veg fyrir viðskipti sem gætu leitt til áhættu fyrir verðbréfafyrirtækið sjálft, stuðlað að óróleika á markaði eða gengið gegn ákvæðum MAR eða reglum viðskiptavettvangsins.
Verðbréfafyrirtæki sem opnar fyrir beinan rafrænan aðgang að viðskiptavettvangi skal bera ábyrgð á því að tryggja að viðskiptavinir sem nota þjónustuna uppfylli kröfur þessara laga og reglur viðskiptavettvangsins. Verðbréfafyrirtækið skal fylgjast með viðskiptunum til að greina brot á þessum reglum, óróleika í viðskiptum eða háttsemi sem kann að fela í sér markaðssvik og tilkynna skal til Fjármálaeftirlitsins. Verðbréfafyrirtæki skal tryggja að fyrir liggi bindandi skriflegur samningur milli fyrirtækisins og viðskiptavinar varðandi helstu réttindi og skyldur vegna þjónustunnar og að fram komi að verðbréfafyrirtækið beri ábyrgð á grundvelli þessara laga.
Verðbréfafyrirtæki sem býður upp á beinan rafrænan aðgang að viðskiptavettvangi skal tilkynna um það til Fjármálaeftirlitsins og lögbærs yfirvalds viðskiptavettvangsins.
Fjármálaeftirlitinu er heimilt að krefjast þess að verðbréfafyrirtækið láti í té, reglubundið eða eftir þörfum, lýsingu á kerfum eða stjórntækjum skv. 1. mgr. og gögn sem sýna fram á að þeim hafi verið beitt. Berist beiðni þar um skal Fjármálaeftirlitið áframsenda, án ástæðulausrar tafar, slíkar upplýsingar og gögn til lögbærs yfirvalds viðskiptavettvangsins sem verðbréfafyrirtækið býður beinan rafrænan aðgang að.
Verðbréfafyrirtæki skal halda fullnægjandi skrá um atriði skv. 1.–3. mgr. til að Fjármálaeftirlitinu sé kleift að sinna eftirliti með því hvort farið sé að viðeigandi ákvæðum laganna.
Seðlabanki Íslands setur reglur1) um skipulagskröfur til verðbréfafyrirtækja sem bjóða upp á beinan rafrænan aðgang.
1)Rgl. 982/2023.
28. gr. Viðskipti á markaðstorgi fjármálagerninga og skipulegu markaðstorgi.
Verðbréfafyrirtæki og rekstraraðilar markaða sem starfrækja markaðstorg fjármálagerninga eða skipulegt markaðstorg skulu:
1. Setja gagnsæjar reglur og ferla fyrir sanngjörn og hnökralaus viðskipti og setja hlutlæg viðmið fyrir skilvirka framkvæmd fyrirmæla, auk þess að uppfylla skipulagskröfur skv. 21.–24. gr. Þau skulu viðhafa trausta stjórnun á rekstri tæknilegra kerfa, þ.m.t. skilvirkra viðbúnaðaráætlana, með tilliti til áhættu vegna kerfisraskana.
2. Setja gagnsæjar reglur varðandi viðmið fyrir fjármálagerninga sem hægt er að stunda viðskipti með í kerfum þeirra.
3. Útvega nægilegar upplýsingar, eða ganga úr skugga um að þær séu aðgengilegar almenningi, til að notendum sé kleift að meta fjárfestingar að teknu tilliti til þess hvers konar notendur um ræðir og tegunda gerninga í viðskiptum.
4. Setja, birta, endurskoða reglulega og innleiða reglur um aðgengi að markaðstorginu sem skulu vera gagnsæjar, án mismununar og byggðar á hlutlægum viðmiðum.
5. Hafa til staðar fyrirkomulag til að skýrt greina og takast á við hugsanlegar óhagstæðar afleiðingar hagsmunaárekstra fyrir rekstur markaðstorgsins eða þátttakendur og notendur þess, sem komið geta upp á milli markaðstorgsins, eigenda eða rekstraraðila þess eða verðbréfafyrirtækja annars vegar og traustrar virkni markaðstorgsins hins vegar.
6. Uppfylla ákvæði 80.–87. gr. og hafa yfir að ráða öllum nauðsynlegum skilvirkum kerfum, verkferlum og fyrirkomulagi í því skyni.
7. Upplýsa aðila eða þátttakendur markaðstorgsins skýrt um ábyrgð þeirra á uppgjöri viðskipta sem þar fara fram.
8. Gera nauðsynlegar ráðstafanir til að greiða fyrir skilvirku uppgjöri viðskipta sem fara fram í kerfum þeirra.
9. Framfylgja án tafar fyrirmælum frá Fjármálaeftirlitinu skv. 10. og 11. tölul. 4. mgr. 119. gr. um að stöðva tímabundið viðskipti með fjármálagerning eða taka hann úr viðskiptum.
10. Láta Fjármálaeftirlitinu í té ítarlega lýsingu á starfsemi markaðstorgsins, þ.m.t. upplýsingar um hvers konar tengsl við eða þátttöku viðskiptavettvangs eða innmiðlara sem er í eigu verðbréfafyrirtækisins eða rekstraraðila markaðarins á markaðstorginu, ásamt skrá yfir aðila þeirra, þátttakendur og notendur.
Fjármálaeftirlitið skal tilkynna ESMA um starfsleyfi til að starfrækja markaðstorg fjármálagerninga eða skipulegt markaðstorg og veita ESMA aðgang að upplýsingum skv. 10. tölul. 1. mgr. sé þess óskað.
Á markaðstorgi fjármálagerninga og skipulegu markaðstorgi skulu vera a.m.k. þrír raunverulega virkir aðilar eða notendur sem hver um sig hefur tækifæri til að eiga samskipti við alla hina með tilliti til verðmyndunar.
Fari viðskipti með verðbréf, sem tekin hafa verið til viðskipta á skipulegum markaði, einnig fram á markaðstorgi fjármálagerninga eða skipulegu markaðstorgi án samþykkis útgefanda, er útgefanda ekki skylt að annast fjárhagslega upplýsingagjöf gagnvart viðkomandi markaðstorgi.
Seðlabanki Íslands setur reglur1) um efni og form lýsingar á starfsemi markaðstorgsins skv. 10. tölul. 1. mgr.
1)Rgl. 372/2024.
29. gr. Sérkröfur til markaðstorga fjármálagerninga.
Verðbréfafyrirtæki og rekstraraðilar markaða sem starfrækja markaðstorg fjármálagerninga skulu setja hlutlægar reglur um framkvæmd fyrirmæla í kerfinu, ásamt því að uppfylla kröfur skv. 21.–24. gr. og 28. gr. Þeim er óheimilt að framfylgja fyrirmælum viðskiptavinar gegn eiginfjármagni eða stunda jöfnuð eigin viðskipti. Enn fremur skulu þeir gera ráðstafanir til að:
1. vera nægilega vel í stakk búnir til að stýra áhættum sem snúa að markaðstorginu, koma á viðeigandi ráðstöfunum og kerfum til að greina allar verulegar áhættur fyrir rekstur þess og koma á skilvirkum ráðstöfunum til að draga úr þeim,
2. koma á árangursríku fyrirkomulagi til að auðvelda skilvirk og tímanleg lok viðskipta sem eiga sér stað í kerfum þess, og
3. ávallt sé til staðar nægilegt fjármagn til að greiða fyrir skipulegri starfsemi, að teknu tilliti til eðlis og umfangs viðskipta sem fram fara á markaðinum, áhættustigs og fjölbreytileika áhætta.
Reglur skv. 4. tölul. 1. mgr. 28. gr. um aðgengi að markaðstorgi fjármálagerninga skulu fela í sér skilyrði 3. mgr. 94. gr.
Ákvæði 33.–41. gr., 44.–46. gr., 1.–4. og 6.–10. mgr. 48. gr. og 49. gr. gilda ekki um viðskipti sem fara fram samkvæmt reglum um markaðstorg fjármálagerninga milli aðila eða þátttakenda þess eða milli markaðstorgsins og aðila eða þátttakenda þess. Aðilar eða þátttakendur á markaðstorgi fjármálagerninga skulu þó fara að ákvæðunum þegar þeir framkvæma fyrirmæli fyrir hönd viðskiptavina sinna í gegnum kerfi markaðstorgs fjármálagerninga.
30. gr. Sérkröfur til skipulegra markaðstorga.
Verðbréfafyrirtæki og rekstraraðilar markaða sem starfrækja skipuleg markaðstorg skulu gera ráðstafanir til að koma í veg fyrir að fyrirmæli viðskiptavina á skipulegu markaðstorgi séu framkvæmd gegn eiginfjármagni verðbréfafyrirtækisins eða rekstraraðila markaðarins eða aðila sem er hluti af sömu samstæðu eða lögaðila.
Aðilum skv. 1. mgr. er heimilt að stunda jöfnuð eigin viðskipti með skuldabréf, samsettar fjármálaafurðir, losunarheimildir og tilteknar afleiður hafi viðskiptavinur veitt samþykki sitt fyrir því. Þeir skulu ekki nota jöfnuð eigin viðskipti til að framkvæma fyrirmæli viðskiptavinar á skipulegu markaðstorgi með afleiður sem eru stöðustofnunarskyldar skv. 5. gr. reglugerðar (ESB) nr. 648/2012, sbr. lög um afleiðuviðskipti, miðlæga mótaðila og afleiðuviðskiptaskrár. Þá skulu þeir koma á fyrirkomulagi til að tryggja að jöfnuð eigin viðskipti fari fram í samræmi við ákvæði laga þessara.
Aðilum skv. 1. mgr. er einungis heimilt að stunda viðskipti fyrir eigin reikning, önnur en jöfnuð eigin viðskipti, með skuldagerninga ríkis sem lítill seljanleiki er með á markaði.
Starfsemi innmiðlara og skipulegs markaðstorgs skal ekki fara fram innan sama lögaðila. Skipulegt markaðstorg skal ekki tengjast innmiðlara þannig að fyrirmæli á einu skipulegu markaðstorgi hafi áhrif á fyrirmæli eða tilboð hjá innmiðlara, og öfugt. Skipulegt markaðstorg skal ekki tengjast öðru skipulegu markaðstorgi þannig að fyrirmæli á einu skipulegu markaðstorgi hafi áhrif á fyrirmæli á öðru skipulegu markaðstorgi.
Aðilum skv. 1. mgr. er heimilt að fá verðbréfafyrirtæki til að halda úti sjálfstæðri viðskiptavakt á skipulegu markaðstorgi. Verðbréfafyrirtæki telst ekki halda úti sjálfstæðri viðskiptavakt á skipulegu markaðstorgi ef það hefur náin tengsl við verðbréfafyrirtækið eða þann rekstraraðila markaða sem starfrækir það.
Framkvæmd fyrirmæla á skipulegu markaðstorgi skal háð ákvörðun aðila skv. 1. mgr. Slík ákvörðun skal þó aðeins taka til þess:
1. hvort setja skuli fram eða draga til baka tilboð á skipulega markaðstorginu, og/eða
2. að para ekki tiltekin tilboð viðskiptavinar við önnur fyrirliggjandi tilboð í kerfinu á ákveðnum tíma enda sé slíkt í samræmi við fyrirmæli frá viðskiptavini og skyldur skv. 48. gr.
Í viðskiptakerfi þar sem fyrirmæli viðskiptavina eru samkeyrð geta aðilar skv. 1. mgr. ákveðið hvort, hvenær og í hvaða mæli þeir para tvö eða fleiri tilboð í kerfinu. Jafnframt er þeim heimilt í samræmi við 1.–5. mgr. að greiða fyrir viðræðum milli viðskiptavina í því skyni að færa saman í viðskipti viðskiptaáhuga tveggja eða fleiri aðila sem kann að vera samrýmanlegur.
Fjármálaeftirlitinu er heimilt, við mat á því hvort veita eigi starfsleyfi til rekstrar skipulegs markaðstorgs eða eftir þörfum, að krefjast ítarlegra skýringa á því hvers vegna kerfið teljist ekki geta eða geti ekki starfað sem skipulegur markaður, markaðstorg fjármálagerninga eða innmiðlari. Heimild Fjármálaeftirlitsins á einnig við þegar krafist er skýringa á því hvernig svigrúm til ákvörðunar er nýtt, sérstaklega um þau tilvik þegar tilboð er dregið til baka og hvenær og hvernig tvö eða fleiri tilboð frá viðskiptavinum verði pöruð innan markaðstorgsins. Enn fremur skulu aðilar skv. 1. mgr. láta Fjármálaeftirlitinu í té upplýsingar sem skýra notkun þeirra á jöfnuðum eigin viðskiptum. Fjármálaeftirlitið skal fylgjast með því hvernig aðilar skv. 1. mgr. stunda jöfnuð eigin viðskipti til að tryggja að þau falli undir skilgreiningu laganna á slíkum viðskiptum og þau leiði ekki til hagsmunaárekstra milli verðbréfafyrirtækis eða rekstraraðila skipulegs markaðstorgs annars vegar og viðskiptavina þeirra hins vegar.
Ákvæði 33.–41., 44.–46. og 48. og 49. gr. gilda um viðskipti á skipulegu markaðstorgi.
II. kafli. Viðvarandi kröfur til verðbréfafyrirtækja.
31. gr. Reglulegt eftirlit með starfsleyfisskilyrðum.
Verðbréfafyrirtæki skal ávallt uppfylla starfsleyfisskilyrði samkvæmt lögum þessum.
Verðbréfafyrirtæki skal tilkynna Fjármálaeftirlitinu, fyrir fram ef við á, um allar breytingar á áður veittum upplýsingum í tengslum við starfsleyfi, þar á meðal upplýsingum um stjórn eða framkvæmdastjóra, um fjölgun eða fækkun útibúa og ef verðbréfafyrirtæki uppfyllir ekki lengur skilyrði fyrir veitingu starfsleyfis.
32. gr. Hagsmunaárekstrar.
Verðbréfafyrirtæki skal gera allar viðeigandi ráðstafanir til að greina og koma í veg fyrir eða takast á við hagsmunaárekstra í tengslum við veitingu fjárfestingar- eða viðbótarþjónustu, þ.m.t. hagsmunaárekstra sem leiðir af viðtöku þóknana eða kaupaukakerfi fyrirtækisins, milli:
1. fyrirtækisins annars vegar, þ.m.t. starfsmanna þess, einkaumboðsmanna eða aðila sem eru tengdir því vegna yfirráða, og viðskiptavina þess hins vegar, og
2. viðskiptavina fyrirtækisins innbyrðis.
Þegar ráðstafanir skv. 2. mgr. 21. gr. og 22. gr. veita ekki fullnægjandi vissu fyrir því að hættu á hagsmunaárekstrum verði afstýrt skal verðbréfafyrirtæki, áður en þjónusta er veitt, upplýsa viðskiptavin skýrt um almennt eðli og/eða ástæður hagsmunaárekstranna og hvaða ráðstafanir hafi verið gerðar til að draga úr hættunni. Upplýsingarnar skulu veittar á varanlegum miðli og vera nægilega ítarlegar, með hliðsjón af því hvers konar viðskiptavin um ræðir, til að gera honum kleift að taka upplýsta ákvörðun að því er varðar þá þjónustu sem hagsmunaáreksturinn tengist.
Í 21, 27., 33., 34. og 38.–43. gr. reglugerðar (ESB) 2017/565, sbr. 2. tölul. 1. mgr. 3. gr., er nánar kveðið á um hagsmunaárekstra.
33. gr. Meginreglur um viðskiptahætti.
Verðbréfafyrirtæki skal starfa heiðarlega, af sanngirni og fagmennsku í samræmi við eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti og venjur við veitingu fjárfestingar- og viðbótarþjónustu, með trúverðugleika fjármálamarkaðarins og hagsmuni viðskiptavina að leiðarljósi.
Verðbréfafyrirtæki sem framleiðir fjármálagerninga sem ætlaðir eru til sölu til viðskiptavina skal tryggja að gerningarnir séu þannig gerðir að þeir mæti þörfum skilgreinds markhóps endanlegra viðskiptavina innan viðkomandi flokks viðskiptavina, að dreifingaráætlun fjármálagerninganna samrýmist markhópnum og að verðbréfafyrirtækið geri eðlilegar ráðstafanir til að tryggja að fjármálagerningum sé dreift til þessa tiltekna markhóps.
Innan verðbréfafyrirtækja skal vera skilningur á fjármálagerningum sem það býður til sölu eða mælir með. Meta skal hvort þeir samrýmist þörfum viðskiptavina með hliðsjón af markhópi endanlegra viðskiptavina eins og um getur í 22. gr. Tryggja skal að fjármálagerningarnir séu aðeins boðnir til kaups eða mælt með þeim sé það í þágu hagsmuna viðskiptavinar.
Í 38.–43., 58., 64., 65. og 67.–69. gr. reglugerðar (ESB) 2017/565, sbr. 2. tölul. 1. mgr. 3. gr., er nánar kveðið á um viðskiptahætti verðbréfafyrirtækja.
Seðlabanki Íslands getur sett reglur1) um eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti verðbréfafyrirtækja.
1)Rgl. 353/2022.
34. gr. Upplýsingar til viðskiptavina.
Verðbréfafyrirtæki skal tryggja að öll upplýsingagjöf, þ.m.t. markaðsefni, til viðskiptavina eða hugsanlegra viðskiptavina sé sanngjörn, skýr og ekki villandi. Markaðsefni skal vera auðgreinanlegt sem slíkt.
Verðbréfafyrirtæki skal veita viðskiptavinum eða hugsanlegum viðskiptavinum viðeigandi upplýsingar með góðum fyrirvara um verðbréfafyrirtækið og þjónustu þess, fjármálagerninga og tillagðar fjárfestingaráætlanir, viðskiptastaði og allan kostnað og tengd gjöld. Upplýsingagjöf skal uppfylla eftirfarandi skilyrði:
1. Þegar fjárfestingarráðgjöf er veitt verður verðbréfafyrirtæki að upplýsa viðskiptavin með góðum fyrirvara áður en hún er veitt um:
a. hvort ráðgjöfin sé óháð eða ekki,
b. hvort ráðgjöfin byggist á víðtækri eða takmarkaðri greiningu á ólíkum tegundum fjármálagerninga og þá einkum hvort greiningin sé takmörkuð við fjármálagerninga sem eru gefnir út eða látnir í té af aðila með náin tengsl eða önnur lagaleg eða fjárhagsleg tengsl við verðbréfafyrirtækið, svo sem á grundvelli samnings, sem eru svo náin að hætta er á að þau dragi úr óhæði ráðgjafarinnar, og
c. hvort verðbréfafyrirtækið láti viðskiptavinum í té reglubundið mat á því hvort fjármálagerningar, sem mælt er með við viðskiptavininn, hæfi honum.
2. Upplýsingar um fjármálagerninga og tillagðar fjárfestingaráætlanir verða að innihalda viðeigandi leiðbeiningar og viðvaranir um áhættur sem felast í fjárfestingum í viðkomandi fjármálagerningum eða fjárfestingaráætlunum og hvort fjármálagerningur er ætlaður almennum fjárfestum eða fagfjárfestum, með hliðsjón af skilgreindum markhópi í samræmi við 2. mgr. 33. gr.
3. Upplýsingar um allan kostnað og tengd gjöld verða að taka til upplýsinga er tengjast bæði fjárfestingar- og viðbótarþjónustu, þ.m.t. ráðgjafarkostnað þegar við á, kostnað við fjármálagerninginn sem mælt er með eða boðinn er til kaups og hvernig kostnaðurinn getur komið til greiðslu, að meðtöldum greiðslum til og frá þriðja aðila.
Verðbréfafyrirtæki skal hafa tiltækt samandregið yfirlit með upplýsingum um allan kostnað og gjöld, þ.m.t. í tengslum við fjárfestingarþjónustu og fjármálagerninga, sem eru ekki tilkomin vegna undirliggjandi markaðsáhættu, til að viðskiptavinur geti áttað sig á heildarkostnaði og áhrifum hans á uppsafnaða arðsemi fjárfestingarinnar. Óski viðskiptavinur eftir því skal veita upplýsingar sem sýna sundurliðun einstakra kostnaðarþátta. Þegar við á skal láta viðskiptavinum þessar upplýsingar reglubundið í té, eða a.m.k. árlega, á líftíma fjárfestingarinnar.
Þegar samningur um kaup eða sölu á fjármálagerningi kemst á í gegnum fjarsölu sem kemur í veg fyrir að hægt sé að afhenda upplýsingar um kostnað og gjöld fyrir fram er verðbréfafyrirtæki heimilt að afhenda upplýsingarnar á rafrænu formi eða á pappír, að ósk almenns fjárfestis, eins fljótt og auðið er eftir að viðskiptin fara fram, að því tilskildu að eftirfarandi skilyrði séu uppfyllt:
1. viðskiptavinurinn hefur samþykkt að taka við upplýsingunum eins fljótt og auðið er eftir að viðskiptin fara fram,
2. verðbréfafyrirtækið hefur gefið viðskiptavininum kost á að fresta viðskiptunum til að hann geti móttekið upplýsingarnar fyrir fram, og
3. verðbréfafyrirtækið hefur boðið viðskiptavininum að fá upplýsingarnar munnlega í gegnum síma.
Verðbréfafyrirtæki skal tryggja að upplýsingar skv. 2. og 3. mgr. þessarar greinar og 2.–4. mgr. 36. gr. séu settar fram á þann hátt að viðskiptavinir eða hugsanlegir viðskiptavinir geti skilið eðli og áhættur fjárfestingarþjónustunnar og þá tilteknu tegund fjármálagernings sem boðinn er til kaups og tekið upplýsta ákvörðun um fjárfestingu í kjölfarið.
Verðbréfafyrirtæki skulu veita allar upplýsingar samkvæmt lögunum til viðskiptavina eða hugsanlegra viðskiptavina á rafrænu formi. Almennir fjárfestar, sem eftir því óska, skulu þó fá upplýsingarnar á pappír þeim að kostnaðarlausu. Verðbréfafyrirtæki skulu upplýsa almenna fjárfesta og hugsanlega almenna fjárfesta um þennan rétt.
Verðbréfafyrirtæki skulu upplýsa núverandi viðskiptavini sem eru almennir fjárfestar og hafa fengið upplýsingar sem veita skal samkvæmt þessum lögum á pappír um að þeir muni fá upplýsingarnar á rafrænu formi með a.m.k. átta vikna fyrirvara. Verðbréfafyrirtæki skulu upplýsa þessa almennu fjárfesta um að þeir hafi val um að fá upplýsingarnar áfram á pappír eða á rafrænu formi. Jafnframt skal upplýsa þá um að ef þeir óska ekki eftir því innan framangreinds tíma að fá upplýsingarnar áfram á pappír þá verði þær sendar á rafrænu formi. Ekki þarf að tilkynna almennum fjárfestum sem þegar fá upplýsingarnar á rafrænu formi um þennan rétt.
Greinin gildir ekki um fjárfestingarþjónustu sem boðin er sem hluti af fjármálaafurð sem upplýsingar skal veita um á grundvelli ákvæða í lögum um lán til neytenda.
Í 36.–53., 58., 61. og 65. gr. reglugerðar (ESB) 2017/565, sbr. 2. tölul. 1. mgr. 3. gr., er nánar kveðið á um upplýsingar til viðskiptavina.
35. gr. Óháð fjárfestingarráðgjöf.
Verðbréfafyrirtæki sem veitir óháða fjárfestingarráðgjöf skal upplýsa viðskiptavin um það og uppfylla eftirfarandi skilyrði:
1. Meta nægilegt úrval fjölbreyttra fjármálagerninga á markaði með hliðsjón af tegund þeirra og útgefanda eða aðilunum sem láta þá í té til að hægt sé að uppfylla fjárfestingarmarkmið viðskiptavinarins á viðeigandi hátt og að matið takmarkist ekki við fjármálagerninga sem eru gefnir út eða látnir í té af:
a. verðbréfafyrirtækinu sjálfu eða aðilum sem hafa náin tengsl við það, eða
b. öðrum aðilum sem verðbréfafyrirtækið hefur svo náin lagaleg eða fjárhagsleg tengsl við, svo sem á grundvelli samnings, að hætt sé við að þau dragi úr óhæði ráðgjafarinnar.
2. Ekki taka við og halda eftir þóknunum, umboðslaunum eða öðrum fjárhagslegum eða ófjárhagslegum ávinningi sem þriðji aðili eða aðili sem kemur fram fyrir hönd þriðja aðila greiðir eða lætur í té í tengslum við þjónustu við viðskiptavini. Minni háttar ófjárhagslegur ávinningur, sem getur eflt gæði þeirrar þjónustu sem viðskiptavininum er látin í té og er í þeim mæli og af þeim toga að hann kemur ekki í veg fyrir að verðbréfafyrirtækið uppfylli skyldu sína til að vinna að hagsmunum viðskiptavinarins, fellur ekki hér undir og skal skýrt upplýst um hann.
Í 38.–43., 52. og 53. gr. reglugerðar (ESB) 2017/565, sbr. 2. tölul. 1. mgr. 3. gr., er nánar kveðið á um óháða fjárfestingarráðgjöf.
Ráðherra setur reglugerð1) um óháða fjárfestingarráðgjöf, svo sem um mat á nægilegu úrvali fjármálagerninga á markaði.
1)Rg. 976/2021, sbr. 1357/2022.
36. gr. Þóknanir, umboðslaun og annar ávinningur.
Verðbréfafyrirtæki sem veitir eignastýringarþjónustu skal ekki taka við og halda eftir þóknunum, umboðslaunum eða öðrum fjárhagslegum eða ófjárhagslegum ávinningi sem þriðji aðili eða aðili sem kemur fram fyrir hönd þriðja aðila greiðir eða lætur í té í tengslum við þjónustu við viðskiptavini. Minni háttar ófjárhagslegur ávinningur, sem getur eflt gæði þeirrar þjónustu sem viðskiptavininum er látin í té og er í þeim mæli og af þeim toga að hann kemur ekki í veg fyrir að verðbréfafyrirtækið uppfylli skyldu sína til að vinna að hagsmunum viðskiptavinarins, fellur ekki hér undir og skal upplýst um hann á skýran hátt.
Verðbréfafyrirtæki telst ekki uppfylla skyldur skv. 32. gr. og 1. mgr. 33. gr. ef það greiðir eða fær greidda þóknun eða umboðslaun, eða það lætur í té eða því er látinn í té ófjárhagslegur ávinningur í tengslum við fjárfestingar- eða viðbótarþjónustu af hálfu aðila öðrum en viðskiptavininum eða fulltrúa hans, nema greiðslan eða ávinningurinn:
1. sé til þess fallinn að efla gæði viðkomandi þjónustu við viðskiptavininn, og
2. komi ekki í veg fyrir að verðbréfafyrirtækið starfi heiðarlega, af sanngirni og fagmennsku í samræmi við hagsmuni viðskiptavina þess.
Verðbréfafyrirtæki skal, áður en þjónusta er veitt, upplýsa viðskiptavini skilmerkilega og á aðgengilegan, nákvæman og skiljanlegan hátt um tilvist, eðli og fjárhæð greiðslu eða ávinnings skv. 2. mgr. Ef ekki er unnt að tilgreina fjárhæðina með vissu, skal upplýsa hvaða aðferð er notuð til útreiknings á henni. Verðbréfafyrirtæki skal enn fremur, þegar við á, upplýsa viðskiptavini um hvernig þóknunum, umboðslaunum og fjárhagslegum eða ófjárhagslegum ávinningi sem tekið er við í tengslum við veitingu fjárfestingar- eða viðbótarþjónustu, er komið til viðskiptavina.
Greiðsla eða ávinningur, sem gerir verðbréfafyrirtæki kleift að veita eða er nauðsynlegur vegna veitingar fjárfestingarþjónustu, svo sem vörslu-, uppgjörs- og viðskiptakostnaður, eftirlitsgjöld eða kostnaður vegna lögfræðiþjónustu sem getur ekki, eðli sínu samkvæmt, hindrað verðbréfafyrirtæki í að starfa af heiðarleika, sanngirni og fagmennsku þannig að það samræmist hagsmunum viðskiptavina þess, fellur ekki undir kröfur 2. mgr.
Greining frá þriðja aðila sem látin er verðbréfafyrirtæki í té sem veitir fjárfestingarþjónustu eða viðbótarþjónustu telst uppfylla kröfur skv. 1. mgr. 33. gr. ef:
1. gerður hefur verið samningur á milli verðbréfafyrirtækisins og aðilans sem leggur til greiningu áður en viðskipti fara fram eða greining er látin í té þar sem samsett gjöld og greiðslur, fyrir framkvæmd viðskipta og greiningar, eru brotin niður þannig að fram komi hvað sé vegna greininga,
2. verðbréfafyrirtækið upplýsir viðskiptavini sína um samsettar greiðslur fyrir framkvæmd viðskipta og greiningar til þriðja aðila sem lætur greiningu í té, og
3. greiningin varðar útgefendur sem hafa markaðsvirði sem hefur ekki farið yfir 1 milljarð evra (EUR), á síðustu 36 mánuðum áður en greiningin er látin í té, miðað við uppgefin tilboð í lok árs þau ár sem útgefandinn var skráður á markað eða á grundvelli eiginfjár þau reikningsár sem hann var ekki skráður á markað.
Til greininga í skilningi þessarar greinar telst greiningarefni og -þjónusta í tengslum við einn eða fleiri fjármálagerninga eða aðrar eignir, eða útgefendur eða hugsanlega útgefendur fjármálagerninga, eða greiningarefni og -þjónusta sem tengist náið ákveðnum iðnaði eða markaði að því leyti sem það felur í sér álit á fjármálagerningi, eign eða útgefanda í þeim iðnaði eða á þeim markaði.
Til greininga teljast einnig greiningarefni og -þjónusta sem:
1. leynt eða ljóst mælir með eða leggur til fjárfestingaráætlun og veitir rökstutt álit um núvirði eða framtíðarvirði eða framtíðarverð fjármálagernings eða eignar, eða að öðru leyti felur í sér greiningu eða eigið mat og kemst að niðurstöðu byggðri á nýjum eða eldri upplýsingum sem gætu verið notaðar til að móta fjárfestingaráætlun, og
2. skiptir máli og getur gefið verðbréfafyrirtækinu möguleika á að taka betri fjárfestingarákvarðanir fyrir hönd viðskiptavinarins sem greiðir fyrir greiningarnar.
Ráðherra setur reglugerð1) um þóknanir, umboðslaun og annan ávinning.
1)Rg. 976/2021, sbr. 1357/2022.
37. gr. Kaupaukakerfi og starfslokasamningar verðbréfafyrirtækja.
Verðbréfafyrirtæki sem veitir viðskiptavinum fjárfestingarþjónustu skal sjá til þess að það hvorki umbuni starfsmönnum sínum né meti frammistöðu þeirra þannig að það stangist á við skyldu þess að starfa með hagsmuni viðskiptavina sinna að leiðarljósi. Sér í lagi skal það ekki setja fram kaupaukakerfi, sölumarkmið eða annað sem gæti búið til hvata fyrir starfsmenn til að mæla með tilteknum fjármálagerningi við almennan fjárfesti þegar verðbréfafyrirtækið gæti boðið viðkomandi annan fjármálagerning sem mundi þjóna þörfum hans betur.
Um kaupaukakerfi og starfslokasamninga verðbréfafyrirtækja fer að öðru leyti skv. 57. gr. a og 57. gr. b, sbr. 4. mgr. 25. gr., laga um fjármálafyrirtæki.
Í 27. gr. reglugerðar (ESB) 2017/565, sbr. 2. tölul. 1. mgr. 3. gr., er nánar kveðið á um reglur um kaupaukakerfi og starfslokasamninga verðbréfafyrirtækis samkvæmt þessari grein.
38. gr. Pakkar.
Bjóði verðbréfafyrirtæki fjárfestingarþjónustu ásamt annarri vöru eða þjónustu sem hluta af pakka eða gerir það að skilyrði að fjárfestingarþjónustan sé keypt sem hluti af ákveðnum pakka skal það upplýsa viðskiptavini um hvort hægt sé að kaupa einstaka hluta pakkans og geta látið í té sundurliðuð gögn um kostnað og gjöld vegna hvers og eins hluta hans.
Verðbréfafyrirtæki skal gefa viðunandi lýsingu á ólíkum hlutum pakka og hvernig samspil þeirra breytir áhættunni þegar líklegt er að áhætta sem leiðir af pakkanum sem boðinn er almennum fjárfesti sé ólík þeim áhættum sem felast í einstökum hlutum.
39. gr. Þekking og hæfni einstaklinga sem láta í té upplýsingar um fjármálagerninga og þjónustu.
Verðbréfafyrirtæki skal tryggja að einstaklingar sem veita fjárfestingarráðgjöf, upplýsingar um fjármálagerninga eða fjárfestingar- eða viðbótarþjónustu fyrir hönd verðbréfafyrirtækisins búi yfir nauðsynlegri þekkingu og hæfni til að uppfylla skyldur skv. 33.–38. og 44.–46. gr.
Fjármálaeftirlitið getur óskað eftir því að verðbréfafyrirtæki sýni fram á hvernig þessar kröfur eru uppfylltar. Fjármálaeftirlitið skal birta viðmið til að meta þekkingu og hæfni.
40. gr. Verðbréfaréttindi.
Starfsmenn verðbréfafyrirtækis, sem hafa umsjón með daglegri starfsemi í tengslum við fjárfestingarþjónustu og fjárfestingarstarfsemi eða veita fjárfestingarráðgjöf, skulu hafa verðbréfaréttindi.
Ráðherra veitir verðbréfaréttindi. Til þess að öðlast slík réttindi þarf að standast sérstakt próf, sbr. 41. gr., og heldur ráðuneytið skrá yfir þá sem hafa réttindin. Aðeins þeim sem eru á skránni er heimilt að vísa til eða gefa á annan hátt til kynna að þeir hafi verðbréfaréttindi.
Í tengslum við veitingu starfsleyfis sem verðbréfafyrirtæki ber verðbréfafyrirtæki að tilkynna Fjármálaeftirlitinu um starfsmenn skv. 1. mgr. Verðbréfafyrirtæki ber að halda uppfærðan lista yfir þá starfsmenn. Fjármálaeftirlitinu er heimilt að veita allt að sex mánaða frest fyrir nýja starfsmenn verðbréfafyrirtækis til að öðlast verðbréfaréttindi og þá sem þurfa vegna breytinga í starfi að hafa verðbréfaréttindi, t.d. vegna stöðuhækkunar, ef sérstakar ástæður mæla með því. Sótt skal um slíka undanþágu til Fjármálaeftirlitsins. Seðlabanka Íslands er heimilt að setja nánari reglur um framkvæmd þessarar málsgreinar.
Þeim sem hafa öðlast verðbréfaréttindi er skylt að sækja reglulega endurmenntun sem tryggir að þeir viðhaldi fræðilegri þekkingu, faglegri hæfni og gildum. Ráðherra ákveður í reglugerð þann fjölda klukkustunda sem viðkomandi þarf að verja í endurmenntun á hverju þriggja ára tímabili til að viðhalda réttindum sínum sem skal að hámarki vera níu klukkustundir vegna verðbréfaréttinda. Endurmenntunartímabil þeirra sem hafa öðlast réttindi hefst 1. janúar árið eftir að þau voru veitt. Þeir sem hafa réttindi samkvæmt þessari grein skulu halda skrá um endurmenntun í samræmi við ákvörðun prófnefndar verðbréfaviðskipta.
Hafi sá sem öðlast hefur réttindi ekki lokið endurmenntun skv. 4. mgr. innan tilskilins frests er ráðherra heimilt að fella niður réttindi hans.
41. gr. Próf og prófnefnd.
Prófnefnd verðbréfaréttinda hefur umsjón með verðbréfaréttindaprófi skv. 40. gr. sem að jafnaði skal haldið einu sinni á ári. Ráðherra skipar prófnefnd til fjögurra ára í senn. Ákvarðanir prófnefndar eru endanlegar á stjórnsýslustigi.
Prófnefnd verðbréfaréttinda er heimilt að fela óháðum aðilum að gefa einkunn fyrir prófúrlausn. Þá getur prófnefnd skipað prófdómara til að endurskoða úrlausn próftaka. Til að standa straum af kostnaði við framkvæmd prófa skulu próftakar greiða gjald sem ráðherra ákveður.
Ráðherra setur reglugerð1) um skipan prófnefndar og framkvæmd verðbréfaréttindaprófs, þar á meðal um prófkröfur, prófgreinar, lágmarksárangur til að standast próf og heimildir til að veita undanþágur frá einstökum hlutum slíks prófs eða prófi í heild, [endurmenntun]2) og heimild prófnefndar til að ráða starfsmann til að hafa umsjón með undirbúningi og framkvæmd prófa og námskeiða.
1)Rg. 1125/2021, sbr. 1587/2022. 2)L. 50/2022, 5. gr.
42. gr. Safnskráning.
Verðbréfafyrirtæki getur sótt um heimild Fjármálaeftirlitsins til að varðveita fjármálagerninga í eigu viðskiptavina sinna á safnreikningi og taka við greiðslum fyrir hönd viðskiptavina sinna frá einstökum útgefendum fjármálagerninga enda hafi verðbréfafyrirtækið gert viðskiptavini grein fyrir réttaráhrifum þess og hann veitt samþykki sitt. Verðbréfafyrirtæki ber að halda skrá yfir hlut hvers viðskiptavinar fyrir sig samkvæmt þessari grein.
Komi til þess að bú verðbréfafyrirtækis sé tekið til gjaldþrotaskipta eða greiðslustöðvun samþykkt, fyrirtækinu sé slitið eða sambærilegar ráðstafanir gerðar getur viðskiptavinur á grundvelli skrár skv. 1. mgr. tekið fjármálagerninga sína út af safnreikningi enda sé ekki ágreiningur um eignarhald.
Ráðherra setur reglugerð um safnskráningu, þ.m.t. um skilyrði heimildar til að skrá fjármálagerninga á safnreikning, auðkenningu safnreiknings, upplýsingar um fjölda eigenda að safnreikningi, auðkenni viðskiptamanna að baki safnreikningum og upplýsingagjöf til Fjármálaeftirlitsins.
43. gr. Framsalsáritun.
Verðbréfafyrirtæki er heimilt að framselja framseljanlega fjármálagerninga í nafni viðskiptavinar síns hafi það fengið til þess skriflegt umboð. Framsalsáritun verðbréfafyrirtækis telst ekki slíta framsalsröð þótt umboð til þess fylgi ekki framseljanlegum fjármálagerningi enda sé þess getið í framsalsáritun að gerningurinn sé framseldur samkvæmt varðveittu umboði. Verðbréfafyrirtækinu ber að varðveita umboð svo lengi sem réttindi eru byggð á gerningnum sem framseldur hefur verið á þennan hátt. Skylt er að láta kaupanda gerningsins í té samrit umboðsins krefjist hann þess.
Verðbréfafyrirtæki sem býður upp á vörslu framseljanlegra fjármálagerninga er heimilt að varðveita framsalsáritanir skv. 1. mgr. í sérstakri skrá meðan gerningurinn er í vörslu þess enda séu slíkar framsalsáritanir færðar inn á bréfið þegar það hverfur úr vörslu verðbréfafyrirtækisins. Verðbréfafyrirtæki sem hyggst nýta sér þessa heimild ber að afla sér samþykkis Fjármálaeftirlitsins fyrir fyrirkomulagi vörslu og því upplýsingakerfi sem fyrirhugað er að nota.
Viðskiptavinur sem veitt hefur verðbréfafyrirtæki umboð skv. 1. mgr. getur ekki beint kröfum að framsalshafa með stoð í heimildarskorti verðbréfafyrirtækisins nema umboð þess til framsals hafi sýnilega verið ófullnægjandi.
44. gr. Mat á hæfi.
Verðbréfafyrirtæki skal, þegar það veitir fjárfestingarráðgjöf eða annast eignastýringu, meta hvort vara eða þjónusta hæfi viðskiptavini eða hugsanlegum viðskiptavini með því að afla nauðsynlegra upplýsinga um:
1. reynslu og þekkingu viðskiptavinar á sviði fjárfestinga sem máli skiptir fyrir viðkomandi tegund vöru eða þjónustu,
2. fjárhagsstöðu viðskiptavinar, þ.m.t. um getu hans til að mæta tapi, og
3. fjárfestingarmarkmið viðskiptavinar, þ.m.t. áhættuþol hans.
Upplýsingar sem verðbréfafyrirtæki aflar skv. 1. mgr. skulu gera því kleift að veita viðskiptavini eða hugsanlegum viðskiptavini ráðleggingu um vöru eða þjónustu sem hæfir honum. Verðbréfafyrirtæki skal gæta sérstaklega að því að varan eða þjónustan samræmist áhættuþoli og getu viðskiptavinar til að mæta tapi.
Verðbréfafyrirtæki sem veitir fjárfestingarráðgjöf þar sem mælt er með pakka skv. 38. gr. skal tryggja að hann hæfi viðskiptavini.
Þegar verðbréfafyrirtæki veitir fjárfestingarráðgjöf eða eignastýringarþjónustu sem felur í sér skipti á fjármálagerningum skal það afla sér nægilegra upplýsinga um fjárfestingu viðskiptavinarins og leggja mat á ávinning og kostnað þess að skipta út fjármálagerningum. Verðbréfafyrirtæki skal, þegar það veitir fjárfestingarráðgjöf, upplýsa viðskiptavininn um hvort ávinningur við að skipta út fjármálagerningum vegi þyngra en kostnaðurinn.
Nánar er kveðið á um mat á hæfi í 54. og 55. gr. reglugerðar (ESB) 2017/565, sbr. 2. tölul. 1. mgr. 3. gr.
45. gr. Mat á tilhlýðileika.
Verðbréfafyrirtæki sem veitir fjárfestingarþjónustu sem fellur ekki undir 44. gr. skal afla upplýsinga frá viðskiptavini eða hugsanlegum viðskiptavini um þekkingu og reynslu hans á sviði fjárfestinga sem máli skiptir fyrir viðkomandi tegund vöru eða þjónustu til að geta metið hvort hún sé tilhlýðileg fyrir hann.
Við mat á pakka skv. 38. gr. skal litið til þess hvort hann sé tilhlýðilegur fyrir viðskiptavin.
Telji verðbréfafyrirtæki á grundvelli upplýsinga skv. 1. mgr. að viðkomandi vara eða þjónusta sé ekki tilhlýðileg fyrir viðskiptavin eða hugsanlegan viðskiptavin skal það upplýsa hann um það. Heimilt er að veita slíka viðvörun á stöðluðu formi.
Veiti viðskiptavinur eða hugsanlegur viðskiptavinur ófullkomnar upplýsingar um þekkingu og reynslu eða lætur alfarið hjá líða að veita upplýsingar skv. 1. mgr. skal verðbréfafyrirtæki upplýsa hann um að það geti ekki lagt mat á hvort viðkomandi vara eða þjónusta sé tilhlýðileg fyrir hann. Heimilt er að veita slíka viðvörun á stöðluðu formi.
Verðbréfafyrirtæki er heimilt að veita fjárfestingarþjónustu án þess að afla upplýsinga eða framkvæma mat á tilhlýðileika skv. 1. mgr. að því gefnu að í þjónustunni felist eingöngu framkvæmd eða móttaka og miðlun fyrirmæla viðskiptavina með eða án viðbótarþjónustu, að undanskildum lánveitingum skv. b-lið [67. tölul.]1) 1. mgr. 4. gr. öðrum en þegar samþykktum lánum viðskiptavina, þ.m.t. yfirdráttarheimildum, og öll eftirfarandi skilyrði séu uppfyllt:
1. Þjónustan varði einhverja eftirtalinna fjármálagerninga:
a. hlutabréf sem tekin hafa verið til viðskipta á skipulegum markaði innan EES eða á sambærilegum markaði þriðja lands eða á markaðstorgi fjármálagerninga, að undanskildum hlutabréfum í sjóðum sem eru ekki verðbréfasjóðir og hlutabréfum með innbyggðri afleiðu,
b. skuldabréf eða annars konar verðbréfaða skuld sem tekin hefur verið til viðskipta á skipulegum markaði innan EES eða á sambærilegum markaði þriðja lands eða á markaðstorgi fjármálagerninga, að undanskildum þeim sem hafa innbyggða afleiðu eða fela í sér samsetningu sem gerir viðskiptavini erfitt um vik að skilja áhættu sem þeim fylgja,
c. peningamarkaðsgerninga, að undanskildum þeim sem hafa innbyggða afleiðu eða fela í sér samsetningu sem gerir viðskiptavini erfitt um vik með að skilja áhættu sem þeim fylgja,
d. hlutdeildarskírteini í verðbréfasjóðum, þó ekki í afleiðutengdum verðbréfasjóðum skv. 1. mgr. 36. gr. reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 583/2010, sbr. reglugerð nr. 983/2013 um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar nr. 583/2010 um framkvæmd tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2009/65/EB að því er varðar lykilupplýsingar fyrir fjárfesta og skilyrði sem skulu uppfyllt þegar lykilupplýsingar fyrir fjárfesta eða lýsingin er lögð fram á varanlegum miðli öðrum en pappír eða vefsetri,
e. samsettar innstæður, að undanskildum þeim sem fela í sér samsetningu sem gera viðskiptavini erfitt um vik að átta sig á óvissu um ávöxtun eða kostnað við lokun fyrir lokadagsetningu, eða
f. aðra einfalda fjármálagerninga.
2. Þjónustan sé veitt að frumkvæði viðskiptavinar eða hugsanlegs viðskiptavinar.
3. Viðskiptavinur eða hugsanlegur viðskiptavinur hafi verið skilmerkilega upplýstur um að verðbréfafyrirtæki sé óskylt að meta hvort fjármálagerningurinn eða þjónustan sé tilhlýðileg og af þeim sökum njóti hann ekki samsvarandi verndar viðeigandi reglna um viðskiptahætti. Heimilt er að veita slíka viðvörun á stöðluðu formi.
4. Verðbréfafyrirtækið uppfylli skyldur sínar um ráðstafanir vegna hagsmunaárekstra skv. 32. gr.
Markaður í þriðja landi skal talinn sambærilegur skipulegum markaði í skilningi a- og b-liðar 1. tölul. 5. mgr. hafi jafngildisákvörðun þar um verið tekin upp í EES-samninginn.
Um mat á tilhlýðileika og veitingu fjárfestingarþjónustu án þess að afla upplýsinga eða framkvæma mat á tilhlýðileika er nánar kveðið á um í 55.–57. gr. reglugerðar (ESB) 2017/565, sbr. 2. tölul. 1. mgr. 3. gr.
1)L. 50/2022, 6. gr.
46. gr. Samningar og upplýsingagjöf til viðskiptavina.
Verðbréfafyrirtæki skal halda skrá yfir alla samninga sem gerðir eru við hvern viðskiptavin þess sem innihalda ákvæði um réttindi og skyldur í viðskiptum aðila. Heimilt er að fella inn í samning ákvæði um réttindi og skyldur aðila með tilvísun til réttarreglna eða skjala sem eru aðgengileg viðskiptavini.
Verðbréfafyrirtæki skal láta viðskiptavinum í té fullnægjandi upplýsingar um veitta þjónustu á varanlegum miðli. Upplýsingagjöf þessi skal m.a. fela í sér reglubundnar tilkynningar til viðskiptavina með hliðsjón af þeirri tegund fjármálagerninga sem þjónustan varðar, hversu flóknir þeir eru og eðli þeirrar þjónustu sem er veitt. Þegar við á skulu upplýsingarnar taka til kostnaðar sem tengist viðskiptunum og/eða þjónustunni.
Þegar verðbréfafyrirtæki veitir almennum fjárfesti fjárfestingarráðgjöf skal það, áður en viðskipti eiga sér stað, afhenda honum yfirlýsingu um mat á hæfi á varanlegum miðli þar sem tilgreint er hvaða fjárfestingarráðgjöf hefur verið veitt og hvernig hún samræmist áherslum, markmiðum og öðrum þörfum hans.
Þegar gerður er samningur um kaup eða sölu á fjármálagerningi með fjarsölu sem kemur í veg fyrir að hægt sé að afhenda yfirlýsingu um hæfi fyrir fram er verðbréfafyrirtækinu heimilt að afhenda skriflega yfirlýsingu um hæfi á varanlegum miðli um leið og viðskiptavinurinn hefur skuldbundið sig með slíkum samningi, að því tilskildu að eftirfarandi skilyrði séu uppfyllt:
1. viðskiptavinurinn hefur samþykkt að taka við yfirlýsingu um hæfi eins fljótt og auðið er eftir að viðskiptin fara fram, og
2. verðbréfafyrirtækið hefur gefið viðskiptavininum kost á að fresta viðskiptunum til að hann geti móttekið yfirlýsingu um hæfi fyrir fram.
Þegar verðbréfafyrirtæki annast eignastýringu eða hefur upplýst viðskiptavin um að það muni framkvæma reglubundið mat á hæfi, skal matið innihalda uppfærða yfirlýsingu um hvernig fjárfestingin samræmist áherslum, markmiðum og öðrum þörfum hins almenna fjárfestis.
Ákvæði 44.–46. gr. eiga ekki við í þeim tilvikum sem fjárfestingarþjónusta er veitt í tengslum við fasteignalán til neytanda skv. a-lið 4. tölul. 4. gr. laga um fasteignalán til neytenda, nr. 118/2016, og þjónustan er forsenda þess að lánið sé veitt, að því gefnu að lánshæfis- og greiðslumat vegna lánsins hafi þegar verið framkvæmt.
Um samninga og upplýsingagjöf til viðskiptavina er nánar kveðið á um í 56., 59.–63. og 73. gr. reglugerðar (ESB) 2017/565, sbr. 2. tölul. 1. mgr. 3. gr.
47. gr. Veiting þjónustu fyrir milligöngu þriðja aðila.
Verðbréfafyrirtæki sem tekur við fyrirmælum um að framkvæma fjárfestingar- eða viðbótarþjónustu fyrir hönd viðskiptavinar frá öðru verðbréfafyrirtæki er heimilt að reiða sig á upplýsingar frá hinu síðarnefnda um viðskiptavininn og ráðleggingar sem það hefur veitt honum.
Verðbréfafyrirtæki sem sendir fyrirmæli skv. 1. mgr. ber ábyrgð á að upplýsingar séu heildstæðar og nákvæmar og að ráðleggingar sem veittar hafa verið viðskiptavininum hæfi honum.
Verðbréfafyrirtæki sem tekur við fyrirmælum skv. 1. mgr. ber ábyrgð á að framkvæmd þjónustu og viðskipta sé í samræmi við ákvæði þessa þáttar.
48. gr. Besta framkvæmd.
Verðbréfafyrirtæki skal við framkvæmd fyrirmæla leita allra leiða til að ná bestu mögulegu niðurstöðu fyrir viðskiptavin að teknu tilliti til verðs, kostnaðar, hraða, líkna á að af viðskiptum og uppgjöri verði, umfangs, eðlis eða annarra þátta sem máli skipta. Mæli viðskiptavinur hins vegar fyrir um ákveðna framkvæmd skal fylgja fyrirmælum hans.
Þegar verðbréfafyrirtæki framkvæmir fyrirmæli fyrir hönd almenns fjárfestis skal ákvarða bestu mögulegu niðurstöðu út frá heildargreiðslu, þ.e. verðs fjármálagernings auk kostnaðar við framkvæmd. Innifalinn skal allur kostnaður viðskiptavinar sem er beinlínis tengdur framkvæmd fyrirmæla, þ.m.t. þóknanir.
Í því skyni að ná fram bestu mögulegu niðurstöðu fyrir viðskiptavin skv. 1. mgr. skal verðbréfafyrirtæki, ef hægt er að framkvæma fyrirmæli á fleiri en einum viðskiptastað, meta og bera saman þá niðurstöðu sem hægt væri að ná fyrir viðskiptavin á sérhverjum viðskiptastað sem tilgreindur er í stefnu verðbréfafyrirtækis um framkvæmd fyrirmæla. Í matinu skal tekið tillit til þóknana verðbréfafyrirtækisins sjálfs og þess kostnaðar sem hlýst af framkvæmd fyrirmæla á hverjum viðskiptastað fyrir sig.
Verðbréfafyrirtæki skal ekki taka við endurgjaldi, afslætti eða ófjárhagslegum ávinningi fyrir að beina fyrirmælum viðskiptavinar til tiltekins viðskiptavettvangs eða viðskiptastaðar, sem væri andstætt kröfum um ráðstafanir vegna hagsmunaárekstra eða umbunar skv. 1.–3. mgr. þessarar greinar, 2. mgr. 21. gr., 22. gr. og 32.–38. gr.
Viðskiptavettvangar og innmiðlarar skulu, a.m.k. einu sinni á ári, gera aðgengileg almenningi án endurgjalds gögn í formi skýrslu varðandi gæði framkvæmdar viðskipta með fjármálagerninga sem falla undir viðskiptaskyldu skv. 23. og 28. gr. MiFIR. Viðskiptastaðir skulu einnig gera aðgengilegar almenningi slíkar skýrslur um fjármálagerninga sem ekki falla undir viðskiptaskylduna. Skýrslurnar skulu innihalda upplýsingar um verð, kostnað, hraða og líkur á viðskiptum fyrir einstaka fjármálagerninga. Verðbréfafyrirtæki skal í kjölfar viðskipta upplýsa viðskiptavin um það hvar þau voru framkvæmd.
Verðbréfafyrirtæki skal hafa til staðar skilvirkar ráðstafanir til að fullnægja skyldum skv. 1.–3. mgr. Sér í lagi skal verðbréfafyrirtæki hafa til staðar stefnu um framkvæmd viðskiptafyrirmæla sem gerir því kleift að ná bestu mögulegu niðurstöðu fyrir viðskiptavini sína. Í henni skulu koma fram, að því er varðar hvern flokk fjármálagerninga, upplýsingar um þá viðskiptastaði sem verðbréfafyrirtæki notar til að framkvæma fyrirmæli viðskiptavina sinna og þá þætti sem hafa áhrif á val viðskiptastaðar. Í stefnunni skal a.m.k. tilgreina þá viðskiptastaði sem gera verðbréfafyrirtækinu kleift að ná að jafnaði bestu mögulegu niðurstöðu við framkvæmd fyrirmæla viðskiptavina. Verðbréfafyrirtæki skal veita viðskiptavinum sínum viðeigandi upplýsingar um stefnu sína um framkvæmd viðskiptafyrirmæla og afla fyrir fram samþykkis þeirra á henni. Í upplýsingunum skal greina skilmerkilega, nægilega ítarlega og á þann hátt að auðskilið sé fyrir viðskiptavin hvernig verðbréfafyrirtækið muni framkvæma viðskiptafyrirmælin.
Þegar stefna um framkvæmd fyrirmæla skv. 6. mgr. býður upp á þann möguleika að fyrirmæli viðskiptavina séu framkvæmd utan viðskiptavettvangs skal verðbréfafyrirtæki upplýsa viðskiptavini sína sérstaklega um þann möguleika. Verðbréfafyrirtæki skal afla fyrir fram sérstaks samþykkis viðskiptavina áður en fyrirmæli þeirra eru framkvæmd utan viðskiptavettvangs. Samþykkið getur verið annaðhvort almennt eða að því er varðar einstök viðskipti.
Verðbréfafyrirtæki sem framkvæmir fyrirmæli viðskiptavinar skal árlega útbúa og birta opinberlega, fyrir hvern flokk fjármálagerninga, yfirlit um fimm helstu viðskiptastaði með tilliti til umfangs viðskipta síðastliðið ár og upplýsingar um gæði framkvæmdar.
Verðbréfafyrirtæki sem framkvæmir fyrirmæli viðskiptavina skal hafa eftirlit með skilvirkni þess fyrirkomulags og stefnu sem þau setja um framkvæmd fyrirmæla til að geta greint annmarka og bætt úr þeim, eins og við á. Það skal einkum meta reglulega hvort viðskiptakerfin, sem eru hluti af stefnu þess um framkvæmd fyrirmæla, veiti bestu mögulegu niðurstöðu fyrir viðskiptavininn eða hvort þau þurfi að gera breytingar á fyrirkomulagi sínu við framkvæmd fyrirmæla, m.a. með hliðsjón af upplýsingum sem birtar eru skv. 5. og 8. mgr. Verðbréfafyrirtæki skal tilkynna viðskiptavinum sínum um verulegar breytingar á fyrirkomulagi sínu og stefnu um framkvæmd fyrirmæla.
Verðbréfafyrirtæki skal geta sýnt fram á, að beiðni viðskiptavinar, að það hafi framkvæmt fyrirmæli hans í samræmi við stefnu fyrirtækisins um framkvæmd fyrirmæla skv. 6. mgr.
Um bestu framkvæmd er nánar kveðið á um í 64.–66. gr. reglugerðar (ESB) 2017/565, sbr. 2. tölul. 1. mgr. 3. gr.
[Seðlabanki Íslands setur reglur1) um efni og snið upplýsinga sem verðbréfafyrirtæki skulu birta samkvæmt þessari grein.]2)
1)Rgl. 545/2023. 2)L. 50/2022, 7. gr.
49. gr. Meðferð fyrirmæla viðskiptavina.
Verðbréfafyrirtæki skal hafa til staðar verkferla og fyrirkomulag þar sem kveðið er á um skjóta og sanngjarna framkvæmd fyrirmæla viðskiptavina samanborið við fyrirmæli annarra viðskiptavina og viðskiptahagsmuni verðbréfafyrirtækisins.
Verðbréfafyrirtæki skal framkvæma fyrirmæli viðskiptavina, sem eru sambærileg, í þeirri röð sem þau berast.
Ef skilyrt fyrirmæli viðskiptavinar vegna hlutabréfa sem eru í viðskiptum á viðskiptavettvangi eru ekki framkvæmd jafnskjótt og þau berast við ríkjandi markaðsaðstæður skal verðbréfafyrirtæki, nema viðskiptavinur mæli fyrir um annað, gera ráðstafanir til að þau verði framkvæmd eins skjótt og mögulegt er með því að birta þau samstundis þannig að þau séu aðgengileg öðrum markaðsaðilum. Verðbréfafyrirtæki getur fullnægt þessari skyldu með miðlun fyrirmælanna til viðskiptavettvangs.
Fjármálaeftirlitið getur veitt undanþágu frá skyldu skv. 3. mgr. að birta skilyrt fyrirmæli sem eru óvenju umfangsmikil samanborið við venjulega markaðsstærð í skilningi 4. gr. MiFIR.
Um meðferð fyrirmæla viðskiptavina er nánar kveðið á um í 67.–70. gr. reglugerðar (ESB) 2017/565, sbr. 2. tölul. 1. mgr. 3. gr.
50. gr. Einkaumboðsmenn.
Verðbréfafyrirtæki er heimilt að tilnefna einkaumboðsmenn til að kynna þjónustu þess, stofna til viðskipta eða taka á móti fyrirmælum frá viðskiptavinum eða hugsanlegum viðskiptavinum og miðla þeim, selja fjármálagerninga og veita fjárfestingarráðgjöf.
Verðbréfafyrirtæki sem veitir þjónustu fyrir milligöngu einkaumboðsmanna ber fulla og ótakmarkaða ábyrgð á aðgerðum og vanrækslu þeirra þegar þeir starfa á vegum þess. Einkaumboðsmönnum er skylt að gera viðskiptavinum grein fyrir í umboði hvers þeir starfa. Einkaumboðsmönnum er óheimilt að taka við fjármunum frá viðskiptavinum.
Verðbréfafyrirtæki skulu hafa eftirlit með að einkaumboðsmenn þeirra:
1. hafi gott orðspor,
2. hafi viðeigandi almenna, viðskiptalega og faglega þekkingu,
3. hafi hæfi til að geta veitt fjárfestingar- eða viðbótarþjónustu eða greint viðskiptavini eða hugsanlegum viðskiptavini nákvæmlega frá öllum viðeigandi upplýsingum varðandi fyrirhugaða þjónustu, og
4. starfi í samræmi við lög og reglur sem gilda um fjárfestingar- og viðbótarþjónustu.
Verðbréfafyrirtæki skal gera viðeigandi ráðstafanir til að koma í veg fyrir að önnur starfsemi sem einkaumboðsmaður sinnir hafi neikvæð áhrif á þá starfsemi sem hann annast í umboði fyrirtækisins skv. 1. mgr.
Verðbréfafyrirtæki sem hyggst fela einkaumboðsmanni að starfa í umboði þess hér á landi skal sækja um skráningu einkaumboðsmannsins hjá Fjármálaeftirlitinu. Einkaumboðsmaður skal hafa verðbréfaréttindi.
Fjármálaeftirlitið skal halda skrá yfir einkaumboðsmenn sem uppfylla skilyrði þessarar greinar og birta hana á vef sínum. Einkaumboðsmanni er heimilt að hefja starfsemi hér á landi í kjölfar skráningar.
51. gr. Flokkun viðskiptavina o.fl.
Verðbréfafyrirtæki skal flokka viðskiptavini sína í viðurkennda gagnaðila, fagfjárfesta og almenna fjárfesta við upphaf viðskiptasambands. Verðbréfafyrirtæki skal veita viðskiptavinum upplýsingar á varanlegum miðli um flokkun þeirra, rétt þeirra til að óska eftir að falla í annan flokk og afleiðingar þess. Verðbréfafyrirtæki skal setja sér verklagsreglur um flokkun viðskiptavina.
Fagfjárfestar bera ábyrgð á því að tilkynna verðbréfafyrirtækjum um breytingar sem haft geta áhrif á flokkun þeirra sem fagfjárfesta. Þá ber verðbréfafyrirtækjum að grípa til viðeigandi aðgerða verði þeim kunnugt um að viðskiptavinur uppfylli ekki lengur skilyrði fyrir því að farið verði með hann sem fagfjárfesti.
Um flokkun viðskiptavina er nánar kveðið á um í 45. gr. reglugerðar (ESB) 2017/565, sbr. 2. tölul. 1. mgr. 3. gr.
52. gr. Aukin vernd fyrir fagfjárfesta.
Verðbréfafyrirtæki skal upplýsa fagfjárfesti um rétt hans til að óska eftir því að vera flokkaður sem almennur fjárfestir. Aukin vernd verður einungis veitt fagfjárfesti í kjölfar skriflegs samkomulags við verðbréfafyrirtæki um að hann verði ekki flokkaður sem fagfjárfestir. Í samkomulaginu skal tilgreina hvort þetta gildir almennt eða með tilliti til tiltekinna viðskipta, þjónustu, fjármálagernings eða afurðar.
53. gr. Þjónusta sem veitt er fagfjárfestum.
Ákvæði 3. tölul. 2. mgr. 34. gr. eiga ekki við um þjónustu sem veitt er fagfjárfestum nema vegna fjárfestingarráðgjafar og eignastýringar. Ákvæði 4. mgr. 44. gr. og 2.–5. mgr. 46. gr. eiga ekki við um þjónustu sem veitt er fagfjárfesti, nema hann upplýsi verðbréfafyrirtæki, annaðhvort á rafrænu formi eða pappír, að hann vilji að svo sé. Verðbréfafyrirtæki skulu halda skrá um öll slík samskipti, sbr. 5. mgr. 23. gr.
54. gr. Aðilar sem geta óskað eftir því að vera fagfjárfestar.
Aðilar sem ekki teljast fagfjárfestar geta óskað eftir því að verðbréfafyrirtæki flokki þá sem fagfjárfesta. Verðbréfafyrirtæki skal leggja mat á sérfræðikunnáttu, þekkingu og reynslu viðskiptavinar og hvort hún veiti nægilega vissu fyrir því að hann geti sjálfur tekið ákvarðanir um fjárfestingar og skilji áhættuna sem í þeim felst. Til að farið verði með viðskiptavin sem fagfjárfesti samkvæmt þessari grein skal hann uppfylla a.m.k. tvö af eftirfarandi skilyrðum:
1. Hann hafi átt umtalsverð viðskipti á viðeigandi markaði næstliðna fjóra ársfjórðunga, að meðaltali a.m.k. tíu sinnum á hverjum ársfjórðungi.
2. Verðgildi fjármálagerninga og innstæðna fjárfestis nemi samanlagt meira en jafnvirði 500.000 evra [í íslenskum krónum],1) miðað við opinbert viðmiðunargengi eins og það er skráð hverju sinni.
3. Fjárfestir gegni eða hafi gegnt, í a.m.k. eitt ár, stöðu í fjármálageiranum sem krefst þekkingar á fyrirhuguðum viðskiptum eða þjónustu.
Til að viðskiptavinir skv. 1. mgr. geti óskað eftir því að teljast fagfjárfestar verða þeir að tilkynna verðbréfafyrirtækinu skriflega hvort þeir óski eftir að hafa slíka stöðu almennt eða vegna einstakra viðskipta eða tegundar viðskipta. Þá skal verðbréfafyrirtæki gefa þeim skýra skriflega viðvörun um þá réttarvernd og þann bótarétt sem þeir kunna að verða af og skulu viðskiptavinir í sérstöku skjali lýsa því yfir að þeim sé kunnugt um afleiðingar þess að missa slíka réttarvernd.
1)L. 50/2022, 8. gr.
55. gr. Viðskipti við viðurkennda gagnaðila.
Verðbréfafyrirtæki sem hefur leyfi til að framkvæma fyrirmæli viðskiptavina, eiga viðskipti fyrir eigin reikning eða taka á móti og miðla fyrirmælum er heimilt að eiga í viðskiptum við viðurkennda gagnaðila án þess að fullnægja skilyrðum [33. gr., 1., 4. og 6.–9. mgr. 34. gr., 35.–41. gr., 44. gr., 45. gr., 1., 6. og 7. mgr. 46. gr.],1) 48. gr. og 1.–2. mgr. 49. gr.
Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. er viðurkenndum gagnaðila heimilt að krefjast þess að verðbréfafyrirtæki fari að þeim ákvæðum sem tilgreind eru í 1. mgr. í viðskiptum sínum við hann.
Verðbréfafyrirtæki skal, áður en það framkvæmir viðskipti skv. 1. mgr., afla fyrir fram staðfestingar frá viðurkenndum gagnaðila um að hann samþykki að farið sé með hann sem slíkan í þeim viðskiptum. Heimilt er að afla almenns samþykkis einu sinni eða sérstaks samþykkis fyrir hver viðskipti.
Verðbréfafyrirtæki skal starfa af heiðarleika, sanngirni og fagmennsku í samskiptum sínum við viðurkennda gagnaðila og miðla upplýsingum á sanngjarnan og skýran hátt og ekki villandi, að teknu tilliti til eðlis hinna viðurkenndu gagnaðila og starfsemi þeirra.
Um viðskipti við viðurkennda gagnaðila er nánar kveðið á um í 71. gr. reglugerðar (ESB) 2017/565, sbr. 2. tölul. 1. mgr. 3. gr.
1)L. 50/2022, 9. gr.
56. gr. Viðskiptaeftirlit.
Verðbréfafyrirtæki og rekstraraðilar markaða sem starfrækja markaðstorg fjármálagerninga eða skipulegt markaðstorg skulu hafa skilvirkar ráðstafanir og verklag í því skyni að hafa reglulegt eftirlit með því að aðilar, þátttakendur og notendur fari að reglum þeirra. Jafnframt skulu þeir hafa skilvirkt eftirlit með tilboðum, afturköllunum og viðskiptum aðila, þátttakenda og notenda í því skyni að greina brot á reglum markaðarins, ótilhlýðilegar viðskiptaaðstæður, háttsemi sem kann að fela í sér brot gegn ákvæðum MAR og kerfisraskanir sem tengjast fjármálagerningi.
Verðbréfafyrirtæki og rekstraraðilar markaða skv. 1. mgr. skulu tilkynna Fjármálaeftirlitinu þegar í stað um veruleg brot á reglum þeirra, óróleika í viðskiptum, háttsemi sem kann að fela í sér brot gegn ákvæðum MAR og kerfisraskanir. Jafnframt skulu þeir veita Fjármálaeftirlitinu og lögreglu fulla aðstoð við rannsókn og saksókn vegna markaðssvika sem eiga sér stað í eða gegnum kerfi þeirra.
Fjármálaeftirlitið skal áframsenda ESMA og lögbærum yfirvöldum annarra aðildarríkja upplýsingar skv. 2. mgr. Þó skulu upplýsingar í tengslum við háttsemi sem kann að fela í sér brot gegn ákvæðum MAR aðeins áframsendar að því gefnu að Fjármálaeftirlitið sé sannfært um að slík ólögmæt háttsemi hafi átt sér stað.
Um viðskiptaeftirlit er nánar kveðið á um í 82. gr. reglugerðar (ESB) 2017/565, sbr. 2. tölul. 1. mgr. 3. gr.
57. gr. Tímabundin stöðvun viðskipta með fjármálagerninga og taka þeirra úr viðskiptum á markaðstorgi fjármálagerninga eða skipulegu markaðstorgi.
Verðbréfafyrirtæki og rekstraraðila markaðar sem starfrækir markaðstorg fjármálagerninga eða skipulegt markaðstorg er heimilt að stöðva tímabundið viðskipti með fjármálagerning eða taka hann úr viðskiptum, uppfylli hann ekki lengur reglur markaðstorgsins, nema slík ákvörðun sé líkleg til að valda verulegu tjóni á hagsmunum fjárfesta eða skipulegri starfsemi markaðarins. Í slíkum tilvikum skal verðbréfafyrirtækið eða rekstraraðili markaðar einnig stöðva tímabundið viðskipti með, eða taka úr viðskiptum, afleiður skv. a–g-lið 2. tölul. 1. mgr. 4. gr. sem tengjast fjármálagerningnum eða nota hann sem viðmið, þegar slíkt er nauðsynlegt til að styðja við markmið ákvörðunarinnar. Verðbréfafyrirtækið eða rekstraraðili markaðar skal birta ákvörðun skv. 1. málsl. og tilkynna Fjármálaeftirlitinu um hana.
Fjármálaeftirlitið skal krefjast þess að viðskiptavettvangar og innmiðlarar sem eiga viðskipti með fjármálagerninga, þ.m.t. afleiður, skv. 1. mgr., stöðvi tímabundið viðskipti með eða taki þá úr viðskiptum þegar um er að ræða yfirtökutilboð, grun um markaðssvik eða þegar um er að ræða brot gegn 7. og 17. gr. MAR sökum þess að innherjaupplýsingar um útgefanda eða fjármálagerning hafa ekki verið birtar, nema slík ákvörðun geti valdið verulegu tjóni á hagsmunum fjárfesta eða skipulegri starfsemi markaðarins. Fjármálaeftirlitið skal þegar í stað birta ákvörðunina og tilkynna ESMA og lögbærum yfirvöldum hinna aðildarríkjanna um hana.
Þegar Fjármálaeftirlitið fær tilkynningu skv. 2. mgr. um ákvörðun lögbærs yfirvalds annars aðildarríkis skal það krefjast þess að viðskiptavettvangar og innmiðlarar sem eiga viðskipti með fjármálagerninga, þ.m.t. afleiður, skv. 2. mgr., stöðvi tímabundið viðskipti með eða taki þá úr viðskiptum ef um er að ræða yfirtökutilboð, grun um markaðssvik eða þegar um er að ræða brot gegn 7. og 17. gr. MAR sökum þess að innherjaupplýsingar um útgefanda eða fjármálagerning hafa ekki verið birtar, nema slík ákvörðun geti valdið verulegu tjóni á hagsmunum fjárfesta eða skipulegri starfsemi markaðarins. Fjármálaeftirlitið skal tilkynna ESMA og öðrum lögbærum yfirvöldum um ákvörðun sína, þar sem sérstaklega skal koma fram skýring á því taki Fjármálaeftirlitið ákvörðun um að aðhafast ekki.
Verklag skv. 2. og 3. mgr. á einnig við þegar Fjármálaeftirlitið afléttir ákvörðun samkvæmt þessari grein, þegar það tekur ákvörðun um að stöðva tímabundið viðskipti með fjármálagerninga, þ.m.t. afleiður, eða taka þá úr viðskiptum á grundvelli 10. og 11. tölul. 4. mgr. 119. gr. og þegar það afléttir slíkri ákvörðun.
Um tímabundna stöðvun viðskipta með fjármálagerninga og töku þeirra úr viðskiptum á markaðstorgi fjármálagerninga eða skipulegu markaðstorgi er nánar kveðið á um í reglugerð (ESB) 2017/565, sbr. 2. tölul. 1. mgr. 3. gr.
Seðlabanki Íslands setur reglur1) um framkvæmd ákvæðisins, þ.m.t. um form og efni tilkynninga.
1)Rgl. 545/2023.
58. gr. Vaxtarmarkaðir lítilla og meðalstórra fyrirtækja.
Rekstraraðilar markaðstorgs fjármálagerninga með starfsleyfi hér á landi geta sótt um það til Fjármálaeftirlitsins að markaðstorgið verði skráð sem vaxtarmarkaður lítilla og meðalstórra fyrirtækja.
Fjármálaeftirlitinu er heimilt að fenginni umsókn skv. 1. mgr. að skrá markaðstorg sem vaxtarmarkað fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki, að því gefnu að það telji kröfur skv. 3. mgr. uppfylltar.
Á markaðstorgi fjármálagerninga skulu gilda skilvirkar reglur, kerfi og verklag sem tryggja að:
1. Hið minnsta 50% útgefenda fjármálagerninga, sem hafa verið teknir til viðskipta á markaðstorgi fjármálagerninga, séu lítil og meðalstór fyrirtæki á þeim tíma þegar markaðstorg fjármálagerninga er skráð sem vaxtarmarkaður lítilla og meðalstórra fyrirtækja og á hverju almanaksári eftir það.
2. Sett séu viðeigandi viðmið fyrir upphaflega töku fjármálagernings til viðskipta og áframhaldi veru hans í viðskiptum.
3. Birtar séu nægjanlegar upplýsingar þegar fjármálagerningar eru upphaflega teknir til viðskipta til að gera fjárfestum kleift að taka upplýsta ákvörðun um fjárfestingu. Það skal gera annaðhvort með viðeigandi skráningarskjali eða lýsingu, þegar kröfur laga um verðbréfaviðskipti um almenn útboð eiga við.
4. Birtar séu á markaðinum reglubundið viðeigandi fjárhagsupplýsingar, annaðhvort af útgefanda eða fyrir hans hönd, svo sem endurskoðaður ársreikningur.
5. Útgefendur, einstaklingar sem gegna stjórnunarstörfum og aðilar nákomnir þeim í skilningi MAR uppfylli viðeigandi ákvæði MAR.
6. Upplýsingar sem útgefendum er skylt að veita lögum samkvæmt séu geymdar og þeim miðlað til almennings.
7. Til staðar séu skilvirk kerfi og stjórntæki sem miði að því að koma í veg fyrir og koma auga á markaðssvik á vaxtarmarkaðinum.
Aðila sem starfrækir markaðstorg fjármálagerninga er heimilt að gera kröfur til útgefenda til viðbótar kröfum 3. mgr.
Fjármálaeftirlitið getur tekið vaxtarmarkað fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki af skrá ef:
1. aðili sem starfrækir markaðinn sækir um afskráninguna, eða
2. kröfur skv. 3. mgr. eru ekki lengur uppfylltar.
Fjármálaeftirlitið skal tilkynna ESMA eins fljótt og unnt er ef það skráir eða afskráir vaxtarmarkað fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki.
Hafi fjármálagerningur verið tekinn til viðskipta á einum vaxtarmarkaði fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki er heimilt að taka hann til viðskipta á öðrum vaxtarmarkaði, að því tilskildu að útgefandinn hafi verið upplýstur um slíkt og ekki hreyft við því andmælum. Útgefandanum ber í slíkum tilvikum ekki skylda til að uppfylla reglur um stjórnarhætti fyrirtækja eða birtingu upplýsinga vegna síðari vaxtarmarkaðarins.
Um vaxtarmarkaði lítilla og meðalstórra fyrirtækja er nánar kveðið á um í reglugerð (ESB) 2017/565, sbr. 2. tölul. 1. mgr. 3. gr.
59. gr. Úrskurðar- og réttarúrræði.
Verðbréfafyrirtæki skulu hafa aðgengilegar upplýsingar um úrskurðar- og réttarúrræði ef ágreiningur rís á milli þeirra og neytanda um fjárfestingar- eða viðbótarþjónustu, m.a. um málskot til úrskurðaraðila samkvæmt lögum um úrskurðaraðila á sviði neytendamála.
III. kafli. Starfsemi verðbréfafyrirtækja á milli aðildarríkja.
60. gr. Þjónusta og starfsemi verðbréfafyrirtækja, með starfsleyfi í aðildarríki, hér á landi án stofnunar útibús.
Verðbréfafyrirtækjum sem hafa starfsleyfi og eru undir eftirliti í öðru aðildarríki er heimilt að veita þjónustu og stunda starfsemi samkvæmt lögum þessum hér á landi án stofnunar útibús eða fyrir milligöngu einkaumboðsmanns sem staðsettur er í heimaaðildarríki þess.
Heimildir til að veita þjónustu og stunda starfsemi hér á landi samkvæmt þessari grein verða aldrei víðtækari en starfsheimildir fyrirtækisins í heimaaðildarríki þess. Viðbótarþjónustu má aðeins veita samhliða fjárfestingarþjónustu og fjárfestingarstarfsemi.
Svissnesk og færeysk verðbréfafyrirtæki geta veitt þjónustu og stundað starfsemi samkvæmt þessum lögum hér á landi enda séu sömu kröfur gerðar til þeirra og verðbréfafyrirtækja sem hafa starfsleyfi og eru undir eftirliti í ríki innan EES og að gerður hafi verið samstarfssamningur á milli Seðlabanka Íslands og lögbærra svissneskra eða færeyskra yfirvalda.
Fjármálaeftirlitið skal birta á vef sínum upplýsingar um einkaumboðsmenn staðsetta i heimaaðildarríki verðbréfafyrirtækis sem hafa heimild til að veita þjónustu og/eða stunda starfsemi hér á landi í umboði erlends fyrirtækis.
61. gr. Þjónusta og starfsemi verðbréfafyrirtækja, með starfsleyfi í aðildarríki, með stofnun útibús eða fyrir milligöngu einkaumboðsmanns.
Verðbréfafyrirtæki sem hafa starfsleyfi og eru undir eftirliti í öðru aðildarríki geta stofnsett útibú hér á landi eða veitt þjónustu og stundað starfsemi fyrir milligöngu einkaumboðsmanns sem er staðsettur hér á landi tveimur mánuðum eftir að Fjármálaeftirlitið hefur fengið tilkynningu um fyrirhugaða starfsemi frá lögbæru yfirvaldi í heimaaðildarríki fyrirtækisins, sbr. þó 2. mgr.
Ekki er heimilt að veita þjónustu eða stunda starfsemi samkvæmt þessari grein fyrir milligöngu einkaumboðsmanna sem staðsettir eru hér á landi fyrr en Fjármálaeftirlitinu hefur borist tilkynning frá lögbærum yfirvöldum í heimaaðildarríki fyrirtækisins um auðkenni þeirra.
Heimildir til að veita þjónustu og stunda starfsemi hér á landi samkvæmt þessari grein verða aldrei víðtækari en starfsheimildir fyrirtækisins í heimaaðildarríki þess. Viðbótarþjónustu má aðeins veita samhliða fjárfestingarþjónustu og fjárfestingarstarfsemi.
Svissnesk og færeysk verðbréfafyrirtæki geta veitt þjónustu og stundað starfsemi samkvæmt þessum lögum hér á landi enda séu sömu kröfur gerðar til þeirra og verðbréfafyrirtækja sem hafa starfsleyfi og eru undir eftirliti í ríki innan EES og gerður hafi verið samstarfssamningur á milli Seðlabanka Íslands og lögbærra svissneskra eða færeyskra yfirvalda.
Fjármálaeftirlitið skal hafa eftirlit með að útibú verðbréfafyrirtækja hér
á landi sem veita þjónustu eða stunda starfsemi sem fellur undir lög þessi fari
að ákvæðum [23. gr.],1) 33.–41. gr., 44.–46. gr. og 48. og 49. gr. laganna og 14.–26. gr. MiFIR.
Fjármálaeftirlitinu er heimilt að kanna ráðstafanir útibúsins og óska eftir breytingum sem þörf er á til að Fjármálaeftirlitinu sé kleift að sinna eftirliti með því að útibúið uppfylli skyldur skv. 5. mgr. Áður en Fjármálaeftirlitið framkvæmir vettvangsskoðun í útibúi verðbréfafyrirtækis hér á landi skal það tilkynna lögbæru yfirvaldi í heimaaðildarríki þess þar um.
Lögbæru yfirvaldi í heimaaðildarríki er heimilt, eftir að hafa tilkynnt Fjármálaeftirlitinu þar um, að framkvæma vettvangsskoðun í útibúum þeirra fyrirtækja sem tilkynnt hafa um þjónustu og/eða starfsemi hér á landi.
Fjármálaeftirlitið skal birta á vef sínum upplýsingar um einkaumboðsmenn sem staðsettir eru hér á landi og hafa heimild til að veita þjónustu og/eða stunda starfsemi í umboði erlendra fyrirtækja samkvæmt þessari grein.
Ákvæði laga um hlutafélög varðandi útibú erlendra hlutafélaga eiga ekki við um útibú skv. 1. mgr.
1)L. 50/2022, 10. gr.
62. gr. Þjónusta og starfsemi verðbréfafyrirtækja, með starfsleyfi á Íslandi, í aðildarríki án stofnunar útibús.
Verðbréfafyrirtækjum sem hafa starfsleyfi og eru undir eftirliti hér á landi er heimilt að veita þjónustu og stunda starfsemi í aðildarríki samkvæmt lögum þessum án stofnunar útibús eða fyrir milligöngu einkaumboðsmanns sem staðsettur er hér á landi. Fyrirtæki skulu tilkynna Fjármálaeftirlitinu um slíkar fyrirætlanir fyrir fram. Í tilkynningu skal koma fram í hvaða ríki standi til að veita þjónustu eða stunda starfsemi, í hverju fyrirhuguð þjónusta og/eða starfsemi sé fólgin og hvort fyrirtækið hyggist notast við einkaumboðsmenn og auðkenni þeirra.
Verðbréfafyrirtæki geta veitt þjónustu og stundað starfsemi samkvæmt þessum lögum í Sviss og Færeyjum ef gerður hefur verið samstarfssamningur á milli Seðlabanka Íslands og lögbærra svissneskra eða færeyskra yfirvalda.
Eigi síðar en einum mánuði frá móttöku tilkynningar skv. 1. mgr. skal Fjármálaeftirlitið framsenda tilkynninguna til lögbærra yfirvalda í viðkomandi gistiaðildarríki ásamt staðfestingu á því að fyrirhuguð þjónusta og starfsemi rúmist innan starfsleyfis fyrirtækisins.
Fyrirtæki skal tilkynna Fjármálaeftirlitinu um hverjar þær breytingar sem kunna að verða á áður veittum upplýsingum skv. 1. mgr. eigi síðar en einum mánuði áður en fyrirhugaðar breytingar koma til framkvæmda. Fjármálaeftirlitið skal tilkynna lögbærum yfirvöldum þess ríkis þar sem fyrirtækið veitir þjónustu og/eða stundar starfsemi um breytingar á áður veittum upplýsingum.
Seðlabanki Íslands setur reglur1) um form, efni og ferli vegna tilkynninga skv. 1. mgr.
1)Rgl. 372/2024.
63. gr. Tilkynning innlendra verðbréfafyrirtækja um stofnun útibús og/eða notkun einkaumboðsmanns í öðru aðildarríki.
Verðbréfafyrirtækjum sem hafa starfsleyfi og eru undir eftirliti hér á landi er heimilt að veita þjónustu og stunda starfsemi í aðildarríki samkvæmt lögum þessum með stofnun útibús eða fyrir milligöngu einkaumboðsmanns sem staðsettur er í gistiaðildarríki. Fyrirtæki skulu tilkynna Fjármálaeftirlitinu um slíkar fyrirætlanir fyrir fram.
Tilkynningu skv. 1. mgr. skulu fylgja upplýsingar um:
1. aðildarríki þar sem fyrirtæki ætlar að stofna útibú eða notast við einkaumboðsmann með staðfestu þar,
2. rekstraráætlun, þar sem m.a. skal koma fram sú fjárfestingar- og viðbótarþjónusta sem ætlunin er að bjóða og sú fjárfestingarstarfsemi sem ætlunin er að stunda,
3. stjórnskipulag útibús sem hefur verið stofnað og tilgreining á þeim einkaumboðsmanni sem útibúið hyggst notast við,
4. hvernig fyrirtækið hyggist nýta sér einkaumboðsmann í aðildarríkjum þar sem það hefur ekki komið á fót útibúi, ásamt upplýsingum um stjórnskipulag, þ.m.t. um boðleiðir og staðsetningu einkaumboðsmannsins í skipulagi fyrirtækisins,
5. heimilisfang í gistiaðildarríki þar sem hægt er að nálgast skjöl, og
6. nöfn þeirra sem bera ábyrgð á stjórnun útibúsins og/eða einkaumboðsmannsins.
Þegar fyrirtæki notar einkaumboðsmenn með staðfestu utan heimaaðildarríkis þess skulu ákvæði laga þessara um útibú eiga við um þá. Hafi útibú verðbréfafyrirtækis verið stofnað í viðkomandi aðildarríki skal einkaumboðsmaður samsamaður því.
Fjármálaeftirlitið skal senda lögbæru yfirvaldi í gistiaðildarríki allar upplýsingar skv. 1. mgr. eigi síðar en þremur mánuðum frá því að því bárust upplýsingarnar nema það hafi ástæðu til að efast um að stjórnskipulag eða fjárhagsstaða fyrirtækisins sé fullnægjandi. Jafnframt skal Fjármálaeftirlitið senda lögbærum yfirvöldum gistiaðildarríkis upplýsingar um tryggingavernd viðskiptavina útibúsins samkvæmt lögum um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta. Hlutaðeigandi fyrirtæki skal samtímis tilkynnt að framangreindar upplýsingar hafi verið sendar. Ákvörðun Fjármálaeftirlitsins um að senda lögbæru yfirvaldi í gistiaðildarríki ekki upplýsingarnar skal rökstudd og send hlutaðeigandi fyrirtæki svo fljótt sem auðið er og eigi síðar en þremur mánuðum frá móttöku fullnægjandi upplýsinga skv. 1. mgr.
Verðbréfafyrirtæki og lánastofnanir geta veitt þjónustu og stundað starfsemi samkvæmt þessum lögum í Sviss og Færeyjum ef gerður hefur verið samstarfssamningur á milli Fjármálaeftirlitsins og lögbærra svissneskra eða færeyskra yfirvalda.
Fyrirtæki skal tilkynna Fjármálaeftirlitinu um hverjar þær breytingar sem kunna að verða á áður veittum upplýsingum samkvæmt þessari grein eigi síðar en einum mánuði áður en fyrirhugaðar breytingar koma til framkvæmda. Fjármálaeftirlitið skal tilkynna lögbærum yfirvöldum gistiaðildarríkis um breytingar á áður veittum upplýsingum. Ákveði fyrirtæki að loka útibúi skal jafnframt tilkynna það Fjármálaeftirlitinu innan framangreinds frests.
Fjármálaeftirlitinu er heimilt, eftir að hafa tilkynnt lögbæru yfirvaldi í gistiaðildarríki þar um, að framkvæma vettvangsskoðun í útibúum innlendra verðbréfafyrirtækja.
Seðlabanki Íslands setur reglur1) um form, efni og ferli vegna tilkynninga skv. 1. mgr.
1)Rgl. 372/2024.
64. gr. Starfsemi markaðstorga fjármálagerninga og skipulegra markaðstorga milli aðildarríkja.
Verðbréfafyrirtækjum og rekstraraðilum markaða sem starfrækja markaðstorg fjármálagerninga eða skipuleg markaðstorg í öðrum aðildarríkjum er heimilt að gera viðeigandi ráðstafanir hér á landi til að auðvelda fjarnotendum, aðilum eða þátttakendum sem hafa staðfestu hér á landi aðgang að mörkuðunum og að eiga viðskipti á þeim.
Verðbréfafyrirtæki eða rekstraraðili markaðar sem starfrækir markaðstorg fjármálagerninga eða skipulegt markaðstorg hér á landi skal tilkynna það Fjármálaeftirlitinu ætli það sér að gera ráðstafanir í öðru aðildarríki til að auðvelda fjarnotendum, aðilum eða þátttakendum sem hafa staðfestu erlendis aðgang að og viðskipti á mörkuðunum. Í tilkynningunni skal koma fram í hvaða aðildarríki ætlunin er að gera slíkar ráðstafanir. Fjármálaeftirlitið skal senda þessar upplýsingar innan mánaðar til lögbæra yfirvaldsins í aðildarríkinu þar sem fyrirtækið hyggst gera slíkar ráðstafanir.
Fjármálaeftirlitið skal, að beiðni lögbærs yfirvalds gistiaðildarríkis markaðstorgs fjármálagerninga og án ástæðulausrar tafar, veita upplýsingar um fjaraðila og þátttakendur markaðstorgsins sem hafa staðfestu í gistiaðildarríkinu.
Seðlabanka Íslands er heimilt að setja reglur um form og efni tilkynninga skv. 2. mgr.
65. gr. Aðild verðbréfafyrirtækja í öðrum aðildarríkjum að skipulegum mörkuðum hér á landi.
Skipulegir markaðir hér á landi skulu, að uppfylltum reglum markaðarins skv. 94. gr., veita verðbréfafyrirtækjum með starfsheimildir í öðrum aðildarríkjum til að framkvæma fyrirmæli viðskiptavina eða stunda viðskipti fyrir eigin reikning aðild og/eða aðgang:
1. beint, með því að stofna útibú hér á landi, eða
2. með því að gerast fjaraðilar eða hafa fjaraðgang að skipulega markaðinum án þess að hafa staðfestu hér á landi, þegar fyrirkomulag viðskipta eða markaðskerfi hlutaðeigandi markaðar gera ekki kröfu um viðveru þeirra til að stunda viðskipti á honum.
66. gr. Aðgangur að miðlægum mótaðila og færsluvísunar- og uppgjörsaðstöðu og réttur til að tilgreina uppgjörskerfi.
Miðlægir mótaðilar og aðilar sem veita færsluvísunar- og uppgjörsaðstöðu hér á landi skulu veita verðbréfafyrirtækjum frá öðrum aðildarríkjum beinan og óbeinan aðgang svo þeim sé kleift að ljúka eða koma í kring lokum viðskipta með fjármálagerninga. Aðgangurinn skal vera háður sömu gagnsæju og hlutlægu viðmiðum og gilda um innlenda aðila og þátttakendur.
Aðilar og þátttakendur á skipulegum markaði hér á landi skulu hafa rétt á að tilgreina kerfi til uppgjörs viðskipta með fjármálagerninga sem fram fara á viðkomandi skipulegum markaði að uppfylltum eftirfarandi skilyrðum:
1. tengslin og ráðstafanirnar á milli tilgreinda uppgjörskerfisins og annars kerfis eða aðstöðu séu þannig að þau tryggi skilvirkt og hagkvæmt uppgjör umræddra viðskipta, og
2. Fjármálaeftirlitið hafi samþykkt að tæknileg skilyrði fyrir uppgjöri viðskipta, sem fram fara á skipulega markaðinum í gegnum annað uppgjörskerfi en það sem hann tiltekur, séu þannig að þau geri hnökralausa og skipulega starfsemi fjármálamarkaða mögulega.
67. gr. Miðlægir mótaðilar og færsluvísunar- og uppgjörsfyrirkomulag að því er varðar markaðstorg fjármálagerninga.
Verðbréfafyrirtækjum og rekstraraðilum markaða sem starfrækja markaðstorg fjármálagerninga er heimilt að koma á viðeigandi fyrirkomulagi með miðlægum mótaðila eða færsluvísunarstöð og uppgjörskerfi í öðru aðildarríki í því skyni að stöðustofna, færsluvísa eða gera upp sum eða öll viðskipti sem aðilar eða þátttakendur í kerfum þeirra ljúka.
Fjármálaeftirlitið getur einungis takmarkað notkun verðbréfafyrirtækja og rekstraraðila markaða, sem starfrækja markaðstorg fjármálagerninga, á miðlægum mótaðilum, færsluvísunarstöðvum og uppgjörskerfum í öðru aðildarríki ef sýnt er fram á að það sé nauðsynlegt til að viðhalda skipulegri starfsemi markaðstorgsins að teknu tilliti til skilyrða um uppgjörskerfi skv. 2. mgr. 66. gr.
IV. kafli. Verðbréfafyrirtæki með staðfestu utan EES.
68. gr. Þjónusta og/eða starfsemi verðbréfafyrirtækis með staðfestu utan EES hér á landi með stofnun útibús.
Fjármálaeftirlitið getur veitt verðbréfafyrirtæki með staðfestu utan EES heimild til að veita fjárfestingarþjónustu og/eða stunda fjárfestingarstarfsemi með stofnun útibús hér á landi.
Um gildissvið heimildar útibús og skrá yfir þau fer skv. 6. gr.
Fjármálaeftirlitið skal innan sex mánaða frá því að fyrirtækið lagði fram fullnægjandi umsókn taka afstöðu til þess hvort það veiti heimild til að starfrækja útibú. Fullnægi umsókn ekki skilyrðum laga þessara að mati Fjármálaeftirlitsins skal það synja um heimild til að starfrækja útibú. Synjun Fjármálaeftirlitsins á umsókn skal rökstudd.
Fjármálaeftirlitið getur krafist þess að útibú frá ríki utan EES verði gert að færa starfsemi útibús í dótturfélag með starfsleyfi hér á landi ef starfsemi þess, stjórnskipulag, stærð, fjöldi viðskiptavina eða áhrif á fjármálamarkað hér á landi eru slík að Fjármálaeftirlitið metur það nauðsynlegt.
Um eftirlit með útibúinu fer skv. 119. gr.
69. gr. Skilyrði heimildar til stofnunar útibús.
Forsenda þess að Fjármálaeftirlitið geti veitt útibúi heimild skv. 68. gr. er að fyrir liggi ákvörðun Evrópusambandsins um að löggjöf um þá fjárfestingarþjónustu og/eða fjárfestingarstarfsemi sem fyrirhugað er að veita og/eða stunda og eftirlit með henni í heimaríki samræmist þeim kröfum sem gerðar eru samkvæmt MiFID2. Jafnframt skal vera til staðar samstarfssamkomulag um regluleg upplýsingaskipti á milli Fjármálaeftirlitsins og lögbærra yfirvalda í heimaríki verðbréfafyrirtækisins.
Auk framangreinds þarf eftirfarandi skilyrðum að vera fullnægt:
1. Fyrirtækið skal vera undir eftirliti í heimaríki sínu og uppfylla kröfur sem þar gilda um reksturinn. Fyrirtækið skal vera með sambærilegar starfsheimildir og verðbréfafyrirtæki innan EES. Fyrirhuguð þjónusta hér á landi skal rúmast innan starfsheimilda þess.
2. Liggja skal fyrir að lögbært yfirvald í heimaríki geri ekki athugasemd við stofnun útibús hér á landi. Ef félagið er undir eftirliti fleiri en eins lögbærs yfirvalds skal yfirlýsing koma frá þeim öllum.
3. Eftirlitið í heimaríki þess skal taka viðeigandi tillit til tilmæla fjármálaaðgerðahópsins í tengslum við baráttu gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.
4. Útibúið skal hafa fjármuni til skilyrðislausar ráðstöfunar á bankareikningi hérlendis sem nema a.m.k. stofnframlagi verðbréfafyrirtækja skv. 2., 3. og 4. mgr. 14. gr. a laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki.
5. Þeir aðilar, einn eða fleiri, sem bera ábyrgð á stjórnun útibúsins skulu allir uppfylla skilyrði 1. mgr. 10. gr. Sömu kröfur skulu gerðar til lykilstarfsmanna útibúsins í skilningi laga um fjármálafyrirtæki.
6. Heimaríki fyrirtækisins skal hafa undirritað samning við íslensk stjórnvöld, sem fer að öllu leyti að stöðlum skv. 26. gr. skattasamningsfyrirmyndar Efnahags- og framfarastofnunarinnar um tekjur og fjármagn og tryggir skilvirk upplýsingaskipti um skattamál, þ.m.t. hvers konar marghliða samninga um skattamál, ef við á.
7. Fyrirtækið skal tilheyra bótakerfi fyrir fjárfesta sem er sambærilegt við bótakerfi samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 97/9/EB um bótakerfi fyrir fjárfesta.
8. Útibúið skal uppfylla skyldur skv. 21.–30. gr., 32.–41. gr., 44.–46. gr. og 48. gr., 1. og 2. mgr. 49. gr., 50. gr. og 55.–57. gr. laganna og 3.–26. gr. MiFIR.
9. Útibúið skal uppfylla ákvæði laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.
10. Útibúið skal uppfylla sambærilegar kröfur til upplýsingakerfa og útvistunar og gerðar eru til fyrirtækja sem veita sambærilega þjónustu hér á landi. Útvistun má ekki torvelda eftirlit með útibúinu.
Fjármálaeftirlitinu er heimilt að setja nánari reglur um reglubundin gagna- og upplýsingaskil samkvæmt þessari grein.
70. gr. Upplýsingaskylda.
Til að Fjármálaeftirlitið geti veitt félagi heimild til að starfrækja útibú skv. 68. gr. skal láta eftirfarandi upplýsingar í té:
1. Allar viðeigandi upplýsingar um fyrirtækið, m.a. heiti, rekstrarform, skráða skrifstofu í heimaríki, aðila í stjórn og hluthafa þess. Upplýsingar skulu fylgja um hvort viðkomandi lögbært yfirvald hafi framkvæmt mat á þeim sem fara með virka eignarhluti í félaginu.
2. Ársreikninga félagsins síðustu þriggja ára ásamt skipuriti þess og upplýsingum um stjórnarhætti.
3. Rekstraráætlun útibús, upplýsingar um hvaða fjárfestingar- og viðbótarþjónustu stendur til að veita, starfsskipulag og innra skipulag útibúsins, m.a. hvernig starfseminni verður sinnt, upplýsingar um hvaða verkefnum félagið í aðildarríki sinnir fyrir útibúið og um fyrirhugaða útvistun.
4. Aðrar upplýsingar sem Fjármálaeftirlitið telur nauðsynlegar.
Ef breytingar verða á framangreindum upplýsingum, skilyrðum skv. 69. gr. eða á starfsemi útibús skal tilkynna um þær fyrir fram til Fjármálaeftirlitsins.
71. gr. Afturköllun heimildar.
Fjármálaeftirlitinu er heimilt að afturkalla heimild til starfrækslu útibús skv. 68. gr.:
1. Afsali fyrirtækið heimild sinni til stofnunar útibús.
2. Hafi fyrirtækið fengið heimildina á grundvelli rangra upplýsinga eða á annan óeðlilegan hátt.
3. Uppfylli útibúið ekki lengur skilyrði sem lágu til grundvallar veitingu heimildarinnar.
4. Nýti fyrirtækið ekki heimildina innan tólf mánaða frá því að hún var veitt eða hætti að veita fjárfestingarþjónustu eða sinna fjárfestingarstarfsemi í meira en sex mánuði samfellt.
5. Brjóti útibúið að öðru leyti gróflega eða ítrekað gegn lögum hér á landi sem um starfsemina gilda eða reglum, samþykktum eða reglugerðum settum samkvæmt þeim.
6. Brjóti útibúið gegn ákvæðum annarra laga sem varðað getur afturköllun starfsleyfis.
7. Sé starfsemi útibúsins þannig háttað að upplýsingagjöf er ekki nægilega traust eða eftirlit með starfseminni eða þjónustunni er torveldað.
Áður en til afturköllunar kemur skv. 1. mgr. skal fyrirtækinu veittur hæfilegur frestur til úrbóta sé unnt að koma úrbótum við að mati Fjármálaeftirlitsins.
72. gr. Starfsemi innlendra verðbréfafyrirtækja utan aðildarríkja.
Verðbréfafyrirtæki sem ætlar sér að veita fjárfestingarþjónustu eða stunda fjárfestingarstarfsemi utan aðildarríkja skal tilkynna Fjármálaeftirlitinu um það fyrir fram og skal í tilkynningunni koma fram lýsing á fyrirhugaðri starfsemi eða þjónustu og aðrar upplýsingar sem Fjármálaeftirlitið telur nauðsynlegar.
Fjármálaeftirlitið getur lagt bann við starfsemi eða þjónustu skv. 1. mgr. hafi stofnunin réttmæta ástæðu til að ætla að lögbundin upplýsingagjöf verði ekki nægilega traust eða eftirlit með starfseminni eða þjónustunni verði torveldað. Fjármálaeftirlitið skal tilkynna fyrirtækinu um ákvörðun sína svo fljótt sem auðið er.
73. gr. Kaup innlendra verðbréfafyrirtækja á hlutum í fjármálafyrirtæki utan aðildarríkja.
Verðbréfafyrirtæki sem ætlar sér að kaupa eða fara með virkan eignarhlut í erlendu fjármálafyrirtæki með staðfestu í ríki sem ekki er aðildarríki skal tilkynna það Fjármálaeftirlitinu fyrir fram. Fjármálaeftirlitið getur lagt bann við slíku ef það hefur réttmæta ástæðu til að ætla að lögbundin upplýsingagjöf verði ekki nægilega traust eða eftirlit með starfseminni eða þjónustunni verði torveldað. Fjármálaeftirlitið skal tilkynna fyrirtækinu um ákvörðun sína svo fljótt sem auðið er.
3. þáttur. Skipulegir markaðir.
74. gr. Starfsleyfi.
Starfræksla skipulegs markaðar er einungis heimil rekstraraðila markaðar sem starfar sem hlutafélag og hlotið hefur starfsleyfi Fjármálaeftirlitsins.
Fjármálaeftirlitið skal veita aðila, sem um það sækir, starfsleyfi sem rekstraraðili markaðar að eftirfarandi skilyrðum uppfylltum:
1. Að hlutafé skv. 77. gr. hafi verið að fullu greitt.
2. Að þeir sem eiga eða koma til með að eiga virkan eignarhlut í félaginu séu hæfir til að fara með eignarhlutinn með tilliti til heilbrigðs og trausts rekstrar skipulegs markaðar.
3. Að ákvæði 79. gr. um stjórn og framkvæmdastjóra séu uppfyllt og ekki sé hlutlægt sýnt fram á að stjórn eða framkvæmdastjóri kunni að ógna skilvirkri, traustri og varfærinni stjórnun skipulega markaðarins að teknu tilliti til heilleika markaðarins.
4. Að önnur skilyrði þessa kafla séu uppfyllt.
Við mat á starfsleyfisumsókn skal Fjármálaeftirlitið líta svo á að framkvæmdastjóri eða stjórnarmaður í starfandi rekstraraðila markaðar uppfylli skilyrði 1. mgr. 79. gr.
Rekstraraðili markaðar ber ábyrgð á því að starfsleyfisskilyrði skv. 2. mgr. séu ávallt uppfyllt og skal tilkynna Fjármálaeftirlitinu, fyrir fram ef við á, um allar breytingar á áður veittum upplýsingum í tengslum við starfsleyfi.
Hafi á hluthafafundi verið samþykktar breytingar á samþykktum rekstraraðila markaðar skulu breyttar samþykktir sendar Fjármálaeftirlitinu innan tíu daga frá hluthafafundi ásamt greinargerð um þær breytingar sem gerðar hafa verið. Rekstraraðila markaðar er einum heimilt að nota í firma sínu eða til nánari skýringar á starfsemi sinni orðin kauphöll og verðbréfamarkaður, ein sér eða samtengd öðrum orðum. Sé hætta á að villst verði á nöfnum erlends og innlends rekstraraðila markaðar sem starfa hér á landi getur Fjármálaeftirlitið krafist þess að fyrirtæki verði auðkennt sérstaklega.
Fjármálaeftirlitið veitir rekstraraðila markaðar heimild, að uppfylltum skilyrðum I. kafla 2. þáttar, til að reka markaðstorg fjármálagerninga [og skipulegt markaðstorg].1)
1)L. 50/2022, 11. gr.
75. gr. Umsókn um starfsleyfi.
Umsókn um starfsleyfi til rekstrar skipulegs markaðar skal vera skrifleg og skulu þar koma fram nægar upplýsingar til að mat verði lagt á hvort skilyrði 74. gr. um veitingu starfsleyfis séu uppfyllt. Umsókn skulu fylgja:
1. Samþykktir félags.
2. Upplýsingar um starfsskipulag þar sem m.a. koma fram upplýsingar um hvernig fyrirhugaðri starfsemi verður sinnt og reglur um viðskipta- og upplýsingakerfi sem nota skal í starfseminni.
3. Upplýsingar um innra skipulag fyrirtækisins, þ.m.t. eftirlits- og starfsreglur.
4. Rekstraráætlun þar sem m.a. kemur fram fyrirhugaður vöxtur og uppbygging eigin fjár.
5. Upplýsingar um stofnendur og hluthafa.
6. Upplýsingar um stjórnarmenn, framkvæmdastjóra og aðra stjórnendur.
7. Staðfesting endurskoðanda á innborgun hlutafjár eða stofnfjár.
8. Upplýsingar um náin tengsl fyrirtækisins við einstaklinga eða lögaðila.
9. Upplýsingar um þau skilyrði sem gilda um aðild að markaðinum og áætlun um væntanlega markaðsaðila og þær tegundir fjármálagerninga sem áætlað er að teknar verði til viðskipta.
Séu rekstraraðili markaðar og skipulegi markaðurinn mismunandi lögaðilar skal taka mið af því í upplýsingum sem fylgja starfsleyfisumsókn.
Fjármálaeftirlitinu er heimilt að óska eftir frekari upplýsingum en skv. 1. mgr., sé það nauðsynlegt við mat á því hvort skilyrði 74. gr. um veitingu starfsleyfis séu uppfyllt.
Ákvörðun Fjármálaeftirlitsins um starfsleyfi skal tilkynna umsækjanda skriflega svo fljótt sem unnt er og eigi síðar en þremur mánuðum eftir að fullnægjandi umsókn barst því. Synjun Fjármálaeftirlits á umsókn skal rökstudd.
Fjármálaeftirlitið skal birta tilkynningar um starfsleyfi skipulegra markaða í Lögbirtingablaði. Fjármálaeftirlitið skal senda ESMA og eftirlitsstjórnvöldum annarra ríkja innan EES lista yfir skipulega markaði sem fengið hafa starfsleyfi hér á landi. Senda skal uppfærðan lista ef breytingar verða á honum.
76. gr. Afturköllun starfsleyfis.
Fjármálaeftirlitinu er heimilt að afturkalla starfsleyfi til að reka skipulegan markað, í heild eða að hluta:
1. Óski fyrirtækið sjálft eftir því.
2. Hafi fyrirtækið fengið starfsleyfið á grundvelli rangra upplýsinga eða á annan óeðlilegan hátt.
3. Fullnægi fyrirtækið ekki skilyrðum þessa þáttar.
4. Nýti fyrirtækið ekki starfsleyfið innan tólf mánaða frá því að það var veitt eða hætti það að starfrækja skipulegan markað í meira en sex mánuði samfellt.
5. Brjóti fyrirtækið að öðru leyti gróflega eða ítrekað gegn lögum þessum eða reglugerðum skv. 3. gr., reglum eða reglugerðum sem settar eru með stoð í lögunum.
6. Brjóti fyrirtækið gegn ákvæðum annarra laga sem varðað getur afturköllun starfsleyfis.
Afturköllun starfsleyfis skal tilkynnt stjórn rekstraraðila markaðar og rökstudd skriflega. Birta skal tilkynningu um afturköllun í Lögbirtingablaði og auglýsa hana í fjölmiðlum.
Fjármálaeftirlitið skal tilkynna ESMA um afturköllun starfsleyfis.
77. gr. Hlutafé.
Innborgað hlutafé skipulegs markaðar skal nema að lágmarki jafnvirði 730.000 evra miðað við opinbert viðmiðunargengi eins og það er skráð hverju sinni.
Fjármálaeftirlitið getur þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. ákveðið hærra lágmarkshlutafé skipulegs markaðar með tilliti til umfangs rekstrarins og áhættuþátta sem honum fylgja og með hliðsjón af kröfum í 78. gr.
Bókfært eigið fé skipulegs markaðar má á hverjum tíma ekki nema lægri fjárhæð en kveðið er á um í 1. mgr. eða ákveðið í samræmi við 2. mgr.
78. gr. Skipulagskröfur.
Skipulegur markaður skal:
1. Hafa til staðar fyrirkomulag til að greina skýrt og takast á við hugsanlegar óhagstæðar afleiðingar hagsmunaárekstra fyrir rekstur skipulega markaðarins eða aðila og þátttakendur, sem komið geta upp á milli skipulega markaðarins, eigenda hans eða rekstraraðila annars vegar og traustrar virkni markaðarins hins vegar. Þetta á sér í lagi við þegar slíkir hagsmunaárekstrar gætu haft neikvæð áhrif á framkvæmd verkefna sem Fjármálaeftirlitið hefur falið skipulega markaðinum að sinna.
2. Vera nægilega vel í stakk búinn til að stýra áhættum sem að honum snúa, koma á viðeigandi ráðstöfunum og kerfum til að greina allar verulegar áhættur fyrir rekstur hans og koma á skilvirkum ráðstöfunum til að draga úr þeim.
3. Tryggja öruggan rekstur tæknilegra kerfa, þ.m.t. að koma á skilvirkri viðbúnaðaráætlun til að takast á við áhættur vegna kerfisraskana.
4. Hafa gagnsæjar og óhlutdrægar reglur og ferla sem tryggja að viðskipti á markaðinum geti farið fram á heiðarlegan og sanngjarnan hátt og koma á hlutlægum viðmiðum um skilvirka framkvæmd fyrirmæla.
5. Gera ráðstafanir svo að uppgjör viðskipta á markaðinum geti farið fram tímanlega og skilvirkt.
6. Búa ávallt yfir nægilegu fjármagni til að sinna hlutverki sínu að teknu tilliti til eðlis og umfangs viðskipta á markaðinum sem og áhættu sem tengist þeim.
Rekstraraðilum markaða er óheimilt að framkvæma fyrirmæli viðskiptavina með því að nýta eiginfjármagn eða taka þátt í jöfnuðum eigin viðskiptum á skipulegum bréfamarkaði sem þeir sjálfir reka.
79. gr. Stjórn og framkvæmdastjóri rekstraraðila markaðar.
Stjórnarmenn og framkvæmdastjóri rekstraraðila markaða skulu vera fjárhagslega sjálfstæðir, vera lögráða, hafa gott orðspor og búa yfir nægilegri þekkingu, færni og reynslu til að geta gegnt stöðu sinni á tilhlýðilegan hátt. Horft skal til þess að sameiginleg reynsla stjórnar sé nægilega víðtæk.
Stjórnarmenn og framkvæmdastjóri mega ekki á síðustu fimm árum hafa verið úrskurðaðir gjaldþrota. Þeir mega ekki í tengslum við atvinnurekstur hafa hlotið dóm á síðustu tíu árum fyrir refsiverðan verknað samkvæmt almennum hegningarlögum, samkeppnislögum, lögum um hlutafélög, lögum um einkahlutafélög, lögum um bókhald, lögum um ársreikninga, lögum um gjaldþrotaskipti o.fl., lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda og lögum um gjaldeyrismál, svo og sérlögum sem gilda um aðila sem lúta opinberu eftirliti með fjármálastarfsemi.
Samsetning stjórnar rekstraraðila markaðar skal vera þannig að stjórnin búi sameiginlega yfir fullnægjandi þekkingu, hæfni og reynslu til að skilja þá starfsemi sem viðkomandi rekstraraðili markaðar stundar, þ.m.t. helstu áhættuþætti hennar.
Rekstraraðili markaðar skal setja sér stefnu um val á stjórnarmönnum í þeim tilgangi að tryggja nægilega fjölbreytni í stjórninni.
Rekstraraðila markaðar ber að verja fullnægjandi fjármunum til að kynna starfsemi rekstraraðila markaðar fyrir stjórnarmanni og tryggja að hann hljóti viðeigandi þjálfun til stjórnarsetunnar.
Rekstraraðili markaðar skal tilkynna Fjármálaeftirlitinu um skipan og síðari breytingar á stjórn og framkvæmdastjóra og skulu tilkynningunni fylgja fullnægjandi upplýsingar til að hægt sé að meta hvort skilyrðum þessarar greinar og 81. gr. sé fullnægt.
Seðlabanki Íslands setur nánari reglur um hæfi stjórnarmanna og framkvæmdastjóra, þar á meðal um hvað felist í fullnægjandi þekkingu og reynslu, góðu orðspori og fjárhagslegu sjálfstæði, og um hvernig staðið skuli að hæfismati.
80. gr. Störf stjórnar rekstraraðila markaðar.
Stjórnarmaður og framkvæmdastjóri skulu starfa af heiðarleika, heilindum og fagmennsku og vera sjálfstæðir í hugsun til að geta skilvirkt metið, gagnrýnt og haft eftirlit með ákvarðanatöku framkvæmdastjóra og annarra stjórnenda sem heyra beint undir framkvæmdastjóra.
Stjórn rekstraraðila markaðar skal skilgreina og hafa eftirlit með innleiðingu á stjórnarháttum sem tryggja skilvirka og varfærna stjórnun félagsins, þ.m.t. aðskilnað starfa og að koma þannig í veg fyrir hagsmunaárekstra að það stuðli að heilleika markaðarins.
Stjórn skal hafa eftirlit með og meta reglulega skilvirkni stjórnarhátta og innra skipulags og gera viðeigandi ráðstafanir til að taka á hvers konar annmörkum.
Stjórnarmenn skulu hafa fullnægjandi aðgang að nauðsynlegum upplýsingum og gögnum til að sinna eftirliti með ákvarðanatöku framkvæmdastjóra og annarra stjórnenda sem heyra beint undir framkvæmdastjóra.
81. gr. Takmarkanir á önnur störf stjórnar og framkvæmdastjóra rekstraraðila markaðar.
Stjórnarmenn skulu verja fullnægjandi tíma í störf sín í þágu starfsemi rekstraraðila markaðar. Við mat á því hvað stjórnarmenn mega eiga sæti í mörgum stjórnum samhliða því að sitja í stjórn rekstraraðila markaðar skal hafa hliðsjón af aðstæðum í hverju tilviki fyrir sig auk eðlis og umfangs starfsemi rekstraraðila markaðarins og því hversu flókin hún er.
Stjórnarmanni og framkvæmdastjóra rekstraraðila markaðar, sem er mikilvægur hvað varðar stærð, innra skipulag, eðli, umfang og flækjustig starfseminnar, er óheimilt að taka að sér störf í stjórnareiningum annarra félaga samhliða setu í stjórn þess nema heildarfjöldi félaganna, að meðtöldum rekstraraðila markaðar, sé innan eftirfarandi marka:
1. fjögur félög ef eingöngu er um að ræða stjórnarsetu, eða
2. tvö félög þar sem viðkomandi sinnir stjórnarsetu og eitt þar sem hann gegnir starfi framkvæmdastjóra.
Við afmörkun á fjölda félaga skv. 2. mgr. skal telja öll:
1. sæti í stjórnum félaga sem eru hluti af samstæðu sem setu í stjórn eins félags,
2. sæti í stjórnum félaga sem rekstraraðili markaðar fer með virkan eignarhlut í sem setu í stjórn eins félags,
3. störf sem framkvæmdastjóri hjá félögum sem eru hluti af sömu samstæðu sem starf framkvæmdastjóra í einu félagi,
4. störf sem framkvæmdastjóri hjá félögum sem rekstraraðili markaðar fer með virkan eignarhlut í sem starf framkvæmdastjóra í einu félagi.
Takmarkanir skv. 2. mgr. taka hvorki til starfa í stjórnareiningum félaga sem eru ekki rekin í atvinnuskyni að meginstefnu til né til einstaklings sem settur er í starf framkvæmdastjóra eða í stjórn rekstraraðila markaðar fyrir hönd ríkisins á grundvelli laga vegna sérstakra aðstæðna í starfsemi umrædds rekstraraðila markaðar.
Fjármálaeftirlitinu er heimilt, að teknu tilliti til umfangs og eðlis þeirra starfa sem framkvæmdastjóri eða stjórnarmaður gegnir eða vegna sérstakra aðstæðna, að veita undanþágu frá takmörkunum skv. 2. mgr. og heimila setu í stjórn eins félags til viðbótar. Fjármálaeftirlitið skal reglulega upplýsa ESMA um slíkar undanþágur.
82. gr. Kröfur vegna virkra eignarhluta í rekstraraðila markaðar.
Aðili sem hyggst fara með virkan eignarhlut í rekstraraðila skipulegs markaðar skal leita samþykkis Fjármálaeftirlitsins. Um ferlið fer skv. 11.–18. gr.
Fjármálaeftirlitið skal synja aðila um heimild til að fara með ráðandi hlut í rekstraraðila skipulegs markaðar ef það telur að eignarhaldið ógni traustri og varfærinni stjórnun skipulegs markaðar.
Rekstraraðili markaðar skal senda Fjármálaeftirlitinu upplýsingar um eignarhald í rekstraraðilanum og breytingar á því. Rekstraraðili skal jafnframt birta upplýsingarnar á vef sínum.
83. gr. Álagsþol kerfa og sjálfvirk stöðvun viðskipta.
Skipulegur markaður skal búa yfir skilvirku kerfi, verkferlum og fyrirkomulagi til að tryggja að viðskiptakerfi hans séu álagsþolin, búi yfir nægilegri getu til að ráða við álagstoppa í magni tilboða og skilaboða, tryggi hnökralaus viðskipti þegar mikið álag er á markaði og séu rækilega prófuð til að ábyrgjast að þau uppfylli þessi skilyrði. Skipulegur markaður skal gera ráðstafanir til að tryggja samfellda starfsemi og samfellu í þjónustu ef bilun verður í viðskiptakerfum hans.
Skipulegur markaður skal hafa skilvirk kerfi, verklag og fyrirkomulag til að hafna tilboðum sem fara umfram fyrir fram ákveðið magn og verðmörk eða eru augljóslega röng.
Skipulegur markaður skal vera fær um að stöðva tímabundið eða takmarka viðskipti þegar verðsveiflur verða á fjármálagerningi, á stuttu tímabili, á þeim markaði eða tengdum markaði og geta í undantekningartilvikum fellt niður, breytt eða leiðrétt viðskipti. Skipulegur markaður skal tryggja að breyturnar sem notaðar eru til að stöðva viðskipti séu stilltar þannig að þær taki tillit til seljanleika mismunandi flokka og undirflokka eigna, eðlis markaðslíkansins og tegunda notenda og að þær nægi til að komast megi hjá verulegri röskun á viðskiptum.
Skipulegur markaður skal senda Fjármálaeftirlitinu skýrslu um breytur sem eru notaðar til að stöðva viðskipti og um hverjar þær breytingar sem gerðar eru á þeim á samkvæman og samanburðarhæfan hátt. Fjármálaeftirlitið skal framsenda ESMA skýrsluna. Skipulegur markaður, sem er mikilvægur hvað varðar seljanleika fjármálagernings, skal hafa yfir að ráða nauðsynlegum kerfum og verkferlum til að tryggja að Fjármálaeftirlitið fái tilkynningu um stöðvun viðskipta svo að það geti tekið ákvarðanir um hvort ástæða sé til að stöðva viðskipti þar sem fjármálagerningurinn er í viðskiptum þar til viðskipti hefjast að nýju á upprunalega markaðinum.
Seðlabanki Íslands setur reglur1) um framkvæmd greinarinnar.
1)Rg. 545/2023. Rgl. 372/2024.
84. gr. Viðskiptavakt.
Skipulegur markaður skal gera skriflega samninga við öll verðbréfafyrirtæki sem stunda viðskiptavakt á markaðinum og, ef þörf er á með hliðsjón af eðli og umfangi viðskipta á markaðinum, áætlun til að tryggja nægilegan fjölda verðbréfafyrirtækja með slíka samninga sem fela í sér skyldu til að setja inn föst tilboð á samkeppnishæfu verði til að tryggja seljanleika á reglulegum og fyrirsjáanlegum grundvelli.
Í samningi skv. 1. mgr. skal að lágmarki tilgreina:
1. Skyldur verðbréfafyrirtækis til að stuðla að seljanleika á markaðinum og, þegar við á, aðrar skyldur sem leiðir af þátttöku í áætlun skv. 1. mgr.
2. Hvers konar hvata, svo sem afslætti í formi endurgreiðslu eða annað sem skipulegur markaður býður verðbréfafyrirtæki til að stuðla að seljanleika á markaði á reglulegum og fyrirsjáanlegum grundvelli og önnur réttindi, ef við á, sem verðbréfafyrirtækið hlýtur af þátttöku í áætlun skv. 1. mgr.
Skipulegur markaður skal hafa eftirlit með og sjá til þess að verðbréfafyrirtæki uppfylli skyldur slíkra samninga og láta Fjármálaeftirlitinu í té upplýsingar um efni þeirra og allar frekari nauðsynlegar upplýsingar til að það geti fullvissað sig um að skipulegi markaðurinn uppfylli skyldur samkvæmt þessari grein.
Seðlabanki Íslands setur reglur1) um framkvæmd greinarinnar.
1)Rgl. 545/2023.
85. gr. Algrímsviðskipti.
Skipulegur markaður skal hafa skilvirk kerfi, verkferla og fyrirkomulag sem m.a. skyldar aðila og þátttakendur til að framkvæma fullnægjandi prófanir á algrími og bjóða upp á prófunarumhverfi. Þessu er ætlað að tryggja að algrímsviðskiptakerfi geti ekki skapað eða stuðlað að truflunum á aðstæðum til viðskipta og gera skipulegum markaði kleift að bregðast við slíkum truflunum af völdum algrímsviðskiptakerfa. Kerfið skal m.a. geta takmarkað hlutfall óframkvæmdra tilboða af viðskiptum sem aðili eða þátttakandi getur sett inn í kerfið, hægt á flæði tilboða ef hætta er á því að kerfi þess nálgist getumörk og takmarkað og framfylgt lágmarksverðskrefi sem heimilt er að framkvæma á markaði.
Skipulegur markaður skal geta greint tilboð, út frá merkingum aðila eða þátttakenda á þeim, sem upprunnin eru úr algrími, hvaða algrím notað er við myndun tilboðsins og þann aðila sem stendur fyrir því. Þessar upplýsingar skal senda til Fjármálaeftirlitsins, óski það eftir þeim.
Seðlabanki Íslands setur nánari reglur1) um algrímsviðskipti, þ.m.t. um prófanir.
1)Rg. 545/2023. Rgl. 372/2024.
86. gr. Beinn rafrænn aðgangur.
Skipulegur markaður sem heimilar beinan rafrænan aðgang skal ráða yfir skilvirkum kerfum, verkferlum og fyrirkomulagi til að tryggja að einungis verðbréfafyrirtæki og lánastofnanir geti boðið upp á slíka þjónustu og að viðeigandi viðmið gildi um hæfi þeirra aðila sem veittur er slíkur aðgangur. Aðilar og þátttakendur skulu bera ábyrgð á tilboðum sem sett eru inn og viðskiptum sem komast á í gegnum slíkan aðgang.
Skipulegur markaður skal hafa viðeigandi áhættustýringu og viðmiðunarmörk vegna viðskipta sem komast á með beinum rafrænum aðgangi. Jafnframt skal skipulegur markaður geta greint hvaða tilboð og viðskipti frá aðila eða þátttakanda eru gerð eða fara fram í gegnum slíkan aðgang og hafa möguleika á að stöðva slík tilboð og viðskipti.
Skipulegur markaður skal hafa til staðar fyrirkomulag til að koma í veg fyrir, tímabundið eða varanlega, að sett séu inn tilboð og komið á viðskiptum í gegnum beinan rafrænan aðgang ef farið er gegn reglum eða viðmiðum sem sett eru á grundvelli þessa ákvæðis.
Seðlabanki Íslands setur reglur1) um framkvæmd ákvæðisins.
1)Rgl. 372/2024.
87. gr. Fyrirkomulag þóknana.
Skipulegum markaði ber að tryggja að fyrirkomulag þóknana, þ.m.t. viðskipta- og viðbótarþóknana og afslátta í formi endurgreiðslu, sé gagnsætt, sanngjarnt og án mismununar og myndi ekki hvata til að setja fram, breyta eða afturkalla tilboð eða framkvæma viðskipti á þann hátt að það ýti undir ótilhlýðilegar viðskiptaaðstæður eða markaðssvik.
Skipulegur markaður skal gera kröfu um viðskiptavakt með einstök hlutabréf eða körfu þeirra í skiptum fyrir hvers konar afslætti í formi endurgreiðslu.
Skipulegum markaði er heimilt að miða þóknanir fyrir afturkölluð tilboð við þann tíma sem tilboðið var til staðar og ákvarða mismunandi þóknanir fyrir hvern fjármálagerning.
Skipulegum markaði er heimilt að krefjast hærri þóknunar sem endurspeglar viðbótarálag á afkastagetu kerfisins:
1. fyrir afturkölluð tilboð,
2. frá þátttakendum sem eru með hátt hlutfall afturkallaðra tilboða, og
3. frá þeim sem stunda háhraðaviðskipti.
Seðlabanki Íslands setur nánari reglur1) um fyrirkomulag þóknana.
1) Rgl. 372/2024.
88. gr. Aðgangur Fjármálaeftirlitsins að tilboðabók.
Að beiðni Fjármálaeftirlitsins skal skipulegur markaður afhenda því gögn sem tengjast tilboðabók, eða veita aðgang að henni, svo að stofnunin geti sinnt eftirliti með viðskiptum.
89. gr. Reglur um samhýsingu.
Reglur skipulegs markaðar um samhýsingu skulu vera gagnsæjar, sanngjarnar og án mismununar.
Seðlabanki Íslands setur nánari reglur1) um samhýsingu.
1)Rgl. 372/2024.
90. gr. Verðskref.
Skipulegur markaður skal koma á verðskrefakerfi vegna hlutabréfa, heimildarskírteina, kauphallarsjóða, skírteina og annarra svipaðra fjármálagerninga. Verðskrefakerfi skulu stillt:
1. þannig að þau endurspegli seljanleikaskilyrði fjármálagernings á mismunandi mörkuðum og meðaltal verðbils kaup- og sölutilboða, með hliðsjón af stöðugleika í verði, án þess að komið sé að óþörfu í veg fyrir frekari þrengingu verðbils, og
2. á viðeigandi hátt fyrir hvern fjármálagerning.
Seðlabanki Íslands setur reglur1) um lágmarksstærð verðskrefs eða verðskrefakerfis vegna fjármálagerninga skv. 1. mgr.
Seðlabanka Íslands er heimilt að ákveða í reglum að skipulegur markaður skuli koma á verðskrefakerfi vegna annarra fjármálagerninga en fram koma í 1. mgr.
1)Rgl. 372/2024.
91. gr. Samstilling viðskiptaklukkna.
Viðskiptavettvangar og aðilar og þátttakendur þeirra skulu samstilla viðskiptaklukkur sem notaðar eru til að skrá dag- og tímasetningar á sérhverjum tilkynningarskyldum atburði.
Seðlabanki Íslands setur frekari reglur1) um samstillingu viðskiptaklukkna.
1)Rgl. 372/2024.
92. gr. Taka fjármálagerninga til viðskipta.
Skipulegur markaður skal setja skýrar og gagnsæjar reglur um töku fjármálagerninga til viðskipta. Reglurnar skulu tryggja að hægt sé að stunda viðskipti á sanngjarnan, skipulegan og skilvirkan hátt. Þegar um er að ræða verðbréf skulu reglurnar tryggja að þau séu framseljanleg án takmarkana.
Reglur skv. 1. mgr. skulu í tilviki afleiðusamninga einkum tryggja að þeir séu þannig gerðir að eðlileg verðmyndun og skilvirk uppgjörsskilyrði séu möguleg.
Skipulegur markaður skal viðhafa skilvirkt fyrirkomulag til að fylgjast með því hvort útgefendur fjármálagerninga sem teknir hafa verið til viðskipta á markaðinum uppfylli skyldur um upplýsingagjöf. Skipulegur markaður skal jafnframt koma á fyrirkomulagi sem gerir þátttakendum kleift að hafa aðgang að upplýsingum sem útgefendur hafa gert opinberar. Skipulegur markaður skal koma á fyrirkomulagi til að viðhafa reglubundið eftirlit með því að fjármálagerningar sem teknir hafa verið til viðskipta á markaðinum uppfylli skilyrði fyrir töku fjármálagerninga til viðskipta.
Heimilt er að taka verðbréf til viðskipta á skipulegum markaði án samþykkis útgefanda ef verðbréfin hafa verið tekin til viðskipta á öðrum skipulegum markaði innan EES. Skipulegur markaður skal tilkynna útgefanda um það að viðskipti fari fram með verðbréf hans á markaðinum. Útgefandi verðbréfa sem hefur ekki samþykkt töku þeirra til viðskipta er ekki skylt að sinna upplýsingaskyldu gagnvart viðkomandi markaði.
Seðlabanki Íslands setur frekari reglur1) um töku fjármálagerninga til viðskipta.
1)Rgl. 545/2023.
93. gr. Tímabundin stöðvun viðskipta og taka fjármálagerninga úr viðskiptum.
Rekstraraðila markaðar er heimilt að stöðva tímabundið viðskipti með fjármálagerninga eða taka þá varanlega úr viðskiptum uppfylli þeir ekki lengur kröfur sem gerðar eru til töku til viðskipta eða ef útgefandi verðbréfa fylgir ekki reglum skipulegs markaðar, nema líkur séu til þess að slíkt geti valdið fjárfestum eða skipulegri starfsemi markaðarins verulegu tjóni.
Rekstraraðili markaðar sem stöðvar tímabundið viðskipti með fjármálagerninga eða tekur þá úr viðskiptum skal gera sömu ráðstafanir vegna afleiðna sem tengjast eða vísa í fjármálagerninginn, þegar nauðsyn krefur, til að styðja við markmið ákvörðunarinnar.
Rekstraraðili markaðar skal birta ákvörðun sína um tímabundna stöðvun eða töku úr viðskiptum þegar í stað og tilkynna Fjármálaeftirlitinu um hana án tafar.
Fjármálaeftirlitið skal krefjast þess að aðrir skipulegir markaðir, markaðstorg fjármálagerninga, skipuleg markaðstorg og innmiðlarar hér á landi stöðvi einnig tímabundið viðskipti með eða taki úr viðskiptum fjármálagerninga skv. 1. mgr. og afleiður skv. 2. mgr. þegar ákvörðunin kemur til vegna grunsemda um markaðssvik, yfirtökutilboð eða um er að ræða brot gegn 7. og 17. gr. MAR sökum þess að innherjaupplýsingar um útgefanda eða fjármálagerning hafa ekki verið birtar, nema líkur séu til þess að slíkt geti valdið fjárfestum eða skipulegri starfsemi markaðarins verulegu tjóni.
Fjármálaeftirlitið skal, geri það kröfu um tímabundna stöðvun viðskipta eða töku úr viðskiptum, birta ákvörðun þegar í stað á vef sínum. Einnig skal tilkynna ESMA og öðrum lögbærum yfirvöldum um hana án tafar. Hið sama á við ákveði Fjármálaeftirlitið að gera ekki kröfu um tímabundna stöðvun viðskipta eða töku úr viðskiptum og skal þá fylgja með tilkynningunni útskýring á ástæðum þess.
Fjármálaeftirlitið skal, berist því tilkynning frá lögbæru yfirvaldi annars aðildarríkis skv. 5. mgr., krefjast þess án tafar að viðskiptavettvangar og innmiðlarar hér á landi stöðvi tímabundið viðskipti með eða taki úr viðskiptum fjármálagerninga skv. 1. mgr. eða afleiður skv. 2. mgr., þegar stöðvun viðskipta eða taka úr viðskiptum kemur til vegna grunsemda um markaðssvik eða yfirtökutilboð eða um er að ræða brot gegn 7. og 17. gr. MAR sökum þess að innherjaupplýsingar um útgefanda eða fjármálagerning hafa ekki verið birtar, nema líkur séu til þess að slíkt geti valdið fjárfestum eða skipulegri starfsemi markaðarins verulegu tjóni.
Ákveði Fjármálaeftirlitið að stöðva tímabundið eða taka úr viðskiptum fjármálagerning eða afleiður skv. 10. og 11. tölul. 4. mgr. 119. gr. skal það fylgja ákvæðum 4.–6. mgr.
Um afléttingu tímabundinnar stöðvunar viðskipta með fjármálagerninga eða afleiður fer einnig skv. 4.–6. mgr.
Seðlabanki Íslands setur frekari reglur1) um tímabundna stöðvun viðskipta og töku fjármálagerninga úr viðskiptum.
1)Rgl. 545/2023.
94. gr. Markaðsaðild.
Skipulegur markaður skal setja reglur um aðild og aðgengi að honum þar sem gerð er grein fyrir þeim skyldum sem hvíla á aðilum og þátttakendum. Reglurnar skulu vera gagnsæjar, hlutlægar og byggðar á jafnræði. Í þeim skal gert ráð fyrir möguleika á bæði beinum aðgangi og fjaraðgangi verðbréfafyrirtækja og lánastofnana.
Í reglunum skal sérstaklega taka fram hvaða skyldur leiðir af:
1. Skipulagi og stjórnun markaðarins.
2. Reglum um viðskipti á markaðinum.
3. Faglegum kröfum sem gerðar eru til starfsfólks verðbréfafyrirtækja og lánastofnana á markaðinum.
4. Skilyrðum sem aðilar eða þátttakendur markaðarins, aðrir en verðbréfafyrirtæki og lánastofnanir skv. 3. mgr. skulu uppfylla.
5. Reglum og verklagi varðandi greiðslujöfnun og uppgjör viðskipta á markaðinum.
Skipulegur markaður getur samþykkt sem aðila eða þátttakendur verðbréfafyrirtæki, lánastofnanir og aðra aðila sem:
1. Hafa nægilega gott orðspor.
2. Hafa fullnægjandi getu til að eiga viðskipti.
3. Búa yfir fullnægjandi hæfni og reynslu.
4. Uppfylla skipulagskröfur, eins og við á.
5. Hafa getu til að framkvæma þær aðgerðir sem þeim er ætlað að framkvæma, að teknu tilliti til mismunandi fjárhagsráðstafana sem markaðurinn kann að hafa komið á til að tryggja fullnægjandi uppgjör viðskipta.
Aðilum og þátttakendum er ekki skylt að fara að ákvæðum 33.–41., 44.–46., 48. og 49. gr. í viðskiptum sín á milli á skipulegum markaði, en verða ætíð að gera það þegar þeir framkvæma fyrirmæli fyrir hönd viðskiptavina.
Skipulegur markaður skal án tafar tilkynna Fjármálaeftirlitinu um það þegar umsókn um aðild eða aðgengi að markaðinum er samþykkt og skal auk þess ársfjórðungslega upplýsa Fjármálaeftirlitið um hverjir séu aðilar og þátttakendur.
95. gr. Starfsemi innan EES.
Skipulegum markaði í öðru aðildarríki er heimilt að gera viðeigandi ráðstafanir hér á landi til að auðvelda fjaraðilum og þátttakendum hér á landi aðgang og viðskipti á markaðinum.
Skipulegur markaður hér á landi sem hyggst gera viðeigandi ráðstafanir í öðru aðildarríki til að auðvelda fjaraðilum og þátttakendum þar aðgang og viðskipti á markaðinum skal tilkynna Fjármálaeftirlitinu það fyrir fram og tilgreina í hvaða aðildarríki ætlunin sé að gera slíkar ráðstafanir. Fjármálaeftirlitið skal áframsenda upplýsingarnar innan eins mánaðar til lögbærs yfirvalds í viðkomandi aðildarríki.
Fjármálaeftirlitið skal, að beiðni lögbærs yfirvalds í aðildarríki og án ástæðulausrar tafar, senda upplýsingar um þarlenda aðila og þátttakendur á skipulegum markaði hér á landi.
96. gr. Eftirlit skipulegs markaðar með viðskiptum.
Skipulegur markaður skal hafa til staðar skilvirkar ráðstafanir og verklag, þ.m.t. úrræði til að sinna reglulegu eftirliti með því að aðilar og þátttakendur fari að reglum hans.
Skipulegur markaður skal hafa eftirlit með tilboðum, þ.m.t. afturköllunum þeirra og viðskiptum aðila og þátttakenda, í því skyni að greina brot á reglum hans, óróleika í viðskiptum eða háttsemi sem kann að fela í sér brot gegn ákvæðum MAR eða kerfisraskanir.
Rekstraraðili markaðar skal tilkynna Fjármálaeftirlitinu þegar í stað um veruleg brot á reglum markaðarins, óróleika í viðskiptum, háttsemi sem kann að fela í sér brot gegn ákvæðum MAR og kerfisraskanir.
Fjármálaeftirlitið skal veita ESMA og lögbærum yfirvöldum í öðrum aðildarríkjum upplýsingar skv. 2. mgr. Aðeins skal senda slíkar upplýsingar í tengslum við háttsemi sem kann að fela í sér brot gegn ákvæðum MAR sé Fjármálaeftirlitið sannfært um að ólögmæt háttsemi hafi átt sér stað.
Rekstraraðili markaðar skal veita Fjármálaeftirlitinu og lögreglu, án ástæðulausrar tafar, viðeigandi upplýsingar vegna rannsóknar á markaðssvikum og veita þeim fulla aðstoð við rannsókn og saksókn vegna markaðssvika sem eiga sér stað á skipulega markaðinum eða gegnum markaðskerfi hans.
Nánar er kveðið á um eftirlit skipulegs markaðar með viðskiptum í 82. gr. reglugerðar (ESB) 2017/565, sbr. 2. tölul. 1. mgr. 3. gr.
97. gr. Aðgengi að miðlægum mótaðilum, stöðustofnun og uppgjöri.
Skipulegum mörkuðum er heimilt að koma á viðeigandi fyrirkomulagi með miðlægum mótaðila eða færsluvísunarstöð og uppgjörskerfi í öðru aðildarríki í því skyni að stöðustofna, færsluvísa eða gera upp sum eða öll viðskipti sem aðilar eða þátttakendur í kerfum þeirra ljúka.
Fjármálaeftirlitið getur einungis takmarkað notkun skipulegs markaðar á miðlægum mótaðilum, færsluvísunarstöðvum og uppgjörskerfum í öðru aðildarríki ef sýnt er fram á að það sé nauðsynlegt til að viðhalda skipulegri starfsemi markaðstorgsins að teknu tilliti til skilyrða um uppgjörskerfi skv. 2. mgr. 66. gr.
4. þáttur. Hámörk á stöður með hrávöruafleiður, áhættustýring og skýrslugjöf.
98. gr. Ákvörðun um hámörk.
Fjármálaeftirlitið skal ákvarða megindleg hámörk á hreinar stöður sem aðila, einum og sér eða sem hluta af samstæðu, er heimilt á hverjum tíma að halda í hverri og einni [landbúnaðarhrávöruafleiðu og veigamikilli og mikilvægri hrávöruafleiðu]1) sem tekin hefur verið til viðskipta á viðskiptavettvangi, þ.m.t. í OTC-samningum sem hafa sömu efnahagslegu áhrif. [Hrávöruafleiður teljast veigamiklar og mikilvægar þegar samanlögð nettóstaða raunverulegra eigenda þeirra samsvarar stöðu sem er að lágmarki 300.000 lotur að meðaltali yfir eins árs tímabil.]1) Hámarkinu er annars vegar ætlað að koma í veg fyrir markaðsmisnotkun og hins vegar að styðja við eðlilega verðmyndun og uppgjörsskilyrði, þ.m.t. með því að koma í veg fyrir stöður sem valdið geta markaðsröskun, og tryggja samleitni á milli verðs afleiðna í afhendingarmánuði þeirra og stundarverðs undirliggjandi hrávöru, án þess að hafa áhrif á verðmyndun á markaði fyrir hina undirliggjandi hrávöru.
[Hámörk á stöður skulu ekki eiga við um:
1. afleiðusamninga ófjárhagslegra aðila að því gefnu að hægt sé að sýna hlutlægt fram á að þeir dragi úr áhættu sem tengist starfsemi þeirra beint,
2. afleiðusamninga fjárhagslegra aðila sem eru hluti af almennri viðskiptasamstæðu og eru gerðir fyrir hönd ófjárhagslegs aðila sem er hluti sömu samstæðu, að því gefnu að hægt sé að sýna hlutlægt fram á að þeir dragi úr áhættu sem tengist starfsemi þeirra beint,
3. afleiðusamninga fjárhagslegra og ófjárhagslegra mótaðila, að því gefnu að hægt sé að sýna hlutlægt fram á að þeir séu vegna skyldu til að stuðla að seljanleika í viðskiptum með hrávöruafleiður eða losunarheimildir,
4. verðbréf sem tengjast hrávörum eða afleiður skv. g-lið 2. tölul. 1. mgr. 4. gr. þar sem hrávörur eru undirliggjandi viðmið.]1)
Fjármálaeftirlitið skal endurskoða hámörk á stöður þegar veruleg breyting verður á afhendingarbæru magni eða á opnum stöðum eða einhver önnur veruleg breyting á markaðinum á sér stað.
Fjármálaeftirlitið skal tilkynna ESMA um fyrirhuguð hámörk á stöður. Komist ESMA að því í áliti að hámarkið ætti að vera annað skal Fjármálaeftirlitið annaðhvort breyta hámarkinu í samræmi við álitið eða rökstyðja þá ákvörðun sína að fylgja ekki álitinu. Fjármálaeftirlitið skal, þegar það setur hámark á stöður í andstöðu við álit ESMA, birta á vef sínum tilkynningu þar sem ákvörðunin er rökstudd.
Hámörk á stöður skulu vera gagnsæ og án mismununar. Tilgreina skal hvernig hámörk eiga við um aðila að teknu tilliti til eðlis og samsetningar markaðsaðila og í hvaða tilgangi viðskiptin eru gerð.
[Seðlabanki Íslands setur reglur2) um nánari framkvæmd þessarar greinar, þ.m.t. hvernig reikna skuli hámörk á stöður, undanþágur frá þeim og veigamiklar og mikilvægar hrávöruafleiður.]1)
1)L. 50/2022, 12. gr. 2)Rgl. 981/2023.
99. gr. Hámörk þegar viðskipti með hrávöruafleiðu fara fram í fleiri en einu ríki.
Ef [landbúnaðarhrávöruafleiður sem byggjast á sömu hrávöru og fela í sér sömu einkenni eða veigamiklar og mikilvægar hrávöruafleiður sem byggjast á sömu hrávöru og fela í sér sömu einkenni eru]1) í viðskiptum á viðskiptavettvangi og þau fara fram í verulegu magni á viðskiptavettvöngum í fleiri en einu aðildarríki, en stærstur hluti viðskiptanna fer fram á viðskiptavettvangi hér á landi, skal Fjármálaeftirlitið ákvarða hámark á stöður skv. 98. gr. Fjármálaeftirlitið skal hafa samráð við viðkomandi lögbær yfirvöld um ákvörðun hámarksins og breytingar á því.
Ef hrávöruafleiða er í viðskiptum á viðskiptavettvangi og þau fara fram í verulegu magni á viðskiptavettvöngum í fleiri en einu aðildarríki, en stærstur hluti viðskiptanna fer fram á viðskiptavettvangi í öðru aðildarríki, skal Fjármálaeftirlitið framfylgja því hámarki á stöður sem lögbært yfirvald í því ríki ákvarðar. Fjármálaeftirlitið skal, telji það að hámarkið samræmist ekki skilyrðum 1. mgr. 98. gr., senda Eftirlitsstofnun EFTA skriflega tilkynningu þar sem sú afstaða er rökstudd.
Um úrlausn ágreinings skv. 1. og 2. mgr. á milli Fjármálaeftirlitsins og annarra lögbærra yfirvalda innan EES fer skv. 19. gr. reglugerðar (ESB) nr. 1095/2010, sbr. lög um evrópskt eftirlitskerfi á fjármálamarkaði.
Þegar viðskipti fara fram með sömu [landbúnaðarhrávöruafleiðuna eða sömu veigamiklu og mikilvægu hrávöruafleiðuna]1) bæði á viðskiptavettvangi hér á landi og í öðru aðildarríki skal Fjármálaeftirlitið, svo að mögulegt sé að hafa eftirlit með og framfylgja hámörkum á stöðum, koma á samningi um samstarf og upplýsingaskipti við lögbær yfirvöld:
1. viðskiptavettvanga þar sem viðskipti fara fram með hrávöruafleiðuna, og
2. fjárfesta sem hafa stöður í þeim.
Seðlabanki Íslands setur nánari reglur2) framkvæmd greinarinnar.
1)L. 50/2022, 13. gr. 2)Rgl. 981/2023.
100. gr. Áhættustýring vegna hámarka á stöður.
Verðbréfafyrirtæki og rekstraraðili markaðar sem starfrækir viðskiptavettvang þar sem hrávöruafleiður eru í viðskiptum skulu koma á áhættustýringu vegna hámarka á stöðum skv. 95. gr. sem gerir þeim að lágmarki kleift að:
1. hafa eftirlit með opnum stöðum aðila,
2. fá aðgang að upplýsingum, þ.m.t. öllum viðeigandi skjölum, frá aðilum um stærð og markmið stöðu eða áhættu sem tekin er, upplýsingum um raunverulega eigendur eða undirliggjandi eigendur, hvers konar samstarf og allar tengdar eignir eða skuldir á undirliggjandi markaði, [einnig þegar við á, fá aðgang að upplýsingum um stöður í hrávöruafleiðum sem byggjast á sömu undirliggjandi hrávöru og hafa sömu einkenni á öðrum viðskiptavettvöngum og/eða í OTC-samningum sem hafa sömu efnahagslegu áhrif],1)
3. krefjast þess að aðili loki eða minnki stöðu, tímabundið eða varanlega eftir eðli máls, og gera einhliða …1) ráðstafanir til að tryggja lokun eða minnkun stöðu ef aðili fer ekki að þeirri kröfu, og
4. krefjast þess …1) að aðili skapi seljanleika tímabundið á markaði með því að eiga viðskipti á umsömdu verði og magni í þeim sérstaka tilgangi að draga úr áhrifum stórra eða ráðandi staða.
Áhættustýring skal vera gagnsæ og án mismununar. Tilgreina skal hvernig hún á við um aðila að teknu tilliti til eðlis og samsetningar markaðsaðila og í hvaða tilgangi viðskiptin eru gerð.
Verðbréfafyrirtæki og rekstraraðilar markaða sem starfrækja viðskiptavettvang skulu tilkynna Fjármálaeftirlitinu um það hvernig eftirliti skv. 1. mgr. er háttað. Fjármálaeftirlitið skal senda ESMA upplýsingarnar ásamt upplýsingum um hámörk á stöðum sem það hefur ákvarðað.
Seðlabanki Íslands setur nánari reglur2) um framkvæmd greinarinnar.
1)L. 50/2022, 14. gr. 2)Rgl. 981/2023.
101. gr. Frekari hámörk á stöður í undantekningartilvikum.
Fjármálaeftirlitinu er heimilt í undantekningartilvikum að ákvarða frekari hámörk á stöður í hrávöruafleiðum en skv. 98. gr. Ákvörðun Fjármálaeftirlitsins skal rökstudd hlutlægt og þannig að gætt sé meðalhófs að teknu tilliti til seljanleika á markaði og skipulegrar starfsemi hans. Fjármálaeftirlitið skal birta á vef sínum nákvæmar upplýsingar um ákvarðanir um frekari hámörk. Slíkar ákvarðanir skulu ekki gilda lengur en í sex mánuði frá birtingardegi. Fjármálaeftirlitinu er heimilt að framlengja gildistíma ákvörðunar um allt að sex mánuði í senn ef forsendur fyrir henni eiga enn þá við. Að öðrum kosti fellur hún sjálfkrafa úr gildi að sex mánuðum liðnum.
Fjármálaeftirlitið skal senda ESMA rökstuðning fyrir ákvörðun sinni. Komist ESMA að því í áliti sínu að hámarkið sé óþarft eða ætti að vera annað skal Fjármálaeftirlitið annaðhvort hlíta niðurstöðu hennar eða rökstyðja afstöðu sína að gera það ekki. Fjármálaeftirlitið skal, þegar það ákvarðar hámark á stöður í andstöðu við álit ESMA, birta á vef sínum tilkynningu þar sem ákvörðunin er rökstudd.
102. gr. Stöðutilkynningar eftir flokkum stöðueigenda.
Verðbréfafyrirtæki og rekstraraðilar markaða sem starfrækja viðskiptavettvang þar sem fram fara viðskipti með hrávöruafleiður, losunarheimildir eða afleiður með losunarheimildir skulu:
1. birta opinberlega í hverri viku skýrslu með samanlögðum stöðum eftir flokkum aðila, í hrávöruafleiðum, losunarheimildum og afleiðum með losunarheimildir sem eru í viðskiptum á viðskiptavettvangi þeirra, þar sem fram kemur fjöldi gnótt- og skortstaða, breytingar á þeim frá síðustu skýrslu, hundraðshluti af heildarfjölda opinna staða í hverjum flokki og fjöldi aðila sem eiga stöðu í hverjum flokki, sbr. [5. mgr.],1)
2. senda skýrsluna til Fjármálaeftirlitsins og ESMA, og
3. láta Fjármálaeftirlitinu í té, a.m.k. daglega, nákvæma sundurliðun á stöðum allra aðila, þ.m.t. aðila og þátttakenda og viðskiptavina þeirra á viðskiptavettvanginum.
1. og 2. tölul. 1. mgr. eiga eingöngu við þegar bæði fjöldi aðila og opnar stöður þeirra ná lágmarksviðmiðum skv. 83. gr. reglugerðar (ESB) 2017/565, sbr. 2. tölul. 1. mgr. 3. gr.
[1. mgr. á ekki við um verðbréf sem tengjast hrávörum og um afleiður skv. g-lið 2. tölul. 1. mgr. 4. gr. þar sem hrávörur eru undirliggjandi viðmið.]1)
Í skýrslu skv. 1. tölul. 1. mgr. og sundurliðun skv. 3. tölul. sömu málsgreinar skal gera greinarmun á annars vegar stöðum sem hægt er að sýna hlutlægt fram á að dragi úr áhættu sem tengist beint atvinnustarfsemi og hins vegar öðrum stöðum.
Aðilar og þátttakendur á skipulegum mörkuðum og markaðstorgum, og viðskiptavinir skipulegs markaðstorgs skulu a.m.k. daglega veita verðbréfafyrirtæki eða rekstraraðila markaðar sem starfrækir viðkomandi viðskiptavettvang greinargóða lýsingu á eigin stöðum samkvæmt samningum sem viðskipti eru með á þeim viðskiptavettvangi, stöðum viðskiptavina sinna og viðskiptavina þeirra þar til komið er að endanlegum viðskiptavini.
Verðbréfafyrirtæki og rekstraraðilar markaða sem starfrækja viðskiptavettvang skulu flokka aðila sem eiga stöður í hrávöruafleiðum eða losunarheimildum eða afleiðum með losunarheimildir með hliðsjón af meginstarfsemi þeirra, og starfsleyfi, ef við á, sem:
1. verðbréfafyrirtæki eða lánastofnun,
2. verðbréfasjóð samkvæmt lögum um verðbréfasjóði og sérhæfðan sjóð samkvæmt lögum um rekstraraðila sérhæfðra sjóða,
3. fjármálastofnun, þ.m.t. vátryggingafélög og endurtryggingafélög,
4. rekstraraðila samkvæmt lögum um loftslagsmál, þegar um ræðir losunarheimildir eða afleiður þeirra, eða
5. aðra atvinnustarfsemi.
Um stöðutilkynningar eftir flokkum stöðueigenda er nánar kveðið á um í 83. gr. reglugerðar (ESB) 2017/565, sbr. 2. tölul. 1. mgr. 3. gr.
Seðlabanki Íslands setur nánari reglur2) um framkvæmd greinarinnar.
1)L. 50/2022, 15. gr. 2)Rgl. 981/2023.
103. gr. Stöðutilkynningar vegna viðskipta utan viðskiptavettvangs.
Verðbréfafyrirtæki sem eiga viðskipti utan viðskiptavettvangs með hrávöruafleiður eða losunarheimildir eða afleiður með losunarheimildir skulu a.m.k. daglega láta eftirfarandi lögbærum yfirvöldum í té nákvæma sundurliðun á stöðum sem þau taka í framangreindum fjármálagerningum sem hafa verið teknir til viðskipta á viðskiptavettvangi og fjárhagslega sambærilegum OTC-samningum, stöðum viðskiptavina og viðskiptavina þeirra þar til komið er að endanlegum viðskiptavini:
1. lögbæru yfirvaldi viðskiptavettvangsins þar sem þeir hafa verið teknar til viðskipta, eða
2. lögbæru yfirvaldi þess viðskiptavettvangs þar sem stærstur hluti viðskipta fer fram, í þeim tilvikum þegar viðskipti með þá fara fram í verulegu magni á viðskiptavettvöngum í fleiri en einu ríki.
Seðlabanki Íslands setur nánari reglur1) um stöðutilkynningar vegna viðskipta utan viðskiptavettvangs.
1)Rg. 981/2023.
5. þáttur. Gagnaskýrsluþjónusta.
104. gr. Starfsleyfiskröfur.
Veiting gagnaskýrsluþjónustu er starfsleyfisskyld.
Aðila er heimilt að veita eina eða fleiri tegundir gagnaskýrsluþjónustu í atvinnuskyni þegar hann hefur fengið til þess starfsleyfi frá Fjármálaeftirlitinu.
Verðbréfafyrirtæki og rekstraraðilum markaða sem starfrækja viðskiptavettvang er heimilt að starfrækja gagnaskýrsluþjónustu hafi Fjármálaeftirlitið sannreynt að aðilar uppfylli skilyrði þessa þáttar og skal þá tilgreina heimild til að veita eina eða fleiri tegundir gagnaskýrsluþjónustu í starfsleyfi þeirra.
Fjármálaeftirlitið skal halda uppfærða skrá um veitendur gagnaskýrsluþjónustu sem skal vera aðgengileg almenningi. Skráin skal innihalda upplýsingar um þjónustuna sem veitendur gagnaskýrsluþjónustu hafa starfsleyfi til að veita. Fjármálaeftirlitið skal tilkynna ESMA um sérhverja breytingu á skránni.
Hafi Fjármálaeftirlitið afturkallað starfsleyfi af ástæðum sem tilgreindar eru í 107. gr. skal afturköllunin birt í skránni næstu fimm árin.
Fjármálaeftirlitið skal sannreyna reglulega hvort veitendur gagnaskýrsluþjónustu uppfylli ákvæði þessa þáttar, þ.m.t. skilyrði fyrir upphaflegri starfsleyfisveitingu.
105. gr. Gildissvið starfsleyfis.
Í starfsleyfi veitanda gagnaskýrsluþjónustu skal tilgreind sú þjónusta sem hann hefur heimild til að veita. Veitandi gagnaskýrsluþjónustu, sem hyggst auka við starfsemi sína með því að bjóða upp á gagnaskýrsluþjónustu sem fellur ekki undir starfsleyfi hans, ber að sækja um aukið starfsleyfi til Fjármálaeftirlitsins.
Veitanda gagnaskýrsluþjónustu sem fengið hefur starfsleyfi hjá lögbæru yfirvaldi aðildarríkis, að Færeyjum og Sviss undanskildum, er heimilt að veita þá gagnaskýrsluþjónustu hér á landi sem starfsleyfið tekur til.
106. gr. Umsókn um starfsleyfi.
Fjármálaeftirlitið veitir starfsleyfi fyrir veitingu gagnaskýrsluþjónustu þegar umsækjandi hefur uppfyllt skilyrði laga þessara.
Umsókn um starfsleyfi skal vera skrifleg. Í henni skulu koma fram allar nauðsynlegar upplýsingar til að gera Fjármálaeftirlitinu kleift að fullvissa sig um að veitandi gagnaskýrsluþjónustu uppfylli skyldur þessa þáttar, þ.m.t. um starfsáætlun þar sem fram kemur m.a. hvers konar starfsemi og stjórnskipulag er fyrirhugað.
Fjármálaeftirlitið skal tilkynna umsækjanda skriflega um ákvörðun sína vegna umsóknar um starfsleyfi svo fljótt sem unnt er og eigi síðar en sex mánuðum eftir að fullnægjandi umsókn barst.
Seðlabanki Íslands setur reglur um form umsóknar um starfsleyfi sem veitandi gagnaskýrsluþjónustu og upplýsingar sem fram skulu koma í henni.
107. gr. Afturköllun starfsleyfis.
Fjármálaeftirlitið getur afturkallað starfsleyfi veitanda gagnaskýrsluþjónustu í heild eða að hluta:
1. Óski fyrirtækið sjálft eftir því.
2. Hafi fyrirtækið fengið starfsleyfið á grundvelli rangra upplýsinga eða á annan óeðlilegan hátt.
3. Nýti fyrirtækið ekki starfsleyfið innan tólf mánaða frá því að það var veitt eða hætti að veita gagnaskýrsluþjónustu í meira en sex mánuði samfellt.
4. Uppfylli fyrirtækið ekki lengur skilyrði sem lágu til grundvallar veitingu starfsleyfis.
5. Brjóti fyrirtækið að öðru leyti gróflega eða ítrekað gegn lögum þessum eða reglugerðum skv. 3. gr., reglum eða reglugerðum sem settar eru með stoð í lögunum.
108. gr. Stjórn og framkvæmdastjóri veitanda gagnaskýrsluþjónustu.
Stjórnarmenn og framkvæmdastjóri veitanda gagnaskýrsluþjónustu skulu vera fjárhagslega sjálfstæðir, vera lögráða, hafa gott orðspor og búa yfir nægilegri þekkingu, færni og reynslu til að geta gegnt stöðu sinni á tilhlýðilegan hátt.
Stjórnarmenn og framkvæmdastjóri veitenda gagnaskýrsluþjónustu mega ekki á síðustu fimm árum hafa verið úrskurðaðir gjaldþrota. Þeir mega ekki í tengslum við atvinnurekstur hafa hlotið dóm á síðustu tíu árum fyrir refsiverðan verknað samkvæmt almennum hegningarlögum, samkeppnislögum, lögum um hlutafélög, lögum um einkahlutafélög, lögum um bókhald, lögum um ársreikninga, lögum um gjaldþrotaskipti o.fl., lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda og lögum um gjaldeyrismál, svo og sérlögum sem gilda um aðila sem lúta opinberu eftirliti með fjármálastarfsemi.
Samsetning stjórnar veitenda gagnaskýrsluþjónustu skal vera þannig að stjórnin búi sameiginlega yfir fullnægjandi þekkingu, hæfni og reynslu til að skilja þá starfsemi sem viðkomandi veitandi gagnaskýrsluþjónustu stundar.
Stjórnarmaður skal starfa af heiðarleika, heilindum og fagmennsku og vera nægilega sjálfstæður í hugsun til að geta skilvirkt metið, gagnrýnt og haft eftirlit með ákvarðanatöku framkvæmdastjóra og annarra stjórnenda sem heyra undir framkvæmdastjóra.
Þegar rekstraraðili markaðar sækir um starfsleyfi sem veitandi gagnaskýrsluþjónustu og stjórnarmaður er þegar í stjórn skipulegs verðbréfamarkaðar skal hann teljast fullnægja kröfum 2. mgr.
Stjórn veitanda gagnaskýrsluþjónustu skal skilgreina og hafa eftirlit með innleiðingu á stjórnarháttum sem tryggja skilvirka og varfærna stjórn fyrirtækisins, þ.m.t. aðskilnað starfa, og koma í veg fyrir hagsmunaárekstra á hátt sem styður við heilleika markaðarins og hagsmuni viðskiptavina.
Fjármálaeftirlitinu ber að synja um veitingu starfsleyfis ef ekki er sýnt að stjórn eða framkvæmdastjóri veitanda gagnaskýrsluþjónustu hafi nægilega gott orðspor eða ef þeir kunna að ógna traustri og varfærinni stjórnun þess og því að nægileg hliðsjón sé höfð af heilleika markaðarins og hagsmunum viðskiptavina.
Veitandi gagnaskýrsluþjónustu skal tilkynna Fjármálaeftirlitinu um skipan og síðari breytingar á stjórn og framkvæmdastjóra. Tilkynningunni skulu fylgja fullnægjandi upplýsingar til að hægt sé að meta hvort skilyrðum greinar þessarar sé fullnægt.
Seðlabanki Íslands setur nánari reglur1) um hæfi stjórnarmanna og framkvæmdastjóra, þar á meðal um hvað felist í fullnægjandi þekkingu og reynslu, góðu orðspori og fjárhagslegu sjálfstæði, og um hvernig staðið skuli að hæfismati.
1)Rg. 236/2022.
109. gr. Skipulagskröfur til viðurkenndrar birtingarþjónustu.
Viðurkennd birtingarþjónusta skal hafa viðeigandi stefnu og fyrirkomulag til að gera upplýsingar skv. 20. og 21. gr. MiFIR opinberar eins nálægt rauntíma og tæknilega er mögulegt og á eðlilegum viðskiptakjörum. Upplýsingar skulu vera aðgengilegar án endurgjalds 15 mínútum eftir að viðurkennd birtingarþjónusta birtir þær. Viðurkennd birtingarþjónusta skal á skilvirkan og samræmdan hátt miðla upplýsingum þannig að það tryggi skjótan aðgang að þeim án mismununar og á sniði sem greiðir fyrir samþættingu þessara gagna og svipaðra gagna af öðrum uppruna.
Upplýsingar sem viðurkennd birtingarþjónusta birtir opinberlega skv. 1. mgr. skulu a.m.k. tilgreina:
1. auðkenni fjármálagernings,
2. umsamið verð í viðskiptum,
3. magn viðskipta,
4. tímasetningu viðskipta,
5. tímasetningu tilkynningar um viðskipti,
6. verðviðmið viðskipta,
7. kóða viðskiptavettvangs þar sem viðskipti fóru fram, kóðann „SI“ ef viðskipti fóru fram gegnum innmiðlara eða, í öðrum tilvikum, kóðann „OTC“, og
8. tilgreiningu á því að viðskipti hafi verið háð sérstökum skilyrðum, ef við á.
Viðurkennd birtingarþjónusta skal hafa fyrirkomulag sem ætlað er að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra á milli birtingarþjónustunnar og viðskiptavina hennar. Viðurkennd birtingarþjónusta, sem einnig er rekstraraðili markaðar eða verðbréfafyrirtæki, skal fara með allar upplýsingar án mismununar og hafa skilvirkt fyrirkomulag til að aðskilja mismunandi viðskiptastarfsemi sína.
Viðurkennd birtingarþjónusta skal hafa öryggisferla til að tryggja öryggi og áreiðanleika aðferða við miðlun upplýsinga, draga úr hættu á spillingu gagna og aðgangi óviðkomandi aðila og koma í veg fyrir að upplýsingum sé lekið áður en þær eru birtar. Viðurkennd birtingarþjónusta skal hafa yfir að ráða nægum aðföngum og varakerfi, til að koma í veg fyrir að truflun verði á þjónustu.
Viðurkennd birtingarþjónusta skal hafa yfir að ráða kerfum sem geta á skilvirkan hátt greint hvort viðskiptaskýrslur séu fullnægjandi, hvort upplýsingar vanti eða hvort til staðar séu augljósar villur. Þá skal hún geta farið fram á að rangar skýrslur séu lagfærðar og endursendar.
Nánar er kveðið á um skipulagskröfur til viðurkenndrar birtingarþjónustu í 84.–89. gr. reglugerðar (ESB) 2017/565, þ.m.t. um skylduna til að gera upplýsingar aðgengilegar, sbr. 2. tölul. 1. mgr. 3. gr.
Seðlabanki Íslands setur nánari reglur1) um framkvæmd greinarinnar, þ.m.t. um form og efni tilkynninga og skipulagskröfur.
1)Rgl. 236/2022.
110. gr. Skipulagskröfur til þjónustu fyrir sameinaðar viðskiptaupplýsingar.
Þjónusta fyrir sameinaðar viðskiptaupplýsingar skal hafa viðeigandi stefnu og fyrirkomulag til að safna saman upplýsingum sem birta skal skv. 6. gr. og 20. gr. MiFIR, samþætta þær í órofinn rafrænan gagnastraum og birta eins nálægt rauntíma og mögulegt er á eðlilegum viðskiptakjörum.
Í upplýsingum skal a.m.k. tilgreina:
1. auðkenni fjármálagernings,
2. umsamið verð í viðskiptum,
3. umfang viðskipta,
4. hvenær viðskipti fóru fram,
5. hvenær tilkynnt var um viðskipti,
6. verðviðmið viðskipta,
7. kóða viðskiptavettvangs þar sem viðskipti fóru fram eða kóðann „SI“ ef viðskipti fóru fram gegnum innmiðlara, eða í öðrum tilvikum kóðann „OTC“,
8. ef við á, hvort tölvualgrím verðbréfafyrirtækis tók fjárfestingarákvörðun og framkvæmdi viðskipti,
9. ef við á, tilgreiningu á því að viðskipti hafi verið háð sérstökum skilyrðum, og
10. ef við á, hvaða undanþága skv. a- eða b-lið 1. mgr. 4. gr. MiFIR var nýtt.
Upplýsingar skulu vera aðgengilegar án endurgjalds 15 mínútum eftir að þjónusta fyrir sameinaðar viðskiptaupplýsingar birtir þær. Hún skal á skilvirkan og samræmdan hátt miðla upplýsingum og tryggja skjótan aðgang að þeim án mismununar á aðgengilegu sniði sem nýtist markaðsaðilum.
Þjónusta fyrir sameinaðar viðskiptaupplýsingar skal hafa viðeigandi stefnu og fyrirkomulag til að safna saman upplýsingum sem birta skal skv. 10. og 21. gr. MiFIR, samþætta þær í órofinn rafrænan gagnastraum og birta eins nálægt rauntíma og mögulegt er á eðlilegum viðskiptakjörum.
Í upplýsingum skal a.m.k. tilgreina:
1. auðkenni eða auðkennandi eiginleika fjármálagernings,
2. umsamið verð í viðskiptum,
3. umfang viðskipta,
4. hvenær viðskipti fóru fram,
5. hvenær tilkynnt var um viðskipti,
6. verðviðmið viðskipta,
7. kóða viðskiptavettvangs þar sem viðskipti fóru fram eða kóðann „SI“ ef viðskipti fóru fram gegnum innmiðlara, eða í öðrum tilvikum kóðann „OTC“, og
8. tilgreiningu um að viðskiptin hafi verið háð sérstökum skilyrðum, ef við á.
Upplýsingar skulu vera aðgengilegar án endurgjalds 15 mínútum eftir að þjónusta fyrir sameinaðar viðskiptaupplýsingar birtir þær. Hún skal á skilvirkan og samræmdan hátt miðla upplýsingum og tryggja skjótan aðgang að þeim án mismununar, á almennt samþykktum sniðum sem eru rekstrarsamhæf, aðgengileg og nýtast markaðsaðilum.
Þjónusta fyrir sameinaðar viðskiptaupplýsingar skal tryggja að gögnum hafi verið safnað saman frá öllum viðskiptavettvöngum og veitendum viðurkenndrar birtingarþjónustu og um fjármálagerninga sem tilgreindir eru í reglum sem Seðlabanki Íslands setur skv. 11. mgr.
Þjónusta fyrir sameinaðar viðskiptaupplýsingar skal hafa fyrirkomulag sem ætlað er að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra. Rekstraraðili markaða og viðurkennd birtingarþjónusta, sem einnig rekur kerfi fyrir sameinaðar viðskiptaupplýsingar, skulu fara með allar upplýsingar án mismununar og hafa til staðar skilvirkt fyrirkomulag til að skilja að mismunandi viðskiptastarfsemi.
Þjónusta fyrir sameinaðar viðskiptaupplýsingar skal hafa öryggisferla til að tryggja öryggi og áreiðanleika aðferða við miðlun upplýsinga, draga úr hættu á aðgangi óviðkomandi aðila og spillingu gagna. Þjónusta fyrir sameinaðar viðskiptaupplýsingar skal hafa yfir að ráða nægum aðföngum og varakerfi til að koma í veg fyrir að truflun verði á þjónustu.
Um skyldu þjónustu um sameinaðar viðskiptaupplýsingar til að gera upplýsingar aðgengilegar er nánar kveðið á um í 84.–89. gr. reglugerðar (ESB) 2017/565, sbr. 2. tölul. 1. mgr. 3. gr.
Seðlabanki Íslands setur nánari reglur1) um framkvæmd ákvæðisins, þ.m.t. um skipulagskröfur, hvaða fjármálagerninga þjónustu fyrir sameinaðar viðskiptaupplýsingar ber að safna gögnum um og form og efni upplýsinga.
1)Rgl. 236/2022.
111. gr. Skipulagskröfur til viðurkennds skýrslugjafarkerfis.
Viðurkennt skýrslugjafarkerfi skal hafa viðeigandi stefnu og fyrirkomulag til að senda upplýsingar skv. 26. gr. MiFIR eins fljótt og auðið er og eigi síðar en við lok næsta virka dags eftir að viðskipti fóru fram.
Viðurkennt skýrslugjafarkerfi skal hafa stjórnskipulag sem ætlað er að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra við viðskiptavini þess. Viðurkennt skýrslugjafarkerfi, sem einnig er rekstraraðili markaðar eða verðbréfafyrirtæki, skal fara með allar upplýsingar án mismununar og hafa til staðar skilvirkt fyrirkomulag til að aðskilja mismunandi viðskiptastarfsemi.
Viðurkennt skýrslugjafarkerfi skal hafa öryggisferla til að tryggja öryggi og áreiðanleika aðferða við miðlun upplýsinga, draga úr hættu á spillingu gagna og aðgangi óviðkomandi aðila og koma í veg fyrir að upplýsingum sé lekið áður en þær eru birtar, auk þess að tryggja öryggi gagna. Það skal hafa yfir að ráða nægum aðföngum og varakerfi til að koma í veg fyrir að truflun verði á þjónustu.
Viðurkennt skýrslugjafarkerfi skal hafa yfir að ráða kerfum sem geta á skilvirkan hátt greint hvort viðskiptaskýrslur séu fullnægjandi, hvort upplýsingar vanti og augljósar villur séu sem rekja má til verðbréfafyrirtækis. Þá getur viðurkennt skýrslugjafarkerfi látið verðbréfafyrirtæki í té upplýsingar um villur eða upplýsingar sem vantar og farið fram á að skýrslur séu leiðréttar og endursendar.
Viðurkennt skýrslugjafarkerfi skal hafa yfir að ráða kerfum sem gera því kleift að greina villur eða upplýsingar sem vantar sem rekja má til viðurkennda skýrslugjafarkerfisins sjálfs og gera því kleift að leiðrétta og endursenda Fjármálaeftirlitinu, eftir því sem við á, leiðréttar og fullgerðar viðskiptaskýrslur.
Seðlabanki Íslands setur reglur1) um skipulagskröfur til viðurkenndra skýrslugjafarkerfa.
1)Rgl. 236/2022.
6. þáttur. Samningsbundið uppgjör afleiðna.
112. gr. Skuldajöfnuður.
Skriflegur samningur, einn eða fleiri, milli tveggja aðila um að skyldur þeirra samkvæmt afleiðu skuli jafnast hver á móti annarri, með skuldajöfnuði, við endurnýjun eða við vanefnd, greiðslustöðvun, nauðasamninga eða gjaldþrotaskipti, skal halda gildi sínu að fullu þrátt fyrir ákvæði 91. og 100. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl., nr. 21/1991.
113. gr. Tryggingarréttindi.
Tryggingarréttindum sem sett eru til tryggingar viðskiptum með afleiður verður ekki rift þrátt fyrir ákvæði 137. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl., nr. 21/1991.
7. þáttur. Endurskoðun.
114. gr. Endurskoðun.
Ársreikningur rekstraraðila markaðar og veitanda gagnaskýrsluþjónustu skal endurskoðaður af endurskoðanda, eða endurskoðunarfélagi, sem kosinn skal á aðalfundi fyrirtækisins. Endurskoðandi eða endurskoðunarfyrirtæki skal ekki gegna öðrum störfum fyrir fyrirtækið sem það endurskoðar. Reikningsárið skal vera almanaksárið.
Um endurskoðun [og reikningsskil]1) verðbréfafyrirtækja fer samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki.
Seðlabanka Íslands er heimilt að setja reglur um ársreikninga rekstraraðila markaðar og veitenda gagnaskýrsluþjónustu.
1)L. 50/2022, 16. gr.
115. gr. Upplýsinga- og tilkynningarskylda endurskoðanda.
Endurskoðanda er skylt að veita Fjármálaeftirlitinu upplýsingar um framkvæmd og niðurstöður endurskoðunar skv. 114. gr. sé þess óskað.
Endurskoðanda er skylt að gera Fjármálaeftirlitinu tafarlaust viðvart fái hann vitneskju, í starfi sínu fyrir rekstraraðila skipulegs markaðar eða veitanda gagnaskýrsluþjónustu eða aðila sem er í nánum tengslum við einhvern fyrrgreindra aðila, um atriði eða ákvarðanir sem:
1. fela í sér veruleg brot á löggjöf sem gildir um fyrirtækið og starfsemi þess,
2. kunna að hafa áhrif á áframhaldandi starfsemi fyrirtækisins, þ.m.t. atriði sem hafa verulega þýðingu fyrir fjárhagsstöðu hlutaðeigandi fyrirtækis, eða
3. leitt geta til þess að endurskoðandi mundi synja um áritun eða gera fyrirvara við ársreikning fyrirtækisins.
Endurskoðandi skal gera stjórn fyrirtækis viðvart um tilkynningu skv. 2. mgr. nema rík ástæða sé til þess að gera það ekki.
Upplýsingar sem endurskoðandi veitir Fjármálaeftirlitinu samkvæmt ákvæðum þessarar greinar teljast ekki brot á lögbundinni eða samningsbundinni þagnarskyldu endurskoðanda.
116. gr. Hæfi endurskoðanda.
Endurskoðandi skv. 114. gr. má ekki eiga sæti í stjórn, vera starfsmaður viðkomandi fyrirtækis eða starfa í þágu þess að öðru en endurskoðun.
Endurskoðandi má ekki vera skuldugur því fyrirtæki sem hann annast endurskoðun hjá, hvorki sem aðalskuldari né ábyrgðarmaður. Hið sama gildir um maka hans.
117. gr. Sérstök endurskoðun.
Fjármálaeftirlitið getur látið fara fram sérstaka endurskoðun hjá fyrirtæki telji eftirlitið ástæðu til að ætla að endurskoðað reikningsuppgjör gefi ekki glögga mynd af fjárhagsstöðu og rekstrarafkomu þess. Fjármálaeftirlitinu er heimilt að láta hlutaðeigandi fyrirtæki bera kostnaðinn af slíkri endurskoðun.
Ákvæði 1. mgr. eiga einnig við um dótturfélög fyrirtækis.
118. gr. Skil og birting ársreiknings.
Endurskoðaður og undirritaður ársreikningur fyrirtækis ásamt skýrslu stjórnar skal sendur Fjármálaeftirlitinu innan tíu daga frá undirritun en í síðasta lagi þremur mánuðum eftir lok reikningsárs.
Hafi á aðalfundi verið samþykktar breytingar á undirrituðum ársreikningi skal breyttur ársreikningur sendur Fjármálaeftirlitinu innan tíu daga frá aðalfundi og gerð grein fyrir þeim breytingum sem gerðar hafa verið.
Ársreikningur fyrirtækis ásamt skýrslu stjórnar skal liggja frammi á afgreiðslustað hlutaðeigandi fyrirtækis og afhentur hverjum þeim viðskiptaaðila sem þess óskar innan tveggja vikna frá samþykkt aðalfundar.
8. þáttur. Eftirlit.
119. gr. Almennt eftirlit og eftirlitsheimildir.
Fjármálaeftirlitið og Eftirlitsstofnun EFTA annast eftirlit samkvæmt lögum þessum í samræmi við EES-samninginn, sbr. lög nr. 2/1993, og samning milli EFTA-ríkjanna um stofnun eftirlitsstofnunar og dómstóls. Um eftirlitið fer samkvæmt ákvæðum laga þessara, laga um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi og laga um evrópskt eftirlitskerfi á fjármálamarkaði.
Fjármálaeftirlitið hefur eftirlit með starfsemi sem fellur undir gildissvið laga þessara, þ.m.t. starfsemi innlendra aðila erlendis, nema annað leiði af lögum eða alþjóðasamningum sem Ísland er aðili að. Jafnframt fer Fjármálaeftirlitið með eftirlit með dótturfélögum, hlutdeildarfyrirtækjum og sjóðum sem stunda slíka starfsemi að því marki sem nauðsynlegt er vegna eftirlits.
Vinnsla og meðferð persónuupplýsinga skal vera í samræmi við lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.
Fjármálaeftirlitinu er heimilt að grípa til eftirfarandi ráðstafana til þess að tryggja að farið sé að lögum þessum:
1. Krefjast aðgangs að, afhendingar á eða afrits af hvers konar upplýsingum og gögnum á því formi sem það telur nauðsynlegt til að sinna eftirliti sínu.
2. Krefja einstaklinga og lögaðila um allar upplýsingar og gögn og, ef þörf krefur, kalla einstaklinga til skýrslugjafar í því skyni.
3. Framkvæma vettvangsathuganir og -rannsóknir.
4. Krefjast aðgangs að eða afrits af fyrirliggjandi upptökum af símtölum, rafrænum samskiptum og öðrum upplýsingum um gagnaumferð í vörslu verðbréfafyrirtækis, lánastofnunar eða annars aðila sem lög þessi taka til.
5. Krefjast þess að starfsemi eða háttsemi verði tímabundið eða varanlega hætt.
6. Krefjast upplýsinga frá endurskoðendum verðbréfafyrirtækja, skipulegra markaða og veitenda gagnaskýrsluþjónustu.
7. Láta endurskoðanda eða viðeigandi sérfræðing framkvæma sannprófun eða rannsókn á tilteknum þáttum í starfsemi eða rekstri eftirlitsskylds aðila eða hafa að öðru leyti sértækt eftirlit með honum. Fjármálaeftirlitinu er heimilt að láta eftirlitsskyldan aðila bera kostnað af því í samræmi við ákvæði laga um greiðslu kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi og skilavald. Um þagnarskyldu endurskoðanda eða viðeigandi sérfræðings við framangreind störf fer samkvæmt ákvæðum laga um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi.
8. Krefjast upplýsinga og gagna frá einstaklingum og lögaðilum um stærð og tilgang stöðu eða áhættuskuldbindingar sem leiðir af hrávöruafleiðu, auk upplýsinga um undirliggjandi eignir og skuldir.
9. Gera viðeigandi ráðstafanir til þess að tryggja að verðbréfafyrirtæki, skipulegur markaður og aðrir aðilar sem lög þessi gilda um fari að lögum.
10. Krefjast stöðvunar viðskipta með fjármálagerning.
11. Krefjast þess að fjármálagerningur verði tekinn úr viðskiptum.
12. Krefjast þess að einstaklingar eða lögaðilar geri ráðstafanir til að minnka stöðu eða áhættu.
13. Takmarka möguleika einstaklinga og lögaðila á að gera hrávöruafleiðusamning, þar á meðal með því að setja takmörk á stærð stöðu sem einstakur aðili getur átt á hverjum tíma, sbr. 98. gr.
14. Banna eða takmarka ákveðna tegund af fjármálastarfsemi eða framkvæmd, markaðssetningu, dreifingu eða sölu fjármálagerninga eða samsettra innstæðna að uppfylltum skilyrðum 42. gr. MiFIR.
15. Banna markaðssetningu eða sölu fjármálagerninga eða samsettra innstæðna þegar verðbréfafyrirtæki hefur ekki sett upp eða notað skilvirkt vöruþróunarferli eða að öðru leyti ekki uppfyllt kröfur skv. 22. gr.
16. Krefjast þess að framkvæmdastjóra verðbréfafyrirtækis eða rekstraraðila markaðar verði vikið úr starfi og/eða einstaklingi verði vikið úr stjórn verðbréfafyrirtækis eða rekstraraðila markaðar.
Liggi fyrir rökstuddur grunur um að brotið hafi verið gegn lögum þessum, reglugerðum eða reglum sem settar eru samkvæmt þeim er Fjármálaeftirlitinu heimilt, að uppfylltum ákvæðum laga um meðferð sakamála, eftir því sem við getur átt, að:
1. Krefjast kyrrsetningar eigna og haldlagningar muna.
2. Krefjast þess fyrir dómi að fá aðgang að fyrirliggjandi gögnum um símtöl eða fjarskipti við tiltekinn síma eða fjarskiptatæki í vörslu fjarskiptafyrirtækja þegar slíkar upplýsingar geta haft þýðingu við rannsókn á brotum á lögum þessum. Fjarskiptafyrirtæki er skylt að afhenda Fjármálaeftirlitinu upplýsingar skv. 1. málsl. án úrskurðar dómara ef samþykki umráðamanns og eiginlegs notanda liggur fyrir.
Um lok kyrrsetningar fer almennt skv. 3. mgr. 88. gr. laga um meðferð sakamála, nr. 88/2008. Kyrrsetning fellur einnig niður ef athugun Fjármálaeftirlitsins lýkur án þess að stjórnsýsluviðurlögum sé beitt eða mál kært til lögreglu. Gerðarþoli á þá heimtingu á að felldar verði úr gildi þær ráðstafanir sem gerðar hafa verið til tryggingar kyrrsetningunni. Kyrrsetning fellur á sama hátt niður ef sakborningur innir af hendi þær greiðslur sem kyrrsetning á að tryggja.
Lagaákvæði um þagnarskyldu takmarka ekki skyldu til að veita Fjármálaeftirlitinu upplýsingar og aðgang að gögnum samkvæmt þessari grein. Þetta gildir þó ekki um upplýsingar sem lögmaður öðlast við athugun á lagalegri stöðu skjólstæðings í tengslum við dómsmál, þ.m.t. þegar hann veitir ráðgjöf um hvort höfða eigi mál eða hvernig komast megi hjá málshöfðun, eða upplýsingar sem hann öðlast fyrir, á meðan eða eftir lok dómsmáls, ef upplýsingarnar hafa bein tengsl við málið.
120. gr. Tilkynningar starfsmanna um brot í starfsemi.
Verðbréfafyrirtæki, rekstraraðilar markaða, gagnaskýrsluþjónustuveitendur, lánastofnanir í tengslum við fjárfestingarþjónustu eða fjárfestingarstarfsemi og útibú fyrirtækja frá þriðju löndum skulu hafa ferla til að taka við og fylgja eftir tilkynningum starfsmanna þess um brot, möguleg brot og tilraunir til brota á lögum þessum. Ferlarnir skulu vera aðskildir frá öðrum ferlum innan fyrirtækisins.
Einstaklingur sem tekur við tilkynningum skv. 1. mgr. og sér um vinnslu þeirra skal búa við sjálfstæði í störfum sínum. Tryggt skal að hann hafi nægilegt vald, fjárveitingar og heimildir til að afla gagna og upplýsinga sem honum eru nauðsynlegar til að hann geti sinnt skyldum sínum.
Vinnsla og meðferð persónuupplýsinga skal vera í samræmi við lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.
Seðlabanka Íslands er heimilt að setja nánari reglur um framkvæmd 1. og 2. mgr., þ.m.t. um viðtöku og vinnslu tilkynninga.
121. gr. Vernd starfsmanns vegna tilkynningar um brot í starfsemi.
Þeir sem falið hefur verið að taka við tilkynningum skv. 120. gr. og sjá um vinnslu þeirra eru bundnir þagnarskyldu um persónugreinanlegar upplýsingar sem koma fram í tilkynningunum. Þagnarskyldan gildir bæði gagnvart öðrum starfsmönnum fyrirtækisins og utanaðkomandi aðilum. Þó er heimilt að miðla upplýsingum sem lúta þagnarskyldu til Fjármálaeftirlitsins og til lögreglu.
Fyrirtækið skal vernda starfsmann sem í góðri trú hefur lagt inn tilkynningu skv. 120. gr. gegn því að hann sæti misrétti sem rekja megi til tilkynningar hans. Sama gildir um tilkynningar til Fjármálaeftirlitsins skv. 13. gr. a laga um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, nr. 87/1998.
Ef fyrirtæki brýtur gegn skyldu sinni skv. 2. mgr. skal það greiða starfsmanni skaðabætur samkvæmt almennum reglum, sem taka bæði til beins fjártjóns og miska.
Skyldur og réttindi samkvæmt þessari grein eru ófrávíkjanleg og óheimilt er að takmarka þau í ráðningarsamningi á milli starfsmanns og fyrirtækis.
9. þáttur. Úrbætur, viðurlög og opinber birting niðurstaðna.
122. gr. Úrbótakrafa vegna brots.
Komi í ljós að ákvæðum laga þessara sé ekki fylgt skal Fjármálaeftirlitið krefjast þess að úr sé bætt innan hæfilegs frests.
123. gr. Bann við setu í stjórn.
Brjóti einstaklingur af sér með þeim hætti sem greinir í 1. og 2. mgr. 125. gr. getur Fjármálaeftirlitið bannað honum, tímabundið eða varanlega séu brot hans gróf og ítrekuð, að sitja í stjórn eða gegna stjórnunarstörfum innan verðbréfafyrirtækis.
124. gr. Tímabundið bann við þátttöku á viðskiptavettvangi.
Brjóti verðbréfafyrirtæki af sér með þeim hætti sem greinir í 1. og 2. mgr. 125. gr. getur Fjármálaeftirlitið lagt tímabundið bann við að fyrirtækið sé aðili eða þátttakandi á skipulegum markaði eða markaðstorgi fjármálagerninga eða viðskiptavinur skipulegs markaðstorgs.
125. gr. Stjórnvaldssektir.
Fjármálaeftirlitið getur lagt stjórnvaldssektir á hvern þann sem brýtur gegn eftirfarandi ákvæðum laganna og stjórnvaldsfyrirmælum settum á grundvelli þeirra:
1. 5. gr. um starfsleyfi verðbréfafyrirtækis.
2. 2. mgr. 6. gr. um umsókn um aukið starfsleyfi verðbréfafyrirtækis.
3. 2. tölul. 1. mgr. 8. gr. um það ef fyrirtæki hefur fengið starfsleyfi á grundvelli rangra upplýsinga eða á annan óeðlilegan hátt.
4. 10. gr. um stjórn verðbréfafyrirtækis, sbr. 25. gr. reglugerðar (ESB) 2017/565, sbr. 3. gr.
5. 12. gr. um tilkynningar vegna virks eignarhlutar í verðbréfafyrirtæki.
6. 21. gr. um skipulagskröfur til verðbréfafyrirtækis, sbr. 21.–27., 29.–34. og 38.–43. gr. reglugerðar (ESB) 2017/565, sbr. 3. gr.
7. 22. gr. um vöruþróun og dreifingu fjármálagerninga og samsettra innstæðna.
8. 23. gr. um skráningu og varðveislu gagna, sbr. 35., 72. og 74.–76. gr. reglugerðar (ESB) 2017/565, sbr. 3. gr.
9. 24. gr. um vernd eigna viðskiptavina.
10. 25. gr. um almennar kröfur vegna algrímsviðskipta.
11. 26. gr. um viðskiptavakt með notkun algríms.
12. 27. gr. um beinan rafrænan aðgang.
13. 28. gr. um framkvæmd viðskipta á markaðstorgi fjármálagerninga og skipulegu markaðstorgi.
14. 29. gr. um sérkröfur varðandi markaðstorg fjármálagerninga.
15. 30. gr. um sérkröfur varðandi skipuleg markaðstorg.
16. 31. gr. um reglulegt eftirlit með starfsleyfisskilyrðum.
17. 32. gr. um hagsmunaárekstra, sbr. 21., 27., 33., 34. og 38.–43. gr. reglugerðar (ESB) 2017/565, sbr. 3. gr.
18. 33. gr. um meginreglur um viðskiptahætti, sbr. 38.–43., 58., 64., 65. og 67.–69. gr. reglugerðar (ESB) 2017/565, sbr. 3. gr.
19. 34. gr. um upplýsingar til viðskiptavina, sbr. 36.–53., 58., 61. og 65. gr. reglugerðar (ESB) 2017/565, sbr. 3. gr.
20. 35. gr. um óháða fjárfestingarráðgjöf, sbr. 38.–43., 52. og 53. gr. reglugerðar (ESB) 2017/565, sbr. 3. gr.
21. 36. gr. um þóknanir, umboðslaun og annan ávinning.
22. 37. gr. um kaupaukakerfi og starfslokasamninga verðbréfafyrirtækja, sbr. 27. gr. reglugerðar (ESB) 2017/565, sbr. 3. gr.
23. 38. gr. um pakka.
24. 39. gr. um þekkingu og hæfni einstaklinga sem veita upplýsingar um fjármálagerninga og þjónustu.
25. 40. gr. um verðbréfaréttindi.
26. 42. gr. um safnskráningu.
27. 43. gr. um framsalsáritun.
28. 44. gr. um mat á hæfi, sbr. 54. og 55. gr. reglugerðar (ESB) 2017/565, sbr. 3. gr.
29. 45. gr. um mat á tilhlýðileika og veitingu fjárfestingarþjónustu án þess að afla upplýsinga eða framkvæma mat á tilhlýðileika, sbr. 55.–57. gr. reglugerðar (ESB) 2017/565, sbr. 3. gr.
30. 46. gr. um samninga og upplýsingagjöf til viðskiptavina, sbr. 56., 59.–63. og 73. gr. reglugerðar (ESB) 2017/565, sbr. 3. gr.
31. 47. gr. um veitingu þjónustu fyrir milligöngu þriðja aðila.
32. 48. gr. um bestu framkvæmd, sbr. 64.–66. gr. reglugerðar (ESB) 2017/565, sbr. 3. gr.
33. 49. gr. um meðferð fyrirmæla viðskiptavina, sbr. 67.–70. gr. reglugerðar (ESB) 2017/565, sbr. 3. gr.
34. 50. gr. um einkaumboðsmenn.
35. 51. gr. um flokkun viðskiptavina o.fl., sbr. 45. gr. reglugerðar (ESB) 2017/565, sbr. 3. gr.
36. 52. gr. um aukna vernd fyrir fagfjárfesta.
37. 54. gr. um aðila sem geta óskað eftir því að vera fagfjárfestar.
38. 55. gr. um viðskipti við viðurkennda gagnaðila, sbr. 71. gr. reglugerðar (ESB) 2017/565, sbr. 3. gr.
39. 56. gr. um viðskiptaeftirlit, sbr. 82. gr. reglugerðar (ESB) 2017/565, sbr. 3. gr.
40. 57. gr. um tímabundna stöðvun viðskipta með fjármálagerninga og töku þeirra úr viðskiptum á markaðstorgi fjármálagerninga eða skipulegu markaðstorgi,
41. 58. gr. um vaxtarmarkaði lítilla og meðalstórra fyrirtækja.
42. 59. gr. um úrskurðar- og réttarúrræði.
43. 60. gr. um þjónustu verðbréfafyrirtækja með starfsleyfi í aðildarríki hér á landi án stofnunar útibús.
44. 61. gr. um þjónustu verðbréfafyrirtækja með starfsleyfi í aðildarríki með stofnun útibús eða fyrir milligöngu einkaumboðsmanns.
45. 62. gr. um þjónustu verðbréfafyrirtækja með starfsleyfi á Íslandi í öðru aðildarríki án stofnunar útibús.
46. 63. gr. um tilkynningu innlendra verðbréfafyrirtækja um stofnun útibús í öðru aðildarríki.
47. 2. mgr. 64. gr. um tilkynningu um ráðstafanir í öðrum aðildarríkjum til að auðvelda fjarnotendum, aðilum eða þátttakendum sem hafa staðfestu erlendis aðgang að og viðskipti á mörkuðunum.
48. 65. gr. um aðild verðbréfafyrirtækja í öðrum aðildarríkjum að skipulegum mörkuðum hér á landi.
49. 66. gr. um aðgang að miðlægum mótaðila, færsluvísunar- og uppgjörsaðstöðu og rétt til að tilgreina uppgjörskerfi.
50. 68. gr. um starfsemi eða þjónustu fyrirtækis með staðfestu utan EES hér á landi með stofnun útibús.
51. 73. gr. um kaup innlendra verðbréfafyrirtækja á hlutum í fjármálafyrirtæki utan aðildarríkja.
52. 74. gr. um starfsleyfi skipulegs markaðar.
53. 2. tölul. 1. mgr. 76. gr. um afturköllun starfsleyfis skipulegs markaðar.
54. 78. gr. um skipulagskröfur til skipulegs markaðar.
55. 79. gr. um stjórn og framkvæmdastjóra rekstraraðila markaðar.
56. 80. gr. um störf stjórnar rekstraraðila markaðar.
57. 81. gr. um takmarkanir á önnur störf stjórnar og framkvæmdastjóra rekstraraðila markaðar.
58. 82. gr. um kröfur vegna virkra eignarhluta í rekstraraðila markaðar.
59. 83. gr. um álagsþol kerfa og sjálfvirka stöðvun viðskipta.
60. 84. gr. um viðskiptavakt.
61. 85. gr. um algrímsviðskipti.
62. 86. gr. um beinan rafrænan aðgang.
63. 87. gr. um fyrirkomulag þóknana.
64. 88. gr. um aðgang Fjármálaeftirlitsins að tilboðabók.
65. 89. gr. um reglur um samhýsingu.
66. 90. gr. um verðskref.
67. 91. gr. um samstillingu á viðskiptaklukkum.
68. 92. gr. um töku fjármálagerninga til viðskipta.
69. 93. gr. um tímabundna stöðvun viðskipta og töku fjármálagerninga úr viðskiptum.
70. 94. gr. um markaðsaðild.
71. 95. gr. um starfsemi innan EES.
72. 96. gr. um eftirlit skipulegs markaðar með viðskiptum, sbr. 82. gr. reglugerðar (ESB) 2017/565, sbr. 3. gr.
73. 98. gr. um ákvörðun um hámörk á stöður.
74. 100. gr. um áhættustýringu vegna hámarka á stöður.
75. 101. gr. um frekari hámörk á stöður í undantekningartilvikum.
76. 102. gr. um stöðutilkynningar eftir flokkum stöðueigenda, sbr. 83. gr. reglugerðar (ESB) 2017/565, sbr. 3. gr.
77. 103. gr. um stöðutilkynningar vegna viðskipta utan viðskiptavettvangs.
78. 104. gr. um starfsleyfiskröfur vegna veitingar gagnaskýrsluþjónustu.
79. 2. tölul. 107. gr. um afturköllun starfsleyfis þegar fyrirtæki hefur öðlast það á grundvelli rangra upplýsinga eða á annan óeðlilegan hátt.
80. 108. gr. um stjórn veitanda gagnaskýrsluþjónustu.
81. 109. gr. um skipulagskröfur til viðurkenndrar birtingarþjónustu, sbr. 84.–89. gr. reglugerðar (ESB) 2017/565, sbr. 3. gr.
82. 110. gr. um skipulagskröfur til þjónustu fyrir sameinaðar viðskiptaupplýsingar, sbr. 84.–89. gr. reglugerðar (ESB) 2017/565, sbr. 3. gr.
83. 111. gr. um skipulagskröfur til viðurkennds skýrslugjafarkerfis.
84. 114. gr. um endurskoðun.
85. 115. gr. um upplýsinga- og tilkynningarskyldu endurskoðanda.
86. 116. gr. um hæfi endurskoðanda.
87. 117. gr. um að verða ekki við kröfu Fjármálaeftirlitsins um sérstaka endurskoðun.
88. 118. gr. um skil og birtingu ársreiknings.
89. 120. gr. um tilkynningar starfsmanna um brot í starfsemi.
90. 121. gr. um vernd starfsmanns vegna tilkynningar um brot í starfsemi.
91. 3. gr. MiFIR um kröfur fyrir viðskiptavettvang um gagnsæi áður en viðskipti fara fram með hlutabréf, heimildarskírteini, kauphallarsjóði, skírteini og aðra svipaða fjármálagerninga.
92. 3. mgr. 4. gr. MiFIR um undanþágur fyrir hlutabréfagerninga.
93. 6. gr. MiFIR um kröfur fyrir viðskiptavettvang um gagnsæi að viðskiptum loknum með hlutabréf, heimildarskírteini, kauphallarsjóði, skírteini og aðra svipaða fjármálagerninga.
94. 7. gr. MiFIR um heimild til að fresta birtingu.
95. 8. gr. MiFIR um kröfur fyrir viðskiptavettvang um gagnsæi áður en viðskipti fara fram með skuldabréf, samsettar fjármálaafurðir, losunarheimildir og afleiður.
96. 10. gr. MiFIR um kröfur fyrir viðskiptavettvang um gagnsæi að viðskiptum loknum með skuldabréf, samsettar fjármálaafurðir, losunarheimildir og afleiður.
97. 11. gr. MiFIR um heimild til að fresta birtingu.
98. 12. gr. MiFIR um skylduna til að gera for- og eftirviðskiptaupplýsingar tiltækar á aðskilinn hátt.
99. 13. gr. MiFIR um skylduna til að gera for- og eftirviðskiptaupplýsingar tiltækar á sanngjörnum viðskiptakjörum, sbr. 6.–11. gr. reglugerðar (ESB) 2017/567, sbr. 3. gr.
100. 14. gr. MiFIR um skyldu innmiðlara til að birta opinberlega föst verðtilboð vegna hlutabréfa, heimildarskírteina, kauphallarsjóða, skírteina og annarra svipaðra fjármálagerninga.
101. 15. gr. MiFIR um framkvæmd fyrirmæla viðskiptavina, sbr. 6.–14. gr. reglugerðar (ESB) 2017/567, sbr. 3. gr.
102. 17. gr. MiFIR um aðgang að verðtilboðum, sbr. 15. gr. reglugerðar (ESB) 2017/567, sbr. 3. gr.
103. 18. gr. MiFIR um skyldu innmiðlara til að birta opinberlega föst verðtilboð vegna skuldabréfa, samsettra fjármálaafurða, losunarheimilda og afleiðna, sbr. 6.–11. gr. reglugerðar (ESB) 2017/567, sbr. 3. gr.
104. 20. gr. MiFIR um upplýsingagjöf verðbréfafyrirtækja að viðskiptum loknum, þ.m.t. innmiðlara, með hlutabréf, heimildarskírteini, kauphallarsjóði, skírteini og aðra svipaða fjármálagerninga.
105. 21. gr. MiFIR um upplýsingagjöf að viðskiptum loknum af hálfu verðbréfafyrirtækja, þ.m.t. innmiðlara, með skuldabréf, samsettar fjármálaafurðir, losunarheimildir og afleiður.
106. 22. gr. MiFIR um upplýsingagjöf til gagnsæis- og annarra útreikninga.
107. 23. gr. MiFIR um viðskiptaskyldur verðbréfafyrirtækja.
108. 25. gr. MiFIR um skyldu til að halda skrár.
109. 26. gr. MiFIR um skyldu til að tilkynna viðskipti.
110. 27. gr. MiFIR um skyldu til að útvega tilvísunargögn fyrir fjármálagerninga.
111. 28. gr. MiFIR um skyldu til að eiga viðskipti á skipulegum mörkuðum, markaðstorgum fjármálagerninga eða skipulegum markaðstorgum.
112. 29. gr. MiFIR um stöðustofnunarskyldu fyrir afleiður sem viðskipti eru með á skipulegum mörkuðum og tímasetningu samþykkis á stöðustofnun.
113. 30. gr. MiFIR um óbeint stöðustofnunarfyrirkomulag.
114. 31. gr. MiFIR um samþjöppun eignasafns, sbr. 17. og 18. gr. reglugerðar (ESB) 2017/567, sbr. 3. gr.
115. 35. gr. MiFIR um aðgang án mismunar að miðlægum mótaðila.
116. 36. gr. MiFIR um aðgang án mismununar að viðskiptavettvangi.
117. 37. gr. MiFIR um aðgang án mismununar að viðmiðunargildum og skyldu til að veita leyfi fyrir þeim.
118. banni eða takmörkun Eftirlitsstofnunar EFTA á grundvelli 40. gr. MiFIR um heimildir til tímabundinna íhlutana.
119. banni eða takmörkun Eftirlitsstofnunar EFTA á grundvelli 41. gr. MiFIR um heimildir til tímabundinna íhlutana.
120. banni eða takmörkun Seðlabanka Íslands á grundvelli 42. gr. MiFIR um afurðaíhlutun.
Þá getur Fjármálaeftirlitið lagt stjórnvaldssektir á hvern þann sem verður ekki við kröfum þess skv. 4. mgr. 119. gr. eða 122. gr., þó að teknu tilliti til 129. gr.
Sektir sem lagðar eru á einstaklinga geta numið frá 100 þús. kr. til 800 millj. kr. Sektir sem lagðar eru á lögaðila geta numið frá 500 þús. kr. til 800 millj. kr. en geta þó verið hærri, eða allt að 10% af heildarveltu samkvæmt síðasta samþykkta ársreikningi lögaðilans eða 10% af síðasta samþykkta samstæðureikningi ef lögaðili er hluti af samstæðu.
Þrátt fyrir 3. mgr. er heimilt að ákvarða lögaðila eða einstaklingi stjórnvaldssekt sem nemur allt að tvöfaldri þeirri fjárhæð sem fjárhagslegur ávinningur af brotinu nemur.
Ákvarðanir Fjármálaeftirlitsins um stjórnvaldssektir eru aðfararhæfar. Sektir renna í ríkissjóð að frádregnum kostnaði við innheimtuna. Séu stjórnvaldssektir ekki greiddar innan mánaðar frá ákvörðun Fjármálaeftirlitsins skal greiða dráttarvexti af fjárhæð sektarinnar. Um ákvörðun og útreikning dráttarvaxta fer eftir lögum um vexti og verðtryggingu.
126. gr. Ákvörðun stjórnsýsluviðurlaga.
Við ákvörðun stjórnsýsluviðurlaga samkvæmt þessum kafla, þ.m.t. um fjárhæð stjórnvaldssekta, skal tekið tillit til allra atvika sem máli skipta, þ.m.t. eftirfarandi eins og við á:
a. alvarleika brots og hvað það hefur staðið lengi,
b. ábyrgðar hins brotlega,
c. fjárhagsstöðu hins brotlega, sér í lagi með hliðsjón af ársveltu lögaðila eða árstekjum og eignum einstaklings,
d. þýðingar ávinnings, eða taps sem forðað var með broti, fyrir hinn brotlega,
e. taps þriðja aðila af broti,
f. samstarfsvilja hins brotlega, og
g. fyrri brota.
127. gr. Sátt.
Hafi aðili gerst brotlegur við ákvæði laga þessara, reglna eða reglugerða sem settar eru á grundvelli þeirra, eða ákvarðanir Fjármálaeftirlitsins á grundvelli þeirra, er Fjármálaeftirlitinu heimilt að ljúka málinu með sátt með samþykki málsaðila, enda sé ekki um að ræða meiri háttar brot sem refsiviðurlög liggja við. Sátt er bindandi fyrir málsaðila þegar hann hefur samþykkt og staðfest efni hennar með undirskrift sinni.
Seðlabanki Íslands setur reglur um framkvæmd greinarinnar.
128. gr. Saknæmi.
Stjórnsýsluviðurlögum verður beitt óháð því hvort lögbrot eru framin af ásetningi eða gáleysi.
129. gr. Réttur grunaðs manns.
Í máli sem beinist að einstaklingi og til greina kemur að ljúka með álagningu stjórnvaldssektar eða kæru til lögreglu hefur sá sem rökstuddur grunur leikur á að hafi gerst sekur um lögbrot rétt til að neita að svara spurningum eða afhenda gögn eða muni nema hægt sé að útiloka að það geti haft þýðingu fyrir ákvörðun um brot hans. Fjármálaeftirlitið skal leiðbeina hinum grunaða um þennan rétt.
130. gr. Frestur til að leggja á stjórnsýsluviðurlög.
Heimild Fjármálaeftirlitsins til að leggja á stjórnsýsluviðurlög samkvæmt lögum þessum fellur niður þegar sjö ár eru liðin frá því að háttsemi lauk.
Frestur skv. 1. mgr. rofnar þegar Fjármálaeftirlitið tilkynnir aðila um rannsókn á meintu broti. Rof frests hefur réttaráhrif gagnvart öllum sem staðið hafa að brotinu.
131. gr. Refsing við broti.
Það varðar sektum eða fangelsi allt að tveimur árum, liggi þyngri refsing ekki við broti samkvæmt öðrum lögum, að brjóta gegn eftirfarandi ákvæðum laganna og reglna eða reglugerða sem settar eru á grundvelli þeirra:
1. 5. gr. um að starfa sem verðbréfafyrirtæki án starfsleyfis.
2. 12. gr. um tilkynningu aðila vegna virks eignarhlutar í verðbréfafyrirtæki.
3. 37. gr. um kaupaukakerfi og starfslokasamninga verðbréfafyrirtækja.
4. 68. gr. um starfsemi eða þjónustu verðbréfafyrirtækis með staðfestu utan EES hér á landi með stofnun útibús.
5. 74. gr. um starfsleyfi skipulegs markaðar.
6. 82. gr. um kröfur vegna virkra eignarhluta í rekstraraðila markaðar.
7. 104. gr. um veitingu gagnaskýrsluþjónustu án starfsleyfis.
8. 114. gr. um endurskoðun.
9. 115. gr. um upplýsinga- og tilkynningarskyldu endurskoðanda.
10. 116. gr. um hæfi endurskoðanda.
Brot gegn lögum þessum er varða sektum eða fangelsi varða refsingu hvort sem þau eru framin af ásetningi eða gáleysi.
Heimilt er að gera upptækan með dómi beinan eða óbeinan hagnað sem hlotist hefur af broti gegn þeim ákvæðum laga þessara er varða sektum eða fangelsi.
Tilraun til brots eða hlutdeild í brotum samkvæmt lögum þessum er refsiverð eftir því sem segir í almennum hegningarlögum.
Gera má lögaðila sekt fyrir brot á lögum þessum og reglugerðum og reglum sem settar eru á grundvelli þeirra óháð því hvort sök verði sönnuð á tiltekinn fyrirsvarsmann, starfsmann eða annan aðila sem starfar á vegum lögaðilans. Hafi fyrirsvarsmaður, starfsmaður eða annar aðili á vegum lögaðilans á saknæman hátt brotið gegn lögum þessum eða reglum sem settar eru á grundvelli þeirra í starfsemi lögaðilans má gera honum refsingu, auk þess að gera lögaðilanum sekt.
132. gr. Kæra til lögreglu.
Brot gegn lögum þessum sæta aðeins rannsókn lögreglu að undangenginni kæru Fjármálaeftirlitsins.
Varði meint brot á lögum þessum bæði stjórnvaldssektum og refsingu metur Fjármálaeftirlitið hvort mál skuli kært til lögreglu eða því lokið með stjórnvaldsákvörðun hjá stofnuninni. Ef brot eru meiri háttar ber Fjármálaeftirlitinu að vísa þeim til lögreglu. Brot telst meiri háttar ef það lýtur að verulegum fjárhæðum, ef verknaður er framinn á sérstaklega vítaverðan hátt eða við aðstæður sem auka mjög á saknæmi brotsins. Jafnframt getur Fjármálaeftirlitið á hvaða stigi rannsóknar sem er vísað máli vegna brota á lögum þessum til rannsóknar lögreglu. Gæta skal samræmis við úrlausn sambærilegra mála.
Með kæru Fjármálaeftirlitsins skulu fylgja afrit þeirra gagna sem grunur um brot er studdur við. Ákvæði IV.–VII. kafla stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, gilda ekki um ákvörðun Fjármálaeftirlitsins um að kæra mál til lögreglu.
Fjármálaeftirlitinu er heimilt að láta lögreglu og ákæruvaldi í té upplýsingar og gögn sem stofnunin hefur aflað og tengjast þeim brotum sem tilgreind eru í 2. mgr. Fjármálaeftirlitinu er heimilt að taka þátt í aðgerðum lögreglu sem varða rannsókn sömu brota.
Lögreglu og ákæruvaldi er heimilt að láta Fjármálaeftirlitinu í té upplýsingar og gögn sem hún hefur aflað og tengjast þeim brotum sem tilgreind eru í 2. mgr. Lögreglu er heimilt að taka þátt í aðgerðum Fjármálaeftirlitsins sem varða rannsókn sömu brota.
Telji ákærandi að ekki séu efni til málshöfðunar vegna meintrar refsiverðrar háttsemi sem jafnframt varðar stjórnsýsluviðurlögum getur hann sent eða endursent málið til Fjármálaeftirlitsins til meðferðar og ákvörðunar.
133. gr. Opinber birting stjórnsýsluviðurlaga og annarra ráðstafana vegna brota.
Fjármálaeftirlitið skal án tafar birta á vef sínum sérhverja niðurstöðu um beitingu stjórnsýsluviðurlaga, og annarra ráðstafana, vegna brota á ákvæðum laganna í kjölfar tilkynningar til hins brotlega um ákvörðun Fjármálaeftirlitsins. Niðurstaða sem er birt skal að lágmarki innihalda upplýsingar um tegund og eðli brots og nafn hins brotlega.
Telji Fjármálaeftirlitið að opinber birting á nafni hins brotlega, annarra lögaðila eða einstaklinga sem koma fram í niðurstöðu Fjármálaeftirlitsins samræmist ekki meðalhófsreglu stjórnsýsluréttar eða að birting geti stofnað stöðugleika fjármálamarkaða í hættu eða skaðað yfirstandandi rannsókn getur Fjármálaeftirlitið:
1. frestað birtingu niðurstöðunnar þar til ástæður fyrir að birta hana ekki eru ekki lengur til staðar, eða
2. birt niðurstöðu án þess að nafngreina hinn brotlega eða aðra lögaðila eða einstaklinga sem koma fram í ákvörðun Fjármálaeftirlitsins.
Fjármálaeftirlitið getur ákveðið að birta ekki niðurstöðu ef eftirlitið telur að birting skv. 2. mgr. geti stofnað stöðugleika fjármálamarkaða í hættu, skaðað yfirstandandi rannsókn eða ef hún samræmist ekki meðalhófsreglu stjórnsýsluréttar.
Í tilviki nafnlausrar birtingar niðurstöðu skv. 2. tölul. 2. mgr. er Fjármálaeftirlitinu heimilt að birta nafn viðkomandi þegar ástæður fyrir nafnleynd eiga ekki lengur við.
Fjármálaeftirlitið skal birta upplýsingar á vef sínum ef höfðað er mál fyrir dómstólum til ógildingar á ákvörðun þess um beitingu viðurlaga eða annarra ráðstafana vegna brota. Fjármálaeftirlitið skal enn fremur birta upplýsingar um lyktir málsins á hverju dómstigi. Afturkalli Fjármálaeftirlitið ákvörðun sína um beitingu viðurlaga eða annarra ráðstafana skal stofnunin upplýsa um það á vef sínum.
Niðurstöður um beitingu stjórnsýsluviðurlaga eða annarra ráðstafana vegna brota á ákvæðum laganna skulu birtar á vef Fjármálaeftirlitsins í að lágmarki fimm ár. Persónuupplýsingar sem koma fram í niðurstöðunum skulu ekki vera birtar lengur en málefnalegar ástæður kalla á það í samræmi við lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.
Samhliða birtingu niðurstöðu á vef Fjármálaeftirlitsins skal stofnunin upplýsa ESMA um birtinguna. Fjármálaeftirlitið skal einnig upplýsa ESMA um allar niðurstöður um beitingu stjórnsýsluviðurlaga eða annarra ráðstafana í þeim tilvikum þegar Fjármálaeftirlitið ákveður að birta þær ekki. Fjármálaeftirlitið skal enn fremur upplýsa stofnunina ef höfðað er mál til ógildingar á ákvörðun Fjármálaeftirlitsins um beitingu viðurlaga eða annarra ráðstafana og um lyktir málsins á hverju dómstigi. Þá skal Fjármálaeftirlitið upplýsa ESMA um alla dóma sem falla í málum þar sem refsingum er beitt vegna brota á þessum lögum.
Fjármálaeftirlitið skal árlega senda ESMA upplýsingar á samandregnu formi um beitingu stjórnsýsluviðurlaga eða annarra ráðstafana. Þá skal Fjármálaeftirlitið árlega senda ESMA upplýsingar á samandregnu formi, þannig að einstakir aðilar séu ópersónugreinanlegir, um kærur til lögreglu og niðurstöður slíkra mála.
Fjármálaeftirlitið skal birta á vef sínum þá stefnu sem eftirlitið fylgir við framkvæmd birtingar samkvæmt þessari grein.
Seðlabanki Íslands birtir reglur1) um form og efni tilkynninga til ESMA.
1)Rgl. 855/2022.
10. þáttur. Samstarf Fjármálaeftirlitsins við lögbær yfirvöld í öðrum aðildarríkjum.
134. gr. Almennt um samstarf Fjármálaeftirlitsins við önnur lögbær yfirvöld.
Fjármálaeftirlitið skal eins og þörf er á starfa með lögbærum yfirvöldum í öðrum aðildarríkjum við framkvæmd eftirlits samkvæmt lögum þessum. Í því felast sér í lagi upplýsingaskipti auk þátttöku í rannsóknum og annarri eftirlitsstarfsemi.
Fjármálaeftirlitið getur óskað eftir hvers konar upplýsingum frá lögreglu um rannsókn eða saksókn mála vegna brota á lögum þessum, sbr. 2. mgr. 132. gr., og ber henni að veita Fjármálaeftirlitinu slíkar upplýsingar innan hæfilegs frests.
Seðlabanki Íslands skal gera samstarfssamning við lögbært yfirvald í heimaaðildarríki viðskiptavettvangs sé vettvangurinn talinn verulega mikilvægur með tilliti til virkni innlends verðbréfamarkaðar og fjárfestaverndar. Hið sama á við, eftir atvikum, sé innlendur viðskiptavettvangur talinn hafa slíkt mikilvægi í öðru aðildarríki.
Fjármálaeftirlitinu er heimilt að nýta eftirlitsheimildir sínar skv. 8. þætti til aðstoðar öðru lögbæru yfirvaldi þó að háttsemin sem er til skoðunar sé ekki ólögleg hér á landi.
Fjármálaeftirlitið skal, hafi það gilda ástæðu til að ætla að háttsemi hafi átt sér stað í öðru aðildarríki sem fari gegn ákvæðum MiFID2 eða MiFIR, tilkynna lögbæru yfirvaldi í viðkomandi aðildarríki og ESMA um það. Berist Fjármálaeftirlitinu slík tilkynning um brot gegn lögum þessum frá lögbæru yfirvaldi í öðru aðildarríki skal það halda viðkomandi lögbæru yfirvaldi og ESMA upplýstum um lyktir málsins og, eins og við á, framvindu þess.
Seðlabanki Íslands setur nánari reglur1) um samstarfssamninga við lögbær yfirvöld.
1)Rgl. 855/2022.
135. gr. Tilkynningar um hámörk á stöðum.
Fjármálaeftirlitið skal tilkynna ESMA og öðrum lögbærum yfirvöldum í aðildarríkjum um ráðstafanir skv. 12. og 13. tölul. 4. mgr. 119. gr.
Tilkynningin skal innihalda, eins og við á:
1. Upplýsingar skv. 8. tölul. 4. mgr. 119. gr., þ.m.t. nöfn þeirra sem ráðstöfunin beinist að og ástæður hennar.
2. Umfang takmarkana skv. 13. tölul. 4. mgr. 119. gr., þ.m.t. nöfn þeirra sem ráðstöfunin beinist að, viðkomandi fjármálagerninga, takmarkanir á stöður og undanþágur sem veittar hafa verið skv. 98. gr. og ástæður þeirra.
Tilkynningin skal send 24 klukkustundum áður en ráðstöfunin á að taka gildi, en heimilt er að senda hana með skemmri fyrirvara við sérstakar aðstæður.
Fjármálaeftirlitinu er heimilt, í kjölfar þess að því berst tilkynning skv. 1. mgr. frá öðru lögbæru yfirvaldi, að grípa til ráðstafana skv. 12. og 13. tölul. 4. mgr. 119. gr. telji það þörf á því til að markmiðum lögbæra yfirvaldsins með takmörkuninni verði náð. Á það einnig við þegar lagt er til að gripið sé til ráðstafana.
Þegar tilkynning skv. 1. mgr. varðar heildsöluorkuafurð skal Fjármálaeftirlitið einnig senda Samstarfsstofnun eftirlitsaðila á orkumarkaði hana.
Fjármálaeftirlitið skal, berist beiðni þar um, veita Umhverfisstofnun upplýsingar í samandregnu formi, þannig að einstakir aðilar séu ópersónugreinanlegir, um viðskipti sem falla undir lög þessi með losunarheimildir, þ.m.t. afleiðuviðskipti. Fjármálaeftirlitið skal auk þess starfa með Umhverfisstofnun eins og þörf er á til að tryggja fullnægjandi yfirsýn yfir markað með losunarheimildir.
136. gr. Samstarf við framkvæmd eftirlits.
Fjármálaeftirlitið skal, berist beiðni um aðstoð við athugun eða rannsókn frá lögbæru yfirvaldi í aðildarríki:
1. Framkvæma athugun eða rannsókn.
2. Heimila lögbæra yfirvaldinu að gera það.
3. Heimila endurskoðendum eða öðrum sérfræðingum að gera það.
Evrópsku verðbréfaeftirlitsstofnuninni er heimilt skv. 21. gr. reglugerðar (ESB) nr. 1095/2010, sbr. lög um evrópskt eftirlitskerfi á fjármálamarkaði, að taka þátt í framkvæmd eftirlits, vettvangsskoðana eða rannsókna hér á landi þegar slíkt fer fram í samstarfi Fjármálaeftirlitsins og lögbærs yfirvalds í öðru aðildarríki.
Seðlabanki Íslands setur nánari reglur1) um framkvæmd greinarinnar.
1)Rgl. 855/2022.
137. gr. Upplýsingaskipti.
Fjármálaeftirlitið skal þegar í stað veita lögbærum yfirvöldum í aðildarríkjum upplýsingar sem það býr yfir og nauðsynlegar eru til framkvæmdar eftirlits með kröfum sem byggjast á MiFID2 og MiFIR.
Fjármálaeftirlitinu er heimilt við veitingu upplýsinga skv. 1. mgr. að taka fram að óheimilt sé að miðla þeim til þriðja aðila án samþykkis og að afmarka í hvaða tilgangi upplýsingarnar verða notaðar.
Upplýsingar sem Fjármálaeftirlitið móttekur frá lögbærum yfirvöldum í aðildarríkjum vegna eftirlits með lögum þessum verða aðeins notaðar í eftirlitsstarfsemi, sér í lagi vegna:
1. eftirlits með því að verðbréfafyrirtæki uppfylli skilyrði laga þessara, ein og sér og á samstæðugrunni,
2. eftirlits með traustri virkni viðskiptavettvangs, og
3. sönnunarfærslu fyrir dómstólum ef ákvörðun Fjármálaeftirlitsins hefur verið kærð.
Seðlabanki Íslands setur nánari reglur1) um framkvæmd greinarinnar.
1)Rgl. 855/2022.
138. gr. Sáttamiðlun milli Fjármálaeftirlitsins og lögbærs yfirvalds í öðru aðildarríki.
Fjármálaeftirlitið getur vísað máli til Eftirlitsstofnunar EFTA sem varðar athugun eða rannsókn skv. 136. gr. eða upplýsingaskipti skv. 137. gr. þegar beiðni hefur verið hafnað eða ekki hefur verið gripið til aðgerða innan eðlilegra tímamarka.
Um málsmeðferðina, sem getur leitt til bindandi ákvörðun gagnvart Fjármálaeftirlitinu, fer skv. 19. gr. reglugerðar (ESB) nr. 1095/2010, sbr. lög um evrópskt eftirlitskerfi á fjármálamarkaði.
139. gr. Höfnun samstarfs.
Fjármálaeftirlitinu er heimilt að hafna beiðni um aðstoð við eftirlit skv. 136. gr. eða upplýsingaskipti skv. 137. gr. ef beiðni varðar sömu háttsemi og sömu aðila í máli:
1. sem þegar er til meðferðar hjá íslenskum dómstólum, eða
2. þar sem endanleg niðurstaða liggur fyrir hjá íslenskum dómstólum.
Fjármálaeftirlitið skal tilkynna ESMA og lögbæra yfirvaldinu sem beiðnin barst frá um höfnunina ásamt ítarlegum upplýsingum um ástæður hennar.
140. gr. Samráð áður en starfsleyfi er veitt.
Fjármálaeftirlitið skal hafa samráð við viðkomandi lögbær yfirvöld í öðrum aðildarríkjum áður en starfsleyfi er veitt verðbréfafyrirtæki sem er:
1. Útibú verðbréfafyrirtækis, rekstraraðila markaðar eða lánastofnunar í öðru aðildarríki.
2. Útibú móðurfélags verðbréfafyrirtækis eða lánastofnunar í öðru aðildarríki.
3. Undir yfirráðum aðila sem fer einnig með yfirráð yfir verðbréfafyrirtæki eða lánastofnun með starfsleyfi í öðru aðildarríki.
Fjármálaeftirlitið skal hafa samráð við viðkomandi lögbær yfirvöld í öðrum aðildarríkjum áður en starfsleyfi er veitt verðbréfafyrirtæki eða rekstraraðila markaðar sem er:
1. Útibú lánastofnunar eða vátryggingafélags með starfsleyfi í öðru aðildarríki.
2. Útibú móðurfélags lánastofnunar eða vátryggingafélags með starfsleyfi í öðru aðildarríki.
3. Undir yfirráðum aðila sem fer einnig með yfirráð yfir lánastofnun eða vátryggingafélagi með starfsleyfi í öðru aðildarríki.
Samráð Fjármálaeftirlitsins samkvæmt þessari grein skal sér í lagi taka til mats á hæfi til að fara með virkan eignarhlut og mats á orðspori og þekkingu þeirra sem í reynd stjórna fyrirtæki í gegnum eignarhald. Fjármálaeftirlitið skal veita viðkomandi lögbæru yfirvaldi allar upplýsingar um hæfi aðila til að fara með virkan eignarhlut, um þá sem í reynd stjórna viðkomandi fyrirtækjum og þær upplýsingar sem nauðsynlegar eru til að hægt sé að veita starfsleyfi og vegna eftirlits með viðvarandi kröfum til viðkomandi fyrirtækja.
Seðlabanki Íslands setur nánari reglur1) um framkvæmd greinarinnar.
1)Rgl. 982/2023.
141. gr. Upplýsingaöflun um útibú hér á landi.
Fjármálaeftirlitinu er heimilt að krefja verðbréfafyrirtæki, sem starfrækja útibú hér á landi, reglubundið um upplýsingar um starfsemi útibúsins í því skyni að vinna tölfræðiupplýsingar.
Fjármálaeftirlitinu er auk þess heimilt að krefja útibú verðbréfafyrirtækja frá öðrum aðildarríkjum um hverjar þær upplýsingar sem það telur nauðsynlegar til að sinna eftirlitshlutverki sínu skv. 5. mgr. 61. gr. Slíkar kröfur skulu þó ekki ganga lengra en gagnvart verðbréfafyrirtækjum með starfsleyfi hér á landi.
142. gr. Heimildir Fjármálaeftirlitsins til ráðstafana vegna ólögmætrar háttsemi verðbréfafyrirtækja og viðskiptavettvanga sem veita þjónustu hér á landi yfir landamæri.
Fjármálaeftirlitið skal, sé gild ástæða til að ætla að verðbréfafyrirtæki sem veitir verðbréfaþjónustu hér á landi yfir landamæri brjóti gegn ákvæðum laga þessara, tilkynna lögbæru yfirvaldi í heimaaðildarríki um það. Hið sama á við um útibú verðbréfafyrirtækis hér á landi hafi Fjármálaeftirlitið ekki heimild samkvæmt lögum þessum til að bregðast við háttseminni á viðeigandi hátt.
Haldi verðbréfafyrirtæki eða útibú áfram háttsemi skv. 1. mgr. sem bersýnilega gengur gegn hagsmunum fjárfesta hér á landi eða traustri virkni markaða, þrátt fyrir aðgerðir lögbærs yfirvalds í heimaaðildarríki, skal Fjármálaeftirlitið, eftir að hafa tilkynnt lögbæru yfirvaldi í heimaaðildarríki þar um, grípa til þeirra ráðstafana sem nauðsynlegar eru til verndar fjárfestum og traustri virkni markaðanna, þ.m.t. að koma í veg fyrir öll frekari viðskipti verðbréfafyrirtækisins hér á landi. Fjármálaeftirlitið skal tafarlaust tilkynna framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og ESMA um slíkar ráðstafanir. Fjármálaeftirlitinu er einnig heimilt að vísa málinu til Eftirlitsstofnunar EFTA í samræmi við 19. gr. reglugerðar (ESB) nr. 1095/2010, sbr. lög um evrópskt eftirlitskerfi á fjármálamarkaði.
Í þeim tilvikum sem Fjármálaeftirlitið hefur heimildir til að bregðast við háttsemi verðbréfafyrirtækis með útibú hér á landi, sem er andstæð ákvæðum laga þessara, ber því að nýta þær heimildir til að krefjast þess að það láti af háttseminni. Verði verðbréfafyrirtækið ekki við kröfum Fjármálaeftirlitsins skal stofnunin grípa til þeirra ráðstafana sem nauðsynlegar eru til að fyrirtækið láti af henni. Fjármálaeftirlitið skal tilkynna lögbæru yfirvaldi í heimaaðildarríki um slíkar ráðstafanir. Ef útibúið heldur áfram háttsemi sem er andstæð lögum þessum, þrátt fyrir ráðstafanir Fjármálaeftirlitsins, þá skal stofnunin grípa til þeirra ráðstafana sem nauðsynlegar eru til verndar fjárfestum og traustri virkni markaðarins. Fjármálaeftirlitið skal tafarlaust tilkynna framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og ESMA um slíkar ráðstafanir. Fjármálaeftirlitinu er heimilt að vísa málinu til Eftirlitsstofnunar EFTA í samræmi við 19. gr. reglugerðar (ESB) nr. 1095/2010, sbr. lög um evrópskt eftirlitskerfi á fjármálamarkaði.
Fjármálaeftirlitið skal, sé gild ástæða til að ætla að markaðstorg fjármálagerninga eða skipulegt markaðstorg sem veitir þjónustu hér á landi yfir landamæri brjóti gegn ákvæðum laga þessara, tilkynna lögbæru yfirvaldi í heimaaðildarríki um það. Haldi markaðstorg áfram háttsemi sem bersýnilega fer gegn hagsmunum fjárfesta hér á landi, þrátt fyrir aðgerðir lögbærs yfirvalds í heimaaðildarríki, skal Fjármálaeftirlitið, eftir að hafa tilkynnt lögbæru yfirvaldi í heimaaðildarríki þar um, grípa til þeirra ráðstafana sem nauðsynlegar eru til verndar fjárfestum og traustri virkni markaðarins, þ.m.t. að koma í veg fyrir aðgang aðila og þátttakenda hér á landi að markaðstorginu. Fjármálaeftirlitið skal tafarlaust tilkynna framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og ESMA um slíkar ráðstafanir. Fjármálaeftirlitinu er heimilt að vísa málinu til Eftirlitsstofnunar EFTA í samræmi við 19. gr. reglugerðar (ESB) nr. 1095/2010, sbr. lög um evrópskt eftirlitskerfi á fjármálamarkaði.
Fjármálaeftirlitið skal senda verðbréfafyrirtæki eða markaðstorgi skriflegan rökstuðning fyrir ákvörðunum samkvæmt þessari grein sem fela í sér stjórnvaldssektir eða takmarkanir á starfsemi þeirra.
143. gr. Samstarf og upplýsingaskipti við ESMA og Eftirlitsstofnun EFTA.
Fjármálaeftirlitið skal, í samstarfi við Eftirlitsstofnun EFTA og ESMA, sinna eftirliti með lögum þessum í samræmi við reglugerð (ESB) nr. 1095/2010, sbr. lög um evrópskt eftirlitskerfi á fjármálamarkaði. Fjármálaeftirlitið skal veita stofnununum upplýsingar sem nauðsynlegar eru til að þær geti sinnt eftirlitshlutverki sínu samkvæmt lögum þessum og lögum um evrópskt eftirlitskerfi á fjármálamarkaði, sbr. 35. reglugerðar (ESB) nr. 1095/2010.
11. þáttur. Ýmis ákvæði.
144. gr. Aðfararhæfi ákvarðana Eftirlitsstofnunar EFTA og málskot til EFTA-dómstólsins.
Ákvarðanir Eftirlitsstofnunar EFTA samkvæmt lögum þessum eru aðfararhæfar, sem og dómar og úrskurðir EFTA-dómstólsins.
Ákvörðunum Eftirlitsstofnunar EFTA má skjóta til EFTA-dómstólsins í samræmi við samning milli EFTA-ríkjanna um stofnun eftirlitsstofnunar og dómstóls.
145. gr. Reglugerðar- og regluheimildir vegna MiFIR.
…1)
Seðlabanka Íslands er heimilt að setja reglur2) um nánari framkvæmd MiFIR um þau atriði sem koma fram í eftirfarandi greinum hennar:
[1. 8. og 9. mgr. 1. gr. um undanþágur frá gildissviði.]1)
[2.]1) 2. mgr. 2. gr. um skilgreiningar.
[3.]1) 6. mgr. 4. gr. um undanþágur fyrir hlutabréfagerninga.
[4.]1) 9. mgr. 5. gr. um kerfi um hámarksmagn.
[5.]1) 2. mgr. 7. gr. um heimild til að fresta birtingu.
[6.]1) 5. mgr. 9. gr. um undanþágur fyrir aðra gerninga en hlutabréfagerninga.
[7. 6. mgr. 9. gr. um pakkafyrirmæli.]1)
[8.]1) 4. mgr. 11. gr. um heimild til að fresta birtingu.
[9.]1) 2. mgr. 12. gr. um skyldu til að gera for- og eftirviðskiptaupplýsingar tiltækar á aðskilinn hátt.
[10.]1) 2. mgr. 13. gr. um skyldu til að gera for- og eftirviðskiptaupplýsingar tiltækar á sanngjörnum viðskiptakjörum.
[11.]1) 7. mgr. 14. gr. um skyldu innmiðlara til að birta opinberlega föst verðtilboð vegna hlutabréfa, heimildarskírteina, kauphallarsjóða, skírteina og annarra svipaðra fjármálagerninga.
[12.]1) 5. mgr. 15. gr. um framkvæmd fyrirmæla viðskiptavina.
[13.]1) 3. mgr. 17. gr. um aðgang að verðtilboðum.
[14.]1) 2. og 3. mgr. 19. gr. um eftirlit af hálfu ESMA.
[15.]1) 3. mgr. 20. gr. um upplýsingagjöf verðbréfafyrirtækja að viðskiptum loknum með hlutabréf, heimildarskírteini, kauphallarsjóði, skírteini og aðra svipaða fjármálagerninga.
[16.]1) 5. mgr. 21. gr. um upplýsingagjöf að viðskiptum loknum af hálfu verðbréfafyrirtækja með skuldabréf, samsettar fjármálaafurðir, losunarheimildir og afleiður.
[17.]1) 4. mgr. 22. gr. um upplýsingagjöf til gagnsæis- og annarra útreikninga.
[18.]1) 3. mgr. 23. gr. um viðskiptaskyldur verðbréfafyrirtækja.
[19.]1) 3. mgr. 25. gr. um skyldu til að halda skrá.
[20.]1) 6. og 9. mgr. 26. gr. um skyldu til að tilkynna viðskipti.
[21.]1) 3. mgr. 27. gr. um skyldu til að útvega tilvísunargögn fyrir fjármálagerninga.
[22.]1) 5. mgr. 28. gr. um skyldu til að eiga viðskipti á skipulegum mörkuðum, markaðstorgum fjármálagerninga eða skipulegum markaðstorgum.
[23.]1) 3. mgr. 29. gr. um stöðustofnunarskyldu fyrir afleiður sem viðskipti eru með á skipulegum mörkuðum og tímasetningu samþykkis á stöðustofnun.
[24.]1) 2. mgr. 30. gr. um óbeint stöðustofnunarfyrirkomulag.
[25.]1) 4. mgr. 31. gr. um samþjöppun eignasafns.
[26.]1) 1. og 6. mgr. 32. gr. um tilhögun viðskiptaskyldu.
[27.]1) 2. mgr. 33. gr. um kerfi til að koma í veg fyrir tvítekningu reglna eða reglur sem stangast á.
[28.]1) 6. mgr. 35. gr. um aðgang án mismunar að miðlægum mótaðila.
[29.]1) 6. mgr. 36. gr. um aðgang án mismunar að viðskiptavettvangi.
[30.]1) 4. mgr. 37. gr. um aðgang án mismunar að viðmiðunargildum og skyldu til að veita leyfi fyrir þeim.
[31.]1) 8. mgr. 40. gr. um heimildir ESMA til tímabundinna íhlutana.
[32.]1) 8. mgr. 41. gr. um heimildir Evrópsku bankaeftirlitsstofnunarinnar til tímabundinna íhlutana.
[33.]1) 7. mgr. 42. gr. um afurðaíhlutun af hálfu lögbærra yfirvalda.
[34.]1) 10. mgr. 45. gr. um stöðustjórnunarvald ESMA.
[35.]1) 7. mgr. 46. gr. um almenn ákvæði um þjónustu og starfsemi í þriðja landi.
[36.]1) 10. mgr. 52. gr. um skýrslugjöf og endurskoðun.
1)L. 50/2022, 17. gr. 2)Rgl. 545/2023. Rgl. 981/2023. Rgl. 982/2023. Rgl. 371/2024. Rgl. 372/2024.
146. gr. Innleiðing.
Lög þessi fela í sér innleiðingu á:
1. Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2014/65/ESB frá 15. maí 2014 um markaði fyrir fjármálagerninga og um breytingu á tilskipun 2002/92/EB og tilskipun 2011/61/ESB (MiFID2) sem birt var í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 20 frá 26. mars 2020, bls. 73–220.
2. Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/1034 frá 23. júní 2016 um breytingu á tilskipun 2014/65/ESB um markaði fyrir fjármálagerninga sem birt var í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 42 frá 25. júní 2020, bls. 90–93.
3. Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 600/2014 frá 15. maí 2014 um markaði fyrir fjármálagerninga og um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 648/2012 (MiFIR), sbr. 3. gr.
4. Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/1033 frá 23. júní 2016 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 600/2014 um markaði fyrir fjármálagerninga, sbr. 3. gr.
5. Framseldri reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/565 frá 25. apríl 2016 um viðbætur við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2014/65/ESB að því er varðar skipulagskröfur og rekstrarskilyrði verðbréfafyrirtækja og hugtök sem skilgreind eru að því er varðar þá tilskipun, sbr. 3. gr.
6. Framseldri reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/567 frá 18. maí 2016 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 600/2014 að því er varðar skilgreiningar, gagnsæi, samþjöppun eignasafns og eftirlitsráðstafanir hvað varðar afurðainngrip og stöður, sbr. 3. gr.
147. gr. Gildistaka.
Lög þessi öðlast gildi 1. september 2021. Þó öðlast 39. gr. gildi 1. nóvember 2021 og 5. mgr. 48. gr. öðlast gildi 28. febrúar 2023. Krafa 1. mgr. 40. gr. um að þeir starfsmenn verðbréfafyrirtækis sem veita fjárfestingarráðgjöf hafi verðbréfaréttindi öðlast gildi 1. júní 2022.
…
Þrátt fyrir ákvæði 40. gr. veitir ráðherra þeim, sem fyrir gildistöku þessara laga hafa staðist próf í verðbréfaviðskiptum eða hlotið löggilt leyfi til verðbréfamiðlunar, verðbréfaréttindi.
148. gr. Breyting á öðrum lögum. …